Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Side 20
DV. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER1983.
DV. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER1983.
21
20
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Lugi í efsta
sæti í Svíþjóð
Stórleikurinn í sænska handknattleikn-
um um helgina var viðureign toppliðanna
Lugi og Kroppskultur í Lundi. Lugi sigraði
30—28 eftir 15—14 í hálfleik eftir-æsispenn-
andi leik. Við sigurinn komst Lugi í efsta
sætið. Staðan eftir helgarleikina:
Lugi
Drott
Redbergslid
Guif
HPWarta
Ystads IF
Kroppskultur
Karlskrona
Frölunda
VIFGute
Heim
H43
9 6 12
9 6 0 3
8 5 12
9 5 0 4
9 4 14
0 4
2 4
0 4
1 4
0 6
1 5
1 5
216—200 13
218-183 12
170-155 11
196-192 10
199—214 9
180-182 8
220—231 8
170— 183 8
186-180 7
191—211 6
181—188 5
171— 179 5
Valur lang-
stigahæstur
Valur Ingimundarson Njarðvíkingur er
langstígahæstur í úrvalsdeildinni í körfu-
knattieik. I þeim sjö leikjum sem Njarðvík
hefur leikið hefur Valur skorað 198 stig eða
28,2 stig að meðaltali í leik. Næstu menn
cru þessir:
stig
Kristján Agústsson, Val 156
Pálmar Sigurðsson, Haukum 150
Þorsteinn Bjarnason, ÍBK 134
Jón Kr. Gíslason, ÍBK 126
HreinnÞorkelsson, ÍR 113
Jón Sigurösson, KR 112
-SK.
Staðan
í úrvalsdeild
Staðan í úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik er nú þessi:
Njarðvík 7 5 2 558-524 10
KR 7 5 2 521-489 10
Valur 7 4 3 608-557 8
Iiaukar 7 3 4 513-511 6
Keflavík 7 3 4 492-553 6
IR 7 1 6 502-542 2
Næstu leikir: Föstudagur 2.
desember: Keflavík-Haukar i Kefla-
vík kl. 20.00, laugardag 3. desember i
Seljaskóla kl. 14.00: Valur-ÍR og
sunnudagur 4. desember kl. 14.00 í
Hagaskóla: KRogNjarðvík.
Úrslitin í UEFA-
keppninni
• Nis: Radnicki Nis (Júgósiavia) —
Hajduk Split (Júgóslavia) —0—2(0—1).
20.000 áhorfendur.
Mörk Split skoruðu: Zlateo Vujovie (44.
mín.) og Vulie (54. mín.).
• t Graz: Sturm Graz (Austurríki) —
Lokomotiv Leipzig (A-Þýskaland) — 2—
0(2—0). 16.000 áhorfendur.
Mörk Strum Graz skoraði Gernot Jurtin
(14. og 24. min.).
• í Vín: Austría Vín (Austurríki — Inter
Mílanó (Italíu) — 2—1(1-0). 20.000
áhorfcndur.
Mörk Austria skoraði Ungverjinn
Nyulasi á 76. og 81. mín. Muraro skoraði
fyrir Inter á 53. mín.
• í Rotterdam: Sparta Rotterdam
(iioliand)— Spartak Moskva (Rússland)
— 1—1(0—1). 14.500 áhorfendur.
De Wolf skoraðí fyrir Sparta úr víta-
spyrnu á 80. mín. Rodyokov skoraði mark
Spartaká 34. mín.
• i Lens: Lens (Frakkland) — Anderleeht
(Belgía) —1-0(0—0).
Erwin Van Der Berg skoraði mark
Anderlecht á 85. mín., en mark Lens var
sjálfsmark Kenneth Brylle á 89. mín.
Motherwell
réð st jóra
Bob Watson, fyrrum leikmaður Glasgow
Rangers og Motherweil, var í gær ráðinn
framkvæmdastjórl Motherweil í stað Jock
Wallaee sem farinn er til Rangers. Watson
var í nokkur ár stjóri hjá Airdrie.
