Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Side 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaðurog útgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó-'ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. RHstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI S6A11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11.SÍMI27022. Sími ritstjómar: 84611. Setníng, umbrot, mynda-og plotugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. P renlun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Fyrsta pennastrikið Fyrirtækið Þormóður rammi á Siglufirði hefur verið í sviðsljósinu að undanfömu. Fyrst var skýrt frá því að fyrirtækið væri komið í greiðsluþrot og starfsfólk fengi ekki lengur útborgað. Fjármálaráðuneytinu tókst að bjarga málum til bráðabirgða enda er ríkissjóður stærsti eigandi fyrirtækisins. Þá var því slegið upp í blöðum að Ragnar Amalds, fyrrverandi f jármálaráðherra og þing- maður kjördæmisins, hefði útvegað Þormóði ramma lán með ríkisábyrgð án nokkurrar heimildar á fjárlögum. Það næsta sem gerist er að Framkvæmdastofnun á- kveður að skipta verði um stjóm í fyrirtækinu og einasta úrræðið til áframhaldandi reksturs er að skuldabyrði Þormóðs hjá hinu opinbera verði breytt í hlutafé ríkis- sjóðs. i Einhvers staðar inni á milli þessara tíðinda má lesa smáfrétt í blöðum þess efnis að Þormóður rammi hafi átt hæsta tilboð í rannsóknarskipið Hafþór, eða rúmlega 100 milljónir króna. Önnur og betur sett fyrirtæki höfðu ekki efni á slíkum tilboðum. Þykir mörgum skrítið hvernig fjárvana fyrir- tæki, sem komið er upp á miskunnsemi ráðuneytisins frá degi til dags, geti leyft sér að ráðast í skipakaup. Samkvæmt upplýsingum ráðamanna fyrir norðan telja þeir það eitt til bjargar Þormóði ramma að bæta við skipi! En það er fleira skrítið í þessu máli. Fyrrverandi fjármálaráðherra, Ragnar Amalds, er borinn þeim sökum að hafa veitt ríkisábyrgð á láni til fyrirtækisins án nokkurrar heimildar. Ragnar hefur ekki séð ástæðu til að bera þær sakir af sér og raunar virðist engum þetta ámælisvert. Það segir! sína sögu um fjárreiðusiðferðið. Núverandi fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson, varpaði sprengju þegar hann hreyfði þeirri hugmynd að skuldir útgerðarfyrirtækja yrðu strikaðar út með einu pennastriki. En þegar grannt er skoðað er þessi hugmynd ekki ný af nálinni og í rauninni nákvæmlega það sem er að gerast með Þormóð ramma. Skuldum fyrirtækisins við hið opinbera skal breytt í hlutafé, vanskilin strikuð út og byrjað að nýju með hreint borð. Þar með verður fyrsta pennastrikið að veruleika. Vandinn er hins vegar sá að með þessari ráðabreytni situr f jármálaráðherra uppi með þá staðreynd að í stað | sölu ríkisfyrirtækja er hann að eignast enn stærri hlut í j einu þeirra. Varla líkar ráðherranum vel sú öfugþróun, í enda erfiður biti að kyngja ef til þessara skuldbreytinga kemur. Hvað sem öllum pennastrikum líður, og kaupum og sölu ríkisfyrirtækja, þá ber að viðurkenna að atvinnumál Siglfirðinga eru um margt sér á parti. Satt að segja hefur Siglufjörður aldrei náð sér eftir að síldin hvarf og það þrátt fyrir mjög heiðarlegar tilraunir) bæði heimamanna og annarra. Nú eru tvö stærstu