Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1983, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1983, Side 6
DV. FÖSTUDAGUR14. OKTOBER1983. Fré f/Salvador. FUNDUR UMEL SALVADOR — íGamlabíói Fulltrúi frá þjóðfrelsisöflum í E1 Salvador, Gabríel Lara, er meðal ræðumanna á fundi um E1 Salvador sem haldinn verður í Gamia bíói á morgunkl. 14. Á sunnudag verður frumsýning í eftir Helgu Steffensen og Eggið eftir Iðnó á nýrri sýningu Leikbrúðu- samahöfund. lands. Þessi sýning reyndist svo; Þetta er frumsýnig á Islandi en viðamikil að ekki reyndist unnt að þær Bryndís Gunnarsdóttir, Hallveig koma henni fyrir að Fríkirkjuvegi 11 Thorlacius og Helga Steffensen, sem þar sem Leikbrúðuland hefur sýnt stjórna brúðunum í öllum þáttunum, undanfarin 11 ár þannig að Leikfélag þjófstörtuðu er þær sýndu leikina Reykjavíkur hljóp undir bagga og fjóra í Vasa í Finnlandi sl. vor á al- lánaðilðnó. þjóðlegri brúöuleikhúshátíð. Þór- hallur Sigurösson leikstýrir og er það Hér eru á ferðinni fjórir einþátt- í fyrsta sinn sem hann vinnur með ungar: Ástarsaga úr fjöllunum eftir Leikbrúðulandi. Guðrúnu Helgadóttur, Búkolla, Sýningar verða á sunnudögum kl. íslensk þjóösaga, Draumlyndi risinn 15 í Iðnó. -EIR. Hvaða lið er best íblaki? — Reykjavíkurmótinu lýkur um helgina Rlslnn draumlyndi varður / Iðnó á sunnudögum ásamt fleirum. LEIKBRÚÐUR í IÐNÓ Til þessa fundar boða E1 Salvador- finefndin á íslandi, Alþýðubandalagið, Alþýöuflokkurinn, Samband ungra afnaöarmanna, Fylkingin, Banda- ag jafnaöarmanna, Æskulýösfylk- ing Alþýðubandalagsins, Kvenna- framboöiö, stjórn Stúdentaráðs, Félag bókagerðarmanna, stjórn Verkamannasambandsins og stjóm 'agsbrúnar. Reykjavíkurmótinu í blaki lýkur um helgina. Á sunnudagskvöld verða tveir leikir í meistaraflokki karla og ráða þeir úrslitum mótsins. Fyrir lokaumferöina hefur Fram forystu í keppni þeirra fjögurra blakliða sem eru í Reykjavík. Fram er taplaust en Þróttur og 1S hafa tapað einum leik hvort lið. Víkingur er á botninum án stiga. Það er því leikur Fram og IS sem menn bíða eftir. Hann hefst í Hagaskóla klukkan 19.10. Sigri Fram er liðið þar meö Reykjavíkurmeistari. Sigri IS verður staðan hins vegar flóknari. Þróttur á nefnilega líka möguleika á titlinum. Þróttur leikur við Víking að loknum leik Fram og IS. Sigri IS og Þróttur verða þau lið jöfn Fram að stigum. Þá verður það hrinuhlutfallið sem ræður úrslitum. Hrinuhlutf all Fram er nú 6:3, Þróttar 4:3 og IS 3:3. _________ -KMU. „Island er vændiskvennabúr stórveldanna " — fjallað um „ástandið" á stríðsárunum í Reykjavík iwmm Hvað er á seyði um helgina Gallery Lœkjartorg Nú stendur yfir í Gallery Lækjartorgi mynd- listarsýning Hauks Halidórssonar. Á sýningunni eru 82 kolteikningar úr bók- inni Islenskir Annálar 1400—1449, sem bóka- útgátan örn og örlygur hef ur nýlega gefið út, ásamt þrykkmálverkum og skúlptúrum alls um eitt hundrað verk. Sýningin er opin frá