Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1983, Blaðsíða 5
i'iU. r .pTnATVA m> rjTvr-i, tLrjTT(T»o/^»ar 'T.-? DV. FOSTUDAGUH 21. OKTOBER 1983. Helgi Skúlason bendir bogann, sænski kvikmyndatökumaðurinn Stefan Henz hugsar máiiö en Hrafn Gunnlaugsson skoOar sviOiO fyrir upptöku á einu atriOimyndarinnar„Hrafninn fiýgur". Mynd Lars-Oiof Löthwall. Hrafninn er á leiöinni Nú er unnið á fullu við samsetningu kvikmyndarinnar Hrafninn flýgur sem Hrafn Gunnlaugsson tók í sumar í samvinnu við Sænsku kvikmynda- stofnunina og má búast við þvi að hún verði fullgerð áður en langt um líður og frumsýnd um áramótin. Myndin er gerð eftir handriti Hrafns Gunnlaugssonar og gerist á landnáms- öld. Að sögn höfundar styðst hann þó ekki viö neina sérstaka fornsögu, eins og venjan hefur verið er menn leita fanga á þessu tímaskeiði. Með helstu hlutverk fara þeir Jakob Þór Einarsson, Helgi Skúlason, Egill Olafsson, Flosi Olafsson, Edda Björgvinsdóttir og Sveinn M. Eiðsson sem lék vinnumanninn ógleymanlega í Oðali feðranna. Hinir sænsku samstarfsmenn Hrafns lögðu til tækjabúnað og kvik- myndatökumenn og seöla að auki. Upphaflega var ráð fyrir því gert að myndin kostaöi 8,5 milljónir króna og þar af borga Svíamir tæpan þriðjung. Hrafninn flýgur verður að öllum líkindum nærri 100 minútna löng og er hún sérstaklega gerð fyrir breiðtjald. -BH. Doktorar kommr úr Síberíuferð — kynntu sér m.a. lengingu dverga Læknamir doktor Stefán Haraldsson og doktor Gunnar Þór Jónsson em nýkomnir frá Sovétríkjunum, nánar tiltekið Vestur-Síberíu þar sem þeir m.a. kynntu sér nýtt áhald sem notað er til að lengja fólk. „Áhaldið er að vísu fyrst og fremst notað til að halda beinbrotum saman á meðan þau eru að gróa, en einnig má nota það til lenginga,” sagði Stefán Haraldsson. „Áhald þetta er tæknilega frábmgðið öðrum sem framleidd em á Vestur- löndum og afar athyglisvert eins og flest annað sem fram kom á ráöstefnu þessari.” Sagöi Stefán að ákveðið hefði verið að festa kaup á tæki þessu og gera tilraunir með það hérlendis. Rússar munu hafa mikla reynslu á þessu sviði og stundað lengingar dverga í mörg ár. Ferð þeirra Stefáns og Gunnars Þórs lengdist töluvert vegna lending- arbanns sem sett var á flugvélar sovéska flugfélagsins Aeroflot og urðu þeir að leggja lykkju á leið sína og þar með lengja ferð sína heim. Tókst það þó bærilega með viðkomu í Austur- Þýskalandi. Áhald það sem hér um ræðir mun ekki valda neinni byltingu í bæklunar- lækningum í þeim skilningi að hægt verði að lengja fólk takmarkalaust. Eins og kunnugt er af fréttum var íslenskur piltur lengdur um 12 sentímetra öðrum megin og 14 senímetra hinum megin í Sovét- ríkjunum fyrir skömmu. -EIR. 5 Fyrirhugaðar viðræður VSÍ og verkalýðshreyfingarinnar: „Erum ekki að bjóða til samn- ingaviðræðna” — segir Þórarinn V. Þórarinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri VSÍ „Við erum ekki að bjóða til samningaviðræðna. Umræðurnar eiga fyrst og fremst að snúast um hinn efnahagslega ramma sem við hrærumst í og hann er því