Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Síða 4
»or. r C‘»r7íTT<r?»trr T * i fim*rrr?,yrunrM irr? 4 DV. MIDVIKUDAGUR 2. NOVEMBER1983. Strætisvagnar vinstri meiríhlutans uppseldir: Skólakrakkar í Mosfells- sve/t a/ía um í IKARUS Nú hefur ræst úr þeim vandamál- um sem vinstri meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur lenti í vegna Ikarus strætisvagnakaupa frá Ungverjalandi á miöju kjörtímabili en aldrei varö neitt úr ef frá eru skildir þrír vagnar er hingað komu til reynslu. Sjálfstæöismenn voru aldrei hrifnir af kaupum Ikarus- vagnanna enda voru þe'r ekki fyrr komnir til valda en horfiö var frá kaupum á þeim ungversku og í staö- inn tekin upp viöskipti viö aöra og vestrænniaðila. Strætis vagnar Kópa vogs f estu kaup á emurn Ikarusvagninum enda var fyrirtækiö meö fleiri slíka vagna í þjónustu sinni þegar hér var komið sögu. En þá voru eftir tveir og hafa þeir staðið ónotaðir allt frá valda- árum vinstri meirihlutans í Reykja- vík þar til fyrir fáeinum vikum aö Matthías Sveinsson, rútubílstjóri í Mosfellssveit, falaöist eftir j eim til kaups og fékk. „Þetta eru skínandi góðir vagnar og henta mér og farþegum mínum í MosfeUssveitinni ákaflega vel,” sagöi Matthías Sveinsson er hann var inntur álits á Ikarusvögnunum umdeildu. ,,Eg nota þá til aksturs á skólabörnum sem stunda nám í Varmárskóla og til þess verks henta þeir ákaflega vel, betur en venjuleg- ar rútur sem veriö hafa í þessu áður. Þaö er nægilegt rými í Ikarus- vögnunum og svo gott aö geta hleypt krökkunum út bæði aö aftan og framan.” Matthías sagöi um 400 böm og unglinga nú stunda nám í Varmár- skóla og væm Ikarusvagnamir tveir á þeytingi nær allan daginn viö að koma krökkunum í og úr skóla. I Mosfellssveit fá allir krakkar sem eiga lengra aö fara í skóla en 1 1/2 km rétt á akstri í Ikarusvagni og er þá miðaö viö loftlinu. Ekki vildi Matthías gefa upp verö vagnanna en sagðist hafa fengiö góða og nær því ónotaða vagna fyrir sanngjamt verð. Hann væri ánægður með vagnana og það sama væri að segja um krakkana. -EIR. Bandarísk listiðnaðarsýning Verk eftir meira en 80 bandariska listiönaöarmenn veröa sýnd á stórri sýningu „Crafts USA” sem opnuö verður aö Kjarvalsstöðum næstkom- andi laugardag. Taliö er að þetta sé stærsta sýning á bandarískri listiðn sem haldin hefur verið utan Bandaríkj- anna og verða þar verk unnin í gler, málma, tré, leir, leður, vefnaö og önnur efni. Sýningin er styrkt af bæöi opinber- um aðilum og einkaaðilum. Stjómar- nefnd var sett upp, undir forsæti Pamelu Brement, eiginkonu bandaríska sendiherrans í Reykjavík, og áttu fulltrúar beggja þjóöanna sæti í henni. Undirbúningsvinnu í Bandaríkjunum önnuöust Cynthia Boyer og Marian O’Brien. Til þess aö tryggja þaö að sýning þessi hafi varanleg áhrif hér á landi mun ágóðanum af henni veröa varið til aö stofna styrktarsjóð til aö aöstoöa íslenska listamenn sem hyggja á nám erlendis og til aö efla listræn samskipti milli Bandaríkjanna og Islands. öll verk á sýningunni verða til sölu. Hinir bandarísku listamenn gefa 10% af söluandvirðinu til hins nýja sjóðs. Sýningin veröur opnuð 5. nóvember og opnuð fyrir almenning á sunnudeg- inum. Hún verður opin í þrjár vikur frá 2 e.h. til 10 að kvöldi. Aögangur fyrir fulloröna mun kosta 100 krónur. í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari EGG OG BACON Gæsin hefur þann eiginleika að hversu oft