Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1983, Blaðsíða 6
DV. FÖSTUDAGUR 21. OKTOBER 1983.
Útlönd
Utlönd
Útlönd
Utlönd
Efnahagsbandalagið í hávaðarifrildi vegna síldveiða:
STEFNIR í STJÓRN-
LEYSIÁ MIÐUNUM
EFTIR ÁRAMÓTIN
Svo virðist sem Efnahagsbanda-
lagsríkin hafi gengið af göflunum við
að sjá aftur síld í Norðursjó og víða
eftir nær algjört síldveiðibann síðast-
liðinsexár.
AUir vUja veiöa eins og þeir geta
aUs staöar og þrátt fyrir þrotlausar
samningaviðræður um hríö hafa
menn ekki komist nær jörðu en svo
að þeir eru enn að rífast um helmingi
hærri kvóta en fiskifræðingar telja
ráðlegt að veiða aö sinni.
„Ef við náum ekki samkomulagi
um veiðikvóta og skiptingu hans á
miUi landa er hætta á algjöru stjóm-
leysi á miðunum strax eftir áramót.
Ástandið yrði lagalegt tómarúm og
sjómenn hefðu fr jálsar hendur um að
veiða hver sem betur getur,” sagði
Paul de Keersmaeker, landbúnaðar-
ráðherra Belgíu, í gær.
HoUendingar, Belgar og V-Þjóö-
verjar sprengdu upp síðustu sam-
komulagsdrög með því að heimta
meira og nú er enn á ný verið aö
skipa sáttanefnd tU að komast að
skynsamlegri niðurstöðu en tíminn
tU áramóta styttist óðfluga og
margir sjómenn hugsa gott tU
glóðarinnar strax eftir áramót.
— segir landbúnaðarráðherra Belgfu
EBE-löndunum hef ur ekki tekist að ná samkomulagi um sfldveiðamar í Norðurs jó vegna deilna um hve mikið skuli
fallaíhluthvers.
LÍBANIR HITTAST í GENF
Lögreglu-
þjónar í
klóm rétt-
vísinnar
Fjórir spænskir lögreglumenn hafa
formlega verið ákærðir í Bayonna í
Frakklandi fyrir líkamsmeiðingar
eftir uppákomu öfugum megin við
landamærin.
Lögreglumennimir f jórir voru hand-
teknir á þriöjudagskvöld um einn kUó-
metra Frakklandsmegin við landa-
mæri Spánar. Var komið að þeim þar
sem þeir böksuöu við að koma manni
inn í bíl. Grunuöu þeir manninn um að
vera félagi í hryðjuverkasamtökum
Baska.
Þeir höfðu velt Baskanum af bifhjóli
en við það handleggsbrotnaði hann og
voru að draga hann að bíl þeirra,
þegar frönsku lögregluna bar að. —
AUir voru þeir fjórir foringjar í
spænsku lögreglunni. Einn kafteinn,
tveir liðþjálfar og einn yfirlögreglu-
þjónn.
I Madrid var haft eftir einum
embættismanni stjórnarinnar að
lögreglumennirnir fjórir hefðu verið
sendir til viðræðna við ETA-samtök
Baska um lausn tU handa spönskum
Uðsforingja úr hernum sem Baskar
höfðu rænt. Liðsforinginn fannst síðar
myrtur fyrir utan BUbao.
Franska lögreglan telur að brögð
hafi verið að því að spænska lögreglan
hafi elt Baska yfir landamærin inn í
Frakkland en þetta mun i fyrsta sinn
sem spænskir lögreglumenn enda fyrir
rétti í Frakklandi.
Annars hefur aukist samstarf
franskra og spænskra yfirvalda varð-
andi eltingaleUci við hryðjuverkamenn
Baska síðan sósíaUstar komust til
vaida í Frakklandi.
Hin stríðandi öfl í Libanon munu nú
reiðubúin til þess að setjast að þjóö-
sáttarviðræðunum fyrirhuguðu sem
samist hefur um aö skuli fara fram í
Genf, eftir því sem samningafuUtrúar
láta uppi.
Farouq Al-Share, utanrUcisráðherra
Sýrlands, sagði í sjónvarpsviðtali í
Damaskus í gærkvöldi að aUir aöUar
hefðu loks sæst á að viðræðurnar færu
fram í Genf. — Beirút-útvarpið hafði
eftir utanríkisráðherra Líbanonstjóm-
arinnar, Elia Salem, og mifligöngu-
manni Saudi Arabíu að aðUar hefðu
sæst á að hittast í vinsamlegu rUci.
Utanríkisráðuneyti Líbanons mun
hafa verið í sambandi við svissnesk
yfirvöld í gær tU þess að ræða öryggis-
viðbúnað sem óskaö er. öryggissveit
frá Líbanon er væntanleg til Sviss.
Þjóðsáttarviðræðurnar áttu að hefj-
ast á BeirútflugvelU í gær en leiðtogar
drúsa og múslima neituðu þangað aö
fara. — Walid Jumblatt, leiðtogi
drúsa, lét eftir sér hafa að hann hefði
stungið upp á Genf.
