Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1983, Qupperneq 40
TAL STÖDVARBÍLAR um alla borgina.,.1 s,85000 NÝJA SENDIBfLASTÚÐIN KNARRARVOGI 2 — REYKJAVÍK 97Í195 AUGLÝS.NGAR SÍÐUMÚLA33 SMÁAUGLÝSIIMGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLT111 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12-14 Frjálst,óháö dagblað FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983. Beið bana í umferðarslysi Um sexleytiö í gær beiö 73 ára gömul kona bana í umferöarslysi sem varö á gangbraut á Laugavegin- um, móts viö Mjólkurstöðina. Aö sögn vitna var konan á göngu suður yfir götuna, og í þann mund kom fólksbifreið sem ók á hana. I gærkveldi var mjög slæmt skyggni. Okumaöur fólksbifreiöarinnar segist ekki hafa séö konuna fyrr en hún lentiá bíinum. Konan var látin þegar komið var meö hana upp á slysadeild. -APH. .................. Banaslysum borð íloðnubáti Ranaslys varð í loðnubáti i nótt. Einn skípverji á loönubátnum Berki KK iU2 lést af völdum áverka sem iiann hlaut er hann var að störfum um borð. Nánari tíldrög slyssins eru enn óljós. Báturinn var staddur á ioönumiðunum 17 sjómílur norður af Siglunesi. Veöur þar var mjög slæmt, 9—10 vindstig og mikill sjór. Reynt var aö senda þyrlu varnar- liösins til aö sækja lik skipverjans en það var ekki framkvæmanlegt vegna veðurs. -APH Framkvæmdastjóri Hagvangs hf.: „Spurðumum þetta sjálfir” „Þetta var ein af mörgum spumingum í Spurningavagninum svokallaða aö þessu sinni. Við spurö- um um þetta sjálfir og ég skýrði for- sætisráðherra frá því fyrirfram, síðan niöurstööunni og heimilaði hon- um notkun hennar meö þeim hætti sem hann gerði,” sagði Olafur ö. Haraldsso ,frumkvæmdastjóri Hag- vangs hf. Hér er átt viö spurninguna um launastefnu ríkisstjórnarinnar og verðbólguna. En Steingrímur Her- mannsson forsætisráöherra skýrði- frá svörum við henni í þingræöu í gær. Olafur kvaö Morgunblaðið hafa keypt sig inn í Spurningavagninn að þessu sinni meö þær spurningar sem blaðið heföi þegar gert grein fyrir. Ymis fyrirtæki í framleiöslu og þjón- ustu heföu keypt inn spumingar. Og loks heföu Hagvangsmenn sjálfir bætt viö launaspumingunni. Hann vildi ekki svara því hvort eftir væri aö birta niðurstöður fleiri slíkra spuminga. „Þaö veröur aö koma í ljós.” HERB LOKI ÞAD ER TIL LÍTILS AÐ BYRJA NÝTTLÍF Uppsögn fiskveiðisamninga við Færeyinga: Ólíkt íslendingum að úthýsa okkur segir formaður færeyska f iskimannasambandsins Frá Eðvarði T. Jónssyni, frétta- ritara DV í Færeyjum. „Þaö er óiíkt Islendingum aö út- hýsa okkur Færeyingum og ég á bágt með að trúa aö þeir ætli að reka okk- ur svona fyrirvaralaust,” sagöi Oli Jacobsen, formaöur færeyska fiski- mannasambandsins, í viötali viö DV’ eftir aö fréttir höföu borist um fyrir- hugaöa niðurfeliingu fiskveiöi- kvótans sem Færeyingar hafa haft viö Islands. Ljóst er aö þetta er mjög alvarlegt' áfall fyrir færeyska þjóöarbúiö því í sumum byggðarlögum er allt aö f jóröungur aflans sem berst að landi af Islandsmiðum. Línubátaútgerð í Færeyjum mun að langmestu leyti leggjast niður og tímabundið atvinnuleysi verða í þeim byggðum sem háöastar eru fiskveiöum viö ísland. Brúttóviröi aflans sem fengist hefur viö Island er milli 80 og 90 milljónir færeyskra króna. Færeyingar hafa ekki alveg gefiö upp vonina ennþá og færeyski sjávarútvegsráöherrann sagði í gær að sér kæmi aö óvart aö íslenski starfsbróöir sinn lýsti þessu yfir því aö þaö væri íslenska utanríkis- ráöuneytið sem heföi samningana