Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Side 30
30 Nýjar bækur DV. FIMMTUDAGUR 24. NÖVEMBER1983. Ást 09 launráé Ást og launráð eftir Bodil Forsberg Ut er komin hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi 15. bókin eftir Bodil Forsberg. Þessi nýja ástarsaga heitir Ást og launráð. Helena og Ríkharður voru nýgift. Þau fluttu frá Svíþjóð til Kenya, þar sem þau keyptu búgarðinn Flamingo Crest. Búgaröinn endurbyggöu þau, en hann haföi verið í niöumíðslu. Ungu hjónin unnu hörðum höndum. fllgresið hvarf, allur gróöur blómstr- aði og metuppskera beið þeirra. En skyndilega dró ský fyrir sólu. Engi- sprettur fóru sem logi yfir akur og skildu eftir auðn. Helena snýr aftur til Svíþjóöar þar sem hún dvelst hjá vinkonu sinni, Ceciliu. Hún kemst aö því að Cecilia elskar Ríkharö og leggur fyrir hann snörurnar þegar hann hefur misst minnið af völdum slyss. Frú Danberg, móöir Ceciliu, situr einnig á svikráðum við Helenu, sem grunar þær mæðgur um græsku. Hvaöa leyndarmál geymdi gamla frú Fischer sem oft hafði dvalið á geðveikrahæU? Hvers vegna var sonur Ceciliu svo líkur Ríkharði? Ast og launráð er 165 bls. Skúli Jensson þýddi bókina. Prentun og bókband er unnið í prentverki Akra- ness hf. Eitt rótslitið blóm eftir Valgarð Stefánsson Valgaröur Stefánsson, myndlistar- maður á Akureyri, sendir frá sér sína fyrstu bók, Eitt rótsUtið blóm — Sögu- leg skáldsaga um Skúla Skúlason hinn oddhaga. Valgarður hefur unnið að gerð bókarinnar undanfarin ár og mikill tími hefur farið í gagnasöfnun því að lítið hafði verið skrifað um Skúla og verk eftir hann er ekki að finna í sýningarsölum listasafna. Skúli var Akúreyringur og fyrsti Islend- ingurinn sem Alþingi veitti mynd- listarstyrk, en það var áriö 1893. Skúli dvaldi sex löng ár í Kaupmannahöfn og var samtíma þeim Einari Jónssyni, Ásgrími Jónssyni og Þórarni B. Þorlákssyni. I sögunni birtist skemmtileg lýsing á tíðarandanum um aldamót og gamla Akureyri lifnar við á síðum bókarinnar. Nokkrar myndir eru í bókinni. Óli og Geiri eftir Indriða Úlfsson Þetta er 16. bók Indriða. Þessi bók er ætluð þeim sem eru að byrja að læra að lesa. Þóra Sigurðardóttir mynd- skreytti bókina og teiknaði kápu. Það er mynd á hverri síðu. Þetta er skemmtileg barnabók. Loksins kom litli bróðir — er 13. bók Guðjóns Sveinssonar sem löngu er landskunnur fyrir bækur sínar. Þetta er áreiðanlega ein besta bók Guðjóns. Sigrún Eldjárn teiknaði kápu og myndskreytti bókina. Hildur og ævintýrin hennar er fyrsta barnabók Erlings Davíðs- sonar rithöfundar sem löngu er kunnur fyrir bækur sínar. Þetta er góö barna- bók sem vekur börnin til umhugsunar um fegurð umhverfisins og hiö frjálsa líf dýranna úti í náttúrunni. Kristinn Jóhannsson teiknaöi kápu og myndir í bókina. ERÚNQUH DAVHÍSSQN Poppbókin — í fyrsta sæti Höf. Jens Kr. Guðmundsson I Poppbókinni eru forvitnileg viötöl við þekkt tónlistarfólk, gagnrýnanda og hljómplötuútgefanda. Það eru: Bubbi Morthens — Ragnhildur Gísla- dóttir — Egill Olafsson — Siggi pönk- ari — Magnús Eiríksson — Árni Daníel — Ásmundur Jónsson. Poppbókin rekur sögu poppsins frá því að Hljómar hófu feril sinn. Fjallað er um söngtextagerð og stefnur poppmúsíkurinnar eru skilgreindar. Taldar eru upp helstu hljómplötur þessa tímabils og 25 poppsérfræðingar velja bestu íslensku poppplöturnar. Talin eru upp hljóðritunarver hér á landi og hljómplötuútgefendur og sagt frá stéttarfélögum tónlistarmanna. Jens Kr. Guðmundsson, höfundur Poppbókarinnar, hefur árum saman skrifað um popptónlist í blöö og tíma- rit. Hann þykir meö færustu gagnrýnendum hér á landi, bæði vegna þekkingar sinnar á poppsögunni og þess hve létt hann á með að skrifa á auðskiljanlegu máli. I bókinni er mikill fjöldi mynda. Bókin er 192 bls., prentuð í Odda hf. Við klettótta strönd Mannlífsþættir undan Jökli Eðvarð Ingólfsson skráði Mannlíf undir Jökli hefur löngum þótt athyglisvert enda verið mikið ritað um þaö. Þar kemur margt til, s.s. merkar söguslóðir, hrikaleiki náttúr- unnar og fegurð hennar, verstöövalíf til forna og einstaka menn sem settu svip sinn á umhverfið. I bókinni Við klettótta strönd er stiklað á sögu byggðarinnar undir Jökli. Fjallað er um þær Islendinga- sögur sem þar hafa gerst, einnig þjóð- sögur og vitnaö í hvaö skáldin hafa sagt um Snæfellsjökul og umhverfi hans. Aöalefni bókarinnar er þó frásagnir ellefu einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa meira eða minna varið lífi sínu