Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Síða 7
DV. MIÐVIKUÐAGUR 2.-NOVEMBBR4983f >"
7
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Gatnlar grasauppskríftir
i snyrtivöruframleiðslu
Þaö virðist æ algengara aö snyrti-
vöruframleiöendur byggi sínar upp-
skriftir á jurtum hvers konar. I
Bretlandi fóru sérfræöingar Molton
Brown snyrtivörufyrirtækisins fyrir
nokkrum árum að rannsaka gamlar
uppskriftir í því skyni aö bæta meö
þeim hársnyrtivörur sínar og þróa
nýjar fyrir viðskiptavini. Sameinaöi
starfsfólkiö þannig gamla þekkingu og
nýjustu vísindi. Á þennan hátt urðu til
ýmsar snyrtivörur svo sem fyrir hár,
húö, svo og sólkrem og baðvörur af
ýmsu tagi. Við framleiðslu á handunn-
um andlitssnyrtivörum lögðu jurta-
fræðingar starfandi hjá fyrirtækinu
einnig á ráöin.
Framleiðsla hár- og snyrtivaranna,
sem Molton Brown fyrirtækið býður
upp á, fer fram á gömlu hefðarsetri i
Essex í Englandi. Jarðir setursins eru
notaðar undir ræktun ýmissa þeirra
sérstöku jurta sem notaðar eru við
framleiðsluna. Hárgreiðslufólk Molton
Brown hefur fundið upp aðferð tii að
leggja þurrt hár með hinum s vokölluðu
Molton Browners vefjum (rúllum).
Vefjumar eru frábrugðnar venju-
legum hárrúllum, innsta lagiö er úr
vír, yfir hann kemur svampur og yst er
silkiklæðning. A hverri vefju er svo
festing.
Nýlega kynnti fyrirtækið Lista-
Kiljan sf. Molton Brown snyrtivöruur í
Studío Fjólu við Framnesveg. I upp-
sigiingu er alþjóðleg kynning á Molton
Brown snyrtivörum — má segja að
kynningin hér á landi hafi verið „þjóf-
start”, þó með leyfi framleiðenda.
Þessar snyrtivömr eru að sögn um-
boðsmanna aðeins í „hærri kantinum”
miðað við aðrar snyrtivömr á
markaðnum. Svo dæmi sé nefntkostar
eitt glas af hárþvottalegi (sjampó) ca
150 krónur (300ml). .þq.
Hármeðferð skal vera sem náttúrlegust og hárh'nan með rómantísku
ivafi, segja sérfræðingar Moiton Brown.
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið? \
VinsamleRa sendið okkur þennan svarseðil. ÞannÍR eruð þér orðinn virkur þátttak- |
andi í upplýsinRamiðlun meðal almenninRS um hvert sé meðaital heimiliskostnaðar j1
fjölskyldu af sömu stærð or yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis
txki.
Nafn áskrifanda ________________________________(
i
I
I
I
i
l
i
I
i
i
i Sími
I ------
i
Heimili
i
'i
•i
i
Fjöldi heimilisfólks
Kostnaöur í október 1983.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaö kr.
Alls kr.
i
kg.
Lambaskrokkar , 79,50
Lambalæri 105,40
Lambahryggir 105,40
Lambasúpukjöt 71,30
Lambakótelettur 112,00
Lambasneiðar 125,00
Lambasnitchel 239,00
Lambagúllas 230,00
Lambaslög 30,00
Saltaðar rúllupylsur 60,00
Reyktar rúllupylsur 75,00
London lamb 158,00
Lamba-
hamborgarhryggur 128,00
Hangikjötslæri 128,00
Útb.
hangiframpartur 148,00
Útb. hangilæri 229,00
Olympia CPD 321S
Fyrirferðalítil og örugg reiknivél
Áreiðanleg og fjölhœf reiknivél sem eyðir ekki
borðplóssi að óþörfu.
«»
Olympia vél sem
reikna mó með
þótt annað bregðist.
Leitið nónari upplýsinga.
KJARAIM
ÁRMÚLI 22 - REYKJAVÍK - SÍMI 83022
NORSKIR
VIÐAR-
GARDÍNU
KAPPAR
IÚRVALI
OPIÐ
LAUGARDAGA.