sem maður stekkur á hana vatni skal hún aldrei blotna. Bústólpamir í landbúnaðinum eru sömu kostum búnir. Nú er pakklð á mölinni og sérvitringar sem kalla sig neytendasamtök búnir að telja þjóð- inni trú um, að til standi að setja upp einokun í eggjasölu og hafa safnað liði gegn eggjabændum i nafni frjálsrar verslunar. Helst má likja þessum ólátum við nútíma friðar- hreyfingar en eins og allir vita láta þær ófriðlega um þessar mundir. Satt að segja hafa velviljaðir menn haft áhyggjur af þeim framleiðslu- ráðsmönnum og búist við að þeir létu einhvem bilbug á sér finna eftir síendurteknar áráslr. Sem betur fer eru landbúnaðarfor- kólfar vaxnir upp úr því að taka mark á neytendum enda væri það óðs manns æði fyrir bændur ef þeir þyrftu skyndilega að stunda búskap sinn samkvæmt pöntun að sunnan. Hver veit nema neytendasamtökum eða hverfafélagi I austurbænum dytti i hug að heimta rjóma úr spena eða slátrun að vori. Heimtufrekja bláókunnugs fólks, sem kemur hvergl nálægt landbúnaði og veit þaðan af síður nokkurn skapaðan hlut um hann, á sér engin takmörk. Almenningur á að gera sér að góðu að kaupa mjólkurvörurnar og getur raunar þakkað fyrir meðan einhver nennir enn að mjólka í sveitum. Mjaltir standa langt fram á sjóuvarpstímann og sumlr hafa ekki einu sinni náð að moka flórinn fyrr en komið er fram í miðjan Dallas. Já, Framleiðsluráð landbúnaðar- ins heldur sinu striki samkvæmt for- dæmi gæsarinnar. Lætur ekkert á sér hrfna. Nú skal ekki aðeins ein- beita sér að eggjasölunni. Svinakjöt- ið og kjúklingakjötið verður einnig að fara undir sama hatt hvað sem öllu kjaftæðl um einokun og frjálsa verslun Uður. Hvað eru menn sífeUt að f jasa um frjálsa verslun? SkUur enginn maður sunnan IngólfsfjaUs að hér er engin einokun á ferðinni, hvað þá að frelsi svina eða kjúklinga sé ógnað frekar en áður. Það eina sem framleiðslu- ráðið hefur óskað eftir er að þriggja manna nefnd leggi á ráðin um verð- lag og framboð vörunnar frá elnum tima tU annars. Að einhverju leyti er það gert fyrir neytendur sem auðvit- að þurfa að geta gengið út frá traustu og áreiðanlegu verði en aðai- lega er þetta þó gert fyrir blessaðar skepnurnar. Einkum þó kjúklingana. En hver getur reiknað með því að kjúkllngar gætti sig vlð einokun á eggjasölu meðan þelr sjálfir eru hafðir á frjálsri sölu? SUkt getur ekki gengið og það sjá að minnsta kosti talsmenn frjálsrar verslunar að framboð og eftirspum eggja verður að ráðast af viðgangi kjúklinga- stofnsins. Ef of margir kjúkiingar seljast fækkar eggjum sem aftur hækkar verðið. Ef hins vegar litið selst af kjúklingum eykst framboð á eggjum sem lækkar verðið. Þetta skilur hver maður og allra helst náttúrugreindir bústólpar i framlelðsluráðinu enda væru þeir varia þangað komnir nema einmitt fyrir þá sök að kunna góð skil á iögmálum framleiðsl- unnar. Satt að segja er það óverjandl framhieypni þegar óbreyttir borgar- ar á mölinni vilja sklpta sér af elnka- málum landbúnaðarlns. Þetta fólk hefur ekki gert annað en að éta egg og bacon á morgnana og kjúklinga á kvöldin og telur sig síðan hafa rétt til að ráðskast með hagsmunamál bænda. Hvaða rétt hefur einhver maður til að heimta að verð á eggjum eða svínakjöti sé eins og honum þóknast? Kannski vilja þeir eggin frítt! Og hver hefur yfirhöfuð að tala beðið þetta fólk um að éta egg? Dagfarl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.