Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1983, Blaðsíða 26
34
DV. FÖSTUDAGUR21.0KT0BER.1983.
Andlát 1 Afmæli
Ólafur Friðriksson, fyrrverandi skrif-
stofustjóri, Ljósheimum 20, lést í gær-
morgun, 20. október, 78 ára að aldri,
eftir skamma legu. Banamein hans
var heilablóöfall. Olafur var kunnur
Reykvíkingur, fæddur 14. febrúar 1905.
Á löngum starfsferli vann hann hjá
Otvegsbankanum, Agli Vilhjálmssyni
og hjá Rúgbrauðsgerðinni sem skrif-
stofustjóri. Um tíma var hann forseti
Skáksambands Islands og á yngri
árum þekktur söngvari. Hafði hann
fagra baritónrödd og var einsöngvari
með Karlakórnum Fóstbræðrum, kom
oft fram sem einsöngvari í útvarpi og á
skemmtunum. Olafur var kvæntur
Sigríði Símonardóttur og áttu þau þrjú
böm, Margréti, Astu og Friðrik, stór-
meistara.
Eirikur Ásgeirsson lést 13. október sl.
Hann var fæddur 1. júlí 1921 á Flateyri
við önundarfjörð, sonur Asgeirs
Guðnasonar og konu hans Jensínu .
Hildar Eiríksdóttur. Eiríkur lauk prófi
frá Verslunarskóla Islands 1942. Hann
réðst i þjónustu Reykjavíkurborgar
árið 1948 er hann gerðist skrifstofu-
stjóri við embætti borgarlæknis en for-
stjóri strætisvagna Reykjavíkur varð
hann 1951 og hélt því starfi til dauða-
dags. Hann kvæntist Katrínu Odds-
dóttur en hún lést árið 1982. Þeim hjón-
um varð fjögurra barna auðið. Utför
Eiríks verður gerð frá Dómkirkjunni í
dagkl. 13.30.
Guðmundur Árnason læknir andaðist í
Borgarspítalanum að kvöldi 19. októ-
ber.
Jón Ingibergsson, Brekkustíg 2
Njarðvík, lést þann 19. október.
Jón örn Jónasson skipasmíðameistari,
Sólheimum 10, andaðist 19. október.
Gísli Ólafsson fv. aðalgjaldkeri, Miklu-
braut 54, andaðist í Landakotsspítala
að kvöldi 19. október.
Araþór Árnason, Garði Mývatnssveit,
til heimilis að Sogavegi 28, lést í St.
Jósepsspítala, Hafnarfirði, miðviku-
daginn 19. október.
Þórlaug Bjaraadóttir verður jarðsung-
in frá Eyrarbakkakirkju laugardag-
inn 22. október kl. 14. Ferð verður frá
Hlemmi kl. 12.30.
Kristjana Sigþórsdóttir, Ennisbraut
33 Olafsvík, verður jarðsungin frá
ölafsvíkurkirkju, laugardaginn 22.
október, og hefst athöfnin kl. 14. Ferð
verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9
sama dag og til baka um kvöldið.
Utför Valdimars Pálssonar hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hans.
Árni Vilmundarson húsvörður verður
jarösunginn frá Keflavíkurkirkju,.
laugardaginn 22. október kl. 14.
Garðar Ólafsson frá Stykkishólmi, til
heimilis að Yrsufelli 7 Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 21. október kl. 15.
70 ára afmæli á i dag, föstudaginn 21.
október, Guðmundur Guðmundsson
póstafgreiðslumaður, Tangagötu 8 Isa-
firði.
80 ára veröur á morgun, laugaraag,
Jóna Slgriður Pálsdóttir, fyrrum hús-
freyja á Ibishóli í Skagafirði, Skóla-
geröi 55 í Kópavogi. Hún ætlar aö taka'
á móti gestum á heimili sínu á morgun,
laugardag, eftir kl. 18.
90 ára verðurá sunnudaginn kemur,
23. október, Guðmundina Sigurrós
Sigurgeirsdóttir frá Hellissandi, nú
vistmaður á Hrafnistu hér í Reykjavík.
Á morgun, laugardag, ætlar hún aö
taka á móti gestum í félagsheimilinu
Drangey, Síðumúla 35, milli kl. 14—18.
Nýlega voru gefin saman í hjónaband
af sr. Olafi Skúlasyni í Bústaðakirkju
Heiða KÞ. Bjarnadóttir og Helgi
Magnússon. Heimili ungu hjónanna er
að Austurbergi 8.
(Ljósmyndastofa Kópavogs)
í gærkvöldi í gærkvöldi
HUÓÐ OG ÞAGNIR
„Beint samband” þeirra Helga og Kóra við hlustendur heppnaðist bara vel og
vonandi verður þar framhald á. Það var fullmikið stuð hinsvegar á Valgeiri
Stuömanni i þætti hans um hljóð og þagnir.
