Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Page 35
DV. FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER1983.
35
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
SIPPUBANDH) GJARNAN
NOTAÐ SEM MÍKRÓFÓM
Það er ekki ofsögum sagt að áhuga-
mólið hennar Eddu Borg Olafs-
dóttur, 17 ára stúlku frá Bolungarvík,
er tónlist og aftur tónlist.
Hún er í Tónlistarskólanum í
Reykjavík þar sem hún lærir á píanó.
Hún spilar í hljómsveit Gunnars
Þóröasonar í Broadway um helgar og
þá hefur hún unnið í hjáverkum í
Stúdíó Stemmu við hljóðupptökur.
En hvernig stendur á því aö óþekkt
17 ára stúlka frá Bolungarvík er
skyndilega oröin hljómborösleikari og
söngkona hjá þekktri danshljómsveit í
Reykjavík?
DV að þakka
„Það má segja að á vissan hátt sé
þetta smáauglýsingu í DV að þakka,”
sagði Edda er við heilsuðum upp á
hana í Broadway eitt kvöldiö.
,,Ég kom suður og fór í Menntaskól-
ann í Hamrahlíð. En stuttu eftir þaö
rakst ég á auglýsinguna í DV frá
hljómsveitinni Zwizz þar sem auglýst
var eftir bassaleikara og söngkonu
sem gæti spilað á hljómborð.
Ég sló til, og sótti um sem söngkona
og var ráðin. En sá sem var ráðinn
sem bassaleikari, Bjami Sveinbjöms-
son, reyndist eiga eftir að veröa
kærastinn minn
Það atvikaðist svo að hann byrjaði
að spila meö hljómsveit Gunnars
Þóröarsonar og mér bauöst síðar
einnig starf í hljómsveitinni.”
Hóf að læra á píanó 6 ára
Edda byrjaöi að læra á píanó 6 ára.
Hún á ekki langt að sækja tónlistar-
áhugann því faðir hennar, Olafur
Kristjánsson, er skólastjóri Tónlistar-
skólans í Bolungarvík.
Popptónlist hóf Edda aö spilá 12 ára
er hún gekk í hljómsveitina Power í
Bolungarvík. Hún var síðar í hljóm-
sveitunum Abstrackt og Statick.
„Þetta vom unglingagrúppur og það
var aðallega spilaö á skólaböllum. ”
— Enhvernigferþaðsamanaðvera
í klassíkinni í Tónlistarskóla Reykja-
víkur og spila popptónlist í Broadway ?
Klassíkin góð
undirstaða
„Mér finnst það fara ágætlega
saman. Og ég tel reyndar að klassíkin
sé góð undirstaöa fyrir léttari tón-
list.”
Edda segir okkur skemmtilega frá
því þegar hún var að alast upp heima í
Bolungarvík.
„Eg segi oft að ég hafi alist upp við
plötuspilarann heima því ég eyddi
þegar sem smábam miklum tíma í að
hlusta á plötur. Ég undi mér vel viö
plötuspilarann og sippubandið var
gjarnan notaðfyrir míkrófón.”
— rættvið EdduBorg
Ólafsdóttur, 17 ára
stúlku frá Bolungarvík
sem ersöngkona og
hljómborðsleikari
ihljómsveit
Gunnars Þórðarsonar
Á leið til Los Angeles
Á komandi sumri hyggst Edda fara
út til Los Angeles í tónlistarskóla og
læra meira í tónlistinni, „aðallega
söng”, en þess má geta að kærastinn
hennar, Bjami, er þar nú við tónlistar-
nám ásamt nokkrum öðrum Isiend-
ingum.
— Það á sem sagt að helga sig tón-
listinni í framtíðinni?
„Já, ég held þaö. Mér finnst mjög
gaman að standa í þessu og það má
eiginlega segja að þetta sé mitt iíf.”
-JGH.
Edda Borg Ólafsdóttir, söngkona og hljómborðsleikarí hljómsveitar Gunnars Þórðarsonar i
Broadway. Hún er 17ára og frá Bolungarvík. „Ég segi oftað ég hafi alist upp við plötuspilarann
heima."
Glaðleg og friskleg stúlka, Edda. Hún hóf að læra á pianó 6 ára. Hún stundar nú nám i Tón-
listarskólanum iReykjavik.
DV-myndir: Einar Ólason.