ALLT OF LITILL SIGUR
HJÁ BAYERN í MUNCHEN
Frá Hilmari Oddssyni, fréttamanni
DVíÞýskalandi.
Leikmenn Bayern Munchen voru ó-
heppnir að sigra Tottenham ekki nema
1—0 að viðstöddum 15 þúsund áhorf-
endum á ólympíuleikvanginum í
Miinehen í gærkvöldi í fyrri leik lið-
anna í UEFA-keppninni. Þýska liðið
hafði umtalsverða yfirburði í góðum
leik og besta leik sem Bjaraliðiö hefur
sýnt lengi. Danski landsliðsmaðurinn
Sören Lerby var langbesti leikmaður-
inn á vellinum. Sýndi nú í fyrsta skipti
hjá Bayern hvað í honum býr. Það var
eftir sendingu frá honum sem Michael
Rummenigge skoraöi eina mark leiks-
ins fjórum mínútum fyrir leikslok. En
til marks um yfirburði Bayern má geta
þess að liðið fékk 15 hornspyrnur gegn
tveimur h já Tottenham.
Eftir heldur daufan fyrri hálfleik,
þar sem aðeins var um eitt umtalsvert
tækifæri að ræða, var leikurinn hreint
frábær í þeim síðari. Michael
Rummenigge fékk færi á35. mín. Lék
á Clemence, markvörð Tottenham, en
vamarmanni tókst á síðustu stundu aö
bjarga í hom. Karl-Heinz Rummen-
igge meiddist í fyrrir hálfleik og kom
ekki inn á eftir leikhléið. Del Haye lék í
hans stað.
Hann fékk fyrsta tækifærið. Komst
inn fyrir vörn Tottenham en Clemence
hljóp gegn honum og braut á Haye
utan vítateigs. Var bókaður. Þá varði
Clemence mjög vel frá Pfliigler á 63.
mín. og á 70. mín. komst Dremmler í
dauöafæri. Spyrnti beint á Clem-
ence. Markvörður Tottenham hafði
nóg að gera og varði vel frá Dremmler
á 80. mín. en hann réð ekki viö hinn
unga Michael undir lokin. Danny
Thomas, bakvörður Tottenham, var
bókaður á 75. mín. fyrir aö slá Pfiigler
og var heppinn aö fá ekki að sjá það
rauða því þetta var þriðja ljóta brotið
hjá honum í leiknum. Þá var hreint ó-
skiljanlegt að ekki skyldi dæmt víti á
Tottenham á 59. mín. þegar Michael
Rummenigge var beinlínis troðinn
niður inn á markteig. HO/hsím.
Sigurmark KR úr
vítakasti í lokin
Ótímabært skot hjá Haukum þegar
17 sek. voru til leiksloka kostaði þá tap
18—19 fyrir KR-ingum í Laugardals-
höllinni í gærkvöldi, þar sem þeir
mættust í 1. deildarkeppninni í hand-
knattleik. Gisli Felixson, sem iék vel í
Man Utd. sigurvegari í
kapphlaupinu um Olsen
— danski landsliðsmaðurínn kemur þó ekki til Manchester fyrr en næsta sumar
„Ég hef alltaf haft sterkar taugar til
Man. Utd. Haldið með liðinu frá því ég
var strákur og það gerði val mitt
einfaldara að ég þekki nokkra af leik-
mönnum félagsins, til dæmis Bryan
Robson, fyrirliða enska landsliðsins,”
sagði danski landsliðsmaðurinn Jesper
Olsen í samtali við breska útvarpið í
gær eftir að Man. Utd. hafði tilkynnt að
það hefði náð samkomulagi við Olsen
og hið hollenska félag hans, Ajax
Amsterdam. Olsen gerist þó ekki Ieik-
maður hjá Man. Utd. strax. Það
verður ekki fyrr en næsta sumar. „Ég
hlakka mjög til að leika með United,”
sagði Olsen á heimili sinu í Amsterdam
í gær. Hann talar mjög góða ensku.