fyrir- tæki staðarins bæði í ríkiseign að langmestum hluta og það er dæmigert fyrir öll vandræðin og vitleysuna að þeg- ar búið er að loka Þormóði ramma vegna skulda þykir það snjallast til bjargar að kaupa eitt skip til viðbótar! Öðru vísi geti reksturinn ekki gengið! Atvinnumálum Siglfirðinga verður ekki bjargað með pennastrikum eða fyrirtækjum reknum sunnan úr fjár- málaráðuneyti. Ekki heldur með heimildarlausum ríkis-j ábyrgðum. Siglfirðingar sjálfir verða að taka til hendi ef j þeir vilja ekki verða þjóðnýttir í heilu lagi. -ebs. I Hvaða rétt höfOu íbúamir i Laugaráshverfi? Um geðsjúklinga, kynvillinga og séreignarrétt Viö getum gert tvennt, þegar hags- munir rekast á. Annað er að fela heimspekingum, stjórnmálamönn- um og öörum kjafaskúmum að ræða um málin og leysa þau (sem þeir gera aö sjálfsögðu aldrei, því aö viö það yrðu þeir atvinnulausir). Hitt er- aö koma okkur saman um tilteknar fastar reglur til lausnar málunum. Merkasta reglan felst í séreignar- réttinum. (Þriðja ráðið er að berjast, en flestum þykir það líklega óálit- legt.) Mig langar til þess að sýna með tveimur dæmum úr daglega líf- inu, hvernig séreignarsinnar leysa slíka árekstra. Hvað hafa menn rótt til að gera? Annaö dæmiö var, er íbúar í Laugaráshverfi í Reykjavík, sem þykir mjög „gott hverfi”, mótmæltu því, að stofnun keypti hús í hverfinu og hugöist koma þar fyrir geðsjúkl- ingum á batavegi. Margir hneyksl- uðust mjög á íbúunum, en þeir bentu á, að hverfið væri umfram allt íbúðarhverfi. Hitt dæmið var, er eigandi öldurhússins eða „diskó- teksins” Safarís í Reykjavik auglýsti (með óbeinum hætti), að kynvilling- ar væru ekki velkomnir þangað. Hann gaf þá skýringu í blaðaviðtöl- um, að þeir hefðu vanið komur sínar þangaö, en við það hefði dregið úr að- sókn annarra. Margir urðu til aö skrifa í blöðin um það, að eigandinn væri aö mismuna mönnum og aö þetta sýndi ekkert annaö en hleypi- dóma. Það kom mér á óvart, þegar ég las um þessi mól, að rætt var um það, en alls ekki um hitt, hvaö menn hefðu rétt til að gera og hvað ekki. I báðum dæmunum rákust á hagsmunir — hagsmunir íbúanna í Laugarás- hverfi og stofnunarinnar og hags- munir kynvilltu gestanna í Safarí og eiganda staðaríns. Rætt var um þaö eitt, hvort fólkið ætti að hafa þessa hagsmuni eöa ekki — með öðrum orðum um það, hvort það væri gott fólk eöa vont. Séreignarsinni hefur annan hátt á. Hann spyr ekki, hvað fólk eigi að gera til að vera gott fólk, því að ekk- ert fullnægjandi svar hefur enn fund- ist við þeirri spurningu. Hann spyr heldur, hvað fólk hafi rétt til að gera án þess aö vera vont fólk, því aö þeirri spumingu má ósjaldan svara. Hann tekur fólki eins og það er, en hefur litinn áhuga á því, hvemig það eigi að vera. Hann reiknar með þeim hagsmunum, sem þaö hefur (aö Ótímabærar athugasemdir Hannes H. Gissurarson eigin vali), en ekki hinum, sem það á að hafa samkvæmt einhverjum kenningum. Séreignarsinni heföi þvi sagt viö ibúana í Laugaráshverfi: „Þiö megið bindast samtökum og bjóða hærra verð fyrir húsið en stofnunin, sem hyggst kaupa það og koma þar fyrir geðsjúklingum. En þið megið ekki meina eiganda hússins að selja stofnuninni húsið, jafnvel á lægra verði en þið bjóðið. Þið ráðið