miður ekkert glæsilegur,” sagði Þórarinn V. Þórarinsson, aðstoöarfram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands Islands, er DV spurði hann um fyrirhugaðar viðræður VSI og fulltrúa verkalýðshreyfing- arinnar. Þórarinn sagði að VSI hefði opnað fyrirhugaðar viðræður með mjög al- mennum hætti. Myndu þær snúast um atvinnu- og efnahagsmál og þau atriði þar aö lútandi sem aðilar kæmu sér saman um að ræða. Grundvöllur viðræðnanna yrði því mjög víðtækur í upphafi en síðan myndu aöilar í sameiningu marka þá stefnu sem yrði tekin. „En það þýðir ekki að ræða um krónur sem ekki eru tU,” sagði Þórarinn. „Það er öllum ljóst að samningar eru bundnir og vinnu- stöðvanir óheimilar og lögbrot. Ég á ekki von á því að verkalýðshreyfing- in, eða nokkur aðUi, vilji við aðstæður, sem við búum við um þess- ar mundir, hvetja tU ólögmætra aðgerða. Við búumst því ekki við ólögmætum aðgerðum.” Aðspuröur um hvort VSI hefði sett einhver tímamörk á fyrirhugaðar viðræður kvað Þórarinn svo ekki vera. Tímalengdin færi eftir því í hvaða farveg viðræðumar færu en þaðmyndiskýrastfljótlega. -JSS. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSI: „Stefnir í bullandi átök á vinnumarkaðnum” — ef vinnuveitend ur verða pikkfastir f afstöðu sinni „Ef vinnuveitendur verða pikkfastir í þessarí afstöðu sinni til samningaviðræðna, þá stefnir í buUandi átök á vinnumarkaðnum,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands! Islands. „Ástandiö er orðið slíkt, einkum hjá hinum lægst launuðu, að verði ekkert gert, verður farið að ókyrrast mjög á vinnumarkaðnum í nóvem- berlok og desember. Það gæti þess vegna stefnt í hörkuátök.” Guðmundur sagði að forsvars- menn verkalýðshreyfingarinnar gengju með opnum hug til viðræðna við fulltrúa Vinnuveitendasam- bandsins. „Við erum ekki negldir í hið gamla vísitöluform og viljum jafnframt að fáist kauphækkun á lægstu laun til bráðabirgða þá gangi hún ekki yfir alla línuna,” sagði Guðmundur. Það er vaxandi f jöldi af fólki sem verður að lifa af lægstu daglaunum. Ef vinnuveitendur neita að ganga til samningaviðræðna við okkur um kjör þessa fólks þá flýta þeir verulega fyrir að þaö skelli yfir allsherjarátök á vinnumarkaðnum.” Aðspurður um hve lengi umræddur hópur launþega gæti beðið eftir kjarabótum, sagði Guðmundur að hann gæti nánast ekkert beðið. „Ástandið verður orðið ákaflega dökkt í nóvemberlok. Það er ljóst að hinir lægst launuðu geta ekki beðið eftir því að gerð verði út- tekt á íslenskum landbúnaði, iðnaði og sjávarútvegi. Þeir geta ekki beðið eftir því að við ákveðum hvað eigi að vera margar rollur í landinu og hvað margir togarar á sjó. Þetta sjónarmiö kom einrnitt fram á VMSI-þinginu. Fólk getur hreinlega ekki beðið mánuðum saman.” Guðmundur kvaðst persónulega hafa kosið að viðræðurnar við vinnuveitendur yrðu í tvennu lagi. Annars vegar yrði rætt um efna- hagsmál, hins vegar um „björgunar- störf til skamms tíma vegna láglaunahópanna í þjóðfélaginu”. „Við munum ganga á fund ríkis- stjórnarinnar og VSI og óska eftir viðræðum