Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Side 17
DV. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER1983. 17 Bílar Bílar Bílar Bflar Bflar UNO = BÍLL ÁRSU\S Var dómur 53 blaðamanna í 16 löndum Fiat Uno eöa „einn” eins og hann myndi heita á íslensku ætlar aö bera nafn meö rentu, aö minnsta kosti völdu 53 blaðamenn, sem skrifa um bíla í 16 löndum, hann sem bíl ársins. Þessi knái Itali sigraöi með 346 stigum, rétt á undan Peugeot 205 sem fékk 325 stig, næstur var VW Golf meö 156 stig, Mercedes Benz 190 116 stig og Mazda 626 meö 99 stig. FIAT UNO — 346 stig. Bíllinn sem kemur frá Fiatverk- smiðjunum í Torino á Italíu hefur verið á markaöi frá því í janúar 1983. Búið er aö framleiöa 325 þúsund bíla og hefur honum veriö fimavel tekiö hvarvetna. Odýrasta geröin er Uno 45. Er hann meö 45 hestafla og 900 rúmsentímetra vél og nær 140 km hraða. Lúxusbíllinn, Uno 70, er meö 1300 rúmsm. vél og 70 hestöflin skila honum allt aö 160 km hraða. Sparneytnastur er UNO ES. Miöað viö 90 km jafnan hraöa þá eyðir hann aöeins 4,3 lítrum á hundraöiö og í innanbæjarakstri fer hann ekki meö meiraen6,41ítra. I þýska blaöinu Welt am Sontag þar sem greint var frá vali Uno sem bíls ársins var sagt frá áhuga bílaframleið- enda á því aö framleiðsla þeirra næöi því aö hlotnast þessi eftirsótti titill. En ekki fylgir frægö ávallt frami. Var getið í blaöinu hvernig bílar meö þennan eftirsótta titil heföu selst í ár- anna rás í Þýskalandi. 1975: Citroen CX hlaut titilinn. Tæp- lega 7400 bílar seldust í Þýskalandi þaö ár. 1976 : 30.300Þjóðverjarkeyptusérbíl ársinsSimca 1307/08. 1977: Aðeins 845 bílar af geröinni Rover 3500 seldust í Þýskalandi þrátt fyrir að hann heföi hlotiö titilinn bill ársins. 1978: Þrátt fyir sínar sjö hundruö þúsund krónur náöi Porsche 928 áhuga 1850kaupenda. 1979: Crysler Simca Horizon fékk titilinn og seldist í 20 þúsund eintökum í Þýskalandi. 1980: Lancia Delta varö bíll ársins en aöeins 720 kaupendur. 1981: Ford Escort varð bíll ársins hjá 99.194 kaupendum sem þar uröu sammála vali blaðamannanna. 1982: Þá varö Renault 9 fynir valinu sem bíll ársins og því vali urðu 28.209 Þjóöver jar sammála. 1983: Audi 100 — einnig hann náði góöri hylli Þjóöverja því í lok október höföu selst um 68.500 bílar af þeirri gerð. 1984: Fiat UNO. Þaö sem af er árinu 1983 hafa selst í Þýskalandi um 23 þúsund bílar þannig að honum er spáö góöu brautargengi. Merkasti Fiat í tólf ár Svo sagði Omar Ragnarsson um Fiat Uno í reynsluakstri hérlendis á liönu sumri. Þá sagöi Omar: ,,Fyrir tólf árum kom Fiat 127 fram á sjónarsviðið og var kjörinn bíU árs- ins í Evrópu. Þetta var tímamótabíll, bíU sem aörir bílar voru miöaðir viö. En að því hlaut aö koma aö arftaki tæki viö. Hann heitir Fiat Uno. Metnaöarfullt nafnið vekur spum- inguna hvort hinn nýi bUl eigi eftir aö verða numero uno í E vrópu, númer eitt eins og 127 varð á sinni tíö. Engu skal um þaö spáð, en eftir reynsluakstur er hægt aö slá því föstu að hinn nýi bíU er sannarlega fööurbetrungur og vel það. Fiat Uno er aö mínu viti merkasti bíU sem Fiatverksmiðjumar hafa kynnt síöastUðin tólf ár.” I reynsluakstrinum voru plúsar Fiat Uno góöir aksturseiginleikar, óvenju- rúmgott farþegarými, þróuö hönnun, hæfUega mjúk/stinn fjöðrun, gott út- sýni, þægUeg útfærsla á farangurs- rými, spameytni, hljóðlátur á góöum vegi og gott verð. Mínusar voru taldir lágur frá jöröu, stutt og flatt aftursæti, aðeins einn miðstöðvarhraði, hávaði í meira lagi á grófri möl og takmörkuö f jöðran á mjög slæmum vegum. Reynslan á eftir að leiöa í ljós hver framgangur Fiat Uno á eftir að veröa hér á landi, en ljóst er að hann er vel að titUnum kominn sem bíU ársins en viö ramman reip verður að draga þar sem mæta honum margir keppinautar í svipuðum stæröar- og verðflokki. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.