Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Side 13
DV. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER1983. 13 nokkuö er til þess aö koma sjónar- n iðum sinum á framfæri. Þeir sem í valdastólum sitja í „samtökunum” eru lausari við nuddiö í almúganum en þéir sem stjórna venjulegum flokkum, þar sem hefðir og venjur tryggja hinum almenna flokksmanni það aö geta komiö skoöunum sínum á framfæri, þótt í misríkum mæli sé. En vera kann aö þetta lýöskrum geti slegiö ryki í augu einhverra í eins og einar kosningar. Til þess eru refirnir væntanlega skornir. Verkalýðsarmur Alþýðubanda- lagsins kvað vera sár y fir kosningum á flokksþinginu. Ekki veit ég hvers vegna. Mér er ómögulegt aö sjá aö Vilborg Haröardóttir sé minni verka- lýössinni en Kjartan Þjóöviljarit- stjóri. Raunar eru þau þaö hvorugt, heldur fulltrúar flokkseigendanna, Kjartan þó líklega fremur. Alþýöubandalagiö og forverar þess, Sósíalistaflokkur og Kommúnista- flokkur, hafa löngum reynt aö koma því inn hjá verkalýðnum aö hann réöi einhverju í stefnu þeirra. Slikt er þó ekkert annað en misskilningur. Þar hafa alltaf ráöiö feröinni menntamenn, háskólaborgarar og kennarar og munu gera þaö áfram. Verkalýössamtökin hafa aldrei ráöiö þessum flokkum, þeir hafa hins vég- ar löngum getað stjórnaö verkalýös- hreyfingunni og att henni út í hver þau átök sem þeir hafa talið aö myndu þjóna hagsmunum sínum. Þar hefur engin breyting orðið á og stóö ekki til aö hún yröi. Raunar var hálfkátbroslegt aö sjá hinn galvaska formann Alþýöu- bandalagsins tína þaö fram sem sönnunargagn fyrir áhrifum verka- lýösins aö flokksþingið heföi sam- þykkt stuðningsyfirlýsingu við hann í baráttu við ríkisstjórnina. Rétt eins og fólk heföi ekki vitað aö Alþýöu- bandalagiö væri í stjórnarandstöðu! Þaö sem í raun var aö gerast var aö flokkurinn var að móta stefnu fyrir sendisvema sína innan verkalýös- hreyfingarmnar, sem sumum í forystusveitinni þykja óþarflega deigir upp á síðkastið. Þessi „stuön- ingsyfirlýsing” viö þá var dagskipun um aö fara aö brýna busana. Eitt- hvað veröur aö fara aö gera, því annars stendur ríkisstjórnin meö pálmann í höndunum á útmánuöum. Magnús Bjarnfreösson. „En einhvern veginn bera fréttir af flokksþinginu það með sér að þar hafi ekki allt veriö kyrrt.” uöu, hmir veröi aö bíöa. Ríkisstjóm- in á að halda fast viö þetta stefnu- miö. I komandi samningum við BSRB á hún aö bjóöa alla þá hækkun launa, sem ríkisstarfsmönnum stendur til boða, á lægstu launin og láta á þaö reyna hver hugur fylgir máli. Sennilega mun forysta BSRB vera reiöubúin til þess aö láta á slíkt boö reyna innan samtakanna. Lág- launafólk er þar margt og þar er nær einvöröungu unnið eftir umsömdum launatöxtum, svo miklu auöveldara er aö búa tryggilega þar um hnúta en á hinum „frjálsa” vinnumarkaði. Yröi þetta ofan á meöal ríkisstarfs- manna yrði mjög erfitt fyrir forystu hinna almennu launþegasamtaka að svíkja láglaunafólkið, hversu mikiö sem hana kynni aö langa til þess. Vafalítið myndu vinnuveitendur, bæði í Vinnuveitendasambandinu og Vinnumálasambandi samvinnufé- laganna, fúsir til að láta á þetta reyna ef ríkisstjómin legði á þaö kapp. En það geta orðið kostulegir loft- fimleikar á aö horfa, tilburðirnir hjá verkalýösforystunni, að koma í veg fyrir að launajöfnun veröi undir þessari ríkisstjóm. Slík tilfærsla í launagreiðslum myndi vafalítiö stór- auka vinsældir ríkisstjómarinnar, og til þess mega verkalýösrekendur A-flokkanna ekki hugsa. Upplausn í Alþýðubandalagi? Lokiö er flokksþingi Alþýöubanda- Iagsins og uröu þar ekki teljandi stórtíöindi. Svo fór sem ýmsa grun- aöi aö Vilborg Haröardóttir yröi kos- in varaformaöur flokksins. Haföi hún þar til annars vegar afl kyn- systra sinna sem hótuöu eldi og brennisteini ef þær heföu ekki sitt fram og hins vegar viðurkenningu flokkssystkina á löngu starfi fyrir málstaöinn. A yfirborðinu var allt slétt og