Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1983, Blaðsíða 2
18
Sjónvarp
Dádýrin taka þvi rólega þótt ekki sóu þau stödd i Xishuangbanna þar sem frændi þeirra hijóp i tjöm fyrir
árþúsundum.
Sjónvarp sunnudag kl. 20.50 — Land í leynum:
Gulllitað dádýr fellur í t jörn
— og upp spretta lótusblóm ægifögur
Fyrir mörg þúsund árum hljóp gull-
litaö dádýr yfir 77 f jöll og 99 ár á flótta
undan ofsóknarmönnum sínum þar til
þeir allir höfnuöu í ægifögru landi þar
sem veðurfar var með ólíkindum gott.
Litfagrir fuglar og kát dýr léku sér í
skógi. I miöju hans var gulllituð tjöm
og ofan í hana hvarf dádýrið gyllta.
Ekki var það fyrr horfiö en upp á yfir-
borðið skutust lótusblóm, svo fögur að
aldrei höfðu menn aðra eins fegurð lit-
ið.
Þannig hefst goösögnin um Xish-
uangbanna og Dai-kynstofiiinn.
Fáir Vesturlandabúar vita hvað Xishu-
angbanna er eða hvar það liggur í ver-
öldinni. Að vísu er það nú hérað í
kínverska Alþýðulýðveldinu þó fáir
viti það, jafnvel ekki Kínver jar sjálfir.
I aldaraöir hefur Dais-kynstofninn
búið á svæðinu, fólk sem líkist Siams-
búum og hefur sitt eigið rit- og talmáL
Héraðið er 10 þúsund ferkílómetrar að
stærð og á landamæri aö Laos og
Burma. Fjallgarðar skýla því fyrir
norðanáttinni með þeim afleiðingum
að meðalhiti ársins er 21 gráöa á
Celsíus og það ásamt hitabeltisrigning-
um gerir landið að hreinni paradís
gróðurs og mannlífs. Fólkið lifir í sælli
mótsögn við vestræna efnishyggju eins
og segir í dagskrárkynningu og fram
mun koma í myndinni.
-eir.
Einarsson og tvær syrpur úr
þekktum leikritum L.R. Höfundar
nýrra texta og leikatriða eru
Kjartan Ragnarsson, Jón Hjartar-
son og Karl Ágúst Olfsson. Sigurð-
ur Rúnar Jónsson annaðist útsetn-
ingar og kórstjórn. Umsjónarmað-
ur Kjartan Ragnarsson. Upptöku
stjórnaði Viðar Víkingsson.
21.50 Haltu um hausinn. (Don’t Lose
Your Head) Bresk gamanmynd
með Afram-flokknum: Sidney
James, Kenneth Williams, Joan
Sims, Charles Hawtrey og Jim
Dale. Leikstjóri Peter Rogers.
Sögusviðiö er franska stjórnar-
byltingin. Tveir breskir dánumenn
bjarga mörgu göfugu höfði undan
fallöxinni og leggja byltingarmenn
mikið kapp á að hafa hendur í hári
þeirra. Þýðandi Baldur Hólm-
geirsson.
23.30 Dagskrárlok.
Sunnudagur
23. október
18.00 Sunnudagshugvekja. Björgvin
F. Magnússon flytur.
18.10 Stundin okkar. Umsjónar-
menn: Ása H. Ragnarsdóttir og
Þorsteinn Marelsson. Herdís
Egilsdóttir leiðbeinir um föndur,
börn úr Bjarkarási sýna lát-
bragðsleik, Geirlaug Þorvalds-
dóttir les Dimmalimm, mynd-
skreytt ævintýri eftir Guðmund
Thorsteinsson. Smjattpattar og
Krókópókó eru einnig með og apa-
brúöa kemur í heimsókn.
19.05 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttlr og veður.
20.25 Augiýsingar og dagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku.
Umsjónarmaður Magnús Bjarn-
freðsson.
