Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Blaðsíða 36
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER1983.
Mayday! Mayday! Yfirgefum skipið!:
SJÓMENNIRNIR LÉTUST
AF KULDA OG VOSBÚÐ
— sjö af þrettán manna áhöf n fórust en tekist hafði að bjarga
ellefu lifandi úr sjónum
Fyrstu fréttir af þýska flutninga-
skipinu Kampen bárust Slysavarnafé-
lagi Islands með nokkuð sérkennileg-
um hætti. Þær bárust frá björgunar-
'miðstöö í Þýskalandi í gegnum
Varnarliöiö á Keflavíkurflugvelli.
Það var klukkan 18.30 í gærkvöidi,
sem Vamarliðið hafði samband við
Hannes Hafstein, framkvæmdastjóra
SVFI, og baö hann að grennslast fyrir
um hvort þýskt skipt ætti í erfiðleikum
viölsland.
Varnarliðiö hafði fengiö samskonar
beiöni frá þýskri björgunarmiðstöö.
Líklegt er að skipstjóri Kampen hafi
haft samband við útgerðina í Þýska-
landi og tilkynnt að eitthvaö amaöi að
og björgunarmiðstöðin síðan frétt af
því.
Hannes Hafstein hafði þegar sam-
band við Vestmannaeyjaradíó og bað
það um að kalla upp skipið. Hannes
hélt síðan í hús Slysavamafélagsiris
viðGrandagarð.
Þegar hann kom í Slysavarnafélags-
húsiö um klukkan 18.50 hafði Vest-
mannaeyjaradíó fengið þær upplýsing-
ar frá skipstjóranum aö fimmtán
gráða halli væri kominn á skipið. Sjór
hefði komist í lúgu og niður í lestar
þess. Skipstjórinn hafði tekið skýrt
fram að engin hætta væri á ferðum.
Taldi enga hættu á ferðum
Skipstjórinn haföi einnig greint frá
því að hann væri með koiafarm. Kola-
salli hefði komist í dælur og hætta væri
á að þær stífluðust.
Þegar þama var komið hafði skip-
stjórinn ekki sent út hjálparbeiðni.
Hann ítrekaöi við Vestmannaeyja-'
radíó að engin hætta væri á feröum.
Sagðist hann ætla að sigia í var út af
Víkinni, út af Vík í Mýrdal. Áætlaði
skipstjórinn að vera út af Víkinni á
miönætti og við Vestmannaeyjar
klukkan tiu næsta morgun.
Þrátt fyrir að skipstjóri Kampen
segöi að allt væri í lagi gerði Slysa-
vamafélagiö varúðarráðstafanir.
Hannes Hafstein hafði samband við
Kristin Sigurðsson, formann
Björgunarfélags Vestmannaeyja og
slökkviliðsstjóra, og spuröi hvort hann
gæti haft dælur og skip til taks. Hannes
hafði áöur komist að því að næsta
varðskip var út af Reykjanesi og Lóðs-
inn frá Vestmannaeyjum var á Horna-
firöi.
Þeim boðum var komiö til skipstjór-
ans aö í Vestmannaeyjum væru dælur
til taks en þriggja tíma sigling væri til
hans.
Neyðarkall
Klukkan 19.30, fjörutíu mínútum eft-
ir að skipstjórinn hafði tilkynnt að
engin hætta væri á ferðum, heyrðist
neyðarkall: „Mayday! mayday!
mayday! Yfirgefumskipið!”
Flutningaskipið var þá statt 22 mílur
austsuðaustur af Dyrahólaey eða um
10 mílur suður af Alviðm.
Tíu fiskibátar og tvö flutningaskip
svömðu neyðarkallinu og héldu áleiðis
að slysstað. Haft var samband við
Vamarliðið sem sendi tvær þyrlur og
eina Hercules-vél til aðstoðar.
Varðskipinu við Reykjanes var stefnt á
staðinn.
Þýska skipiö sást á radar annarra
skipa. Klukkan 20.20 tilkynnti
Guðmundur RE, sem gerður er út frá
Eyjum, að skipiö væri að hverfa af
radarnum. Guðmundur RE var þá
aðeins þrjár og hálfa mílu frá
staðnum.
Talið er að þýska skipið hafi sokkiö
klukkan 20.21.