fellt, allir klöppuöu fyrir öll- um, meira aösegja Olafur Ragnar. En einhvern veginn bera fréttir af flokksþinginu þaö meö sér aö þar hafi ekki allt verið kyrrt. Enginn vafi er á því aö þær skipulagsbreytingar, sem samþykktar vom, eiga sér harö- snúna andstæðinga, sem sjá í þeim upplausn flokks og stefnu. Mig grun- ar aö þeir hafi rétt fyrir sér. Ymsir stjórnmálamenn halda nú aö þaö sé líklegt til vinsælda aö leggja stjóm- málaflokka hálft í hvom niður. Gera þá aö einhverju laustengdu samsulli ýmissa hagsmunahópa. Stundum er þetta kallaö regnhlífasamtök, stund- um grasrótarsamtök. Hvomgt orðið er skiljanlegt venjulegu fólki, enda ekki til þess ætlast. Meö þessu er reynt aö læöa því inn hjá fólki aö tengsl viö hinn almenna flokksmann eða kjósanda séu aukin, hann hafi meiri áhrif á stefnumótun en í hinum heföbundnu stjórnmálaflokkum. Allt er þetta endemis rugl. Hinn al- menni kjósandi á minni möguleika ef • „Raunar var hálfkátbroslegt að sjá hinn galvaska formann Alþýðubandalagsins tína það fram sem sönnunargagn fyrir áhrifum verkalýðsins að flokksþingið hefði samþykkt stuðningsyfirlýsingu við hann í baráttu við ríkisstjómina” fætur öörum rísi ásamt tilheyrandi heimavistum og íþróttahúsum. Eg tiltek hér aöeins fjölbrautaskólana, þaö mætti taka ótal fleiri dæmi. Eg vil þó taka þaö fram að ég hef ekkert á móti f jölbrautaskólum sem slíkum. Ég horfi bara á þaö öfundaraugum er þeir byggjast upp en ekkert gerist í húsnæöismálum Fiskvinnsluskól- ans. Eg hef þaö á tilfinningunni að yfirmenn skólamála á Islandi líti á fiskvinnsluskóla sem annars flokks skóla sem sé aðeins fyrir nemendur sem lítiö geta lært í hinum æöri skólum og svo fyrir sérvitringa. Ég vona aö ég hafi rangt fyrir mér í þessu. Mér finnst einnig aö svona smáskóli týnist í svo stóru ráöuneyti sem menntamálaráðuneytið er. Væri betra ef hægt væri aö færa skólann milli ráöuneyta eins og vilji er fyrir í sjávarútvegsráðuneytinu en þar væri Fiskvinnsluskólanum eflaust betur borgiö. Hægt er aö benda á búnaðarskólana sem eru undir land- búnaöarráöuneytinu en þar er vel séðfyrir þeim. Fiskvinnsluskóli nauðsynlegur Eg held aö íslendingar eigi þaö skiliö aö eiga myndarlegan og veg- legan fiskvinnsluskóla sem menntar fólk fyrir fiskiönaöinn, menntastofn- un sem við getum verið stolt af. Við skulum ekki gleyma því aö sjávarút- vegurinn skilar enn um 75 —80% af gjaldeyristekjum okkar og það fólk sem stendur undir þjóöarbúinu á þá lika kröfu á þjóðarbúið að hér á landi sé vegleg menntastofnun fyrir fisk- vinnsluna. Eg ætla ekki aö ásaka einn eöa neinn fy rir hvernig komið er fyrir byggmgamálum skólans heldur hvetja alla þá sem máliö varöar aö hugsa stórt og koma málinu í höfn. Að lokum þetta. Eins og málin ‘standa nú getur skólinn aöeins tekiö inn einn bekk í einu eða 20—25 nem- endur vegna aðstöðuleysis en alit aö helmingi fleiri sækja árlega um skólavist svo aö það verður ailtaf aö neita einhverjum um skólavist. Hins vegar er staöreyndin sú að alltaf vantar útskrifaö fólk frá skólanum út í fiskiönaöinn og eftirspurn eftir nemendum er mikil. Eg fullyrði aö allir hagsmunaaöilar í sjávarútvegi vilja hafa þennan skóla sem mestan og bestan og er þaö ansi hart aö geta ekki uppfyllt þörfina fyrir sérmennt- aö fólk í fiskvinnsluna, endur- menntun og námskeiöahald fyrir starfsfólk, meöan offramboö er á menntamönnum í mörgum öðrum greinum. Þaö skal tekiö fram aö samkvæmt nýlegri könnun eru um 90% af þeim 161 sem skólinn hefur út- skrifaö starfandi beint eöa óbeint viö fiskvinnslu og telst þaö vera „góð nýting” á nemendum. Búum því vel aö þessum eina fiskvinnsluskóla okk- ar og byggjum yfir hann varanlegt húsnæði, þaö kostar ekki meira en sem svarað svipaöri upphæö og tveir duglegir togarar eiga í vanskilum hjá Fiskveiöasjóði. „Tvö penna- strik” eöa svo. Lárus Björnsson, kennari viö Fiskvinnsluskólann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.