Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Síða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR30. DESEMBER1983. Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur 82. þáttur Fyrst eru vísur eftir Gísla Olafsson frá Eiríks- stööum. VOR Vorid mettar allt af ást, uppþá léttir hridum. Fannablettir burtu mást, blómin spretta’ í hlídum. ÁSTARVÍSA Nýjan varma vonin fœr á vegum arma ’ og kinna. Ástarbjarma á mig slœr eldur hvarma þinna. HEIMSKA OG VIT Strídið hefja heimska' og vit, hjartað þar til stanzar. Mœðir þrœlinn matarstrit, meðan skríllinn dansar. IIETLJR SJÁ A UG U EN A UGA Sá ég flotta ’ og fagra mey, flest það vottað getur. Innriþvottinnþekkti’ég ei, þar sér Drottinn betur. EFTIR ÁSTÆÐUM Á gleðifundum oft fœr eyðzt allt, sem lund vill baga, en mér hefur stundum líka leiðzt lífsins hunda-þvaga. Teitur kveður svo um jólin 1940: Brást sú von, er brjóstið ól, betur að ég svœfi. Þessi myrku, þurru jól, það er bragðlaus œvi. Ogenn kvaöTeitur: Gott er að blási ’ á móti mér, meðbyrþola fáir. Gœta skyldi að sjálfum sér sá, er aðstoð þráir. Teitur kvað svo um sjálfan sig: Eg hef vilja ’ en vantar mátt, veginn, fundinn léttur. Þótt mig lifið leiki grátt, lœzl ég standa réttur. Mikið fjandi ’ er mér nú kalt; maður verður feginn, að hljóta að lokum, eftir allt, ylinn hinum megin. Berjast andstœð öfl í mér, illu og góðu knúin. — Holdið veikt, — en andinn er alltaf reiðubúinn. Að lokum þessi eftir Teit Hartman: Þá koma vísur eftir „Bjössa Bomm”, Björn Jónsson, lækni í Vesturheimi, sem yrkir nær ein- göngu í gamansömum tón. Til Sigurlaugar Bjarnadóttur, frænku sinnar frá Vigur, kvað Björn þessa vísu fyrir kosningarnar 1973. Vísan átti að verða Sigurlaugu uppörvun í kosninga- baráttunni á Vestfjöröum: Sem villt á erli húsgangshjörð hraðar ferli sigur sjálfstœðiskerling seigluhörð Sigurlaug perla í Vigur. Björn læknir henti á lofti fyrripart í vísnaþætti Þjóðviljans, og varð úr þessi staka: Fýkur í hin fornu skjól, fölna vinakynni. Halda verð ég heilög jól með hundtíkinni minni. Björn kveöur svo um „uppruna Islendinga”: íslendingar af konungakyni kenna sig yfirleitt beint, þótt einstaka dœtur og ambáttarsyni af aðli þeir meðgangi seint. Björn kveður svo um „bréfleti landa”: Dýr er nennan, Drottinn minn, þá dýrtíð reynt ég hefi að vera atlan veturinn að vonast eftir bréfi. Nógan gefur snjó á snjó, snjóum vefur flóató, tófa grefur móa mjó, mjóan hefur skó á kló. Og Hjálmar kvað svo um Bjarna Thorar- ensen: 6, þú hrip í syndasjó, sálarskipið manna, undan gripið allri ró, ills til lipurt jafnan þó. Bólu-Hjálmar kvaö í Svalbarðskirkjugarði: Langt er síðan lék ég hér lífs með engan dofa. Fúnir undir fótum mér frœndur og vinir sofa. Hallgrímur Pétursson kvaö: Kuldinn bltur kinnar manns, kólnar jarðarfræið. Ekki er heitur andi hans eftir sólarlagið. Séra Jón á Bægisá kvað: Þó í hausinn vanti vit víf með heyrn og máli, sést það ei fyrir silfurlit og silkiklúta prjáli. — 0 — Fortíð manna fylgir þeim fram til ævfloka Heimskan vekur hættu grun, hart er slíkt í eyrum, sú hefurgæfu gengismun gert mér eins og fleirum. HÁLFKÆRING UR Áhrif bresta iðrunar, auðgast mest af hroka. Gögnin flest tilglötunar geymir í nestispoka. HLUSTAÐU Veiztu, kœra vina mín, vonin hjá þér dvelur, meðan heita höndin þín hjartaslögin telur. SJÁÐU Enginn getur gert að því, sem gengur æviveginn, þó hundurinn bíti hælinn í, en heimurinn báðum megin. I)EGI HALLAIt Myrkrið skellur óðum á, œvi svella störkin, hárið fellur, fölnar brá, finn ég eltimörkin. Látum þetta nægja eftir Gísla Olafsson að sinni. Ásvaldur Magnússonkvað: Þrekið lánað lamað er, lúinn þjáning vekur. Hárin grána’ áhöfði mér, hrukka brána tekur. Þó að biðin hér sé hál, haldast við mun styrkur. Geislar friður Guðs í sál gegnum niðamyrkur Brátt að ending líða fer, leið á