Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Blaðsíða 31
DV. FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER1983. 39 Föstudagur 2. september 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 „Brosið eiiíía” eftir Par Lag- erkvist. Nína Björk Árnadóttir les þýðingu sína (6). 14.30 Á frívaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fre^nir. 16.20 Siðdegistónleikar. Alexis Weissenberg og hljómsveit Tón- listarháskólans í París leika „Krakowiak”, konsertrondó op. 14 fyrir píanó og hljómsveit eftir Fré- déric Chopin. Stanislaw Skrowac- zewski stj. / Itzhak Perlman og Fílharmóníusveit Lundúna leika Fiölukonsert nr. 1 í fís-moll eftir Henryk Wieniawski. Seiji Ozawa stj. 17.05 Af stað í fylgd meðTryggva Jakobssyni. 17.15 Upptaktur — Guðmundur Benediktsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Vlð stokkinn. Vilborg Dag- bjartsdóttir heldur áfram að segja börnunum sögu fyrir svefninn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Sumarið mitt. Dr. Broddi Jóhannesson segir frá. 21.30 Frá orgeltónleikum í Dómkirkjunni i Reykjavík 19. janúar sl. Franski organleikarinn Jacques Taddéi leikur verk eftir Franz Liszt, Cesar Franck og Louis Vieme. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. Orð kvölds- ins. 22.35 „Ástvinurinn” eftir Evelyn Waugh. Páll Heiðar Jónsson lýkur lestriþýðingar sinnar (11). 23.00 Náttfari. Þáttur í umsjá Gests Einars Jónassonar (RUVAK). 00.50 Fréttir. 01.00 Veöurfregnir. 01.10 Á næturvaktinni — Ásgeir Tómasson. 03.00 Dagskrárlok. Föstudagur 2. september 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Á döfinni. Umsjónarmaður Sigurður Grímsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.45 í tdefni dagsins. Frá úti- skemmtun á Lækjartorgi á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst 1983. Þar komu fram Bergþóra Arna- dóttir, hljómsveit Gunnars Þórð- arsonar og hljómsveitin Kikk. Upptöku stjómaði Andrés Indriða- son. 21.15 Mið-Ameríka. Fréttaþáttur í máli og myndum um atburði síðustu vikna í Mið-Ameríku. Umsjónarmaður ögmundur Jón- asson. 22.00 Elskað af ásettu ráði. Ný, sovésk bíómynd. Leikstjóri Sergei Míkaeljan. Aðalhlutverk: Olég Jankovskí og Jevgénía Glushenko. Iþróttagarpur nokkur gerir sér ljóst að hann muni aldrei skara fram úr í grein sinni og hallar sér þá að flöskunni. Hann kemst í kynni við stúlku sem stappar í hann stálinu og bendir honum á leið til að efla viljastyrkinn. Þýö- andi Hallveig Thorlacius. 23.30 Dagskrárlok. f FÓLKÁFERÐ! Þegar íjölskyldan ferðast að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. u UMFERÐAR RÁÐ J J Kannski sovóski íþróttamaðurinn sem myndin í kvöld fjaiiar um hafi einhvern tima keppt á Luzinki ieik- vanginum i Moskvu? Sjónvarp í kvöld kl. 22.00: Diykkfelldur íþrótta- maöur og stúlkukind Elskað af ásettu ráði heitir ný, sov- ésk bíómynd, sem sýnd verður í sjón- varpi í kvöld kl. 22. Þar segir frá íþróttamanni, sem gerir sér grein fy rir því eftir þrotlausar æfingar að hann muni aldrei ná að skipa sér í fremstu röð. Iþróttamaðurinn leitar því hugg- unar hjá Bakkusi og fer aö drekka meira en góðu hófi gegnir. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og hann kemst í kynni við stúlku sem stappar í hann stálinu og hvetur hann tildáöa. Leikstjóri myndarinnar er Sergei Míkaeljan, en með aðalhlutverk fara Olég Jankovskí og Jevgénía Glus- henko. Þýöandi er Hallveig Thor- lacius. Kvikmyndagerð stendur nú með miklum blóma í Sovétríkjunum og er skemmst að minnast þess að myndin Moscow Doesn’t Believe in Tears hlaut óskarsverðlaunin 1981 sem besta er- lenda myndin. Mikill áhugi er þar í landi á kvikmyndagerð og má nefna að nú eru framleiddar um 150 kvikmyndir og 100 sjónvarpskvikmyndir á ári, fyr- ir utan um 50 heimildarmyndir og um 500 stuttar myndir. Um 300.000 manns vinna í 39 myndverum víða um landið, þar af eru 19 myndver sem sérhæfa sig í kvikmyndagerð. Til samanburöar má nefna að við upphaf síöasta áratugar voru gerðir um 130 kvikmyndir og 70 sjónvarps- myndir árlega í Sovétríkjunum eða heldur færri