kl. 14—18 daglega, nema á fimmtud. og sunnud. frá kl. 14—22. Haukur er fæddur í Stóra-Asi á Seltjarnamesi 4. júlí 1937. Nam við Mynd- lista- og handíðaskólann í Reykjavík og Du- pont tegneskole í Kaupmannahöfn. Hefur rekið eigin teiknistofu á sviði auglýs- inga, umbúöahönnunar, frímerkjateiknun o.fl. á ámnum 1963—78. Þetta er fjórða einkasýning Hauks, en hann hefur auk þeirra tekið þátt í nokkrum sam- sýningum, m.a. í Nurenberg 1979. Áður hafa komið út tvær bækur myndskreyttar af Hauki Halldórssyni, Stóra-bamabókin og Tröll. Sýningu Hauks lýkur sunnud. 16. okt. Gallerí Langbrók: A morgun laugardag opnar Sigurður öm Brynjólfsson (Söb.) sýningu á smámyndum. Sýningin verður opin daglega kl. 12—18 en um helgar frá kl. 14—18. Sýningin stendur yfir í hálfanmánuð. IMorræna húsið: Þar stendur yfir sýning sem nefnist ,,0rkn- eyjar og Hjaltlandseyjar”. Er þetta sýning frá Statens Historiske Museum í Stokkhólmi. Sýningin er opin daglega frá kl. 14—19. Og stendur hún til 23. október. Gúmmí-Tarsan í fólags- heimili Kópavogs Söngleikurinn Gúmmi-Tarsan er sýndur i féiagsheimili Kópavogs um þessar mundir. Uppselt var á fjórar fyrstu sýningamar. Fimmta sýning verður á laugardag kl. 15 og sú sjötta á sunnudaginn kl. 15. Leikfélag Reykjavíkur um helgina Hart i bak, Anamaðkamir, Guðrún og Forsetaheimsókntn. Um helgina verða ofangreind 4 leikrit sýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur og má teljast óvenjulegt að boðið sé upp á jafn fjölbreytileg verkefni svo snemma hausts. Reyndar bætist fimmta sýningin við um helgina, en það er sýning Leikbrúðulands á Tröllaleikjum, sem frumsýnd verður á sunnudaginn kl. 15 í sam- vinnu LR og Leikbrúðulands. I kvöld (föstudagskvöld) er sýning Hart í bak og er uppselt á þá sýningu. Annað kvöld er hið umtalaða leikrit Ur lífi ánamaðkanna sýnt, en sýningum fer nú að fækka á því verki. Það hafa þau Þorsteinn Gunnarsson og Guðrún Ásmundsdóttir vakið verðskuldaða athygli fyrir frábæra túlkun sína á ævintýra- skáldinu H.C.Andersen og leikkonunni Jóhönnu Lovísu Heiberg. Leikstjóri er Hauk- ur J. Gunnarsson. Á sunnudagskvöld er leik- rit Þórunnar Sigurðardóttur um Guðrúnu Osvífursdóttur, Kjartan og Bolla á fjölunum, en þar fara með stœrstu hlutverk Ragnheiður Elfa Amardóttir, Jóhann Slgurðarson og Harald G. Haraldsson. Annað kvöld (laugardagskvöld) er hið vin- sæla gamanleikrit, Forsetaheimsóknin, sýnt á miðnætursýningu í Austurbæjarbíói en þar koma við sögu margir þekktustu leikarar Leikfélagsins, þeirra á meðal Kjartan Ragnarsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Gisli Halldórsson, Sigríður Hagalin, Soffia Jakobs- dóttlr, Guðmundur Pálsson, Hanna Maria Karlsdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Fjögur leikrit í gangi í Þjóð- leikhúsinu: Eftir konsertínn, Lokaæfing, Lina Langsokk- ur og Skvaldur. Onnur sýning á nýja leikritinu hans Odds Björassonar, Eftir konsertinn, verður