Hvaó erþað sem okkur dreyirír?
—rætt við Ingvar Agnarsson, formann Félags nýalssinna
Er til líf eftir dauðann? Er til skýr-
ing á því þegar fólk sér framliðna?
Hvað eru draumar? Er til líf á öðmm
plánetum?
Spurningar sem þessar hafa löngum
vakið áhuga fólks. Það veltir þeim og
öðrum svipuöum fyrir sér. Oftast er þó
fólk litlu nær.
Viö í Dægradvölinni fréttum af félagi
sem hefur látið þessi mál til sín taka,
Félagi nýalssinna.
Einn af stofnendum félagsins er
Ingvar Agnarsson, forstjóri Barðans
hf. Hann hefur setið í stjórn félagsins
meira og minna síöastliðin tuttugu ár,
núsemformaður.
Við fengum áhuga á aö rabba við
hann og það reyndist auðsótt mál.
Ákveðiö var að hittast niðri á Hótel
Borg einn seinnipartinn nýlega.
Það lá beinast við aö spyrja Ingvar
! hver væri tilgangur félagsins.
Byggist á heimspekikenn-
ingum Helga Pjeturss
„Starfsemi félagsins byggist á heim-
spekikenningum dr. Helga Pjeturss
jaröfræðings sem uppi var á árunum
1872 til 1949 og á þeim rannsóknum og
vísindaniðurstöðum sem síöan hafa
komiðfram.
Kenningar Helga fjalla fyrst og
fremst um samband lífsins, ekki
aöeins á milli manna á okkar jörö
heldur einnig að lífsambönd eigi sér
stað við íbúa annarra jarðstjarna í
öðrum sólkerfum.
Við teljum þannig að mannlíf og vit-
líf sé að finna víða í alheimi og að
þaðan berist lífgeislinn sem áhrif hafi
bæði á einstaklinga og á mannkyn
okkaríheild.”
. Þú talar um samband við aðrar-
lífverur á öðrum hnöttum. — Geturðu
útskýrt þaö frekar?
„Við teljum aö draumar séu eitt aug-
ljósasta dæmið um að við séum í sam-
bandi við aðrar lífverur, bæði á þessari
jörð, sem af öðrum hnöttum.
Draumar eru
samtímaskynjun
Okkar mat er það aö draumar séu
samtímaskynjun. Að atburöurinn, sem
fólk dreymi, sé að gerast annars
staðará sömustundu.
Viö höfnum samt ekki þeirri skoðun
að draumar séu stundum fyrir
óorönum atvikum. Að þeir komi fram,
eins og það er kallað.
Það breytir samt ekki því áliti okkar
að draumar séu að undirrót vökulíf
einhvers annars.
Sá sem draumurinn stafar frá er
draumgjafi en sá sem dreymir er
draumþegi. I draumi sjáum viö fyrir
samband, draumsamband, þaö sem
vakandi maður í einhverri fjarlægö
hefur fyrir augunum einmitt á þeirri
sömu stundu.
Draumar eru aðsendir
Einnig berst hugsun, minningar og
tilfinningar draumgjafans yfir í sof-
andi vitund draumþegans svo að
honum finnst hann vera þessi maður.
Hver og einn.getur gert sér grein fyrir
þessu því aðsvo til alla dreymir.
Allir draumar eru því að okkar mati
aösendir með nokkrum hætti, myndast
ekki í okkar eigin heila.
Hitt er annað mál að eigin hugur
veldur stundum rangþýöingum á hinu
draumséða. Og geri ég ráð fyrir að þar
sé um aö kenna ófullkomnu sambandi
viðdraumgjafann.”
Líf eftir dauðann
— Hvað um líf eftir dauðann, trúið
þið á slíkt?
„Já, það gerum við. Við teljum að h'f
okkar eftir dauðann sé á öðrum hnetti,
að við lif um þar okkar f ramhaldslíf i.
Þegar við deyjum losnar líforkan úr
líkama okkar hér og skapar sér nýjan
líkama úr efnum þess hnattar sem
hann kemur fram á og mun þar hfa
sínu framhaldslífi.
Þroskaleiöin upp á viö er svo frá
einum lífhnetti til annars svo framar-
lega sem rétt er stefnt.