því ekki, hvemig annað fólk fer með eignir sínar, valdi það ykkur ekki beinum skaða, og ekki veröur i nein- um skynsamlegum skilningi sagt, að þið skaðist á að þurfa aö horfa á meinlausa geðsjúklinga.” Og hann heföi sagt við þá, sem skrifuðu í blöðin gegn eiganda Safarís: „Til hvers eruð þið að ætlast? Til þess að eigandinn beri kostnaðinn af kynvillingunum, en þessi kostnaður felst í missi við- skipta við aðra? Eigandinn er ekki aö gera annað en sinna þeirri eftir- spum, sem hann heldur, að sé eftir stað, þar sem kynvillingar eru ekki eða láta að minnsta kosti ekki mjög á sér bera. Þið megið ekki seg ja öðrum fyrir verkum, megið ekki neyða þá til að veita þjónustu, sem þeir kæra sig ekki um að veita.” Betri lausn árekstra Flestir „upplýstir” menn eru, býst ég við, sammála séreignarsinnanum um fyrri lausnina, en ósammála hon- um um hina síðari. Eg ætia því að bæta nokkrum orðum við til frekari skýringar. Séreignarsinninn er alls ekki að fella neinn dóm um kynvillu meö lausn sinni, því aö þaö liggur í eðli hans að fella ekki neina slíka dóma: aörir mega hans vegna gera það, sem þeir kæra sig um, geri þeir það á eigin kostnað, en ekki annarra. (Það er að visu rétt, að orðið „kyn- villtur” er ekki hlutlaust. Orðið ,4iýr”, sem sumir nota, kann að vera heppilegra, en það hefur þann galla, að nafnorð verður ekki auðveldlega myndaðafþví.) Þaö er síöan annað mál, að Reykjavík er sennilega ekki vaxin upp úr því aö vera sveitaþorp, því að í stórborgum eru þau öldurhús mjög vel sótt af öllum kynjum, sem kyn- villingar venja komur sinar í, enda móta þeir tiskuna i mörgu, hafa meiri tíma og rýmri fjárráð en fjöl- skyldumenn. Þeir hafa miklu meira markaösvald í þessum borgum. Þetta sýnir það, sem Milton Friedman leggur áherslu á: Markaðurinn er ekki eins hættulegur minnihlutahópum og rfkiö, þvi að hann spyr ekki um hörundslit, kyn- ferði eða ætterni, heldur um hitt, hvað menn geta selt eða keypt. Eg er hissa á því, að kynvillingar hafa ekki meira markaðsvald hérlendis en dæmið af Safarí sýnir, en að öllum líkindum er það vegna þess, aö þeir eru fáir (þeir hafa tilhneigingu til að setjast að erlendis), en ekki vegna þess, að hleypidómar séu mjög almennir um þá. (Ekki kæmi mér á óvart, að eigandinn hefði gert mis- tök, reiknað eftirspurnina út rang- lega, en það breytir því ekki, að hann hafðisinnrétt.) Eg vona, að ég hafi komist að kjarnanum: Sú lausn árekstra, sem felst í séreignarréttinum, er betri en aðrar tiltækar. Hún er ódýrari, þvi að viö losnum við allt það þref, sem af því hlýst, að menn reyna að sann- færa hverjir aðra um, hvað sé gott eða rétt. Og hún er réttlátari, þvi að reiknað er með hagsmunum allra, en ekki aöeins sumra — hagsmunum eiganda hússins í Laugaráshverfi og stofnunarinnar ekki siður en íbúanna (sem gátu reynt að bjóða hærra verð) og hagsmunum eiganda Safarís og þeirra viðskiptavina hans, sem kærðu sig ekki um að hitta kyn- villinga, ekki síður en kynvilling- anna sjálfra (sem gátu skipt við önn- ur öldurhús). Þessi lausn er ekki full- komin, en það er vegna þeirrar al- ræmdu staðreyndar, að við mennirn- ir erum ekki fullkomnir. Hannes H. Gissurarson sagnfræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.