Eftir því sem næst verður komist
mun Man. Utd. greiða Ajax 500 þúsund
sterlingspund fyrir Olsen eða nákvæm-
lega þá upphæö sem félagiö fær sem
tryggingafé fyrir enska landsliðs-
manninn Steve Coppell, sem orðið
hefur að hætta keppni vegna meiðsla.
Olsen mun taka stöðu Coppell í liði
Man. Utd. sem hægri kantmaður.
Samningur Jesper Olsen gildir til
þriggja ára og fær Daninn 200 þúsund
sterlingspund í hlut við undirskrift
samningsins eða um 8,4 milljónir
króna. Auk þess fær hann auövitaö
mjög gott kaup hjá United. Hann
verður þá einn tekjuhæsti leikmaður-
inn í ensku knattspymunni. Man. Utd.
varð sigurvegari í kapphlaupinu um
Jesper Olsen. Tvö ensk lið höfðu áhuga
á honum, Tottenham og Arsenal, en
Arsenal datt fljótt út úr myndinni. Þá
hafði ítalska meistaraliðið Roma
Kári Þorleifsson
fer til Keflavíkur
— tekur við stöðu Óla Þórs Magnússonar sem f er til Þórs
Kári Þorleifsson — sóknarleik-
maðurinn snjalli frá Vestmanna-
eyjum, mun að öllum líkindum leika
með Keflvíkingum næsta keppnistima-
bil. DV frétti í gær að Kári væri búinn
að ræða við Keflvíkinga og væri aðeins
eftir að ganga frá formlegum félaga-
skiptum.
Kári er mjög marksækinn leikmaður
— og skoraði hann t.d. mark í fyrstu
fjórum leikjum Eyjamanna sl.
keppnistímabU í 1. deildarkeppninni.
Kári lenti síðan í útistöðum við Steve
Fleet, þjálfara Eyjamanna og ákvað
að taka sér hvíld frá knattspymu —
hann lék ekki með Eyjamönnum í lok
keppnistímabilsins og margir söknuðu
hans í bikarúrslitaleik Eyjamanna-
gegn Skagamönnum.
Þaö þarf ekki að efa það aö Kári
mun koma til meö að styrkja Kefla-
víkurliðið mikið og tekur hann stöðu
Óla Þórs Magnússonar sem hefur á-
kveðið að gerast leikmaður með Þór á
Akureyri.
Eyjamenn hafa oröið fyrir mikilli
blóötöku, þar sem Omar Jóhannsson,
miðvallarspilarinn sterki, mun leika
með Fram og Sigurjón Kristinsson
hefur gengið tU liös viö KA. Þá er
Hlynur Stefánsson einnig orðaður við
KA-Uðið. -SOS.
áhuga á Olsen og Fiorentina bauð mun
hærri upphæð en ensku félögin en
Olsen vUdi ekki fara tU ItaUu.
Jesper Olsen er aðeins 22ja ára —
fæddur 20. mars 1981. Hann var banka-
starfsmaður áður en hann gerðist
leikmaður hjá Ajaz 1981, byrjaði að
leika með smáliðinu Faxe í Danmörku
en fór þaöan til danska 1. deildarliðsins
Næstved á Sjálandi. Hann er mjög
smávaxinn og óttast margir aö hann
veröi beinlínis troðinn niður í ensku
knattspyrnunni, aðeins 1,67 sm á hæö
og 60 kg. Hann hefur leikið 15 lands-
leiki. Okvæntur.
