Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1983, Blaðsíða 3
DV. FOSTUDAGUR 21. OKTÚBER 1983. 3 _ Ölfusborgir: BAÐHUS FYRIR TVÆR OG HÁLFA MILLIÓN — Aðalf undir ekki haldnir — Maðkur í mysunni, segir formaður Sóknar „Þaö er rétt, viö höfum lokið viö að reisa baöhús í Olfusborgum. Eg geri ráö fyrir aö kostnaöur við þaö nemi um tveimur og hálfri milljón,” sagði Halldór Bjömsson, formaður stjómar rekstrarfélags Ölfusborga, i samtaliviðDV. Tilefni spumingarinnar var mikil óánægja í ýmsum félögum sem hlut- deild eiga í ölfusborgum, meö háar greiðslur til sumarhúsa- byggðarinnar. Einnig hefur komið fram óánægja með að aðalfundur skuii ekki hafa verið haldinn fyrir árin 1981 og 1982. Aðalfundur ársins 1980 var haldinn i fyrra, 1982. Halldór Björnsson sagði að upphaflega hefði kostnaöur við baðhúsið verið áætlaður um 700 þúsund. Hækkanir stöfuðu af verðbólgu. Halldór kvað „ýmsar á- stæður” liggja til þess að ekki hefði verið haldinn aðalfundur á tilsettum tíma en aðalfundur fyrir tvö síðustu ár yrði væntanlega haldinn í nóvember. Starfsmannafélagið Sókn á þrjú hús í ölfusborgum, en samtals em 37 hús á svæðinu. Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, formaður Sóknar, sagöi að ölfusborgir hefðu alltaf verið þeirra vandræðabarn. „Þar sér aldrei fyrir endann á einhvers konar vanda,” sagði Aðaiheiður. Hún sagðist ekki vita í hvað þaö fé færi sem félögin inntu af hendi. „Mér finnst mikið fé fara í þetta miðaö við litlar framkvæmdir. Eg hef spurt að ýmsu en f engið lítil svör.’ ’ Samkvæmt upplýsingum Halldórs Bjömssonar er félögunum gert aö greiða 70 þúsund krónur fyrir hvert hús á þessu ári. „Eg get ekki fullyrt að sú tala sé endanleg. Það verður aöalfundur að ákveða,” sagði Halldór. Að minnsta kosti eitt aðild- arfélag telur sig hafa greitt 115 þúsund kónur til ölfusborga vegna hvers húss á þessu ári. Sú tala gerir rúmar fjórar milljónir í heild miðaö við 37 hús. Halldór Bjömsson segir hins vegar að sú tala sé ekki nema rúmlega tvær og hálf milljón. „Það er eðlilegt að menn rugli saman Sumarhusin Ö/fusborgir. greiðslum þessa árs og siðasta árs þar sem aðalfundur hefur ekki verið haldinn,” sagði Halldór. „Það er einhver maökur í mysunni þarna. Þetta er ekki vel rekið og ekki ailt á hreinu,” sagði Aöalheiður Bjarnfreðsdóttir. Annar verkalýðsleiðtogi sagðist undrast þessar dýru framkvæmdir á þeim tíma þegar að verkafólki væri þrengt. „Eg er ekki aö mæla bílakaupum Steingríms bót, en verkalýðshreyfingin verður að fara vel með það fé sem henni er trúað fýrir. Það er lágmark að félögunum sé gerð grein fyrir í hvað þaö fer. Svo hef ur ekki verið i þessu tilviki. ” -óm. Hvað gera stjórarnir hjá Pósti og síma í útlöndum? Uanlandsferðir yfirmanna Pósts og síma em komnar í fréttirnar. Eftir að DV skýrði frá því í gær að niu „stjór- ar” væm erlendis um þessar mundir hefur sú spurning vaknaö: Hvað eru þeir að gera í þágu stofnunarinnar ? Svarið fékkst frá samgönguráðuneytinu. Póstur og sími þarf nefnilega að gera ráðuneyti sínu grein fyrir tilgangi ferðar áður en heimild er veitt. Jón Skúlason situr árlegan fund norrænna póst- og símamálastjóra í Stokkhólmi. Hann heldur síðan til Genf ar i Sviss á alþjóðasýningu. Gústav Arnar er í Brasiliu á al- þjóölegum fundi jarðstöðvaeigenda