Það var ekki mikið stuö á dagskrá
útvarps í gærkvöldi en stuðmaður-
inn Valgeir Guðjónsson reyndi sitt til
að hrista upp í fólki með nýstárlegri
efnismeðhöndlun í þættinum
Varadagskrárstjóri í eina klukku-
stund. Ymis hljóð sem viö gjarnan
leiöum hjá okkur í erli dagsins
voru aöaluppistaöan í þætti Valgeirs.
Vakti Valgeir athygli á þeirri stað-
reynd að þagnir og tímamerki heföu
alls náö ellefu klukkustundum af
dagskrá útvarpsins á einu ári.
Þaö er heill kapítuli útaf fyrir sig
hvemig til tekst að láta dagskrá út-
varps og sjónvarps passa í þau tíma-
mörk sem henni eru skömmtuð og
birtast okkur hlustendum í prentaðri
dagskrá í fjölmiölum.
Ekki tókst frekar en venjulega að
láta þessa dagskrá ganga upp í gær-
kvöldi. Það er kannski eng-
inn skaði þótt tímalengd dag-
skrárliða standist ekki alveg og spila
þurfi svo sem eitt lag á milli liða, en
er þó hvimleitt. Það gæti kannski
orðið til þess aö bæta afleita stund-
vísi Islendinga ef útvarpið gengi á
undan með góðu fordæmi og héldi sig
við áætlaöa tímalengd dagskrárliöa.
Erlendar útvarpsstöðvar leggja mik-
ið upp úr því að standast auglýsta
dagskrártíma.
Sé aftur vikið að þætti Valgeirs þá
var hugmyndin sniðug en heldur
gekk varadagskrárstjórinn langt
þegar hann fór að lýsa hljóöum af-
höggvinna líkamsparta.
Beint samband við hlustendur er
þorf starfsemi hjá stofnun eins og út-
varpinu og í gærkvöld brydduöu þeir
félagar Kári Jónasson og Helgi
Pétursson upp á nýjung sem var
samtvinnaður viðræðuþáttur með
beinni útsendingu frá tveimur stöð-
um á landinu. Fór þáttur þessi vel af
stað og ef áframhald verður á þá á
þetta þáttaform rétt á sér og hlust-
endur taka meiri þátt í slíkri umræðu
þegar þáttaformið slípast.
Jóhannes Reykdal
Siglingar
Akraborgin
siglir nú fjórar ferðir daglega á milli Akra-
ness og Reykjavíkur en að auki er farin
kvöldferð á sunnudögum. Skipið siglir:
FráAk. FráRvik:
KI. 08.30 Kl. 10.00
Kl. 1130 Kl. 13.00
Kl. 14.30 Kl. 16.00
Kl. 17.30 Kl. 19.00
Kvöldferðir á sunnudögum frá Ak. kl. 20.30
ogfráRvik kl. 22.
Happdrætti
Dregið hefur verið í happ-
drætti ferðasjóðs Myndlista-
og handíðaskóla íslands
EftirtaUn númer hafa verið dregin: 2, 150,
175, 196 , 318, 334 , 572, 698 , 903, 926, 929, 930,
1057, 1213, 1266, 1276, 1456, 1457, 1564, 1604,
1612, 1649, 1814, 1822, 2179, 2206, 2538, 2782,
2900, 3056, 3095, 3129, 3431, 3501, 3887, 3888,
3928 , 3964 , 3998, 4042, 4098, 4183 , 4195 , 4196,
4237,4292,4417,4701,4878,4935,4948,4950.
Hægt er að vitja vinninga í Myndlista- og
handíðaskóla Islands, Skipholti 1, textíldeUd
4. hæð, á skólatíma.
Ferðalög
Útivistarferðir
Helgin 21.-23. okt.
Öbyggðaferð um vetumætur.
Brottför föstud. kl. 20. Vetri heUsað í Veiði-
vötnum. Gengið í Otilegumannahreysið við
Tungnaá og víðar. Gist í húsi. Fararstjóri:
Kristján M. Baldursson. Uppl. og farmiðar á
skrifstofunni, Lækjarg. 6a, s. 14606.
Tunglskinsganga. Fimmtud. 20. okt. kl. 20.
Létt strandganga og fjörubál á Gjögrunum.
Gangan hefst viö kapeUu heUagrar Barböru
sem er vemdardýrlingur ferðamanna. Verð
120 kr.
Sunnudagur 23. okt.