Forráðamenn Ajax uröu heldur
hissa þegar þeir fréttu af þessari
tilkynningu frá Man. Utd. Einn þeirra
sagði við fréttamann Reuter að Olsen
hefði fengið nýtt tilboð um 2—3 ára
samning við Ajax. Heföi lofað aö ræða
við félagið um þann samning í þessari
viku. Hins vegar hefðu þeir ekkert
frétt frá Olsen í málinu hvort hann yröi
áfram í Amsterdam eða færi.
En Jesper Olsen var ákveðinn í
Amsterdam í gær. Hann sagði við
fréttamann BBC. „Eg fer frá Ajax,
þegar samningur minn rennur út í vor.
Mjög ánægöur aö fá að leika með Man.
Utd. og í ensku knattspymunni þó það
hafi verið ákvörðun að yfirgefa
Amsterdam.” hsím.
Pílan truflaði markvörðinn
- og Anderlecht-leikmaðurinn Brylle skoraði sjálfsmark
Kastpila, sem einn áhorfandi á leik-
velli Lens í Frakklandi henti í
markvörð Anderlecht í UEFA-leiknum
í gærkvöldi, varð þess valdandi, að
franska liðið náði jafntefli, 1—1, gegn
belgíska liðinu. Hæggengar sjónvarps-
myndir eftir leikinn sýndu að pilan
lenti í markverðinum Jacques
Munaron og auk þess smásteinar þeg-
ar hann ætlaði að hirða knöttinn eftir
auðvclda baksendingu félaga síns hjá
Anderlecht, Kenneth Brylle. Mark-
vörðurinn fór úr jafnvægi, knötturinn
fór í hægri fót hans og rúllaöi síðan
hægt yfir marklinuna. Auk þess höfðu
flugeldar sem skotið var upp truflandi
áhrif á leikmenn.
Atvikiö átti sér stað einni minútu
fyrir leikslok. Leikmenn Anderlecht
mótmæltu kröftuglega við dómarann
en allt kom fyrir ekki. Hann dæmdi
mark. Eftir leikinn sagði mark-
vörðurinn að steinn hefði lent á knett-
inum og breytt stefnu hans. Hann hafði
hirt steina af vellinum og færði þá
eftirlitsmanni UEFA. Pílan fannst
hins vegar ekki. Mikil læti urðu fyrir
aftan mark Belgíumanna í leikslok og
fjölmennt lið lögreglumanna varð að
skakka leikinn. -hsim. |
marki KR, varði skotið og sendi knött-
inn fram völlinn — til Jakobs Jónsson-
ar. Um leið og Jakob fékk knöttinn
stökk Þorlákur Kjartansson, mark-
vöröur Hauka, á hann og var umsvifa-
laust dæmt vítakast á Hauka. Jakob
tók sjálfur vitakastið og skoraöi sigur-
mark KR (19—18) þegar 10 sek. voru
til leiksloka.
KR-ingar höfðu alltaf yfirhöndina í
leiknum — voru yfir 12—8 í leikhléi.
Þegar 8 min. voru til leiksloka var
staðan 18—16 fyrir KR. Þegar 5 mín.
voru eftir var Guðmundi Albertssyni
hjá KR vísað af leikvelli í þriðja sinn
og því útilokaður frá leiknum. Haukar
æstust allir upp og náðu aö jafna metin
18—18 meö marki Ingimars Haralds-
sonar, þegar 2,32 mín. voru til leiks-
loka.
Mikill darraöardans var stiginn og
Gunnar Einarsson varöi vítakast frá
Jakobi Jónssyni þegar 1,53 mín. voru
til leiksloka og svo átti Olafur
Lárusson skot í stöngina á marki
Hauka.
Haukar voru með knöttinn undir lok-
in en óagaður og fálmkenndur sóknar-
leikur varð þeim aö falli. Otímabært
skot að marki KR — og síðan sigur KR-
ingaíhöfn.