myndir en nú eru fram- leiddar á hverju ári. -SA Útvarp í kvöld kl. 23.00: Náttfari fer á kreik Náttfari fer á kreik kl. 23 í kvöld en þá hefst þáttur Gests Einars Jónas- sonar í beinni útsendingu frá útvarps- húsinu á Akureyri. „Þátturinn verður byggður upp á venjulegan hátt,” sagði Gestur er við hringdum norður í hann. ,,Ég verð með allt frá nýjum lögum með Billy Joel og Stevie Nicks til gamalla laga frá bítla- timabilinu, en þeim árum finnst mér ekki hafa verið gerð nægilega góð skil í útvarpi að undanförnu. Reyndar hefur verið sagt viö mig i gríni að ég sé sér- Náttfari (Gestur Einar Jónasson) við hljóðnemann í útvarpshúsinu á Akur- eyri. Sjónvarp íkvttld kl. 21.15: íbrennidepli ögmundur Jónasson fréttamaður sér um þátt um málefni Mið-Ameriku í sjónvarpi í kvöld kl. 21,15 en þar verð- ur fjallað um þróun mála í þessum heimshluta undanfarnar vikur. fræðingur í tónlist sjöunda áratugar- ins,” sagði Gestur og hló við. Að þessu sinni mun Guðmundur Heiðar Frímannsson kennari við Menntaskólann á Akureyri koma í heimsókn en Guðmundur stjórnaði þættinum Veistu svarið í vetur. Þá hyggst Náttfari hringja út á land og taldi Gestur líklegt að hann myndi slá á þráðinn suður til Reykjavíkur. Nú líður senn að lokum sumars og Gestur var spurður aö því hvort hann myndi halda áfram með þættina eitt- hvað fram á haust. ,jSg vinn hjá Leik- félagi Reykjavíkur og leik i My Fair Lady sem frumsýnt verður um miðjan október þannig aö þá mun ég ekki geta verið með beinar útsendingar á þess- um tíma. Hvað þá verður veit ég því ekki en Náttfari verður á dagskrá út- varps næstu fimm til sex vikumar.” „Jú, þetta hefur verið skemmtilegt, en eins og allt annaö, þá er starfið tímafrekt ef vel á að vinna það,” sagði Gestur Einar Jónasson. Veðrið: Hæg norðanátt í dag, léttskýjaö , um allt Suður- og Vesturland, svalt i veðri, smáskúrir fram eftir degi á norðausturhorninu, annars þurrt. Veðrið hér og þar Klukkan 6 í morgun: Akureyri skýjað 3, Bergen rigning 15, Helsinki léttskýjað 13, Kaup- mannahöfn þokumóða 19, Osló skýjað 14, Reykjavík léttskýjað 2, Stokkhólmur þokumóða 18, Þórs- höfn súld 10. Klukkan 18 í gær: Aþena létt- skýjaö 22, Berlín þokumóða 22, Chicagó léttskýjað 28, Feneyjar þokumóða 26, Frankfurt alskýjaö 22, Nuuk snjókoma 2, London skúr 19, Luxemborg skýjað 18, Las Palmas léttskýjað 24, Mallorca hálfskýjað 24, New York léttskýjað 27, París skýjað 18, Róm þokumóða 25, Vín léttskýjað 23, Winnipeg létt- skýjað31. i""— ' — Tungan Auglýst var: Þetta húð- krem er sérstaklega framleitt fyrir þig. Réttara hefði verið: ... framleitt handa þér.: (Ath.: .. framleitt fyrir þig ætti fremur að merkja: ... til þess að þú þurfir ekki að framleiða | þaðsjálf(ur).) Gengið GENGISSKRÁNING NR. 162 - 1. SEPTEMBER 1983 KL. 09.15. £ining kl. 12.00 Kaup Sala 1 Bandaríkjadollar 28,080 28,160 Sterlingspund 42,078 42,198 Kanadadollar 22,773 22,838 Dönsk króna 2,8960 2,9042 Norsk króna 3,7467 3,7574 1 Sænsk króna 3,5432 3.5533 1 Finnskt mark 4,8852 4,8991 1 Franskur franki 3,4618 3,4716 1 Belgiskur franki 0,5185 0,5199 Svissn. franki 12,8701 12,9068 1 Hollensk florina 9,3165 9,3431 1 V-Þýskt mark 10,4208 10,4505 1 ítölsk líra 0,01747 0,01752 1 Austurr. Sch. 1,4830 1,4872 1 Portug. Escudó 0,2265 0,2271 1 Spánskur peseti 0,1847 0,1852 1 Japanskt yen 0,11408 0,11441 1 Írskt pund 32.783 32,877 Belgbkur franki 29,3952 29,4787 SDR (sérstök 0,5157 0,5171 dráttarréttindi) Sfansvari vegna gengisskráningar 22190. Tollgengi fyrir ágúst 1983. Bandarikjadollar USD 27,790 Sterlingspund GBP 42,401 Kanadadollar CAD 22,525 Oönsk króna DKK 2,9386 Norsk króna NOK 3,7666 Ssensk króna SEK 3,5914 Finnskt mark FIM 4,9431 Franskur f ranki FRF 3,5188 Belgískur franki BEC 0,5286 Svissneskur franki CHF 13,1339 Holl. gyllini NLG 9,4609 Vestur-þýzkt mark DEM 10,5776 Itölsk líra ITL 0,01787 Austurr. sch ATS 1,5058 Portug. escudo PTE 0,2316 Spánskur peseti ESP 0,1863 Japanskt yen JPY 0,11541 frsk pund IEP 33,420 SDR. (SérstÖk 29,4286 dráttarróttindi) 0,5259

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.