Kl. 13vetriheUsað:
Grlndaskörð-Draugahlíðar-Brennisteins-
námuraar. Nýi Bláfjallavegurinn opnar
þama nýja göngumöguleika. Nú geta alUr
kynnst þessu eldbrunna svæði. Verð 250 kr. og
frítt f. böm. Brottför frá bensinsölu BSl.
Homstrandamyndakvöid. Fyrsta mynda-
kvöld vetrarins verður fimmtud. 27. okt. í
kjallara Sparisjóðs vélstjóra að Borgartúni 18
og hef st kl. 20.30. AlUr velkomnir. Sjáumst!.
Otivist.
Tilkynningar
Spilakvöld
Félag SnæfeUinga og Hnappdæla heldur spila-
kvöld í Domus Mediea á laugardagskvöld kl.
20.30.
Safnaðarfélag Áskirkju —
prúttmarkaður
Safnaðarfélag Askirkju verður með prútt-
markað í kjaUara kirkjunnar við Vesturbrún
laugardaginn 22. októbernk. kl. 13—18. Mikið
úrval af fatnaði og ýmsu öðru.
Orlofskonur úr Hafnarfirði
og Kópavogi sem voru á Laugarvatni vikuna
27. júní til 3. júlí 1983. Myndakvöldið verður í
félagsheimili Kópavogs föstudaginn 21. októ-
berkl. 20.30.
íþróttasamband
íslands
Fundur um ferðakostnað íþróttahrcyfingar-
innar.
Ferðakostnaður innaniands, vegna þátt-
töku í landsmótum, hefur vaxið gífurlega á
undanfömum árum. Vegna þessa em dæmi
um að lið hafi orðið að hætta við þátttöku í
sumum greinum. Þá er sýnilegt að samskipti
við útlönd munu dragast veralega saman af
sömu ástæðum. Vandamál þetta er íþróttafor-
ystunni mikið áhyggjuefni.
Framkvæmdastjórn ISI telur því nauðsyn-
legt að boða til sérstaks umræðufundar þar
sem vandamál þetta verður rætt. Fundurinn
verður haldinn á Hótel Loftleiðum laugardag-
inn 29. október 1983, kl. 14.00.
Fyrirhuguð dagskrá er þannig:
1. Fundarsetning: Sveinn Björnsson, forseti
ISl.
2. Samningar um ferðamál: Alfreð Þorsteins-
son, ritari ISI.
3. Um ferðakostnað innanlands: a) Knútur
Otterstedt, form. IBA, b) Pétur Sveinbjarnar-
son.form. Vals.
4. Almenn umræða.
5. Fundarlok.
Framkvæmdastjóm ISI vill hvetja alla sem
mál þetta snertir að einhverju ráði til að
mæta á fundinn svo að sjónarmið sem
flestra komi fram. Stjómir héraðssambanda
og iþróttabandalaga eru vinsamlega beðnar
að kynna efni fundarins fyrir íþrótta- og ung-
mennafélögum. Einnig era stjómir sérsam-
banda beðnar að kynna málið.
Gullbrúökaup eiga í dag, hjónin Jónína Davíðsdóttir og Guðni Bjarnason verk-
stjóri, öldugötu 33 hér í Reykjavík.
Jón L. í 5. sæti
Ferðafélag íslands
Dagsferðirsunnudaginn23. október:
1. KL. 10. Hengillinn — Hengladalir. Verð kr.
300.
2. KL. 13. Skarðsmýrarfjall — Hengladalir.
Verðkr. 300.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir böm í
fyigd f ullorðinna.
Ferðafólk athugið: Ferðafélagið notar
sjálft sæluhúsið í Þórsmörk helgina 22.-23.
°kt. Ferðafélag Islands.
Jón L. Árnason gerði jafntefli við
Júgóslavann Indic í síðustu umferðinni
á alþjóðlega skákmótinu í Júgóslavíu
og hafnaöi í 5.-6. sæti ásamt
Velimirovic. Efstur varð Agzamov og
Simic með 10,5 v., 3. Ivkov með 9,5 v., 4.
Adorjan 9 v., 5.-6. Jón og Velimirovic
eins og fyrr segir, 6. Ivanovic 7,5 v., 8.
Rajkovic 7,0 v., 9,—10. Horvath, De-
Firmian6,5 v.
Jón var nokkuð mistækur á móti
þessu, tapaöi fyrir næstneðsta manni
mótsins og missti niður nokkrar yfir-
burðarstöður. Hann tefldi hinsvegar af
glæsileik gegn ýmsum af sterkustu
andstæðingunum, gerisgraði til dæmis
sjálfan Velimirovic og varð fyrir ofan
marga vaiinkunna stórmeistara.
Jón L. byrjar á öðru móti í Júgó-
slavíu eftir viku og verða þar mættir til
leiksins þeir Tukmakov, Jansa,
Abramovich og fleiri afarmenni. -bh.