21.00 Wagner. 5. þáttur. Framhalds-
myndaflokkur í tiu þáttum um ævi
tónskáldsins Richards Wagners.
Efni 4. þáttar: Wagner er í
Feneyjum, félaus og skuldugur,
þegar ákveðið er að sýna „Tann-
hauser” í París að undirlagi keis-
arans. Þetta er mikill heiður því
aö París var þá háborg tónlist-
arinnar. En hugmyndir Wagners
um óperuflutning stangast á við
venjur og hann bakar sér óvild
áhrifamanna. Þýðandi Oskar
Ingimarsson.
21.50 Líknarstörf óháð landa-
mærum. Bresk heimildarmynd
um læknasamtök sem franskur
læknir, Bernard Koutcher að,
nafni, stofnaði eftir Biafrastríöið.
Læknar í þessum samtökum vinna
sjálfboöastörf hvar í heiminum
sem skjótrar h jálpar er þörf vegna,
styrjaldar, hungursneyðar eða,
annarra báginda. Þýðandi Jón O.
Edwald.
22.40 Dagskrárlok.
Enn ein Áfram-mynd veröur sýnd i sjónvarpinu laugardaginn 22. október.
Netnist sú Hattu um hausinn.
Viö byggjum leikhús, söng- og lelkdagskrá, sem unnin eriþágu byggingar-
sjóös Borgarieikhússins, eri dagskri sjónvarps laugardaginn 22. október.
rwi
DV. FÖSTUDAGUR14. OKTÖBER1983.
!■■■■■■ rm ■ ■ ■ rg_
Kvikmyndir
Kvikmyndir
BÆJARINS
BESTU
STJÖRNUBÍÓ
GAIMDHI
Sjaldan hefur kvikmynd verið iofuð jafnmikiö og mynd Richard'
Attenboroughs um Gandhi. Hefur hún hlotið næstum öll þau verð-
laun í kvikmyndaheiminum sem eftirsóttust eru. Og ekki er annaö;
;hægt að segja en að myndin eigi það fyllilega skiiið. Það er margtí
,sem gerir Gandhi að frábærri mynd, en tvennt er þó manni efst íl
huga. Það er mikil alúö Richard Attenboroughs við verkefni sitt. I
tuttugu ár vann hann meira og minna við gerð hennar og gafsti
aldrei upp þótt á móti blési. Hitt er leikarinn Ben Kingsley. 1 hlut-j
verki Gandhis yfirgnæfir hann alla aöra leikara í myndinni með j
stórkostlegum leik og eru þó engir aukvisar í öðrum hlutverkum.:
. Hann er Gandhi. Það er a.m.k. erfitt að ímynda sér Gandhi öðru-'
visi en Ben Kingsley túlkar hann. Mörg eftirminnileg atriði eru í j
myndinni og erfitt að gera upp á milii þeirra. Slátrun Breta á j
hundruö Indverja við Amristar er eitt, gangan mikla til sjávar til!
að mótmæla einokun Breta á saltvinnslu annað, atriðin í réttarsöl- j
um, og svona mætti lengi telja. Kvikmynd Attenboroughs er verð-!
ug minning Gandhis. Kannski er hann offegraður en enginn getur |
efast um mannkærleik hans eftir að hafa séð hana.
