Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Blaðsíða 1
37.000EINTÖK PRENTUÐ í DAG. RITSTJÓRN SÍMI 86611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022 ,óháð dagblað DAGBLAÐIЗVÍSIR 251. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983. ' • . HRIKALEG AÐKOMA Sex bjargað en sjö fórust erþýskt flutningaskip sökk: Þýsku skipbrotsmennimir sex sem björguðust heilir ð húfi af flutningaskip- inu Ms. Kampen, sem fórst í gærkvöldi, komu til Vestmannaeyja í morgun meö fimm bátum. Þeir voru furðuhressir eftir hrakningana en lögregla og björgunarsveitir biðu þeirra á hafnarbakkanum og fluttu á sjúkrahús Vest- mannaeyja, þar sem þeir fengu aðhlynningu. DV-myndir GVA löðrandi svartolía og brak um allan sjó Sex menn björguðust en sjö fórust er þýska flutningaskipiö Kampen fórst 22 sjómQur austsuðaustur af Dyrhólaey í gærkvöldi. Skipbrotsmönnunum sem allir voru þýskir auk eins Ghanabúa, var bjargað um borð í fimm fiskibáta sem komu á slysstaðinn tæpri klukku- stund eftir að skipið sökk. Náðust sex á lífi en hinir voru látnir eða létust skömmu eftir að þeir náðust um borð í bátana. Komu bátamir með skipbrots- mennina og hina látnu til Vestmanna- eyja snemma í morgun. Að sögn Guðjóns Einarssonar, skip- stjóra á Skarfi GK, sem var einn af fyrstu bátunum á slysstað, var aðkoman hrikaleg. Brak var um allan sjó og allt löðrandi í svartolíu. Tókst þó fljótt að finna skipverjana, sem flestir voru á sundi í sjónum eða að þeir héldu sérvið brakáfloti. Erfitt reyndist að ná skipverjunum um borð í fiskibátana bæði vegna sjó- gangs og vegna þess hve þeir voru útataðir í olíu. Fyrsti skipverjinn náðist um borð í Skarf um klukkan níu en sá siðasti um borð í Kóp GK um klukkan ellefu og var sá látinn. Bátamir komu síðan einn af öðrum til Vestmannaeyja upp úr klukkan fimm í morgun og var farið með skipverjana sex rakleiðis á sjúkra- húsið þar sem þeir munu dveljast fyrst um sinn. Þeir vom furðuhressir á að s já miðað við að þeir höfðu velkst um í köldum sjónum, flestir í meira en klukkustund. Ekki reyndist unnt að ná tali af neinum þeirra en eftir því sem næst verður komist mun Kampen hafa hreppt aftakaveður á leið sinni frá Amsterdam til Islands og búið að vera með 15 gráðu slagsíðu á annan sólar- hring þegar það sökk. Höfðu lestar- lúgur brotnað og sjór komist í lest- amar en farmur skipsins var kol. Af einhverjum ástæöum taldi þó skip- stjórinn ekki ástæðu til að leita hjálpar þrátt fyrir slagsíðuna. Að öllum likindum hefur skipið síðan fengið á sig brotsjó og lestamar fyllst af sjó. Sökk það á skammri stundu. Kampen var á leið frá Amsterdam til Grundartanga með kolafarm til Sementsverksmiðju ríkisins. Skipið var sjósett í janúar á þessu ári og var burðargeta þess 6150 lestir. Skipið haföi verið á leigu hjá Eimskipafélagi Islands síðan í september. -SþS/GB/KMU. -sjábls. 36-37 ogbaksiðu /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.