undir Jökli. Hér birtast ævisögubrot þeirra, frásagnir af upp- vaxtarárum í sjávarþorpunum á Snæ- fellsnesi, sagt er frá minnisstæðum mönnum og lífsbaráttunni sem fólk háði. Eðvarð Ingólfsson, höfundur bókarinnar, er 23 ára og hefur áður sent frá sér þrjár barna- og unglinga- bækur. Bókin Við klettótta strönd er prýdd fjölda teikninga og mynda. Hún er 232 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Orðabelgur Myndskreytt orðabók fyrir börn íslensk málfræði Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur endurútgefiö hina mjög svo sér- stæðu orðabók fyrir börn, Oröabelgur sem ber undirtitilinn Myndskreytt orðabók fyrir börn. Stefán G. Jökuls- son íslenskaði textann sem er eftir Heather Amery. Teikningar í bókinni eru eftir Stephen Cartwright en ráðgef- andi viö efnisvalið var Betty Root viö lestrarkennsludeild Readingháskóla. Orðabelgur kom fyrst út á íslensku árið 1980 en seldist fljótlega upp og hefur ekki verið fáanleg aftur fyrr en nú. Bókin hefur notið mikilla vinsælda barna, foreldra og kennara. Allar myndir í bókinni eru litprent- aöar. Á hverri opnu leynist önd sem stundum getur verið erfitt aö finna og börnin hafa gaman af að leita að. Setn- ing og filmuvinna fór fram á Prent- stofu G. Benediktssonar en bókin er prentuö á Englandi. Keather Amery öq Stephen Cartwríght Myndskreytt oröabók handa bömum Seinni hluti í endurskoðaðri útgáfu Iðunn hefur gefið út nýja endur- skoðaöa útgáfu af Islenskri málfræði eftir Kristján Árnason, lektor viö Háskóla islands. Er þetta önnur út- gáfa bókarinnar sem út kom í fyrsta sinn fyrir þremur árum. Nú hefur höfundur gert nokkrar breytingar á bókinni, úrfellingar, viðbætur og leið- réttingar, og er það gert samkvæmt þeirri reynslu sem fengist hefur af notkun bókarinnar og eftir ábending- um frá kennurum. Islensk málfræði, seinni hluti, skiptist í þrjá aðalkafla eins og hinn fyrri. Fyrsti aðalkafli (þ.e. fjórði hluti bókarinnar) nefnist Orð og beyg- ing þeirra. Er þar fyrst fjallað um myndan, minnstu merkingarbæra einingu máls, og síðan lýst beygingu einstakra oröflokka, beyingarform- deildum, beygingarmynstrum o.s.frv. — Annar (fimmti) aðalkafli heitir Is- lenska hljóðkerfið og er þar aö finna yfirlit um íslenska hljóöfræði, kerfi samhljóða og sérhljóða í íslensku, og loks kafla um íslenska stafsetningu. — Þriöji (sjötti) hluti bókarinnar nefnist saga íslenskunnar. Þar er yfirlit um rætur málsins, sérkenni fomíslenskunnar og helstu breytingar í málinu á seinni öldum. Loks er kafli um íslenskar mállýskur, þar sem gerö er grein fyrir helstu framburöar- afbrigöum i nútímamáli. Islensk málfræði, seinni hluti, er 206 blaösíður. Oddi prentaði. KRISTJÁN ÁRNASON semni mtm IÐUNN HEIODIS NOROFJÖRO ÆVINTÝRIN OKKAR Ævintýrin okkar er þriðja bók Heiödísar Norðfjörð sem þekkt er fyrir barnaþætti sína í Ríkisútvarpinu. Ævintýrin eru skrifuð meö það fyrir augum að þau séu lesin fyrir börnin. Sonur höfundar 11 ára gamall, Jóhann Valdemar Gunnars- son, gerði myndir í bókina. Að lifa í friði 4. október síðastliöinn var 50 ára rithöfundarafmæli Guðmundar Daníelssonar, en 4. október 1933 kom út fyrsta bók hans, ljóðabókin „Eg heilsa þér”. I tilefni þessa afmælis gefur Lögberg út bókina „Aö lifa í friði”, ljóðaþýðingar Guðmundur Daníelssonar og Jerzy Wielunski. Jerzy Wielunski er Pólverji um fert- ugt, búsettur í Lublin, skáld og blaöa- maður aö atvinnu. Tungumála- kunnátta hans er mikil. Hann ekki aðeins les og skrifar helstu tungumál Evrópu, heldur hefur hann lagt sig eftir tungumálum fámennislanda og minnihlutahópa. Jerzy Wielunski dvaldist fyrir fáum árum fáa mánuði í Reykjavík og tók til við að læra íslensku. Þrjú undanfarin misseri hefur hann sent Guðmundi Daníelssyni mörg ljóð eftir skáld frá ýmsum löndum. Venjulega sendir hann ljóðin á frummálinu og efnislega þýðingu þeirra á íslensku, ensku og þýsku. Síöan hefur Guðmundur formaö þau og hreinskrifaö. I þessari bók birtist sýnishorn af þeim ljóömælum, sem þeir Jerzy Wielunski og Guðmundur Daníelsson hafa sameiginlega snúið á islensku. Undir Lyng- fiðluhlíðum — Úrval á áttræðu Bókin var gefin út í sumar í tilefni af áttræðisafmæli Guðmundar Frímanns skálds og rithöfundar á Akureyri. Gísli Jónsson menntaskólakennari sá um út- gáfu bókarinnar og ritaöi ítarlegan for- mála um skáldið. Bókin var gefin út í litlu upplagi og eru til aðeins örfá eintök af henni hjá útgáfunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.