Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Síða 7
DV. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER1983. 7 Neytendur IMeytendur Neytendur Neytendur Sigurður Böðvarsson og Sandgerður Marteinsdóttir: Við vorum rétt í þessu aö koma inn. Okkur líst nokkuö vel á þetta hér og það virðist vera mikið úrval af vörum. En við eigum eftir að skoöa það nánar. Anna Kristjánsdóttir: Þaö viröist sem margt sé ódýrara hér en annars staðar af vörum sem maður notar daglega. Eg verð að venjast staðnum betur en hér virðist þó vera nokkuð auðratað þegar ekki er hér allt fullt af fólki. Mikið að gera í Miklagaröi Það var mikið að gera í Miklagarði er viö komum þangað. Ætla má að fólk sé að svala forvitni sinni enn sem komið er því það er ekki á hverjum degi sem svona stórar verslanir eru opnaðar hér í borg. Við tókum nokkra tali og spurðum þá hvernig þeim litist á þessa nýju verslun og hvemig þeim fyndist verðlagið vera. -APH, Þórunn Birgisdóttir og Kolbrún Engilbertsdóttir snyrtifræðingur: Þetta hefur verið alveg rosalegt og gengið mjög vel. Það hefur verið stanslaus straumur fólks og mikil sala. Nú er bara aö bíða og sjá hv«t viö höldum þessum viðskiptavinum áfram því það er aö sjálfsögöu mikil- vægast. Hlín Pálsdóttir: Mér finnst þetta vera helst til stór verslun. Yfirleitt leiðist mér að versla í stórmörk- uðum. Ef það væri ekki svona dýrt hjá kaupmanninum á horninu mundi ég helst kjósa að versla þar. Ég versla yfirleitt í Hagkaupi og held að ég haldi því áfram. Hér er einn og einn hlutur ódýrari en í Hagkaupi en annars mjög svipað verðlag. DV-myndir Bj.Bj. Félag allra húseigenda I Húseigendafélagi Reykjavíkur er fjöldi félagsmanna nú um 2600. Á aðal- fundi félagsins, sem haldinn var 10. nóvember sl., kom meðal annars fram hjá fundarmönnum aö brýna nauðsyn bæri til að fjölga félagsmönnum til þess að félagiö verði þess megnugt að gæta hagsmuna íbúöareigenda. Var það samdóma álit fundarmanna að félagið ætti í auknum mæli aö beita sér í baráttu fyrir hagsmunum húseig- enda sem núna standa halloka gagn- vart ásælni ríksivalds og sveitarfé- laga, húseigenda sem fá ekki lifsnauö- synlega lánafyrirgreiðslu og eiga í miklum vandræðum vegna viðgerða á leka og alkalískemmdum. Aukrn hags- munabarátta megi þó ekki koma niður á bráðnauðsynlegri ráðgjafa- og upp- lýsingastarfsemi félagsins. Tæplega 600 aðilar leituöu til lögfræðings félags- ins á síöasta ári og er sú þjónusta ókeypis fyrir félagsmenn. Sá misskilningur viröist vera út- breiddur að Húseigendafélag Reykja- víkur sé eingöngu fyrir þá sem leigja út húsnæði. Svo er ekki. Félagið gætir hagsmuna allra íbúðareigenda, hvort sem þeir eiga kjallaraíbúð í blokk eða einbýlishús. Formaöur Húseigenda- félags Reykjavíkur er dr. Pétur H. Blöndal forstjóri. -ÞG Eitt markmiða Húseigendaféiags Reykjavikur er að lánamálum hus- eigenda og verðandi húseigenda verði komið á varanlegan grundvöll þannig að húseigendur kikni ekki undir óeðlilegri greiðslubyrði iina hin fyrstu ár og ungu fóiki verði gert kieift að eignast eigin ibúð. Huguroghönd Prjónauppskrift að þessum röndótta jakka er meðal efnis i nýútkomnu riti Heimilisiðnaðarfólags íslands, Hugur og hönd. Arsrit Heimilisiðnaðarfélags Is- lands, Hugur og hönd, er nýkomið út. Er rit þetta hið vandaðasta aö útliti og efni. Hugur og hönd kom fyrst út 1966 og hefur ætíð verið vandað tímarit með litmyndum að hluta. I ritinu eru grein- ar um handverk og listiðnað, mynstur og vinnuteikningar og það er sameigin- legt rit fræðslustarfs og verslunar. Heimilisiðnaðarfélag Islands var stofnað 12. júlí 1913 og var félagið því sjötugt sl.sumar. „Forsaga stofnunar þess átti eflaust rót sína að rekja um 50 ár aftur í tímann eða til ársins 1862. Þá fékk Sig- urður Guðmundsson málari þá hug- mynd, að nauðsynlegt væri að koma upp forngripasafni, til að safna þangað og varðveita þar íslenska gripi og menningarverðmæti frá 1000 ára til- veru íslenskrar þjóðar í landinu.” Svo segir í afmælisgrein í ritinu sem Stefán Jónsson arkitekt, fyrrverandi for- maöur félagsins, hefur skrifað. Þar segir hann ennfremur: „Viö álítum, að heimilisiðnaður eigi sér mikla framtíð, nú meira sem ánægjuatriöi, þar sem hannáður varmeirafnauðsyn. Má þar nefna hinn mjög aukna frí- tíma flestra, hvaö á að gera við hann? Einnig alla þá, sem ekki eiga kost á fastri launaðri vinnu, s.s. gamalt fólk, fatlað fólk og þá, sem einhverrar hluta vegna eiga ekki heimangengt, t.d. margar húsmæður. Vel má einnig hugsa sér að fólk með óskerta starfs- orku og tíma gerði einhverja fram- leiðslugrein heimilisiðnaðar að aöal- starfi, og það er reyndar þegar svo með nokkra framleiðendur okkar. Þaö gæti oröið þáttur í því er kalla mætti „Nýjar atvinnugreinar í strjálbýli”.” Heimilisiönaðarfélagið rekur tvær verslanir í Reykjavík. I annarri þeirra, að Hafnarstræti 3, er ritið Hugur og hönd selt og kostar það 240 krónur. -ÞG wpniWwriDsill AMSIERDAM Hún er borq andstæðnanna - ævaforn nútímaborq, risastór smábær Og einmitt þessar undarlegu andstaeður gera hana svo spennandi, og svo tilvalinn áfangastað stuttrar skemmtiferðar til útlanda. Fortlðin blasir við í sölum hinna 40 safna ( borginni og í húsagerðarlist- inni einstöku. En mannlífið á litríkum götunum, stemmningin á allra þjóða veitingastöðunum, og fjörið á skemmtistöðunum óteljandi - það tilheyrir 20. öldinni. Amsterdam er milljónaborg með öllu því l(fi og krafti sem einkennir stórborgir. En samt er miðbærinn svo lítill að á einum mildum vetrardegi ferð þú auðveldlega um hann allan fótgangandi, og hefur samt nægan tíma til að kfkja í verslanir og á markaðina fjölskrúðugu. Þessveqna eru stuttar ferðir til Amsterdam svo upplaqðar Helgar- og vikuferðir. Brottför þriðjudaga og föstudaga VtRD TRÁ KU. 10.908 Barnaafsláttur kr. 4.800. Innifalið: Flug og lúxusgisting með morgunverði. Flugfólag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúb 7. tlmi84477 Leitið til söluskrifstofu Arnarflugs eða ferðaskrifstofanria

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.