78 áhorfendur sáu leikinn sem var
slakur. Það var aðeins í lokin að nokk-
ur spenna var. Það er aðeins hægt að
hrósa einum leikmanni — Gísla Felix-
syni, markverði KR-inga, sem var vel
á verði á lokamínútunum og geta KR-
ingar þakkað honum sigurinn.
Mörkin í leiknum skoruöu þessir
leikmenn:
KR: Jakob 6/3, Guðmundur A. 3,
Friðrik 3, Haukur G. 3, Jóhannes S. 2,
Olafur Lár. 1 og Björn P. 1/1.
Haukar: Jón Hauksson 6/4, Ingimar
5, Sigurjón 2, Hörður S. 2/1, Þórður G,
1. Helgi H. 1 og Snorri 1.
_____________________ -SOS
KR-ingar
leika gegn
Maccabi
— FH mætir Tatabanya
KR-ingar duttu heldur betur í
lukkupottinn í gær þegar dregið var í
Evrópukeppni bikarhafa i handknatt-
leik. Þeir drógust gegn bikar-
meisturum ísrael, Maccabi Rishon —
kunnugt nafn, ekki satt? Það þarf ekki
að fara mörgum orðum um það að KR-
ingar ættu að vera öruggir í undanúr-
slit Evrópukeppninnar ef leikmenn
israelska liðsins eru í sama gæðaflokki
og frændur þeirra hjá Maccabi Tel
Aviv, sem léku hér tvo eftirminnilega
leiki gegn FH í IHF-bikarkeppninni um
sl. helgi.
FH-ingar fá aftur á móti sterkari
mótherja í 8-liða úrslitum IFH-bikar-
keppninnar. Þeir leika gegn Tata-
banya frá Ungverjalandi, sem sló
Ystad frá Svíþjóð út í 16-liða úrslitum
— vann 31—18 í Ungverjalandi en
tapaöi 21—28 í Svíþjóð. Þess má geta
að Víkingur sló Tatabanya út úr
Evrópukeppninni fyrir tveimur árum.
Uli Stielike
meiddist illa
V-þýski landsliðsmaðurinn UIi
Stielike, einn besti knattspyrnumaður
Spánar, meiddist illa á æfingu hjá Real
Madrid í gær og verður hann frá
æfingum og keppni fram yfir áramót.
Þessi 29 ára leikmaður tognaði illa á
vöðva á vinstra læri þegar hann var að
leika innanhúsknattspyrnu.
— Ég er hræddur um að ég leiki
ekki með Real Madrid fyrr en á
næsta ári, sagði Stielike í gær. —
Knötturinn hoppaði illa þegar ég var
að reyna aö stöðva hann — ég fann
fyrir hræðilegum kipp, segir Stielike
og hann bætti við: — Eg get ekki geng-
ið þar sem ég hef mikinn verk. Þetta
eru slæm meiðsli.
5 leikmenn Real Madrid eru nú
á sjúkralista, þar af Juan Lozano, sem
Real Madrid keypti frá Anderlecht
fýrir stuttu- hann meiddist illa á hné í
leik á dögunum og verður frá keppni í
tvo mánuöi.
Þess má geta að meiösli hafa
hrjáð Stielike að undanfömu og hefur
hann ekki getað leikið nema fáa leiki
með Real Madrid það sem af er
keppnistímabilinu á Spáni.
-SOS.
Mlchael Rummenigge.
Forest átti í
vök að verjast
— náði jafntefii 0-0 gegn Celtic í UEFA-keppninni
í Nottingham í gærkvöldi
Nottingham Forest átti mjög í vök að
verjast i fyrri leiknum við Celtic í
UEFA-keppninni í gærkvöld. Celtic
miklu betra lið í erfiðri baráttu leik-
manna á glerhálum, hvítum vellinum i
frosti og snjó í Nottingham. Jafntefli
varð án þess að mark værí skorað.