beggja vegna Atlantshafs. Þar er rætt um rekstur gervitungla og jarðstöðva næsta ár. I London eru fjórir menn á árlegum fundi hjá bandarísku strandgæslunni vegna Loran C-staðsetningarkerfisins. Þeir em Haraldur Sigurðsson yfir- verkfræðingur, Kristján Helgason um- dæmisstjóri, Bjami Magnússon stöðvarstjóri og Bjargmundur Ingólfs- son, stöðvarstjóri á Gufuskálum. Bók um hann „Ella minn” á leiðinni Bókaútgáfan Vaka mun gefa út fyrir jólin bók sem eflaust á eftir að vekja mikla athygli. Heiti bókarinnar er Elli og er hún byggð á samtölum þeirra Eddu Björgvinsdóttur og Helgu Thorberg úr útvarpsþættinum „Atali” sem notiö hefur mikilla vinsælda. -klp- Gengisfelling er gamalt, ónýtt ráð — segir Sverrir Hermannsson „Það verður ekki brugöið á það gamal ónýta ráð að leysa vanda sjávarútvegsins með gengisfellingu,” sagði Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra á fundi í Þorlákshöfn á miövikudagskvöld. Sverrir sagði að til annarra ráða yrði að grípa til að leysa þann vanda sem skuldasöfnun útgerðarinnar væri. Hann sagðist ekki vilja taka fyrir það að óaröbær útgerð yrði látin hætta. „Það er okkar skoðun að ekki sé hægt að láta alla skrölta í þessum at- vinnuvegi. Það eru margir sem ekkert hafa þangaö að gera og eiga að Kostnaöur vegna þessarar ferðar fæst endurgreiddur hjá bandarísku strand- gæslunni. Haraldur Sigurðsson heldur siðan til Genfar á alþjóðasýninguna sem Jón Skúlason fer einnig á. A sömu sýningu fer Olafur Tómasson yfirverk- fræðingur. Þess má geta að forseti Islands hefur samþykkt að taka sæti í heiðurs- nefnd sýningarinnar. I Stokkhólmi er Jón Kr. Valdimars- son að ræða við fulltrúa fyrirtækisins, L.M. Ericson um digital-simakerfi. I Árósum er Hilmar Ragnarsson verkfræðingur á fundi í norrænni vinnunefnd um símamál. Hann fer síðan til Stokkhólms til að ræöa við L.M. Ericson um digital-kerfið eins og Jón Kr. I Kaupmannahöfn er Gunnar Valdi- marsson á árlegum fundi yfirmanna póstgíróstöðva á Norðurlöndum. -KMU. Sá þjófinn komaút aftur Innbrot var framið á gullsmíða- verkstæði við Laugaveg í Reykja- vík í fyrrinótt. Var brotin rúða á verkstæðinu og farið þar inn og ruplaöogrótað. Sjónarvottur var aö því þegar þjófurinn kom út af verkstæðinu aftur. Gat hann gefiö góða lýsingu af honum og er hans nú leitað um allt. -klp- fá að fara á hausinn,” sagði iðnaðar- ráðherra. -ÓEF. Var með ólöglega klæuningu Varðskipsmenn fóru um borð í tog- bátinn Sóley SH 150 þar sem báturinn var á veiðum á Breiðafirði í fyrradag. Voru veiðarfæri bátsins skoðuð og kom þá í ljós að þau voru með ólöglega klæðningu. Var báturinn sendur til hafnar og er nú verið að rannsaka málið nánar á Grundarfirði. -klp- NOTAÐI ■BÍLAR VOLVO 245 GL '82, ekinn 26.000, sjálfsk. Verð 460.000. VOLVO 244 TURBO '82, ekinn 28.000, beinsk. Verð 520.000. VOLVO 244 DL '82, ekinn 14.000, beinsk. Verð 385.000. VOLVO 244 GL '82, ekinn 31.000, sjálfsk. Verð 410.000. VOLVO 244 GL '82, ekinn 25.000, beinsk. Verð 400.000. VOLVO 244 DL '81, ekinn 32.000, beinsk. Verð 340.000. VOLVO 245 GL '80, ekinn 72.000, sjálfsk. Verð 340.000. VOLVO 244 GL '79, ekinn 100.000, sjálfsk. Verð 250.000. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 13-17. VOtyOSAUJRINN Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.