Málúra^g&biðin
VESTURGÖTU21 SÍMI21600
ÚTSKORIN
HURÐARGERETTI
PÓSTSENDUM
BÆKURTIL SÖLU
Við höfum nýlega fengið allmörg góð söfn bóka í
ýmsum greinum.
Nokkur dæmi:
Þjóðlegur fróðleikur: Dulrænar smásögur eftir Brynjúlf frá
Minna-Núpi, Skuggsjá og ráðgáta eftir sama, Drekkingar-
hylur og Brimarhólmur, Smiður Andrésson og fleiri þættir,
Sagnaþættir Gísla Konráðssonar, Þjóðsögur Einars Guð-
mundssonar, Islenzkt mannlíf eftir Jón Helgason, Svipir og
sagnir úr Húnaþingi, Dulrúnir eftir Hermann Jónasson og
margt fleira.
Ættfræði og héraðasaga: Islenzkir samtíðarmenn 1—2,
Merkir Borgfirðingar, Alþingismannatöl ýmis, Merkir Mýr-
dælingar, Minningar Guðmundar á Stóra-Hofi, Saga Kolviðar-
hóls, Landnám á Snæfellsnesi eftir Olaf Lárusson, Lýðveldis-
hátíðin og Alþingishátíðin og margt fleira.
íslenzk og norræn fræði: Helgarfellsútgáfur í alskinni af eftir-
töldum verkum: Grettis saga, Landnáma, Njáls saga, Heims-
kringla, Islenzk miðaldakvæði (útg. Jóns Helgasonar
prófessors), Lestrarbók Sigurðar Nordals 1400—1800, með
hinum fræga formála um samhengið í íslenzkum bók-
menntum, slæðingur úr Bibliotheca Arnamagnæana, Frum-
norræn málfræði eftir dr. Alexander, bókaskrár Fiske-safns,
Die literarische Darstellung der Frau in der Islandersagas
eftir Rolf Heller o.m.fl.
Ritsöfn: Almanak Olafs S. Thorgeirssonar 1895-1954,
skinnband, Andvari, mestallur, laus og liðugur, Ritsafn
Guðmundar Kambans, Þjóðsögur Jóns Árnasonar, Presta-
féiagsritið (ódýrt), Andvökur Stephans G. 1—4, Ritsafn Jóns
Trausta 1—8 o.m.fl.
Saga lands og heims: Grafir og grónar rústir, Fornar grafir og
fræðimenn, Hafnarstúdentar skrifa heim, Öldin okkar og
hinar Aldirnar (ódýrar), Saga tónlistarinnar, Saga Kennara-
skólans, Á slóðum Jóns Sigurðssonar, Jörundur hundadaga-
konungur, Sjálfstæði Islands 1809 eftir dr. Helga P. Briem
o.m.fl.
Ýmis rit: Bólu-Hjálmars saga eftir Brynjúlf frá Minna-Núpi,
Afmælisrit til Einars Arnórssonar (upplag 300 eintök),
Alþýðubókin eftir Halldór Laxness, 2. útg. aðeins prentuð í 15
eintökum, Draumaráðningar, ásamt leiöarvísi til að spá í spil
og spá í kaffikorg, Vogar, ljóðabók Einars Benediktssonar,
Barn náttúrunnar eftir Halldór Laxness, frumútg., ób.m.k.,
Tímaritið Helgafell, komplet, tímaritið Vaka (Nordal o. fl.),
Saga Reykjavíkur, Geislavirk tungl eftir Jónas E. Svafár,
Árbók Landsbókasafns, Islenzkir listamenn 1—2, Búnaöar-
ritið Höldur, Ak. 1861, Tímaritiö Úlfljótur og margt, margt
annað fágætra og skemmtilegra bóka og rita.
Við kaupum og seljum allar íslenzkar bækur, flestar erlendar
og eldri tímarit, íslenzk póstkort frá eldri tíð, myndverk eldri
íslenzkra málara, útskurð gamlan, smærri verkfæri og
sitthvaö fleira.
Gefum reglulega út bóksöluskrár um hluta þeirra bóka, sem
til eru hverju sinni. Nýlega er komin skrá nr. 24. Sendum hana
ókeypis til allra, sem óska, utan Reykjavíkursvæðisins.
Sendum í póstkröfu hvert sem er. Vinsamlega hringið, skrifið,
— eða lítið inn.
Bókavarðan
— Gamlar bækur og nýjar —
Hverfisgötu 52 — Simi 29720. _