enda gengin. Guðs frá hendi holl var mér hjálp og bending fengin. — 0 — Teitur Hartman kvað svo um erfðasyndina: Allir tosa inn í heim erfðasynda poka. Fortíð manna fylgirþeim fram til œviloka. Þó ég sé að yrkja óð um allan fjandann, verður engin vísan góð, — það vantar andann. — 0 — Eg hef þegar birt margar vísur eftir Jón S. Bergmann. En það er af nógu að taka hjá hon- um, þegar velja skal góðar vísur. Hann kvað svo um Sigurð Breiðf jörð á afmælisdegi hans: Breiðfjörð hjarta hrifning snart, hirti vart um gjöldin. Vonin bjarta og bölið svart börðust hart um völdin. Orti um hríð við örlög stríð engu að síður bögur. Vöktu tiðum léttu lýð tjóðin þýð og fögur. Jón kvað einnig eftir Þorstein Erlingsson: Þorsteinn fjarri Garðarsgrund geiglaus var t banni, sannleiksbrandinn bar í mund betur hverjum manni. Þótt hann skortigullin gjöld og glit, er hofmenn prýða, fyrir krónu og konungsvöld kaus hann ekki að skríða. Mat hann hreina manndómslund meira en trúarsiði; því varð hlýlt við Þorsteins fund þeim, er skipbrot liðu. Óður var hans allur snilld, aldrei hik né veila, hvort sem orðin urðu mitd eða heimsádeila. Hrœsnaranna hœddi raust, harður svikaranum, öllu veiku vernd og traust, vegur kœrleikanum. Þó að skáldsins brostnar brár byggi grafar inni, Þorsteinn verðurþúsund ár þjóð í fersku minni. — 0 — Björn hefur verið andvaka er hann kvað: Ætli mér væri unnt að sofa, einum blundi ná? Nú er ég kominn með nálardofa nœturvofum hjá. ■0- Næst komum viö við hjá Siguröi Breiöfjörð: Feginn nú ég fer á kreik frá því öllu saman. Bezt er að hœtta hverjum leik, hœstþá stendur gaman. Páll Olafsson kvaö: Hver vill annars eigum ná, um einskilding og dalinn menn eru ’ að þræla og ýtast á, unzþeir falla ’ i valinn. Eyjólfur Jóhannesson kvað svo um hjón: Kaffið henni kemur bezt, kalt svo enni hlýni, en laufaspenni tangar mest að lifa ’ á brennivíni. Jón Sigurðsson sýslumaður kvað svo í Tímarímu: Kerlingar var kjaftur flár, keyrður upp með sköllum. Hafðún ekki hundrað ár hlegið með ’onum öllum. Eggert Olafsson kvað þessa frægu sléttu- bandavísu: Jarpur skeiðar fljótur, frár, fimur reiða tjónið, snarpur leiðar gjótur gjár, glymur breiða frónið. Guðmundur Ketilsson, bróðir Natans, kvað svo um Skáld-Rósu: Ýmist hringa geigvœn Gefn gulls mig stingur nálum eða syngur að mér svefn í hendingamálum. Bólu-Hjálmar kvað: Jónatan Jakobsson kom aö máli viö mig. Hann fór með vers eftir sig, sem ég mátti ekki læra né hafa eftir. En í framhaldi af rabbi okkar setti ég þetta saman: Virðist mér allt ganga gegn, gerist varla skrifandi. Þetta er orðið mér um megn, ,,maður Guðs og lifandi”.. Jónatan sagöi mér, aö „maður Guös og lifandi” væri líklega gömul ljóðlína. Eg hélt, að þetta væri gamalt orðatiltæki, sem menn not- uðu orðum sínum til áherzlu. Jónatan benti mér á Hreggviö Daníelsson, sem kynni líklega vísu, sem endaði á þessum orðum. Hreggviður sagði mér, að Ásgerður Bjarna- dóttir í Núpdalstungu í Miðfirði hefði kennt sér vísu, sem kveðin hafi verið fyrir munn gamallar konu, sem hefði oft viðhaft þetta orðatiltæki: Heyra myndirðu hjá mér orð, hefði ég verið skrifandi. Margoft sagði menjaskorð: ,,Maður Guðs og lifandi. ” Þetta tek ég hér sem dæmi um það, hve vísur geta veriö hver annarri líkar. -0- Að lokum verða hér rifjaðir upp fyrripart- arnir, sem lagðir voru fyrir lesendur í síöustu Helgarvísum: Meðan himir hnípin þjóð og harðir tíma liða, . . . Efég hitti á óskastund, aðeins þess ég bæði. .. Þegar róður þgngjast fer, þegna hljóða setur. Fyrir bezta botninn er heitið þúsund krónum. Botnar skulu hafa borizt Helgarvísum fyrir 15. janúar á næsta ári. Enn eru lesendur hvattir til þess aö senda vísur, gamlar sem nýjar. Skúli Ben. Utanáskriftiner: Helgarvísur Pósthólf 66 220 Hafnarfjörður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.