Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Page 10
10
DV. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER1983,
ERLENDUR ANNALL
ERLENDUR ANNALL
Baráttufólk fyrir mannréttindum i Argentínu efndi til mikilla mótmœlaaðgerða i september.
Fyrstu nýju bandarísku eld-
flaugarnar komu til Bretlands og V-
Þýskalands þrátt fyrir víötæk
mótmæli og uröu til þess aö Rússar
slitu í Genf viðræöunum um tak-
markanir meöaldrægra kjamorku-
flauga.
Mesta rán í sögu Bretlands var
framiö í þessum mánuði þegar stoliö
var úr öryggisgeymslu á Heathrow-
flugvelli gulli fyrir 25 milljónir
sterlingspunda og virðist lögreglan
ekki hafa minnsta spor til þess að
rekja.
Jóhannes Páll páfi var ódeigur að tala máli Einingar í heimsókn sinni til Póllands í júni.
málaráöherra (úr flokki frjálslyndra)
yröi látinn víkja vegna skattaívilnana,
sem Flicksamsteypan haföi notið fyrir
drjúg framlög í flokkssjóði.
Tölvulipur ungmenni í Bandaríkjun-
um þóttu seilast fulllangt í tölvufikti
sínu þegar þau „brutust” inn í tölvu-
banka og hræröu meðal annars í minni
tölvu sem geymdi upplýsingar
sjúkrahúss eins um sjúklinga þess.
TJppreisnarskæruliðar PLO hófu
lokasókn á hendur Arafat og leifum
skæruliðahers hans sem hörfa varö inn
í Trípólí þegar síöustu vigi Arafats
féllu í hendur andstæöingum hans inn-
an PLO, studdum af Sýrlendingum.
,,Kvefiö” sem opinberlega var sagt
hrjá Andropov, forseta Sovétríkjanna,
þótti orðið í alvarlegra lagi þegar hann
gat ekki verið við hátíðarfund vegna
byltingarafmælisins.
Hinn tyrkneski hluti Kýpur lýsti yfir
sjálfstæöi sínu, sem mæltist víöa illa
fyrir, enda hafa ekki önnur ríki en
Tyrkland viöurkennt hiö nýstofnaöa
ríkiKýpur-Tyrkja.
Skrílslæti breskra knattspyrnuunn-
enda uröu tilefni sérstaks ráöherra-
f undar aöildarrík ja E BE.
Hollenska lögreglan fann Heineken-
forstjórann og einkabíistjóra hans
heila á húfi. Hafði hún í kyrrþey verið
á slóö ræningjanna í tvær vikur og
hafði hendur í hári þeirra um leiö og
hún náöi aftur lausnargjaldinu.
Danuta, eiginkona Lech Walesa, fór
til Oslóar meö elsta son þeirra hjóna til
aö taka viö friðarverölaunum Nóbels
fyrir hönd bóndans. Lech Walesa hafði
ekki lagt í þá áhættu aö pólsk yfirvöld
mundu synja honum um aö snúa aftur
heim til Póllands ef hann færi sjálfur
úrlandi.
Mikiö flugslys varö á flugvellinum í
Madrid vegna ónógs öryggisbúnaðar.
Fórust 92 en 42 komust þó af.
Hin nýja lýðræöisstjóm Argentínu
ákvaö aö fella úr gildi sakaruppgjafir
sem herforingjastjórnin haföi veitt for-
ingjum í hernum varðandi meint
mannréttindabrot. Flestir
hershöföingjar sem setið hafa í her-
foringjastjórnunum veröa dregnir
f jrir rétt.
Tímaritið „Newsweek” telur sig
hafa heimildir sovéskra lækna fyrir
því aö Yuri Andropov, forseti
Sovétríkjanna, eigi í mesta lagi tvö ár
eftir ólifuö. Blaðiö sagöi hann nýma-
veikan og stööugt undir meðferö í
tengslum við nýrnavél, enda hefur
Andropov ekki komið fram opinber-
legaífjóramánuöi.
