Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Síða 7
ÍÞRÓTTAANNÁLL
. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER1983.
• Kristján Hreinsson — sést hér stökkva metstökkið sitt í Alta — 2,11 m.
Eirikur Jónsson tók myndina.
• Einar Vilhjálmsson — niundi besti spjótkastari heims, sést hér horfa á
eftir spjótinu.
Ingi Björn
fékk gullskóinn
Ingi Björn Albertsson, markaskorar-
inn mikli úr Val, varð markhæstur í 1.
deildarkeppninni í knattspyrnu —
skoraði 14 mörk. Fyrir þetta afrek fékk
hann gullskó ADIDAS afhentan í hófi í
Naustinu 20. október. Ingi Björn er
fyrsti Islendingurinn sem fær gullskó
frá Adidas og á það vel við því að hann
varð fyrstur til að skora 100 mörk í 1.
deildarkeppninni — þau uröu síöan 111
þegar upp var staðið.
Nóvember
Ragnar með met
í Randers
Ragnar Guðmundsson setti nýtt
Islandsmet í 1500 m skriðsundi á sund-
móti í Randers í Danmörku. Hann
synti 1500 m á 16:32,1 mín. 1. nóvem-
ber.
Fyrirliðinn
setti met
Tryggvi Helgason setti met í 200 m
bringusundi — 2:26,0 mín. Þetta met
setti hann þegar Héraðssamband
Skarphéðins vann yfirburöasigur í
bikarkeppninni í sundi, 20. nóvember,
en Tryggvi var fyrirliði sundliösins.
Bryndís með tvö met
Bryndís Ölafsdóttir frá Þorlákshöfn
setti met í 100 m skriðsundi þegar hún
synti vegalengdina á 1:01,3 mín. í
bikarkeppninni. Hún bætti síðan um
betur 21. nóvember á innanfélagsmóti
Ármanns. Þar synti hún 100 m skrið-
sundál:01,lmín.
Jón Páll annar
sterkasti maður heims
Jón Páll Sigmarsson tók þátt í mikilli
kraftakeppni í Christehurch í N-Sjá-
landi 27. nóvember. Þar var keppt um
Desember
13 ára gamalt met
Salóme féll
Ragnheiður Runólfsdóttir frá Akra-
nesi setti nýtt Islandsmet í 100 m bak-
sundi í 50 m sundlaug í Uleborg í Finn-
landi 4. desember. Ragnheiður synti
100 m á 1:13,6 mín. og sló þar með 13
ára gamalt met Salóme Þórisdóttir.
Elsta kvennametið í sundi var þar meö
fallið.
ísland í sterkum riðli
Það var dregið í undankeppni HM í
knattspyrnu í Ziirich 7. desember.
Islendingar lentu í sterkum riðli —
leika með Spánverjum, Skotum og
Walesbúum.
Stuttgart
á toppnum
Ásgeir Sigurvinsson og félagar hans
hjá Stuttgart unnu góðan sigur 2—0
yfir Hamburger SV í Hamborg 7.
desember og er Stuttgart því í efsta
sæti v-þýsku „Bundesligunnar” þegar
keppnistímabilið í V-Þýskalandi er
hálfnað.
Eðvarð á
verðlaunapalli
Eðvarð Eðvarðsson komst tvívegis á
verðlaunapall á unghngameistaramóti
Norðurlanda í sundi 10. des. Hann var í
öðru og þriðja sæti í 100 og 200 m bak-
sundi — setti Islandsmet á bóðum
vegalengdunum.
Eðvald synti 200 m baksund á 2:13,49
mín. og varð þriðji og síöan varö hann
annar í 100 m baksundi — 1:00,71 mín.
• Ragnheiður Runólfsdóttir setti
met í 200 m f jórsundi — 2:28,02 mín.
Gleðilegt ár
Iþróttasíða DV óskar íþróttamönn-
um og íþróttaunnendum um allt land
gleöilegs árs og þakkar samstarfið á
liðnu ári. -hsím./-SOS.
Helga með met
Helga Halldórsdóttir úr KR setti nýtt
Islandsmet í sjöþraut á Laugardals-
vellinum 7. júní — fékk 5027 stig.
Jón Páll með
Evrópumet
Jón Páll Sigmarsson setti nýtt
Evrópumet í kraftlyftingum í Osló 12.
júní og hann varö Norðurlandameist-
ari í 125 kg flokki. Jón Páll setti
Evrópumet í réttstöðulyftu — lyfti 365
kg. Jón Páll lyfti 950 kg í samanlögðu
sem var Islandsmet.
Ingi Björn fyrstur til
að skora 100 mörk
Ingi Björn Albertsson, knattspyrnu-
maður úr Val, skoraði tvö mörk gegn
KR í 1. deildarkeppninni þegar Vals-
menn unnu 4—1 18. júní. Fyrra mark
hans var sögulegt mark — það var
hans 100. mark í 1. deildarkeppninni.