Hér mun vera um nokkuð hliðstætt
náttúrulögmál að ræða og það sem
kallað er hamfarir og dæmi eru til um
hér á jöröu, það er að einn hlutur
hverfi á einum stað og komi fram á
öðrum.
Hverfur af Hótel Borg og
birtist samtímis í Kína
— Attu viö að kaffibollinn minn gæti
hugsanlega horfið héöan af Hótel Borg
og birst samtímis í Kína?
„Já, viökomandi hlutur afefnast þá
á einum staö og efnast síðan aftur
annars staöar. Við teljum því aö þetta
geti alveg eins gerst á milli jarö-
stjarna.
Ýmis dæmi eru til um hamfarir hér á
jöröu. Kunnast shkra dæma mun hafa
gerst í sambandi við Indverjann Sai
Baba sem gat látið hluti myndast í lófa
sínum og gefiö þá svo vinum og
gestum.
Og að minnsta kosti er til eitt dæmi
um þaö aö hjá honum kom fram hlutur
sem hann gaf einum gesti sínum. En
síöan var rakið að sá hlutur hafði
horfið á sama tíma á fjarlægum stað.
Þetta mun nú samt ekki vera full-
sannað.”
Miðilsstarfsemi
Félags nýalssinna
— Svo við snúum okkur að miðils-
starfsemi ykkar.
„Já, miðilsfundir eru stór þáttur í
starfinu. Þeir eni minnst einu sinni í
viku. Og þar byggjum viö einnig á
kenningunni um að hforkan berist
millistaða.
Tökum tU dæmis líkamning, mann
sem kemur fram á miðilsfundi,
stundum fuUhkamnaöur og áþreifan-
legur en stundum þokukenndari eftir
atvikum.
Þessi maður var ekki til í her-
berginu. Hann leysist upp að skammri
stundu liöinni.
Samanber kenningu dr. Helga
Pjeturss er hér um íbúa annars hnatt-
ar að ræöa, mann sem fariö hefur ham-
förum milli síns og okkar hnattar og
efnast hér um stutta stund vegna sér-
stakrar ástæðu, það er vegna samstill-
ingar og samhuga fundarmanna.
Náttúrufræðilegar
skýringar
Þannig teljum við náttúrufræðilega
skýringu á því að menn komi fram á
miöilsfundum, en ekki dulfræðilega.
Þar skilur á milli okkar og sumra ann-
arra áhugafélaga um þessi mál.
Sama er aö segja um tal miðils. Líf-
geisli eða líforka hins fjarlæga sam-
bandsvinar notar þá talfæri miðilsins.
Þessu mætti líkja við útvarp og út-
varpstæki.”
— En ef viö ræðum aöeins meira um
félagiö sjálft, Ingvar. — Hversu
margir eru í félaginu núna?
Á þriðja hundrað félaga
„Við erum á þriðja hundrað um allt
land. Það eru fastir fundir mánaðar-
lega þar sem við ræðum þessi áhuga-
málokkar.
Félagiö er meö aösetur á tveimur
stöðum, á Álfhólsvegi 121 í Kópavogi
ogað Njálsgötu40.”
— Þið hafið staðiö í blaðaútgáfu, er
þaðekki?
„Jú, við gefum út blaðið Lífgeisla
sem kemur út fimm sinnum á ári. Það
hefur komið út í átta ár og áskrifendur
eru eitthvað á milli fimm og sex
hundruð.
Viö höfum einnig verið með aðra út-
gáfustarfsemi, eins og til dæmis tíma-
ritið Islensk stefna sem kom út í
nokkur ár, og nokkur eintök komu út af
blaðinu Miðgarður.
Nokkrar bækur hafa einnig komið út
um þessi mál. Má þar nefna: Samtöl
um íslenska heimspeki og Draumar og
svefn, báðar eftir Þorstein Jónsson á
Ulfsstöðum.
Og þá eru það bækumar Lif er á öðr-
um stjömum og Málþing Islendinga
eftir Þorstein Guðjónsson. Eftir hann
hafa hka komiö út bækumar Astro-
biology og Dreams are the Key to the
Cosmos, báðar á ensku.
Þessar bækur hafa á undanförnum
árum greitt leið hinum nýalska skiln-
ingi á meðal erlendra fræðimanna,
þeirra sem 'eggja stund á eölisfræði og
fyrirburöafræði og annað sem lýtur
að náttúrufræöilegum skilningi á
tilverunni.”
-JGH.