Til þingkosninga kom í Japan þar
sem stjórnarandstaðan neitaöi að sitja
þingfundi á meðan Tanaka, fyrmm
forsætisráðherra, dæmdur fyrir mútu-
þægni og spillingu í starfi, sæti áfram á
þingi. Flokkur Nakasones forsætisráð-
herra beiö mikiö afhroö og glataði
meirihluta sínum, en myndar aftur
ríkisstjóm meö tilstilli átta utanflokks-
þingmanna.
1 annaö skipti á sextán mánuðum
varð Arafat að flýja Líbanon meö 4000
manna skæruliðaher sinn. Aö þessu
sinni komst hann sjóleiöina frá Trípolí
undir vernd franskra herskipa.
Danuta Waiesa skoðar vegabréf sitt
fyrir ferðina til Oslóar þar sem hún
tók við friðarverðlaunum Nóbels
fyrir hönd bónda sins.
Um 100 þúsund manns tóku þátt í
óvenjulegri kröfugöngu í Svíþjóð þar
sem atvinnurekendur mótmæltu
áætlun Palme-stjómarinnar um fjár-
festingarsjóði og kaup verkalýösfélaga
á hlutum í stærstu fyrirtækjum lands-
ins.
Breski Verkamannaflokkurinn hélt
ársþing sitt aö venju í Brighton þar
sem Neil Kinnock var kosinn nýr for-
maöur flokksins. Nokkrum yfi -lýstum
marxistum var vikiö úr flokkn.\m,felld
var niöur úr stefnuskránni krafan um
úrsögn Breta úrEBE.
Á ársþingi Ihaldsflokksins nokkm
síöar settu ástamál eins ráðherrans,
Cecil Parkinson, mestan svip á þing-
störfin en hann neyddist til aö segja af
sér.
Friöarverðlaun Nóbels féllu þetta
áriö í skaut Lech Walesa. Bókmennta-
verölaunin fékk breski rithöfundurinn
William Golding, en sú úthlutun olli
ágreiningi innan sænsku aka-
demíunnar.
Frá Iran bámst þær fréttir, aö
klerkastjórnin sem stendur blóðug upp
fyrir axlir viö aö fullnægja „réttlæti
íslömsku byltingarinnar” — og hefur
sent um 50 þúsund manns fyrir aftöku-
sveitirnar, síöan hún kom til valda —
láti taka dauöadæmdum föngum blóö,
áöur en þeir eru leiddir til aftöku. Því
veldur aukin þörf á blóögjöf á víg-
völlunum í stríöinu gegn Irak.
Eftir 6 ára málþóf var Kakuei
Tanaka, fyrram forsætisráöherra
Japans, dæmdur fyrir aö hafa þegið
mútur hjá Lockheedflugvélaverk-
smiðjunum, en hann neitaöi aö víkja af
þingi.
Mjög þótti draga úr sölu áfengis í
áfengisverslun norska ríkisins á árinu
enda komst upp um smyglhring sem á
tveim árum haföi smyglað — aðallega
meö flutningabílum — um 800 þúsund
áfengisflöskum til Noregs.
Uppreisn var gerö á Karíbahafseyj-
unni Grenada og var Maurice Bishop
forsætisráöherra drepinn af marxist-
um sem þóttu ganga lengra í róttækni
og Kúbu-þjónkun en hann. Leiddi þaö
til innrásar Bandaríkjahers og nokk-
urra Karíbahafsríkja á Grenada þar
sem kúbanskir „verkamenn” — á
Grenada til aöstoöar viö flugvallar-
gerö — þóttu sýna hetjulega vöm.
Innrásin var víöa hart fordæmd.
Efnt var til forsetakosninga í Argen-
tínu til undirbúnings lýðræðisstjómar í
landinu og biöu perónistar ósigur.
Névember
Flick-mútumáliö komst á nýjan leik í
hámæli í V-Þýskalandi og vaknaöi upp
krafa um að Otto Lambsdorf efnahags-
Desember
Oktéber