Ingi Björn varð þar með fyrstur til að
skora 100 mörk í 1. deild.
„Einvaldurinn"
sló í gegn
Kjartan L. Pálsson, landsliösein-
valdur í golfi, sló í gegn í París 25. júní,
þar sem hann var fararstjóri íslenska
landsliösins í golfi sem tók þátt í
Evrópumeistarakeppninni. Kjartan
fór holu í höggi í sjötta sinn á sínum
keppnisferli — sló kúluna beint ofan í
holu af 150 m færi.
Júlí
18 ára met Jóns féll
— „Ég átti ekki von á meti hér í
Alta,” sagði Kristján Hrcinsson stór-
efnilegur hástökkvari úr Eyjafirði sem
varð sigurvegari í Kalott-keppninni í
Noregi 10. júlí. Kristján sem er 18 ára
bóndasonur og hefur æft við erfiðar
aðstæður stökk 2,11 m. Þar með var 18
ára met Jóns Þ. Olafssonar falliö —
þaövar2,10m.
„Þetta kom mér á óvart"
. . . sagði Bryndis Hólm sem setti
Islandsmet í langstökki í Alta þar sem
húnstökk6,llm.
Guðrún Fema með met
Guörún Fema Ágústsdóttir setti met
í 100 m bringusundi á meistaramóti Is-
lands í Laugardalshöllinni 10. júní.
Hún synti á 1:03,27 mín.
Heimsmet Hallgríms
Hallgrímur Jónsson hinn gamal-
kunni Islandsmethafi í kringlukasti frá
Laxamýri í Suður-Þingeyjasýslu setti
heimsmet í kúluvarpi á Húsavík 10.
júlí í 56 ára aldursflokki. Hallgrímur
kastaði kúlunni 13,12 m, en gamla
metið átti V-Þjóðverjinn Kurt Werner
-11,76 m.
Vésteinn með met
í kringlukasti
— „Þaö var takmarkið hjá mér að
setja met í sumar,” sagði Vésteinn
Hafsteinsson eftir að hann haföi kastað
kringlunni 65,60 m á Laugardalsvell-
inum 17. júlí.
Glæsilegur
árangur hjá Einari
Einar Vilhjálmsson varö sigur-
vegari í spjótkasti, þegar hann keppti
meö Norðurlandaúrvalinu gegn
Bandaríkjunum í Stokkhólmi 26. júlí.
— „Árangur Einars var hápunkturinn
í keppninni,” sagöi Jan Bengtson, liðs-
stjóri Norðurlandaúrvalsins. Einar
kastaði spjótinu 90,66 m sem var nýtt
glæsilegt Islandsmet og jafnframt
níundi besti árangur heims í spjótkasti
1983. Einar vann sigur á heims-
meistaranum Tom Petranoff sem
kastaði 86,40 m.
Kristján yf ir 5 metra
Kristján Gissurarson varð annar
Islendingurinn til að stökkva yfir 5 m í
stangarstökki er hann stökk fimm
metra slétta á innanfélagsmóti KR 27.
júlí á Laugardalsvellinum.
Tvö íslandsmet
í Edinborg
Islenskir frjálsíþróttamenn létu
heldur betur að sér kveða í sex landa
keppni í Edinborg 30. júlí þar sem tvö
met voru sett.
• Bryndís Hólm setti met í lang-
stökki — stökk 6,17 m.
• Helga Halldórsdóttir setti met í 100
m grindahlaupi —14,03 sek.
Gylfi meistari
Gylfi Kristinsson, GS, varð Islands-
meistari karla í golfi 30. júlí og
Ásgerður Sverrisdóttir, GR, varð
meistari í kvennaflokki.
Ágúst
Tryggvi með met
Tryggvi Helgason frá Selfossi setti
nýtt Islandsmet í 100 m bringusundi á
móti í Karlsruhe 7. ágúst — synti 100 m
á 1:10,62 mín.
Met í kóngsins
Kaupmannahöfn
Ragnheiður Úlafsdóttir setti met í
800 m hlaupi í Kaupmannahöfn 14.
ágúst. Þessi fótfráa stúlka úr FH hljóp
á2:04,90mín.
Kom tómhentur
til íslands
Landsliðsþjálfarinn í handknattleik
Bogdan Kowalczyk kom til Islands frá
Póilandi 22. ágúst. Hann kom tómhent-
ur því að hann tapaði ferðatösku sinni í
Kaupmannahöfn. Eftir að DV var búið
að segja frá óförum Bogdan kom í ljós
að taska hans var á Akranesi — hafði
verið tekin í misgripum.
