Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Qupperneq 10
'é&t •Charikór ★Kobul "*•{ Heraf« fKhyber Pass i •Peshawar Porachinqf 'AFGHANISTAN: PAKISTAN .SOVIET UNION CHINA MIIES SAUDI \rabum $** DV. MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Ólafur B. Guðnason Afganistan: YFIRBURfHR SOVETMANNA I LOFTl TRYGGJA KYRRSTOtHJ Nú, nærri fjórum árum eftir að Sovétmenn réðust inn í Afganistan og settu upp leppstjórn sína í Kabúl undir forsæti Babrak Karmal, eru orrustur hemámsliðsins viö skæru- liöa þjóöfrelsishreyfinganna að miklu leyti loftorrustur. Sovéskir hermenn í Afganistan eru nú um 105 þúsund talsins og halda að mestu leyti vamarstöðvum og reiða sig á stuðning sóvéska flughersins. Sprengjuárásimar sem af þessu leiöa og brot á lofthelgi nágranna- ríkja vekja minni athygli alþjóðlegra fjölmiðla en til dæmis óheiUaflug s- kóresku farþegaþotunnar yfir Sovétríkjunum í byrjun september á þessuári. Svo vú-ðist sem sovéska herförin í Afganistan hafi koðnað niöur svo að hernaðarlega vú-ðist nokkuð jafnt á komið með hrnum andstæöu fylkUigum. Sovéski herinn vU-ðist ófær um að brjóta á bak aftur and- stööu skæruUöa þjóöfrelsisaflanna sem sífeUt styrkjast. En skæruUða- hópamU- á hinn bóginn em iUa sundraðir og iUa búnir vopnum. Þess vegna er óUklegt af óbreyttum baráttuaðferðum þeirra aö þeUn takist að reka Sovétmenn út úr Afganistan. Megmástæðan fyrU því hversu óbreytanlegt ástandiö í Afganistan viröist vera er sú aö í raun eru nú háð þrjú stríð í Afganistan. Fyrir utan höfuðstyrjöldina miUi skæmliða og Sovétmanna berjast skæruUðahópar þjóöfrelsishreyfing- anna innbyrðis sumstaðar þrátt fyrir það að að nafninu til hafi yfirmenn þeirra, sem aðsetur hafa í Pakistan, gert meö sér bandalag. Og hópar innan afganska kommúnistaflokks- ins berjast innbyrðis og reka hermdarverkasveitir í Kabúl og ekki er talið Uklegt að þeim hjaðnmgavíg- umljúki fljótlega. Þessa lýsingu gefur bandariski blaöamaöurínn WiUiam Branigin sem nýlega er komrnn úr ferð um Afganistan. Ferð hans tók sex vikur í ágúst og september. Hann átti á ferð sinni viðtöl viö leiðtoga skæm- Uða, liðhlaupa úr afganska stjóm- arhemum, þorpsbúa og sovéska her- menn sem teknir höfðu verið tU fanga. Meðal annars kom hann í Pansjir- dal í Kapisahéraði, norður af Kabúl. Þar gerðu sovésku hersveitirnar sex vikna vopnahlé við skæmliða fyrr á þessu ári sem er einsæmi í þeUri grimmUegu styrjöld sem til þessa hefur verið háð í Afganistan. Pansjir-dalur er hernaðarlega mjög mikilvægur, vilji stjórnin í Kabúl á annaö borð ná óskoruöum völdum í Afganistan. I Pansjir-dal hitti Branigin fræg- asta skæruUöaleiðtoga Afgana, Ahmed Shah Massoud, sem hefur sýnt mesta herstjórnarlist yngri leiötoga afganskra skæruliða. Átti hann löng viðtöl við Massoud sem ræddi fyrirætlanir sínar og vonU- um að sameina hma ýmsu skæm- Uðahópa í Afganistan. Helstu vandkvæði erlendra frétta- manna í Afganistan em þau að erfitt, og nánast ómögulegt er aö komast til landsins og ferðir um þaö erfiðar og stórhættulegar. Enda hefur um- heiminum borist Utiö af fréttum, þaðan þótt stríðið hafi staöið í tæp fjögur ár. Branigin segir að eins og er ríki hálfgert kyrrstöðuástand í bar- dögum í Afganistan Hann nefnú sem dæmi orrustur um bæina Khowst og Orgun í Paktia-héraði. Þar hafa her- sveitir afganska stjórnarhersins verið umkrmgdar í marga mánuði af skæruliðum. Sovéskar flugvélar hafa flutt vistú og vopn tU bæjanna og flutt þangaö Uðsauka. Sovéskar flug- sveitú hafa einnig ráðist gegn skæmliöum umhverfi3 bæina en sovéskar hersveitir hafa hvergi komið nærrí bardögunum. Ormsturnar um þessa bæi hafa nokkuð veriö í fréttum í vestrænum fjöUniðlum þvf þær fara fram nsrri landamærunum við Pakistan þar sem erlendir fréttamenn hafa aðsetur. Það væri því