í kvöld, föstudagskvöld, í Þjóðleikhúsinu. Þetta verk var frumsýnt sl. miðvikudag fyrir fullu húsi og fjallar um borgaralega fjölskyldu og „menningarlega sinnaða’’ í Reykjavík nútím- ans. Tregafullur gamanleikur eða gaman- samur tregaleikur um byltingu í betri stof- unni og uppgjör sem af henni leiðir. Þriðja sýning verksins verður á sunnudagskvöld. A laugardagskvöld verður gamanleikurinn Skvaldur eftir Michael Frayn á dagskrá. Hraður grinleikur með glóru sem undanfarið hefur kitlað hláturtaugar leikhúsgesta. Upp- selt hefur verið á flestar sýningar leiksins til þessa. Lína Langsokkur er loksins komin aftur til okkar úr sumarfríinu og hefjast sýningar á því vinsæla baraa- og fjölskylduleikriti nú á sunnudaginn kl. 15. Uppselt var á nær allar sýningaraar 52 í fyrravetur og því vissara að tryggja sér miða tímanlega til að losna við biðraðir. A sunnudagskvöldið verður sýning á nýj- asta leikriti Svövu Jakobsdóttur, Lokaæfingu, á Litla sviðinu. Geysimagnað leikrit og jafn- framt fyndið sem heldur áhorfendum föngn- um frá upphafi til loka. Skemmtistaðir ÞÖRSKAFFI: A föstudags- og laugardags- kvöld leikur Dansbandið fyrir dansi. Bobby Harrison kemur og syngur fyrir gesti, Þorleif- ur Gíslason þenur saxafóninn í „Harrisson show”. Diskótek á neðri hæðinni. BROADWAY: A föstudags- og laugardags- kvöld mun Bítlaæðið vera í fullum gangi á Broadway, dansleikur á eftir. Sunnudagur: Hárgreiðslusýning. KLUBBURINN: Diskótek mun halda uppi fjörinu á báðum hæðum um helgina. HÓTEL BORG: Á föstudagskvöld kemur hinn landskunni kántrí-söngvari HaUbjöm og syngur fyrir gesti hússins, síðan tekur diskóið við til kl. 03.00. Laugardagskvöld: diskótek. Sunnudagskvöld: gömlu dansarair, hljóm- sveit Jóns Sigurðssonar leUiur. HOLLYWOOD: A föstudags- og laugardags- kvöld kemur Dansstúdíó Sóleyjar fram og sýn- ir dansinn „Frach” VUli og Þorsteinn verða í diskótekinu á föstudag en Maggi og Þorsteinn á laugardag. Sunnudagskvöld: Æfingastöðin EngUijaUa verður með kynningu á hrnum ýmsu pró- grömmum sem þar er hægt að fá. Heilsuhjól o.fl. verður á staðnum. SIGTUN: Opið föstudags- og laugardags- kvöld, diskótek, sem stendur fyrir sínu, heldur uppi f jöri. ÓÐAL: HaUdór Árai mun sjá um að snúa skif- unum á fuUu föstudags- og laugardagskvöld. HÓTEL SAGA: Vegna gífurlegrar eftirspum- ar verður Sumargleðin framlengd um eina helgi á föstudags- og Iaugardagskvöld, dúndr- andi dansleikur á eftir. SAFARt: Opið föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, diskótek sem stendur fyrir sinu mun halda upp fjöri. LEIKHUSKJALLARINN: Opið hús föstu- dags- og laugardagskvöld. Diskótek, tónUst við aUra hæfi undir öruggri handleiðslu Þórs Jóns Péturssonar. GLÆSŒÆR: Opíð föstudags- og laugardags- kvöld. Hljómsveitin Glæsir mun sjá um fjörið auk þess sem Karl Gunnlaugsson mun spUa af plötum bæði kvöldin af sinni góðkunnu líst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.