Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Blaðsíða 9
DV.MIÐV1KUDAGUR2.NOVEMBERÍ983.'- '
9
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Isinn hamlar vöruflutningum
til Síheríu
Fréttir frá austurhluta Síberíu
þykja benda til þess að þar vofi yfir
skortur á nauðsynjavörum vegna haf-
íssins sem fyrir mánuði lokaði um 60
skip inni, þegar mest lét.
Sovéskir fjölmiðlar hafa greint frá
því að öllum skipunum hafi verið
bjargað úr isnum en TASS-fréttastofan
segir nú að fleiri skip hafi verið send á
þessar slóðir, þrátt fyrir árstimann og
íshættuna. TASS segir tilganginn vera
að flytja nauösynjar til fólks sem býr í
Austur-Síberíu.
Kjamorkuísbrjóturinn Leonid
Brezhnev, sem gekk ötullega fram í
því að bjarga skipunum fyrir mánuði,
og annar minni ísbrjótur kenndur við
Makarov aðmírál eru að mynda sjó-
FLICK-MUTUMALIÐ
TIL SAKSÓKNARA
Saksóknari ríkisins i V-Þýskalandi
hefur nú fengið til athugunar skýrslu
eftir opinbera rannsókn varðandi
meintar mútur á stjómmálamönnum
en viö málið hafa verið orðaðir menn
úr öllum þrem stærstu flokkum lands-
ins.
Skýrslan byggir á 20 mánaða rann-
sókn saksóknarans í Bonn varðandi
Flick-málið svonefnda, en saksóknara
ríkisins er að ákveða hvort það gefi til-
efni til málshöfðunar.
Otto Lambsdorff efnahagsmálaráö-
herra og nokkrir fyrrverandi ráðherr-
ar komust undir grun um að hafa þegið
peningagreiöslur frá Flick-fyrirtækja-
samsteypunni til þess að róa á með fyr-
irtækinu um 450 milljón marka
skattaívilanir handa því. — Þeir og
háttsettir forráðamenn fyrirtækisins
sem sætt hafa rannsókn vegna máisins
hafa allir borið á móti því að um neinar
mútugreiðslur hefði verið að ræða.
Fram kom ávæningur um að eitt-
hvað af greiðslum heföi runnið sem
styrkir beint i sjóði flokkanna. Meöai •
þeirra sem orðaðir voru við málið voru
Manfred Lahnstein (sósíaldemókrati)
og Hans Matthöfev (sósíaldemókrati)
sem báðir hafa verið f jármálaráðherr-
ar. Ennfremur Lambadorff (frjáls-
lyndur demókrati) og forveri hans og
flokksbróðir, Hans Friedrich.
V-þýsk blöð halda þvi fram að ýmis-
ir úr flokki kristilegra demókrata, sem
stóð utan stjómar þegar málið kom
upp, séu einnig flæktir í málið.
MARGIR TIL AÐ
HJÁLPA TYRKJUM
Hjálpargögn erlendis frá eru byrjuö
að streyma til Tyrklands til aðstoðar
við f ólk á j arðsk jálftasvæðinu, þar sem
1230 fómst á sunnudaginn.
Enn er mikiö starf eftir óunnið við að
fjarlægja rotnandi hræ fénaðar og lik
manna úr þorpunum sem haröast urðu
úti í jarðskjálftanum.
Flugleiöis bárust frá Bretlandi og
Danmörku í gær þúsundir af tjöldum,
ábreiðum, matvælum og öðrum
hjálpargögnum til þeirra sem misstu
heimili sín. Er talið að um 220 þúsund
séu nú heimilislaus af völdum skjálft-
Hafið við norðausturströnd Síberíu héfur lagt og tálmar það vöruflutninga þangað.
færa lænu frá Vrangel-eyju til hafnar-
bæjarins Pevek í norðausturhluta
Síberíu. — Pevek var miðstöð björgun-
araögeröanna á dögunum þegar eitt
skip lagðist saman undan þrýstingi íss-
ins og sökk á meðan áhöfninni var
bjargað.
Flugvélar em notaðar til þess að
vísa ísbrjótunum á hvar ísinn er
þynnstur til þess að ryöjast í gegn.
Sums staðar nær hann þó niður á fimm
metra dýpi.
ans. Einnig hefur borist aðstoð frá
nágrannalandinu Iran og fjöldi ríkja
hefur heitið f járframlögum.
Tyrklandsstjórn hefur þegar sent
yfir 5000 tjöld, 20 þúsund ábreiður og
margar smálestir af matvælum með
bílum, járnbrautaríestum, flugvélum
og þyrlum til neyðarástandssvæðisins í
noröurhluta landsins.
I stærstu borgum Tyrklands em bið-
raðir fólks sem ýmist vill láta eitthvað
af hendi rakna til fjársöfnunar
handa bágstöddum eöa gefur blóð.
- sólud snjódekk -
Þessi snjódekk eru sóluð eftir ströngum bandarískum staðli.
Þau hafa dúndurgóða spyrnu, endast von úr viti og eru öll með
hvítumhring. Þú ættir að hafa samband við næsta útsölustaðog
tryggja þér gang því verðið er ótrúlega lágt...
Reykjavík: Hjólbarðahöllin, Hreyfilshúsinu, Fellsmúla 24, sími 81093
Nýbarði sf., Borgartúni 24, sími 16240
Mn<$ff»ll<%^veit* Holtadekk sf., Garðabaer* Barði sf.,
Mostellssveit. Bjarkarho,ti sími 66401 t.aroaoær. Lyngásj 8 símj 50606
Kónavomir* Hjólbarðaviðgerð Kópavogs
rvupavogur. Skemmuvegi 6 sími 75135