meö höndum. -GB Þaö gekk ekki vandræöalaust fyrir sig að láta Einar Örn Bene- diktsson, fyrrum söngvara Purrks Pillnikks, sem er búsettur í London, syngja í gegnum gervihnött meö aöstoö Skyggnis á hljómleikum Pschycic TV og Kukls í Mennta- skólanum í Hamrahlíö. Einari Erni gekk vel að komast í gervihnöttinn en þegar taka átti á móti send- ingunni í M.H. kom í ljós aö Hús verslunarinnar, sem stendur þar rétt hjá, skyggöi á geislann frá Skyggni. Of dýrt þótti aö fá lánuð tæki hjá sjónvarpinu til aö spegla fram hjá háhýsinu og varö því úr aö Einar söng í gegnum síma frá London. Meö símasöngnum voru sýndar videó- upptökur með listamanninum. Aftur á móti gengu hljómleikar Pschycic TV mjög vel og var hljóm- sveitinni vel fagnaö af áhorfendum sem troöfylltu Menntaskólann við Hamrahlíð. Á myndinni eru tveir meðlimir Kukls á fullu og Éinar Örn á skerm- inum. Símasönginn getum við ekki birt. . . EIR./DV-mynd G.V.A. Kannanir DV og Hagvangs: KONNUN DVSAGÐIMEIRA Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra greindi á Alþingi í gær frá niðurstöðum skoöanakönnunar Hagvangs um kjaraskeröingu. DV birti fyrir skömmu niöurstööur skoöanakönnunar sinnar um afstöðu fólks til efnahagsaögeröa ríkisstjórn- arinnar. Þegar litið er á orðalag spurninganna er ljóst, aö könnun DV segir mun meira en Hagvangs- könnunin. DV spurði: „Ertu fylgjandi eöa andvígur efnahagsaögerðum ríkis- stjómarinnar frá í júní?” 43,8% af úrtakinu kváöust fylgjandi aögeröunum, 38,2% voru andvígir þeim, 14,2% óákveönir og 3,8% svöruðu ekki. Hagvangur spuröi: „Ef kjara- skerðing getur haft áhrif tii lækkun- ar á veröbólgu, ertu þá sjálfur til- búinn eða ekki tilbúinn aö iauna- hækkanir veröi ekki umfram þaö, sem ríkisstjórnin hefur boöað á næstu 12 mánuðum?” Þessi spurning er því nokkuð leiöandi, þar sem byrjaö er á aö geta um hugsanlega kosti viö kjaraskerðingu. Könnun DV segir meira, því aö í henni er spurt hreint út og einfaldlega um af- Stöðuna til efnahagsaögeröanna. I könnun Hagvangs svöruöu 65,4% spurningunni játandi. 16% svöruöu neitandi, 11,4% svöruöu „ef allir geröu það” og 7,2% voru óákveönir. -HH. BÆJAR- STJÓRN BOLUNG- ARVÍKUR KÆRÐ Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur verið kærö fyrir félagsmálaráðu- neytinu fyrir brot á lögum og regiu- gerðum. Alexander Stefánsson félagsmálaráöherra sagöi viö DV í morgun að hann heföi f rétt af þesSar i kæru, sem borist heföi ráðuneytinu fyrir tveimur dögum, en hins vegar væri hún ekki komin á boröið til hans, Sagöi ráðherra að hann gæti ekkert sagt á þessu stigi málsins um þetta en kæran myndi fá venjulega meöferðí ráöuneytinp. Að því er fréttir herma er kæran m.a. á þá lund aö nú sitji f jórir menn í bæjarráöi i stað þriggja, aö bæjar- stjómarfundir séu haldnir mun sjaldnar en þeir ættu aö vera og aö dæmi séu um aö samþykktir bæjar- stjórnar hafi brotið í bága viö lög. HÞ. Aðskotahlut- urvarlafrum- orsök þyrlu- slyssins Rannsóknarmenn þyrluslyssins í Jökulfjörðum áttunda þessa mánað- ar efast nú um aö löskun í forþjöppu hafi verið frumorsök slyssins. Sem kurmugt er kom í ijós viö fyrstu at- hugun á þyrlunni aö einhver aöskota- hlutur haföi lent í forþjöppu hægra hreyfils. I flugskýli Flugmálastjórnar á Reykjavíkurflugvelli er veriö aö ganga frá ýmsum mikilvægum tækjabúnaði ’IT’—RÁN til sendingar vestur um haf. öryggiseftirlit sam- göngumáia í Bandarikjunum mun fá hlutina til nák væmrar rannsóknar. —KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.