Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Side 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 24: NOVEMBER1983. Framsóknarf lokkurinn á Norðurlandi vestra: Göngumenn draga dilk á eftir sér Framsóknarmenn i Noröurlands- kjördæmi vestra eru enn í sárum eftir sérframboö göngumanna viö síðustu alþingiskosningar. Tveir listar fram- sóknarmanna voru þá í kjöri, B-listi og BB-listi. Sviptingar uröu milli fylkinga á aöal- fundi Framsóknarfélags Vestur-Húna- vatnssýslu á síöustu viku. Fundurinn var haldinn á Hvammstanga. I fundar- lok haföi göngumönnum tekist aö fella andstæöinga sína úr öllum helstu trúnaöarstööum. I stjórn Framsóknarfélagsins voru nær eingöngu kosnir BB-menn. Þrír stuöningsmenn B-listans, þeir Brynjólfur Sveinbergsson, Kristján Isfeld og Siguröur Björnsson voru felldir úr stjórninni. 1 staöinn fyrir þá voru kjörnir göngumennnirnir Ingólf- Ingólfur Guönason, sparisjóösstjóri og fyrrverandi alþingismaður: Kné- setti andstæöinga sína á Hvamms- tanga. Brynjólfur Sveinbergsson mjólkurbús- stjóri: Felldur í stjórnarkjöri. ur Guönason, sem skipaöi 1. sæti BB- listans viö síðjustu alþingiskosningar, Indríöi Karlsson og Bára Garðars- dóttir. BB-maöurinn Eggert Karlsson var endurkjörinn formaöur. Fundurinn tiinefndi Aöalbjörn Benediktsson í miðstjórn Framsóknar- flokksins í staö Brynjólfs Sveinbergs- sonar. Þá voru þeir Sigurður Líndal og Eggert Garðarsson tilnefndir í kjördæmisstjóm í staö B-listamann- anna Eiríks Tryggvasonar og Sigurðar Bjömssonar. Kjördæmisþing Framsóknar- flokksins á Norðurlandi vestra átti aö vera í Miögaröi síöastliöinn sunnudag en var frestað. Ástæöan var sú aö framsóknarmenn á Siglufiröi tilkynntu aö þeir myndu ekki sækja þingið. „Við viljum fá skýra afstööu flokks- — hreinsanirá Hvammstanga — kjördæmis- þingi frestað eftirað Siglfirðingar neituðuað mæta forystunnar til framboösmála,” sagöi Bogi Sigurösson um þá ákvöröun Siglf iröinganna aö mæta ekki á þingið. Bogi sagöi aö þeir Siglfiröingar vildu fá þaö á hreint frá forystumönn- um flokksins hvort fleiri en eitt fram- boö framsóknarmanna yröu heimiluö, eins og gert var fyrir síöustu þingkosn- ingar. Þá heimilaði framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins göngu- mönnum aö nota listabókstafina BB þrátt fyrir andstööu kjördæmis- stjórnar. „Þaö fór fram prófkjör á lýðræðis- legan hátt og stjórn kjördæmissam- bandsins var búin aö úrskurða einn lista. Þaö var ekki hægt að finna neitt að framkvæmdinni. Síöan er tekin ákvöröun í Reykjavík um allt annaö,” sagöi Bogi. -KMU. Einvígi Kortsnojs og Kasparovs í London: Jafntefli í 2. skákinni — en Smyslov vann biðskákina við Ribli Viktor Kortsnoj og Garrí Kasparov skildu jafnir að skiptum í 2. einvígis- skákinni sein tefld var í Lundúnum í gær. Kasparov beitti svokallaöri Tarrasch-vöm meö svörtu mönnun- um en Kortsnoj kom honum á óvart meö óvenjulegum peösleik í byrjun- inni. Hann náöi frumkvæöinu og er hann sveiflaði drottningunni yfir á kóngsvænginn áttu flestir von á miklum tíöindum. En skákin tók aöra stefnu. I staö þess að blása til sóknar, sem hleypt heföi mikilli spennu í tafliö, tók Kortsnoj þann kostinn aö þvinga fram uppskipti og skákin leystist upp. Eftir 31. leik sinn bauö Kortsnoj síðan jafntefli sem Kasparov þáði eftir nokkra umhugs- un. Eftir sigur sinn í 1. skákinni heldur Kortsnoj því forystunni, meö 11/2 v. gegn 1/2 v. Kasparovs. Þeir tefla 12 skákir og 61/2 v. nægir því til sigurs í einvíginu. Næst er teflt á morgun, föstudag, og hefur Kasparov hvítt. Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: Garrí Kasparov 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. cxd5 exd5 5. Rf3 Rc6 6. g3 Rf6 7. Bg2 Be7 8. 0—0 0-0 9. BgS cxd4 10. Rxd4 h611. Be3 He812. a3!? Þessi leikur mun vera nýr af nál- inni. Á hraðskákmótinu í Herceg Novi í haust lék Kortsnoj 12. Da4 en eftir 12. -Bd7 13. Hadl Rb4 14. Db3 a5 14. a4 Hc816. Rc2(?)b5! varKaspar- ov kominn meðfrumkvæöiö. 12. -Be6 Kannski bjóst Kortsnoj við 12. - Bg4, því aö nú hugsaöi hann sig lengi um. 13. Db3Dd714.Rxe6!? Losar svartan viö staka peöiö á d5 en fær í staðinn biskupapariö og möguleika til áhlaups á miðboröiö. 14. -fxe615. Hadl Bd6 Ekki kemur síöur til greina 15. -Bf8 og síöan -Df7 og -Had8. 16. Bcl Kh8 17. Da4 De7 18. e3 a6 19. Dh4!? Hac8 20. e4 Síöustu leikir Kortsnojs benda til þess aö hann sé í vígahug. Baráttan er nú aö ná hámarki sínu. 20. -d4 21. Re2 e5 22. Bh3 Hc7 23. Bg5 I húsnæöi Skáksambandsins skemmtu menn sér viö að leggja til atlögu með 23. Bf5 Df7 24. g4, eins og menn tefla gjarnan í kaffitímum. Nái svartur hins vegar aö stööva sóknina fær hann betra tafl, því að hvítur hefur veikt stööu sína. Framhaldið gæti t.d. oröiö 24...Be7 og ef 25. Bxh6, þá ekki 25. -gxh6 26. Dxh6+ Kg8 (26. -Rh727. Bg6) 27. g5 og ef riddarinn víkur þá 28. Be6, heldur 25. - Rh7! 26. Bg5 g6! og biskupinn á g4 fellur án þess hvítur fái nægar bætur. Leikur Kortsnojs er mun varfæmislegri og nú leysist skákin upp í jafntefli. 23. -Kg8 24. Bxf6 Dxf6 25. Dxf6 gxf6 26. Rcl Ra5 27. Rd3 Rb3 28. Bf5 a5 29. Kg2 Kg7 30. Kh3 Hee7 31. Rcl Svartur hótaöi aö tvöfalda í c-lín- unni meö 31. -Hc2 og 32. -Hec7. Kort- snoj bauð nú jafntefli, sem Kasparov þáöi. Smyslov vann 1. skákina Er 1. einvígisskák Smyslovs viö Ribli fór í bið var ljóst aö Ribli ætti erfiða vörn fyrir höndum en flestir áttu þó von á jafntefli. Biöleikurhans reyndist hins vegar ekki sá besti og er tekið var til viö taflið í gær Jón L. Ámason þjarmaöi heimsmeistarinn fyrrver- andi aö honum uns uppgjöf varö ekki umflúin. Smyslov fer því vel af staö í einvíginu en endataflið tefldi hann af sinni alkunnu snilld. Þannig tefldist skáin eftir bið: Svart: ZoltanRibli Hvítt: Vassily Smyslov 41. -Hac8 Nærtækur leikur en spurningin er hvort Ribli heföi ekki átt aö freista gæfunnar í endataflinu eftir 41. -Bb3 42. Hg7+ Kh8 43. Hxh7+ Kxh7 44. Rg5+ Kg7 45. Hxc6 Ha7. 42. h5!f4 Nú er of seint fyrir 42. -Bb3 43. Hg7+ Kh8 44. Hff7 Bxe6 45. Hxh7 + Kg8 46. Hfg7+ Kf8 47. h6! og mátar. Og 42. -gxh5 er svaraö meö 43. f4! með hótuninni 44. Hg7+ Kh8 45. Hh6 og óverjandi máti. 43. h6 Bf5! 44. Hg7+ Kh8 45.Hff7 g5 46. Rd4! Hcl+ 47. Kh2 Bg6 48. Hf6 Hlc5 49. Hd7 Hg8 50. He7 Ha5 51. Rc6 Ha6 52. Hee6 Bh5 53. Re5 Ha7 Smyslov sigraði Ribli. Svartur þolir ekki hrókakaup því að fyrr eöa síöar tapar hann g- peðinu. 54. Hf5 Hb7 55. Hd6 Ha7 56. Hb6 He7? 57. Hbf6! Hee8 58. Rc4! Loks hittir Smyslov á réttu áætlun- ina. Hann hótar nú Rd6-e4 og g5- peöiö fellur. I örvæntingu sinni leggur Ribli gildru en fellur á sjálfs sín bragði. 156. leik var ...Hc7 betra. 58. -g4? 59. Re5! Og vinnur. Hins vegar ekki 59. Hxh5?? g3+ 60. Kh3 Hel! og svartur vinnur! 59. -gxf3 60. Hxh5 Hxg2 61. Kh3 Hg3 62. Kh4! f2 63. Hxf4 Hgl 64. Hhf5 Hhl+ 65. Kg3 og Ribli gafst upp. vo«mÉgÁvebðD6KK0N MSrtS-— JOFUR hf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.