Áhorfendur voru 32.017 eða besta
aösókn hjá Forest frá því í bikarleik
við Ipswich í mars 1981. Þar a^voru 12
þúsund frá Skotlandi. Snemma leiks
varð spánski dómarinn Soriano
Aladren að stöðva leikinn þegar f jöldi
áhorfenda ruddist niður á völlinn til aö
koma í veg fyrir að troðast undir þegar
til óláta kom fyrir aftan annað markið.
Tveir misstu þó meðvitund í troðning-
um og voru fluttir á sjúkrahús eftir að
„munnaðferðin” hafði verið fram-
kvæmd á þeim á vellinum. Nokkrir
aðrir voru bornir burtu á börum.
Celtie hafði mikla yfirburði í fyrri
hálfleik. Gerði raunverulega allt nema
Watford f klemmu
— tapaði á heimave
Liðið hans Elton John, Watford, á
enn í crfiðlcikum eftir fyrri leik sinn í
UEFA-keppninni — nákvæmlega eins
og í fyrri tveimur umferðunum. I gær
tapaði Watford á heimavelli sinum
fyrir tékkneska liðinu Sparta Prag 2—
3. Um tima leit þó mun verr út hjá Wat-
ford.
Tékkneska liðið náði tveggja marka
forustu um miðjan fyrri hálfleikinn.
Landsliðsmaöurinn Berger skoraði
fyrra mark Sparta með þrumufleyg af
30 metra færi og síðan skoraöi Griga. A
66. mín. tókst Wilf Rostron að minnka
muninn í 1—2. Skallaði knöttinn í
liíUEFA-keppninni
mark eftir hornspymu og á 85. mín.
jafnaði Jim Gilligan, sem nokkru áður
hafði komið inn sem varamaður. Hróp
16 þúsund áhorfenda mikil undir lokin,
þegar leikmenn Watford reyndu allt
sem þeir gátu til að knýja fram sigur.
En það fór á aöra leið. Tékkneska
liðið náði skyndiupphlaupi og Scasny
skoraði sigurmark þess rétt fyrir leiks-
lok. Það var erfiður biti að kyngja fyrir
hina tryggu áhorfendurí Watford, sem
höfðu orðið vitni að hetiulegri baráttu
liðs síns við að vinna upp tveggja
marka forskot Sparta.
-hsím.
skora. Yfirburðir liðsins minnkuöu
hins vegar í s.h. þegar Tom McAdam
varð að yfirgefa völlinn vegna I
meiðsla. Forest-liðið slakt, án Todd og
Thijssen, og allt annaö og lakara lið en
hér á árum áður. Þó skánaöi leikur
liðsins aðeins eftir að Ian Wallace kom
inn sem varamaður fyrir Davenport
um miðjan síöari hálfleikinn. Gary
Birtles átti erfitt með að fóta sig. Skipti I
loks um skó um miöjan s.h.
hsím.
Oxford lék
— og mætir Man. Utd.
á heimavelli
ínæstu umferð
mjólkurbikarsins
Oxford vann auðveldan sigur á
Leeds, 4—1, í mjólkurbikarnum í
Headington í gærkvöld og í næstu
umferð fær 3. dcildarliðið Man. Utd. í
heimsókn.
Oxford lék frábærlega vel í fyrri
hálfleik, skoraði þrívegis og mörkin
hefðu eins getað orðið helmingi fleiri.
Svo yfirspilað var Leeds-Iiðið. Kevin
Brock skoraði fyrsta markið á 4. mín.
Steve Biggins annað á 26. min. og Mick
Vinter það þriðja á 29. mín. 13.389
áhorfendur voru heldur betur með á
nótunum. I síðari hálfleiknum
minnkaði Kenny Burns muninn í 3—1 á
65. mín. með skalla en George
Lawrence skoraði fjórða mark Oxford.
Meðal áhorfenda var Ron Atkinson,
stjóri Man. Utd.
-hsím.
