Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1983, Page 40
Varmi Bilasprautun hf. Auóbrekku 14 Kópavogi Simi 44250 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983. — segir Jens Óskarsson, skipstjóri á Hópsnesinu, sem náði sex skipbrotsmönnum um borð „Það var agalegt aö koma aö þessu. Þaö var ofboðsleg olía í sjón- umogmikiö brak.” Þetta sagði Jens Oskarsson, skip- stjóri á Hópsnesinu frá Grindavík, um aðkomuna á slysstaðinn í gær- kvöldi. Jens og menn hans náöu sex af þýsku skipbrotsmönnunum um borö í bát sinn. Tveir þeirra létust, en hinir f jórir hresstust f ijótt. „Þetta eru svo hraustir strákar,” sagöi Jens. Þaö tók skipverja Hópsnessins upp undir klukkustund aö bjarga mönn- unum sex og höföu þeir þá verið í sjónum á aðra klukkustund. Bátur- inn hélt svo af stað til lands um kl. 22.30 í gærkvöldi og til Vestmanna- eyja var komið um kl. 5 í morgun. Hópsnesið var á leið á síld fyrir austan land þegar hjálparbeiönin barst. „Viö vorum komnir austur fyrir Hjörleifshöföa þegar viö heyröum neyöarkallið. Klukkan var þá rúm- lega sjö og við áttum eftir átta mílur í skipið samkvæmt uppgefinni staðarákvöröun. Þegar viö áttum eftir sex milur sáum við skipið í radar og þá var það níu mílur fró okkur. Þaö hvarf síðan þegar við áttum sex milur eftir ófamar,” sagði Jens. Hópsnesið kom fljótlega að einum skipverja á floti í s jónum og reyndist hann látinn. Skömmu síöar var komið að sex mönnum á rifnum gúmmíbáti og tókst að ná fimm þeirra um borð. •GB. m...... ... > Jens Óskarsson, skipstjóri á Hópsnesinu. DV-mynd GVA. Gæsluþyrlu vantaði Ijós Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- RAN, stóö óhreyföí flugskýli á Reykja- víkurflugvelli í gærkvöldi. Þyrlan var ekki send í björgunarflug vegna þýska skipsins sökum þess að hana vantaði lendingarljós. Án slíkra ljósa er þyrlan gagnslítil við erfið björgunarstörf í myrkri. Þetta eru sterk flóðljós sem lýsa upp stórt svæði fyrir neðan þyrluna. Forráðamenn Gæslunnar hafa aldrei keypt lendingarljós á þyrluna. Frá næstu áramótum verður hins veg- ar skylda að hafa slík ljós á henni. Flugstjóri þyrlunnar, Páll HaUdórs- son, var kominn úr forsetaflugi á Fokker-vél Gæslunnar og reiðubúinn aö fara í björgunarflug með Benóný Ásgrímssyni flugmanni. Hætt var við þyrluflugið þegar flugmennimir og forráðamenn stofnunarinnar höfðu i sameiningu metið þyrluna gagnslitla til aðsinna verkefninu án ljósanna. KMU. Leitað ánárangurs á Breiðaf irði Leit að skipverjunum þremur af Haferninum sem saknað er eftir að skipið sökk á Breiöafirði í fyrradag hefur enn engan árangur borið. Tíu bátar leituðu á slysstaðnum fram í myrkur í gær og björgunar- sveitamenn leituðu í Bjameyjum. Auk þess tók þyrla bandaríska hersins þátt, í leitinni allan daginn og var tankvél í förmeðhenni. ÖEF LíkEmils Pálssonar fannstígær Lík Emils Pálssonar, skipverja á Sandey II., fannst í gær er kafað var niður í skipið. Líkið fannst í matsal skipsins eftir að logskorið hafði verið annað gat á byrðing skipsins til að auö- velda köfumm leið inn í það. Aðstæöur til köfunar inni í skipinu eru mjög slæmar og í gær festi kafarinn sig þannig að hann reif búning sinn. Leit að skipverjum verður haldið áfram í dag. Kafaö verður í skipið ef aðstæður leyfa og einnig veröur ná- grenni slysstaðarins slætt. Enn er í undirbúningi að snúa skipinu en ekki er ljóst hvenær það verður unnt. ÖEF DV-mynd GVA. Fatnaður skipbrotsmannanna var allur löðrandi i olíu. Afturá Litla-Hraun Maðurinn sem kærður var fyrir nauðgun í Reykjavík í fyrrakvöld var handtekinn af lögreglunni í gær og sett- ur undir lás og slá. Konan mun aftur á móti hafa dregið kæruna til baka en maðurinn var engu að síður handtekinn. Var hann með 7 ára biðdóm á sér en hann hafði verið látinn laus fyrir nokkrum mánuöum eftir að hafa setið inni á Litla-Hrauni í nokkur ár fyrir morð og fleiri afbrot. Hefur hann á síðustu vikum verið kæmr fyrir árásir, ölvun við akstur og fleira og á hann nú yfir höfði sér að taka út þennan biðdóm sinn. Annar maður var kærður fyrir til- raun til nauðgunar á Hellu um heigina. Hann réðst þar á 13 ára stúlku en náði ekki að koma fram vilja sínum. Aftur á móti hefur maðurinn sem réðst á 11 ára stúlku í Breiðholti á laugardags- kvöldið og gerði tilraun til að nauðga henniennekkifundist. -klp- EnnerJón efstur Enn er Jón L. efstur á skákmótinu í Bor. Hann hafði hvítt gegn stór- meistaranum Marjanovic í 6. umferð í gærkvöldi. Beitti Júgóslavinn Sikil- eyjarvöm af mikilli hind og urðu brátt harðar sviptingar á borðinu. Fór skák- in í bið að lokum og hefur Marjanovic peö yfir en ekki er líklegt talið að það dugi honum til vinnings. Jón er þá með 4v. og eina biðskák, Marjanovic og Rugavina hafa 3,5v. og biðskák, Kurajica hefur 3,5v. og Sahovic 3v. og biðskák. Allt em þetta vel kunnir skákmenn sem fylgja Jóni fast eftir og hefur hinn glæsilegi árangur hans vakið mikla at- hygli þar eystra, því ekki er þaö á hverjum degi að kornungur, alþjóðleg- ur meistari noröan úr höfum velgir þungaviktumnum jafnhraustlega und- ir uggum. -BH INNANLANDSFLUG LAMAST Innanlandsflug mun lamast næstu daga og hugsanlega alveg stöövast á næstu vikum vegna stórfellds niður- skurðar sem flugmálastjóri hefur boðað vegna fjárskorts Flugmála- stjómar. Þegar í morgun höfðu skapast vandræði. Ekki var hægt að fljúga til Patreksf jarðar, þrátt fyrir gott flug- veður, þar sem snjó hafði ekki verið rutt af flugbrautinni. Ef ekkert verður gertmun Patreksfjaröarflug- völlur ekki opnast aftur fyrr en með vorinu. Svipað mun veröa uppi á teningn- um með aðra flugvelli landsins, nema þá sem Flugmálastjóm hefur eigin snjómöningstæki á. Þeir flug- vellir em aðeins fjórir; í Reykjavík, á Akureyri, Isafirði og Egilsstöðum. Snjómokstur á síðasttöldu flug- völlunum verður þó aðeins meðan tækin ekki bila og eldsneytisbirgðir endast. Flugmálastjóri segist gripa til þessara aðgerða eingöngu vegna fjárskorts. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.