Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1983, Blaðsíða 9
ÐWF0STUDAGUR 21/OK<TOBER-‘1983l. 9 Neytendur Neytendur Vextir Nú hafa bankavextir verið lækkaðir um 3% og gefur það okkur vonandi til kynna aö verðbólgan fari minnkandi. Eftir þessar breytingar eru vextir á ávísana- og hlaupareikningum 19%. sparisjóðsreikningum 32%, 3 mánaða vaxtaaukareikningum 34% og á 6 mánaöa vaxtaaukareikningum36%. Aðferðimar sem notaðar eru við að reikna út vextina eru nokkuð mismun- andi. Vextir ávísanareiknings eru t.d. reiknaöir út frá lægstu innistæðu á 10 daga fresti. Þetta þýðir að viðskipta- vinur sem tekur t.d. út allt á 10 daga fresti fær enga vexti. Þegar um sparisjóösbók er að ræða eru vextir reiknaðir út frá daglegri innistæðu og ef viðskiptavinurínn tekur út alla fjárhæðina meö vissu millibili fær hann samt sem áður vexti lækka á þær fjárhæðir sem voru inni á bók- inni hverjusinni. Vextir vaxtaaukareiknings eru reiknaðir út tvisvar á ári, þannig að út- reiknaðir vextir leggjast því tvisvar á ári við höf uðstólinn. Ef við lítum nánar á ávísanareikning og sparisjóðsreikning kemur í ljós að það er mun hagstæöara að hafa sparisjóðsbók, ef miðað er við vexti. Munurinn á milli þessara tveggja er 13% vextir og að auki er útreikningur vaxta á sparisjóðsbókum mun hag- stæðari. Það passar að sjálfsögöu ekki öllum að hafa sparisjóðsbækur og verða menn að meta það hverju sinni. En þar sem bankinn er á næsta horni getur verið hagstætt að hafa sparisjóösbók ef menn vilja reyna að ávaxta peningana sína. .»3 ,SdM1BR*UT £r von á einhverjum breytingum á fasteignamarkaðinum? Fasteignamarkaðurinn: ER VON Á HÆKKUNUM? Eins og flestum er liklega kunnugt hefur mikið verið rætt um vanda hús- byggjenda. Félagsmálaráðherra hefur ákveðið aö reyna að greiða eitthvað úr vanda þessa hóps meö því að veita svokölluð 50% viöbótarlán. Hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, sem sér um að afgreiða þessi lán, fengum við þær upplýsingar að mjög margir hefðu áhuga á að taka þessi lán. Nú sið- ustu daga heföi veriö stanslaus straumur fólks sem ætlaði að sækja um þessi lán. Þaö hefur ekki verið ákveðiö hvenær þessi viðbótarlán veröa greidd út, en búist er við að það verðiþófyrir jól. Hvað segja fasteignasalarnir? . Okkur lék forvitni á að vita hvaða áhrif þessi viðbótarlán gætu hugsan- lega haft á fasteignaverðið. Við hringdum því í nokkra fasteignasala hér í Reykjavík og spurðum þá hvort von væri einhverra breytinga á fast- eignaverði á næstunni. íbúðaverð hefur verið oflágt Það er alkunna að framboð og eftir- spurn gegna stóru hlutverki í fast- eignabransanum. Flestir fasteigna- salarnir voru sammála um að verð á íbúðum hefði verið of lágt það sem af er árinu. Verðið hefði ekki fylgt verðbólgunni og væri t.d. verö á 4ra herbergja íbúð mjög svipað að krónu- tölu og það var fyrir ári. Þetta stafaöi m.a. af því að eftirspurnin hefði ekki verið nægilega mikil. Með tilkomu viðbótarlánanna væri reyndar erfitt að spá um nákvæmlega hvað myndi ger- ast á fasteignamarkaðinum. En flestir voru þó á því að þau kæmu af stað meiri hreyfingu á markaöinn. Eftir- spum eftir íbúðum myndi vonandi aukast og þar af leiðandi veröið hækka. Viðbótarlánin koma þó fyrst og fremst þeim sem standa í húsbygg- ingum til góða. Erfht að spá Fasteignasalarnir sögðu að það væri erfitt að spá fram í tímann. Það væru mörg atriöi sem þyrfti að hafa til hliðsjónar. Nú væri t.d. lóðaframboð í Reykjavík mjög mikið og drægi því úr sölu eldra húsnæðis. Fram að þessu hefði verið erfitt að fá lóðir í Reykjavík og væri þetta því nýr þáttur í húsnæðis- málumhéríborg. Einnig ætti sér stað kjaraskerðing um þessar mundir sem gæti aftrað fólki frá að leggja út í íbúöakaup. Einn- ig væri um nokkra hræðslu meðal fólks við að leggja út í ibúðakaup aö fenginni reynslu síðustu ára. Fólk tryði heldur ekki því að verðbólgan færi lækkandi þó svo aö því væri spáð. Viðbótarlánin koma á góðum tíma Ef svo fer að viðbótarlánin hafi þau áhrif aö íbúöaverö hækkar koma þau á mjög góðum tíma. Búast má við að þau verði komin í gagnið eftir jól. En í byrjun ársins er yfirleitt mesti anna- tími hjá fasteignasölum. Þá er fólk oft best í stakk búið hvað f járhag snertir. Ailir búnir að greiða skattana og bankarnir hvað jákvæðastir í veitingu lána. Salan að glæðast Hjá flestum var að heyra að salan væri eitthvað að glæðast núna. Og gæti ástæðan fyrir því m.a. veriö sú mikla umræða sem fram hefur farið nú síð- ustu vikur. Fólk ætti nú von á að eitt- hvaö rofaöi til í þessum málum i nánustu framtíö. Raungildi eftirstöðva lána hefur hækkað Einn fasteignasalinn sagöi aö raun- gildi svokallaðra eftirstöðva lána hefði hækkað mikið. Þessi lán væru yfirleitt með 20% vöxtum og með minnkandi verðbólgu hækkaði að sjálfsögöu raun- gildi þeirra. Virtist sem fáir hefðu veitt þessu athygli. Þetta væri í hag seljanda en í óhag kaupanda. -APH Vönduð sófasett frá Víði fyrir viðraðanlegt verð! Við höfum fengið nýja sendingu af bráðfallegum sófasettum til afgreiðslu strax. Rondó sófasett frá Víöi Komiðog skoðið Húsgagnaverslun GuÖmundar Trésmiðjan Víðir hf. Smiðjuvegi 2, Kópavogi Síðumúla 23, Sími: 39700 Súni45100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.