Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Page 9
DV. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER1983.
9
ERLEIMDUR ANNALL
ERLENDUR ANNALL
lok í Evrópu, e£ ekki næöist áður sam-
komulag við Sovétríkin. Átti sú
umræöa og andstaöa friöarhreyfingar-
innar viö kjarnorkuvopn eftir aö setja
mikinn svip á síðari helming ársins.
Af stjórnmálavettvangnum í Finn-
landi vék nú Ahti Karajalainen,
fyrrum forsætisráöherra og utanríkis-
ráöherra, sem sagöi sig úr miðflokkn-
um þegar rak aö því aö hann viki úr
seölabankastjórastarfinu vegna per-
sónulegra vandamála.
Júní
Uppreisnarmenn innan PLO juku
stöðugt fylgi sitt gegn Arafat, leiðtoga
samtakanna, og sömuleiðis jók breski
Ihaldsflokkurinn fylgi sitt í þing-
kosningunum þar sem hann vann sinn
stærsta kosningasigur síðan 1945, eöa
140 þingsæta meirihluta. — Tony Benn,
leiðtogi róttækari aflanna innan
Verkamannaflokksins, sem þykir hafa
átt drjúgan þátt í klofningi flokksins,
féll í sínu kjördæmi. Vegna kosninga-
fyrirkomulagsins fékk bandalag
frjálslyndra og jafnaðarmanna
(klofningsaðila úr Verkamannaflokkn-
um), til muna færri þingmenn út á sín
25% en Verkamannaflokkurinn út á sín
29%. Michael Foot, formaöur Verka-
mannaflokksins tilkynnti aö hann
mundi ekki gefa kost á sér til endur-
kjörs á flokksþinginu í október.
Jóhannes Páll páfi heimsótti ættland
sitt Pólland í sex daga og var Lech
Walesa, leiötogi hinnar óháöu verka-
lýöshreyfingar Einingar, haldið í
stofufangelsi fyrstu daga heimsóknar-
innar. Páfinn var ódeigur að krydda
ræöur sínar meö nafni hinna bönnuðu
verkalýðssamtaka og fékk því
framkomið að Walesa næöi hans fundi
fyrir brottförina.
Eftir átta ára málaferli var Mogens
Glistrup, stofnandi og formaöur
Framfaraflokksins danska, dæmdur í
hæstarétti í 3ja ára fangelsi og háar
sektir fyrir skattsvik.
Jlílí
Danir stóöu fyrir deilum viö EBE
um síldveiöi í Noröursjónum og lyktaði
þeúnekkifyrr enundirárslok.
Mikið fjaðrafok var í Bandaríkjun-
um þegar upp komst aö aðstoöarmenn
Reagans forseta úr kosningunum
höfðu haft aðgang að minnisblöðum
Carters úr undirbúningi fyrir
sjónvarpseinvígi þeirra Reagans.
Hvítasunnusafnaöarfólkiö, sem um 5
ára bil sat i sendiráði Bandarikjanna í
Moskvu, fékk loks aö fara til Vestur-
landa og haföi sumt barist fyrir slíku
leyfií23ár.
Það hýrnaöi yfir sumum Svíum
þegar 400 kg af hassi fundust á reki í
skerjagarðinum en því höföu
smyglarar fleygt í sjóinn af hræðslu
viö tollgæsluna.
Dauðarefsinguna bar enn á góma í
Bretlandi en náöi ekki meirihluta á
þingi.
Heimsþing geðlækna skoraöi á
Sovétstjómina aö hætta misnotkun
geölækninga til pólitískra ofsókna. Um
svipaö leyti komst á kreik orörómur
um aö eitthvað mundi bogiö viö heilsu-
far Andropovs, f orseta Sovétríkjanna.
Leifar fylgismanna Somoza,
einræöisherra í Nicaragua, sem
sandinistar höfðu steypt af stóli, réöust
inn í landiö meö um 5000 manna
skæruliðaher sem síðan hefur haldið
uppi skæruhernaöi gegn vinstrisinna
stjórn landsins.
Leikarinn vinsæli, David Niven,
andaöist í Sviss 73 ára aö aldri eftir
langvarandi veikindi.
Ágúst
Svíar og Danir lentu upp á kant
vegna undirbúnings Dana fyrir
olíuboranir í Kattegat. Stóðu
samningaviöræður lengi og lauk með
sáttum, enda gátu Svíar lítið spomað
gegn.