HK.I
NÝJABÍÓ:
IMÝTT LÍF
Það er óhætt að segja að mikið er hlegið í Nýja bíói þessa dag-
ana, enda er nýjasta íslenska kvikmyndin Nýtt líf bráösmellin
gamanmynd, þar sem aðalleikararnir, Eggert Þorieifsson og Karl
Ágúst Ulfsson, fara á kostum. Sérstaklega er Eggert fyndinn og
virðist engu hafa gleymt frá því hann lék í Með allt á hreinu. Nýtt
líf segir frá tveimur ungum mönnum sem er sagt upp störfum á
Hótel Sögu og ákveða að fara til Vestmannaeyja til að vinna sér inn
peninga í höfuöatvinnuvegi Islendinga, sjávarútveginum. Ekki eru
þeir nú mikið fyrir erfiöisvinnuna og eru fljótir að koma sér vel
fyrir án þess að erfiða of mikið. Þeir félagar lenda í mörgum ævin-
týrum, flestum spaugilegum. Aukaleikarar í Nýtt líf eru allir
áhugaleikarar frá Vestmannaeyjum og koma á óvart með eðli-
legum leik í þeirra fyrstu kvikmynd. Tæknivinna við myndina er
ekki eins góð og búast hefði mátt við, miðað við fyrri reynslu, og
hefði mátt vanda meira til hennar. En þrátt fyrir það hefur Þráni
Bertelssyni tekist það sem hann hefur ætlað sér, að gera gaman-
mynd sem kæmi fólki i gott skap.
HK.
HÁSKÓLABÍÓ
Roman Polanski velur sér heimskunna skáldsögu Thomasar
Hardy að efniviði þessarar myndar sinnar og honum tekst að miðla
þungbúnum söguþræðinum ágætlega. Ljósaskiptin og kynngikraft-
ur birtunnar er hvort tveggja fyrirferðarmikið í þessu verki hans
og það hentar hinu rólega og hljóða yfirbragði sögunnar vel.
Skuggar og tónar dimmunnar minna áhorfandann í sífellu á trega- >
blandið hlutskipti sögupersónanna og þau grimmu örlög sem þeim
eru búin. Kvikmyndatakan er skemmtileg í Tess. Myndin er byggð
upp á samtengdum myndbrotum, sumum hverjum afar stuttum,
og er hvert þeirra afar heillandi og notalegt. Þessi stuttu skot gera
rólegt yfirbragð sögunnar margbrotnara og að sumu leyti tilbreyt-
ingameira og þannig tekst Polanski að komast hjá langdrægni,
þrátt fyrir þessar hundraö sjötíu og eina mínútu sem myndin tekur
í sýningu. Helsti ókostur Tess er leikurinn í henni. Nastassia Kinski
sýnir næsta svipbrigðasnauðan leik í sínu hlutverki og því miöur
má segja hið sama um nær alla aðra leikara Tess.
-SER.!
TÓNABÍÓ
SVARTI FOLIIMIM
* Þó svo Francis Ford Coppola sé einungis framleiöandi þessa '
ævintýris má víða greina handbragö hans við úrvinnslu þessj
Þannig er kvikmyndatökunni oftlega beint inn á sömu brautir ogT"
Apocalypse Now þar sem magnaöur er upp hraði og kraftur með
því að keyra kvikmyndavélina upp og inn í hvaða sjónarhom sem1
hugsast getur. Og sérlega mikið er leikið inn á tóna sólseturs og
sólarupprásar, ekki síður en í nýjasta verki Coppola, UTAN-
GARÐSDRENGJUNUM: Ævintýrið sem myndin byggir á er ákaf-
lega hugljúf og róleg saga, en frábær og afar myndræn kvikmynda-
, taka bjargar verkinu frá langdregni. Mikið er leikið inn á svip-1
brigði náttúrunnar og fjölbreytni birtugjafans, hvort heldur sem
þar fer rafljós, sól eða tungl, er nýtt á einstaklega fallegan máta.|
Verkið er beislað kynngikrafti náttúrunnar. Helstu leikarar mynd-
arinnar skila hlutverkum sínum með prýði, sérstaklega þeir tveir
sem mest mæðir á, drengurinn og knapaþjálfari hans, leiknir af
Kelly Reno og Mickey Rooney. Hinn síðarnefndi er reyndar
. ógleymanlegur í hlutverki sínu í verkinu, svo einstakir eru taktar
hans og látbragð í Svarta folanum.
-SER.
Kvikmyndir
Kvikmyndir