um síðara atriðið strax í næstu viku,” sagði Guðmundur. -JSS. VARAHLUTAÚRVALIÐ ER HJÁOKKUR „Förum bara ef ekkert gerist” — óánægja með laun á fréttastofu útvarps Nokkur kurr mun nú meðal frétta- manna á fréttastofu Ríkisútvarpsins, vegna launamála. Telja þeir að laun sin hafi á undanförnum árum dregist óeðlilega aftur úr launum annarra félaga Blaðamannafélags Islands sem ekki starfa á ríkisf jölmiðlunum. Helgi Pétursson fréttamaður nefnir sem dæmi í samtali að föst mánaðar- laun fréttamanns hjá útvarpi, sem hafi átta ára starfsreynslu og háskóla- menntun, séu um 18 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt nýjasta taxta Blaðamannafélags Islands eru grunnlaun blaðamanns meö sömu Leiðrétting I greininni: „Gróðurinn.-hrossin og Gunnar Bjamason”, eftir Stefán Aðal- steinsson, sem birtist í DV miðvikudaginn 19. okt. sl. varð prent- villa í tölu. Þar sem átti að standa 50% prentaðist 30%. Rétt er málsgreinin þannig: „Samkvæmt upplýsingum frá Andrési Amalds í Freysgreininni taka hrossin um 50% af öllum þeim beitar- gróðri, sem sauðfé og hross sækja í úthagann, þegar vetrarbeit er meðtalin.” starfsreynslu og menntun tæpar 20 þúsund krónur á mánuði. Þar að auki bendir Helgi á að frétta- jmenn útvarps njóta ekki sömu hlunninda og blaðamenn á dagblöðum, svo sem eins og greiðslna fyrir heima- síma, ókeypis dagblöð og fleira. Helgi segir að þessi óánægja hafi komið upp áður og yfirmenn viti vel af þessu en augljóslega sé enginn vilji til aö lagfæra þetta. Það sem einnig veldur óánægju fréttamanna er sú staðreynd að laus- ráðnir dagskrárgerðarmenn fá hlut- fallslega mun betur borgað fyrir einstaka þætti en fréttamenn í fullu starfi. „Sannleikurinn er sá að við gætum hætt hér og farið að vinna við dag- skrárgerð og hækkað verulega í laun- um,” segir Helgi. Það sem nú mun gerast er að haldnir verða fundir um þessi mál með yfirmönnum stofnunarinnar og séð til hverjar undirtektir verða. ,,Ef ekkert gerist hættir fólk einfald- lega hér og fer eitthvað annaö, svo einfalt er það,” segir Helgi Pétursson fréttamaður. -SþS. FYRIR: Volvo - Saab 99 Suzuki Fox Subaru - Galant Verð frá kr. 3.400f- íslensk framleiðsla. Einnig aðrar gerðir. Dráttarkúlur 50 mm kr.: 370,- C|AT eigendur rifii gleðitíðindi B-RETTI 127 frá kr 670,- 128 kr 870,- 128 cl kr. 870,- 131 kr 1.090,- 132 kr 2.410.- 125 p kr. 2.410,- Ritmo kr 1.510,- Ath. þetta verð stendur óbreytt til áramóta. Timareimar allar teg. Ökuljós allar teg. Afturljós allarteg. Hliðarljós allar teg. Grill Stuðarar Stýrisliðir Bremsuklossar Kveikjuhlutir BRETTI OG BODDÍHLUTIR Autobianchi Audi 80 Passat 80 Colt Derby Golf Jetta M. Benz Opel O. Mazda 323 Mazda 929 Honda Civic Honda Accord Toyota Corolla 20 Toyota Corolla 30 Toyota Hi-Lux Toyota Corolla 70 Datsun 120 Y Datsun 140 Y Datsun 280 Simca 1307 Simca 1100 Peugeot 504 Ford Escort Ford Fiesta BMW316 Saab 96 Saab 99 Mini VW1300 VANDAÐIR HLUTIR VÆGT VERÐ. Givarahlutir ^IÍMlÍF HAMARSHÖFÐA 1 SÍMAR: 36510-83744.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.