Kínverskar konur eru um þetta leyti
farnar að gerast sundurgeröarmeiri í
klæöaburöi upp á vestræna vísu og
klæðast jafnvel stuttbuxum. Berast
fréttir af því aö brögð séu aö því aö
kínverskar konur láti laga á sér augn-
svipinn meö skurðaögeröum til þess að
fá vestrænna yfirbragö.
Þaö vakti almenna reiöi og
hneykslun um heim allan þegar
Rússar skutu niður s-kóreska júmbó-
þotu meö 269 manns innanborðs. Var
því jafnað til algerrar „vilhmennsku”
aö herþotum skyldi sigaö á óvopnaða
farþegaflugvél og orrustuflugmönnum
gefin fyrirmæU um aö skjóta hana
niður fyrir þaö eitt aö hún haföi villst
inn yfú lofthelgi Sovétmanna í Asíu. —
Nær 60 ríkisstjórnir fordæmdu árásina
og nokkur ríki lögðu niöur flugferöir til
Sovétríkjanna og bönnuöu Aeroflot
lendingar í refsmgarskyni.
I Líbanon höföu átök harnaö svo aö
heita mátti að borgarastyrjöld ríkti í
landinu. Frakkar og Bandaríkjamenn
gripu til þess aö láta svara skothríð
sem beint var aö friðargæslusveitum
þeirra í Beirút. Sendu þeir herþotur til
árása á drúsa og fleiri herskáa, en her-
skip í Miðjarðarhafsflota USA létu fall-
byssur sínar þruma yfir staöi þaöan
sem haldið var uppi stórskota- og eld-
flaugahríö á bandarísku friðardátana.
Nokkrum sinnum var gert vopnahlé
sem jafnharðan var rofiö aftur.
Á annaö þúsund þorp á Indlandi fóru
undú- vatn í miklum flóöum vegna
monsúnrigninga. Var talið aö um 400
manns hefðu farist.
Robert F. Kennedy, jr., elsti sonur
Bobby Kennedy þingmanns, var
lagöur inn á sérstaka stofnun til
meöferöar vegna fíkniefnaneyslu.
Fundist haföi heróúi í fórum hans.
Baráttufólk fyrir mannréttindum í
Argentmu fjöúnennti til mótmælaað-
geröa vegna „horfinna manna”. Þaö
er taliö aö um 30 þúsund manns hafi
horfið þar í landi í aðgeröum hersins
gegn vinstrisúina skæruliðum á síö-
astaáratug.
Leikkonan Liz Taylor trúlofast enn á
ný og í þetta sinn mexíkönskum lög-
manni, Gonzales Luna aö nafni.
Mogens Glistrup byrjar aö afplána
fangelsisdóm sinn, en klofningur
kemur upp í Framfaraflokknum eftir
fráhvarf hans.
AIDS-ónæmissjúkdómurinn, sem
mjög er útbreiddur á Haiti og meöal
kynvilltra, hefur mikiö veriö til
umfjöllunar á árinu og vakiö ugg
vegna þess hve banvænn hann er.
Kemur í ljós að hann hefur skotið
rótumíSvíþjóð.
Leiðtogi stjórnarandstööunnar á
Filippseyjum, Benigno Aquino, var
myrtur viö komu til Manila frá
Bandaríkjunum, þrátt fyrú öfluga
vernd stjórnarhermanna. Mikil mót-
mæli fylgdu í kjölfariö vegna gruns um
aö stjórn Marcosar forseta kunni að
hafa staðið aö tilræömu. Tilburöú til
rannsóknar málsins þykja ekki hlut-
lausir og leiddi máliö til þess aö
Reagan Bandarikjaforseti hætti við aö
heimsækja Marcos síðar á árinu.
Bandaríska friöargæsluliöiö í Líban-
on dróst inn í átök við Beirút og átti
bandaríski flotinn síðar eftir aö drag-
ast inn í aðgeröarmeiri afskipti friðar-
gæslunnar.
Deilur spruttu upp út af staðarvali
vegna áskorendaeinvigjanna í skák og
horfði um hríö til þess aö hvorki yröi af
því aö þeir tefldu, Kortsnoj og Kaspar-
ov né Smyslov og Ribli.
Í júní var Mogens Glistrup, formaður Framfaraflokksins
svik.
mzzjjfifpr
danska.dæmdur i þriggja ára fangelsi fyrir skatt-
Stúdentaóeirðir urðu í Frakklandi i maí.
'■ " - '
September