Valur-ÍR
stórleikur
1. umferðar
— Dregiö íb'karkeppni
KKÍ í gærkvöldi
I gærkvöldi fór fram fyrsti drátturinn í
bikarkeppni KKl. Eini stórleikur 1. um-
ferðar er leikur Vals og tR, tvö úrvals-
dcildarfélög, sem eigast þar við og ekki
auðvelt að spá um úrslit. Aðrir leikir eru
þessir:
Reynir S.-Keflavík
KR-ÍS
IA-UMFG
UMFN-HK
Valur-lR
UMFS-KR b
Fram-Snæfell
Þór Ak.-Reynir/tBK
UMFL-KR/IS
Fyrstu tveir leikirnir hér að ofan fara
fram fljótlega og sigurvegararnir úr þeim
mæta síðan Þór frá Akureyri og Laugdæl-
um. Stefnt cr að þvi að Ijúka þessum leikj-
um fyrir 20. janúar. -SK.
Bristol-liðin
mætast
Það verða Bristol City og Bristol Rovers
sem mætast í 2. umfcrð ensku bikar-
keppninnar 10. desember. Nokkrir leikir
voru lciknir í gærkvöldi i fyrstu um-
ferðinni og urðu úrslit þessl:
BristolC.-Corinthian 4—0
Maidstone-Exeter 2—1
Hartlepool-Rotherham 0—1
Waterlooville-Northampton 1—1 >
Utandeildarfélagið Maidstone leikur
heima gegn ööru utandeildarfélagi
Worchester í 2. umferð, þannig að ljóst er
að það verður utandeildarlið í slagnum
þegar 1. og 2. deildarliðin koma i pottinn
þegar dregið verður í 3. umferðina.
HM-leikurinn
íTokyo
Evrópumeistarar Hamburger SV mæta
Gremio frá Brasilíu í úrslitaleik um hcims-
meistaratitilinn í knattspyrnu i Tokyo
sunnudaginn 11. desember. Þessi félög
hafa ekki áður leikið um hcimsmeistara-
titilinn. Keppt hefur verið um titiliun
tuttugu og cinu sinni — Evrópullð hafa |
hlotið hann átta sinnum og lið frá S-
Ameriku þrettán sinnum. Dómari i
Tokyo verður Frakkinn Michel Vautrot:
-SOS
Stórsigur
hjá Fram
Framstúlkurnar unnu yfirburðasigur
23—13 (12—5) yfir KR í 1. deild kvcnna í
handknattleik í gærkvöldi. Guðríöur
Guðjónsdóttir skoraði flest mörk Fram —
9/4. Oddný Sigsteinsdóttir og Sigrún
Blomsterbcrg skoruðu sín fjögur mörkln
hvor. Jóhanna Ásmundsdóttir og Hansina
Melsted skoruðu þrjú mörk fyrir KR. -SOS
Sældardagar
prentvillupúkans
— Hefurreist
fjölbrautaskóla
íÞorlákshöfn
Prentvillupúkinn hefur átt sældardaga á
íþróttasíðum DV að undanförnu. Dansað
þar um feitur og pattaralegur. Hefur
mcira að segja reist f jölbrautaskóla i Þor-
lákshöfn. 1 viðtali við HrafnhQdi
Guðmundsdóttur í gær stóð að sonur
hennar stundaði nám í þeim skóla. I hand-
riti stóð hins vegar að Magnús Már
stundaði nám í f jölbrautaskólanum á Sel-
fossi, yngri systkinin í grunnskóla Þor-
lákshafnar. Þar féll niður lina og einnig
þegar skýrt var frá úrslitum í bikarkeppni
SSl. Reyndar sú þýðingarmesta, Stigatala
þeirra liða, sem urðu i 1. og 2. sæti. Héraðs-
sambandið Skarphéðinn sigraði. Hlaut 190
stig. Ægir i öðru sæti með 158.
-Hsim.
íþróttir
íþróttir
(þróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
m