Á meðan hafa bardagar harðnaö í
aðalíbúðarhverfi múslima í Beirút þar
sem beitt var faUbyssum og sprengju-
vörpum í gærkvöldi. Lögregluþjónn
Að mmnsta kosti 15 fórust og 150
slösuðust er hraðlest frá Kalkutta tU
KimalayafjaUa fór út af sporinu rétt
innan við landamæri Punjabríkis á
Indlandi í nótt. Þar hafa rikt óeirðir að
undanfömu.
Þetta gerðist rétt utan við borgina
Mandi Gobind, einmitt þar sem öfga-
var drepinn og einn stjórnarhermaður
og emn borgari særðust.
I miðborg Beirút særöist franskur
faUhlífarhermaður úr friðargæslunni
þegar heimatilbúin sprengja sprakk
menn síka hafa haft sig mjög í frammi
aö undanförnu.
Yfirvöld jámbrautanna fullyröa aö
skemmdarverk á jámbrautarteinun-
um hafi valdið slysinu. Teinarnir hafi
verið rifnir upp á sex metra löngum
kafla með þeim afleiöingum aö 12 af 17
fólksflutningavögnum ultu.
þar sem hann ók h já.
Kristnir og drúsar skiptust á faU-
byssuskotum í Kharroub 25 km sunnan
við höfuðborgina og eins var barist við
þorpið Souk Al-Gharb.
Flestir farþeganna voru verkamann
sem komu um borð í lestina í Bihar-
ríki. Þetta átti sér stað þrátt fyrir
miklar varúðarráðstafanir yfirvalda
gegn skemmdarverkum eftú- að Indira
Gandhi tók stjórn ríkisins í sínar hend-
ur í síöustu viku og hóf herferð hers og
lögreglu gegn öfgamönnum síka.
Punjabríki liggur að Pakistan.
sT: < >
íllill
Bardagar blossuiu upp I miðborg Belrút í gær en vopnahléii hefur verii Ula virt þótt hinir
striiandl aiilar hafi komið sér saman um ai setjast vii samningaborðii til „þjóðsáttar”
viðræina.
Punjab á Indlandi:
Skemmdarverk drap 15 og
slasaði 150í járnbrautarslysi
ráð tekur
við stjórn
Grenada
Utgöngubann var áfram í gildi í
Grenada í dag eftir valdaránið þar
sem Maurice Bishop forsætisráðherra
var drepinn. Höföu hermenn fyrirmæli
um að drepa hvem þann sem væri á
ferliástrætum.
16 manna byltingarráð herforingja
undir forystu Hudson Austin yfirhers-
höfðingja var sett á laggirnar til þess
að fara með æðstu völd eftir að ríkis-
stjóm Bishops var leyst upp.
Herinn skýröi svo frá á miöviku-
dagskvöld aö Bishop, þrír ráðherrar
hans og tveir verkalýðsleiðtogar hefðu
verið drepnir þegar þeir skutu á her-
menn eftir að Bishop hafði verið
leystur úr sex daga stofufangelsi af
vinum og stuðningsmönnum.
Austin hershöfðingi sagði í útvarpi í
gær að Bishop hefði veriö ráðinn í að
„hreinsa út úr” stjórnmálasamtökum
sínum alla þá sem staðið höfðu að því
að hneppa hann í stofufangelsi. — Sagt
var aö hugmyndafræðilegur ágrein-
ingur um forystuaðferðir Bishops hefði
valdið því að menn risu upp gegn
honum og hnepptu hann í hald.
Heyrst hefur, að fjöldahandtökur
fari fram á stuðningsmönnum
Bishops.
I nágrannaríkjunum í Karabíska
hafinu hefur mönnum blöskrað hrotta-
skapurinn við valdarániö. Byltingar-
ráðið hefur skorað á öll ríki að virða
sjálfstæði Grenada og hlutast ekki i
innanríkismál þess.
Tortryggja
pilluna
Ungar konur sem taka stóra
skammta af getnaöarvarnarpillum
yfir langan tíma þykja allt aö f jórum
sinnum líklegri en aðrar konur til þess
að fá krabbamein í brjóst, samkvæmt
skýrslu sem birt er í Lancet-lækna-
ritinu i dag.
Timaritið greinir um leið frá annarri
skýrslu þar sem því er haldið fram að
konur sem taki getnaðarvamarpilluna
um langan tíma eigi frekar á hættu aö
fá krabbamein í kvið .
1 fyrmefndu skýrslunni telja rann-
sóknaraðilar læknaháskóla Suður-
Kalifomíu ungar konur.sem taka getn-
aöarvamarpillur meö miklu „pro-
gestogen” innihaldi, allt að fjórum
sinnum líklegri til þess að fá brjóst-
krabba. Er þeim þá einkanlega í huga
mikil pillunotkun kvenna yngri en 25
ára.
Notkun á pillum með háu „pro-
gestogen” innihaldi er ekki útbreidd í
dag. Þær vom meira notaðar á
sjöunda áratugnum og í byrjun þess
áttunda og vom þó aldrei vinsælar
vegna aukaverkana.
I síðarnefndu skýrslunni er stuðst
við rannsóknir prófessors Martin
Vessey á nær tíu þúsund konum yfir 10
ára tímabil. Hann og starfsbræður
hans ráöleggja konum, sem tekið hafa
pilluna í meir en 4 ár, að gangast reglu-
lega undir magarannsóknir.