Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Page 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER1983. Hvernig líst þér á fyrir- hugaðan útflutning á ís- lensku drykkjarvatni? Garöar Guðmundsson símamaður: Stórvel, viö eigum nóg af því. Og svo eykur þetta gjaldeyristekjurnar. Bjarndís Albertsdóttlr verkakona: Mér finnst þaö ágætt ef þaö er hægt aö þéna eitthvað á því. Helgi Indriðason afgreiðslumaöur: Eg vil aö minnsta kosti hafa nóg vatn fyrir mig. En annars líst mér ágætlega á það ef þaö er framtíð í því. ALLIR BÍDA EFTIR DAGSKRÁRLOKUM Lovisa Hallgrímsdóttir hringdi: Hún sagöi að í þættinum Á virkum degi heföi kona komið meö þá tillögu aö meö landslagsmynd sjónvarpsins, sem birtist í dagskrárlok, fylgdi nafn staöarins. Aö ekki sé beöið meö textann. Þessu er Lovísa ekki sam- mála og telur að núverandi fyrir- komulag sé betra. Þá gefst fólki kostur á aö þekkja staðinn á mynd- inni í staö þess aö fá nafn staðarins þegar í staö. Þessum landslags- myndum vildi hún líkja viö spurn- ingarkeppni sem heimilisfólk gæti tekiö þátt í því aö nafn staöarins birt- ist eftir skamma stund. Sagöi hún aö á sínu heimili heföu allir gaman af aö glíma viö þetta. Guðmundur Björnsson húsasmiður: Mjög vel á þaö, reyna eitthvaö nýtt. Jóhanna Benediktsdóttir verslunar- maður: Mér líst ekkert illa á þaö. Margir hafa gaman af að þekkja iandiö sitt, þassi mynd ætti þvi að vefjast fyrir faum. Birna Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur: Þaö er sjálfsagt gott ef þaö er hægt. Togarinn Aprii sem fjallað er um. LÁG BJÖRG- UNARLAUN Gísli Jóhannesson sjómaöur hringdi: 1 sumar var ég á togaranum Apríl frá Hafnarfiröi aö veiðum djúpt út af Reykjanesi. Var þá beöið um aðstoð viö togarann Otur sem haföi fengið vörpuna í skrúfuna. Drógum viö hann inn, í fremur vondu veðri, til Reykja- víkur. Fyrir þessa aðstoö fengum viö í björgunarlaun 2.000 kr. á mann. Ég held aö forstjóri Bæjarútgeröar Hafnar- fjarðar hefði frekar átt aö láta upp- hæöina renna til útgerðarinnar. Vegna þessa atviks misstum við næstum 4 daga úr túmum og em þessar 2.000 kr. lítil bót fyrir þetta tekjutap. DV hafði samband við forstjóra Bæjarútgeröar Hafnarfjarðar og sagöi hann aö í þessu tilviki hefði verið stuðst við svokallaöan Goöataxta. Væri þaö sá taxti sem dráttarbáturinn Goði tæki fyrir sína þjónustu, en hann er í eigu tryggingafélaganna. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Spurningin BJÓR, NEITAKK Stúkumaöur hringdi: Bjórpostularnir á Alþingi hafa látið í sér heyra enn á ný. Hafa þing- menn okkar ekki um eitthvaö þarf- araaðhugsa? Einstaka sérvitringar hafa skrifað í blöö að undanförnu og dásamað eiginleika þessa mjaðar, jafnvel talið það sjálfsögð mannréttindi að fá aö kneyfa hann. Gjarnan er svo vísað á erlendar þjóðir í þessu sam- bandi og þær taldar siðmenntaðar. Því eigum við að fylgja fordæmi þeirra. Víst er gott aö feta í fótspor annarra þegar þeir fara inn á heilla- vænlegar brautir. Bjórbrautin erþað ekki. Hvert sem við lítum hefur bjórneysla aðeins skapað vandamál og af vandamálum eigum við Islend- ingar nóg. Bætum ekki einu við. Eg skora því á alþingismenn að fella væntanlega tillögu um að bera bjór- inn undir þjóðaratkvæði. Ráöamenn þjóðarinnar hafa oft áður haft vit fyrir fólkinu og það af minna tilefni. Bjðr? Nei takk. Þessi fúlsar greinilega ekki vifl bjórnum. Þafl gerir stúkumaður- inn hins vegar. Hvort sjónarmiðifl verður ofan á hjá þjóðinni?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.