Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Blaðsíða 34
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER1983.
Ritstjóri Financial Times á Varðbergsf undi:
INNRÁSIN í GRENADA
KOM Á SLÆMUM TÍMA
— telur KGB ekki að baki f riðarhreyf inganna
„Innrás Bandaríkjanna i Grenada
var illa tímasett,” sagöi Malcolm
Rutherford, stjórnmálaritstjóri hins
heimsfræga blaös Financial Times í
London á Varöbergsfundi á laugar-
dag. Miklu mikilvægara væri aö þeir
sneru sér alfarið aö lausn mála i
Líbanon. Falklandseyjastríðiö taldi
ritstjórinn hörmulegt, breska utan-
ríkisráöuneytiö hefði í reynd veriö
búið að semja viö Argentínu um 90%
af kröfum hennar, en þá heföi
Argentína heimtaö allt og viö það
hefðu þjóðemissinnarnir bresku
oröiö ofan á. Mannslífum heföi verið
fórnaö, gífurlegum tækjakosti og
engin lausn fengist. Bretar sætu svo
uppi með milljaröa skuld af öllu
saman.
Landa sína taldi Rutherford
einkum fræga fyrir þrennt. Þeir
væru ágætir leikarar, hlauparar i
millivegalengdum og því miöur her-
menn, — þeir ættu aö snúa sér að því
fyrmefnda.
Hann benti á aö í vamarsamstarfi
væri mikilvægt að þjóöirnar heföu
góö samskipti sín á milli. Innan Vest-
urveldanna væru Bandaríkjamenn
Tillaga Akumesinga um
Alþýðusamband Vesturiands:
Vildu leggja sam-
bandið niður
— Milliþinganefnd skipuð til að fjalla um málið
A þingi Alþýðusambands Vestur-
lands, sem haldiö var nú um síðustu
helgi, kom fram tillaga frá sjö
félagsmönnum á Akranesi um aö
sambandiö skyldi lagt niöur. Niður-
staöa málsins varð sú aö skipuð
skyldi fimm manna milliþinganefnd
sem fjalla skyldi um það fram til
næsta þings.
A þinginu urðu miklar umræður
um kjaramál. I ályktun þar að lút-
andi er m.a. krafist aö bráöabirgða-
lög ríkisstjórnarinnar um afnám
samningsréttarins verði þegar í stað
felld úr gildi, til aö verkalýðshreyf-
ingin geti hafið viðræður við ríkis-
stjómina og atvinnurekendur til þess
að ná fram nýjum samningum sem
bæti upp þá kjaraskerðingu sem
oröið hefur frá því bráöabirgðalögin
tókugildi.
I ályktuninni segir ennfremur að
meö tilliti til gjörbreytts ástands í
kjaramálum launafólks þurfi eftir-
farandi atriöi að hafa forgang: aö
lágmarkslaun fyrir dagvinnu verði
ekki lægri en 15.000 krónur á mánuði,
aö verðbætur þær sem reiknist á laun
vísitölufjölskyldu greiðist í sömu
krónutölu á öll laun, skapaö veröi
raunverulegt launajafnrétti kvenna
og karla.
Einnig fjallaði þingiö um lánakjör
og lengingu lána til handa húsbyggj-
endum, vanda ellilífeyris- og örorku-
þega og jafnrétti til félagslegra og
kjaralegra réttinda.
Stjórn Alþýöusambands Vestur-
lands var sjálfkjörin en formaður
hennar er Sigrún Elíasdóttir. I sam-
bandinu eru nú 14 aöildarfélög meö
um3.300 félagsmenn. -JSS.
Malcolm Rutherford, stjómmHaritatfóri fínanclal Tlmea, / ræðustóll é Varðbergsfundinum. DV-mynd GTK.
auðvitað öflugastir, en þeir mættu
ekki vaða yfir heiminn eins og ein-
hver einkalögregla veraldarinnar.
„Við verðum líka að læra að búa með
Sovétríkjunum,” sagði ritstjórinn,
þetta hefðu auðvitað mörg NATO-
ríki lært, m.a. íslendingar, sem
versluðu t.d. mikið við Rússa. A hinn
bóginn mættu riki Evrópu ekki
heldur alltaf vera að skammast út i
Bandarikjamenn, en tigna þá svo í
reynd eins og einn kunningi hans
sænskur, sem sendi alltaf börn sin i
bandaríska háskóla.
Rutherford sagöist ekki trúaöur á
að KGB stjómaði öllum friðarhreyf-
ingum Evrópu — fyrr mætti nú vera
getan. Hann taldi að endumýjun
vopnabirgöa færi fram á tuttugu ára
fresti og nú væri komið að því í
Evrópu. Þess vegna ætti að leggja
áherslu á afvopnun nú til þess aö
hefta vígbúnaöarkapphlaupið.
Sumar friöarhreyf ingar væru þó eins
og hægrisinnaðir Bretar, óraunsæjar
og heföu rangt fýrir sér. Ritstjórinn
baö fundarmenn að leiða hugann að
því hvað gerðist ef allt í einu yröi
stórkostlegur árangur af af-
vopnunarviöræðunum. Valdajafn-
vægið væri nefnilega eina
raunverulega forsenda friðar og þess
vegna þyrfti framkvæmd afvopn-
unar umfram ailt að vera í öruggum
höndum. 1 engu frekar kæmi skýrt
fram að stjórnmál væru ekki siö-
fræði heldur jafnvægislist vald-
anna. .díkkert er fulikomið, við
veröum einfaldlega að læra aö lifa
við hið ófullkomna,” sagði rit-
stjórinn að lokum og minnti á hin
frægu orð Winston Churchilis að
lýðræði væri hið alversta stjómar-
form, — hinir kostimir væru bara
verri. -G.T.K.
Glaum-
urog
gleði
-erlOáraafmælis
íþróttafélagsins
Leiknisvarminnst
núum helgina
Mikill glaumur og gleði var hjá
félagsmönnum íþróttafélagsins
Leiknis nú um heigina, en þá minnt-
ust þeir tiu ára afmæiis félagsins.
Vmislegt var til skemmtunar, svo
sem vera ber á slíkum tímamótum.
Afmælishátíöin var sett í Fellahellií
og að setningu lokinni komu fram
margir af kunnustu skemmtikröft-
um landsins. Má þar nefna Tappa
Tíkarrass, Jóhann Helgason, Jörund
og Ladda, Svart og sykurlaust o.fl.
Loks stóöu Leiknismenn fyrir kaffi-
og kökusölu í Menningarmiöstöðinni
viðGerðuberg. -JSS.
Bryndls Schram var kynnir og stjórnandi afmælishátíðarinnar. Hérsést hún isamt nokkrum afmœlisgestum, sem viróast skemmta sór hió
besta. DV-mynd BJ.BJ.