áróðurssigur fyrír skæruUða að taka bæina en UtiU hernaðarlegur ávinningur. Ef bæim- . - „ ; - ■.kiroiís.s. v UZBEK S.S.R. SOVIET UNION TURKMEN S.S.R ''vK Afganskur skftrulioi, klœddur sovéskum búningi, stendur við stéra vélbyssu undú fána samtaka skæm- Uðanna. ■% 'TÞ' IRAN ú yrðu teknú myndu sovéskar loft- árású rústa þá og skæruUðar myndu ekki reyna að halda þeim. Erlendú herfræðingar gagnrýna tilhneigingu Afgana til þess að eyða tíma, fyrú-t höfn, skotfærum og mannslifum í um- sátur auöveldra skotmarka sem gefur andstæðingum tækifæri til að geraloftárásúáþá. Þetta er þó ekki algilt. Sumú yngri leiðtoga skæruliða hafa sýnt hug- kvæmni við skipulagningu skyndiárása á mikilvæg skotmörk. Afleiðingar þeirra hafa oft verið miklar. En engu að síður er það kyrr- staðan sem einkennir átökin i Afgan- istan, segir Branigin. Eftú ferðalag sitt um landið komst hann aö þeirri niöurstöðu aö skæmliðar réðu stórum hluta landsins og virtust njóta skUyröisIauss stuönings íbúanna þar. Um þessi svæði má lengi ferðast án þess aö nokkur merki um ríkisstjómina í Kabúl finnist. Branigin segú einnig að nú, skömmú eftú innrásina i desember 1979, sé mun erfiðara en var í upphafi stríðsins fyrir Sovétmen og afganska stjómarherinn að flytja Uðsafla sinn á landi. Þá segú Branigin að engin andspyrna hafi veríö í Kabúl og umhverfis hana en nú sé þar ormstu- vöUur. Branigin segir einnig aö þrátt fyrú tæplega fjögurra ára hemám og stuðning Sovétmanna, hafi rikis- stjórn Karmals, að því er virðist, Utið áunnist við að tryggja völd sín. Heimildarmönnum beri saman um að embættismannakerfi stjómarinnar í Kabúl sé skipað njósnurum að stórum hluta að stjómarherinn sé óáreiöanleg- ur og óbreyttú hermenn gerist Uðhlaup- íu-ístórumhópum. Afgönsku skæruUðamú óttast sovéska flugherinn, segú Branigin, en eftú því sem þeir kynnast sovéskum hermönnum betur fyrú- Uta þeú þá meir. Léleg frammistaöa hersins vúðist staöfesta frásagnú um óánægju, eiturlyfjaneyslu og of- drykkju sovéskra hermanna. Að frátalinni aðstoð við flótta- menn, segú Branigin að aðstoö bandarískra stjómvalda við skæru- Uða sé hverfandi lítil. Fjöldi leiötoga skæruUða hefur gagnrýnt rfldsstjóm- ina í Washington fyrir sinnuleysið. En þótt Bandaríkjamenn leggi skæruUðum ekki beint til vopn er almennt taUö að þeir veiti þeim f jár- stuðning til vopnakaupa frá öðrum aðilum. SkæruUðamú í Afganistan em mun betur skipulagöú en þeú vom í upphafi stríðsins, segú Branigin. En hann segir einnig að ekki sé við því að búast að þeim verði frekar ágengt gagnvart Sovétmönnum nema þeim berist betri vopnabún- aður. Þá er ágreiningur miUi hinna ýmsu skæruliðasamtaka þeim tU trafala og hefur jafnvel komið tU átaka miUi slíkra bandamanna. En það er fyrst og fremst skortur á leiðtogum, loftvamavopnum og þungavopnum sem stendur skæru- liðum f yrú þrifum nú. Eitt er það sem afganskir skæruliðar hafa sérlega áhyggjur af nú og það er innanríkisástandiö í Pakistan. Þar hefur stjórnarand- staðan mjög færst í aukana og stjórn Zia ul-Haq vúðist veikjast. Afganú telja hins vegar að þeú sem skipa sveitú stjómarandstöðunnar í Pak- istan séu kæmlausir um örlög Afgan- istan, ef ekki beinUnis andsnúnir þjóðfrelsisöflunum. Segja afganskir leiðtogar að þeir óttist að nái stjórnarandstaðan völdum muni hún reyna að komast að samkomulagi við Sovétmenn sem yrði mikið áfaU fyrú skæurliða. A hitt er þó að Uta aö vera tveggja mUljóna afganskra flóttamanna í Pakistan hefur ekki reynst vera sú póUtíska hætta sem margú Pakist- anú óttuðust. Flóttamannastraum- urinn hefur nú minnkaö og óttinn við að Afganir verði „Palestínuarabar” Pakistan vúðist ekki vera á rökum reistur því flóttamennúnir hafa aölagast pakistönsku þjóðfélagi ágætlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.