Skömmu síðar fóru leitarbátar að
verða varir við olíubrák og ýmislegt
lauslegt á reki. Klukkan 20.56 var
báturinn Skarfur GK á siglingu innan
um brak. Skipverjar komu auga á
mann svamlandi í sjónum og björguðu
honumumborð.
Ellefu lifandi
úr sjónum
Klukkan 21.00 tilkynnti Hercules-
flugvélin um gúmbát. Skarfur GK
sigldi að gúmbátnum, sem var gerður
fyrir tuttugu menn, en engan var þar
að finna.
/ húsi Slysavarnafólags íslands 6
Grandagarði höfðu þeir Hannes
Hafstein og Eysteinn Guðlaugsson i
nógu að snúast i gœrkvöldi, þegar
þessi mynd var tekin. Vinnudagur
Hannesar var orðinn langur. Hann
mætti tii vinnu klukkan sex í gær-
morgun vegna leitar á Breiðafirði.
Hann komst ekki i háttinn fyrr en
klukkan að ganga þrjú i nótt.
DV-mynd: S.
Fleiri bátar komu á slysstað.
Hercules-vélin sveimaði yfir og kast-
aði stöðugt út sterkum blysum, sem
lýstu vel upp leitarsvæðið.
Svo mikið var ljósahafið að fólk á
mörgum bæjum í Vestur-Skaftafells-
sýslu sá ástæöu til að hringja í opin-
bera aðila til að kanna hvað þama væri
á seyði.
Skipbrotsmenn fundust hver af
öðrum. Allir voru þeir í sjónum, ýmist
með dauðahald í eitthvert brak eða í
björgunarhring. Þeir voru þrettán
talsins. Þann síðasta fann Kópur GK
klukkan 23.07. Maðurinn var þá látinn.
Skipshöfnin var tekin um borð í
fimm báta. Skarfur GK fann þrjá
menn, Hópsnes GK fann sex menn,
Skúmur GK fann einn mann, Kópur
GK fann tvo menn og Dala Rafn VE
fann einn mann, sem þá var látinn.
Ellefu af þrettán mönnum var b jarg-
að lifandi úr sjónum. Fimm af þessum
ellefu áttu eftir að látast af kulda og
vosbúö.
Tveir þeirra létust skömmu eftir að
þeim var bjargaö um borð. Þrír til
viðbótar vom látnir innan tveggja
klukkustunda.
Til að reyna að hlúa að skipbrots-
mönnum vora tveir læknar látnir síga
niður úr Vamarliðsþyriu í Hópsnes
GK, sem hafði sex menn um borð.
Þegar bátarnir komu til Vestmanna-
eyja um fjögurleytið í nótt voru sex
skipbrotsmenn á lifi, fjórir um borð í
Hópsnesi og tveir um borð í Skarfi. Sjö
af skipverjum þýska flutningaskipsins
höfðu látið lifiö.
Veður á slysstað var slæmt. Sjö vind-
stig voru af vestri og þungur sjór.
Lofthiti var um ein gráða.
-KMU.
Þýska flutningaskipið sem fórst hét Ms. Kampen og var í leiguverkefnum fyrirEimskipafélaglslands.Skipiðvarinnanviðársgamalt.
SKIPIÐ EKKIARSGAMALT
— Eimskip hafði það á leigu f rá þýsku fyrirtæki
Flutningaskipiö Kampen var
aðeins tíu mánaö gamalt þegar það
sökk í gærkvöldi út af Mýrdalssandi.
Þaðvarsjósettí janúaráþessu ári.
Skipið var á leið frá Rotterdam
í Hollandi til Grundartanga með
5.300 tonn af kolum fyrir Sements-
verksmiðju rikisins á Akranesi.
Eimskip hefur haft skipið á leigu
frá 12. september siöastliönum til
sérstakra stórflutninga, svo sem
flutninga á vikri, brotajárni og kol-
um. Fyrirhugaö var að skila skipinu
úr leigu 11. nóvember næstkomandi.
M/S Kampen er í eigu þýska út-
gerðarfyrirtækisins Schulz og
Klemmensen í Hamborg. Það var
smíðaö í Shanghai í Kína eftir þýsk-
um teikningum. Allur tækjabúnaður
þess er þýskur.
Burðargeta skipsins var 6.150 tonn.
Þaö var sérstaklega búið til stór-
flutninga. Þaö hafði einnig búnaö til
gámaflutninga. Lestar skipsins voru
boxlaga og með stórum síðutönkum.
-KMU.