Tryggvi með met í Róm
Tryggvi Helgason tók þátt í Evrópu-
meistaramótinu í sundi sem fór fram í
Róm. Hann setti met í 100 m bringu-
sundi 22. ágúst — synti á 1:09,81 min.
Bikarinn upp á Akranes
Skagamenn tryggðu sér sigur í
bikarkeppninni í knattspyrnu á
Laugardalsvellinum þar sem þeir
lögðu Eyjamenn að velli í framiengd-
um leik 2—1. Leikurinn var nokkuö
sögulegur því aö Sigurður Lárusson
fékk reisupassann — var rekinn af
leikvelli. Aðeins 10 Skagamenn náðu að
knýja fram sigur og skoraði Svein-
björn Hákonarson sigurmarkið 2—1 á
118. mín.
September
Þorvaldur með met
Þorvaldur Þórsson setti Islandsmet i
200 m grindahlaupi á Laugardalsveii-
inum — hljóp á 23,8 sek. Þorvaldur var
þar meö orðinn handhafi allra met-
anna í grindahlaupum —110,200 og 400
m. Hann er annar tslendingurinn sem
nær þeim árangri. Örn Clausen setti
met í öllum þessum greinum 1950.
Skagamenn
íslandsmeistarar
Skagamenn tryggðu sér Islands-
meistaratitilinn í knattspyrnu 1983
þegar þeir gerðu jafntefli 1—1 gegn
Vestmannaeyingum á Akranesi. 3.
september.
• Breiðabiik vann tvöfaldan sigur í
kvennaknattspyrnu — bæði 1. deildar
— og bikarkeppninni.
Góður árangur
í Evrópukeppninni
Skagamenn máttu sætta sig við tap
1—2 fyrir Evrópubikarhöfum Aber-
deen á Laugardaisvellinum 14.
september. Sigurður Halldórsson skor-
aði mark Skagamanna 1—0 en aöeins
augnabliki síðar jöfnuðu leikmenn
Aberdeen eftir slæm varnarmistök
Skagamanna. Áður en Aberdeen skor-
aði sigurmarkið misnotuðu Skaga-
menn vítaspyrnu — Jim Leighton
markvörður varði spyrnu Árna Sveins-
sonar.
• Víkingar stóðu sig vel í Ungverja-
landi gegn Raba Györ í Evrópukeppni
meistaraliða — töpuðu aðeins 1—2.
Pétur með þrennu
Pétur Pétursson var í sviðsijósinu í
Ziirich þar sem hann skoraöi þrjú
mörk fyrir Antwerpen í UEFA-bikar-
keppninni. Þetta var í annað sinn sem
Pétur skorar „hat-trick” í Evrópu-
keppni.
Eyjamenn með
ólöglegan leikmann
Vestmannaeyingar tefldu fram leik-
manni — Þórði Hallgrímssyni sem var
í leikbanni þegar þeir léku sinn síðasta
leik í 1. deildarkeppninni. Þeir gerðu
jafntefli 2—2. Leikurinn var síðan
dæmdur þeim tapaöur og þeim vísað
úr 1. deildarkeppninni.
Bjarnifékk
gull í Lundi
Bjarni Ág. Friðriksson varð sigur-
vegari í sænska opna meistaramótinu
í júdó sem fór fram 25. september í
Lundi í Svíþjóð.
Skagamenn
sýndu klærnar
Islandsmeistarar Akraness náðu
frábærum árangri í seinni leik sínum
gegn Aberdeen í Evrópukeppni bikar-
hafa sem fór fram í Aberdeen 28.
september. Þar náðu þeir jafntefli 1—1
og skoraði Jón Áskelsson jöfnunar-
markiö úr vítaspyrnu.
Oktéber
nafnbótina sterkasti maður heims. Jón
Páll hafnaöi í ööru sæti.
Eðvarð setti met
Eðvarð Þ. Eðvarðsson setti Islands-
met í 200 m baksundi á unglinga-
meistaramótinu í sundi 27. nóvember.
Hann synti á 2:13,88 mín.
• Bryndís Úiafsdóttir setti met í 100
m skriðsundi —1:00,9 min.
• Guðrún Fema Ágústsdóttir setti
met í 50 m skriðsundi — 28,58 sek.
Arnór skorinn upp
Arnór Guðjohnsen, landsliðsmaður í
knattspyrnu sem leikur meö Ander-
lecht, var skorinn upp á sjúkrahúsi í
Briissel vegna meiðsla þeirra sem
hann hlaut í læri í landsleik íslands og
Irlands 29. nóvember. Skurðaðgerðin
stóð yfir í fimm tíma og heppnaðist
mjög vel. Arnór verður aö taka sér frí
frá knattspyrnu þar til í byrjun
febrúar 1984. '