Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Síða 19
DV. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER1983.
Norman Bates er aftur kominn á stjá, tuttugu og þrem
árum eftir aö hann sást fyrst á hvíta tjaldinu, í kvik-
mynd Alfreds Hitchcocks, Psycho. Það er leikstjórinn
Richard Franklin sem var nógu djarfur til að takast á
hendur það verk að prjóna aftan við snilldarverk meist-
ara hryllingsmyndanna. Leikararnir í Psycho II eru
margir hverjir hinir sömu og í fyrra stykkinu og ber þar
fyrstan frægan að telja Anthony Perkins sem leikur
Norman Bates.
Leikstjórinn Richard
Franklin tef ldi djarf t
þegar hann ákvað að
gera Psycho II og
skellti ungri leikkonu
ísturtubad
Vera Miles leikur Lilu ööru sinni en
Lila þessi er systir Marion Crane,
stúlkunnar sem stungin var í
sturtuatriöinu fræga, en þaö var
Janet Leigh sem lék stúlkuna í sturt-
unni. Leigh kemur ekki nálægt
Psycho II aö ööru leyti en því að
sagnir herma aö hún hafi gefið
góöfúslegt leyfi til aö sturtuatriöiö
væri endurtekið og þáöi meira aö
segja dálaglega fúlgu fyrir leyfis-
veitinguna.
Eins og menn muna líklega endaöi
hin upprunalega Psycho á því aö
Norman Bates var dæmdur til vistar
á geösjúkrahúsi og þótti ekki líklegur
til afturbata, heyrandi rödd móöur
sinnar sem skipaöi honum aö inna af
hendi ýmis óhæfuverk. En engum er
alls varnað og í Psycho II er Bates
oröinn frjáls maöur á ný. Hann er
reynslunni ríkari eftir 22 ár á
geöveikrahæli og virðist viö fyrstu
sýn hafa náð allgóðri heilsu. Húsið
drungalega úr Psycho er enn á
sínum staö og áhorfandanum veröur
brátt ljóst aö þaö er einungis
spurning um mínútur þar til Norman
Bates tekur upp þráöinn þar sem
hann varö frá aö hverfa fyrir rúmum
tveim áratugum.
Lilaí
hefndarhug
Og ekki skortir Norman hjálp til aö
hefja nýjar martraðir. Lila hefur
nefnilega fullan hug á aö hefna fyrir
Marion systur sína því að henni
finnst morðinginn hafa sloppið full-
billega frá ódæöinu; dæmdur ósak-
hæfur vegna geðveiki og fær síðan
spítalavist og læknishjálp á kostnað
hins opinbera. Ýmsir húsmunir taka
því á rás meö dyggilegri aðstoð Lilu
og ekki vantar neitt á aö óvæntur
hávaöi og óhugnanleg hljóð nái að
trufla viökvæmt jafnvægið sem
náöst hefur í huga Normans.
Norman er þó rétt hjálparhönd og
það er ung þjónustustúlka sem þaö
gerir. „Það er góö lykt af þér,” segir
Norman viö þjónustustúlkuna Mary
og áhorfandinn tekur aö velta því
fyrir sér hvort hann sé nú orðinn ást-
fanginn og þokkalega eðlilegur í
háttum. En svariö fæst fljótlega. Það
er ekki Chanel 19 eöa nýja sjampóið
stúlkunnar sem heillar heldur hefur
hún nýlokiö viö aö rista ostasamloku,
alveg samskonar fæöu og móðir
Norman var vön aö framreiða.
Óvæntir hlykkir
á söguþræði
Lila er skilningssljó og ofstopafull í
ofsóknum sínum gegn Norman og
brátt viröist þjónustan Mary í hættu
stödd, ekki síst þegar ljóst verður aö
hún er vön aö skola af sér meö því aö
bregöa sér í hressandi sturtubaö.
En leikstjórinn Richard Franklin
og handritshöfundurinn Tom
Holland eru ekki gefnir fyrir ódýrar
lausnir og þaö er einmitt
höfuökosturinn á Psycho II. Endir-
inn á myndinni kemur rækilega á
óvart eins og reyndar mestur hlutinn
af söguþræöinum. Aöstandendur
myndarinnar eru því í reynd verðug-
ir arftakar Hitchcocks gamla, reyna
ekki bara að selja myndina út á
frægt nafn gamla mannsins og þá
um leiö nafn frægustu myndar hans.
Franklin leikstjóri leikur sér aö því
aö leyfa áhorfendum aö gæla viö þá
hugmynd aö hér sé á ferðinni ein af
hinum dæmigerðu kvikmyndum sem
hafa rómverska tölustafinn II í
cndanum á titilinum, en þegar
minnst varir tekur söguþráðurinn á
sig óvæntan hlykk.
Perkins samur
við sig
Leikur Anthony Perkins átti ekki
minnstan þátt í velgengni Psycho og
sama máli gegnir um Psycho II.
Perkins er nú nokkuð hrukkóttari en
■■B
mmmmss"'
ngur
lan§
«« —»'sr izæzzzz
kann ekki ævmlega góðri lukk ty Norman, en efst ihægra
Psycho árið 1960.
hann var 1960 þegar samstarf hans
og Hitchcocks stóö sem hæst, en
hann er enn sama horrenglan og á
jafnlétt með aö sannfæra áhorfendur
um aö persónan sem hann leikur sé
alveg að fara yfirum á taugum.
Perkins er nú 51 árs gamall, en
hann hóf feril sinn sem kvikmynda-
leikari fyrir 30 árum, þegar hann lék
í kvikmyndinni The Actress. Síöan
hefur hann sést í fjölda mynda, en
hlutverkið sem flestir muna hann í er
þó líklega og veröur hlutverk
Normans Bates í Psycho. Perkins
lýsir samstarfi sínu og Hitchcocks
nokkuð í nýlegu viötali viö tímaritið
Movies & Video. Leikarar hafa
löngum verið drjúgir við aö segja frá
fúlmennsku gamla leikstjórans í
þeirra garö, en hjá Perkins kveöur
við annan tón.
„Hann hlustaði alltaf á skoðanir
mínar,” segir Perkins um Hitch.
„Hann gaf mér ákaflega frjálsar
hendur viö vinnuna og ég átti
drjúgan þátt í að móta persónuleika
Normans. Stundum kom ég með til-
lögur í sambandi viö hluti sem hann
hafði ekki tekið eftir og ég sá aö
gamlir samstarfsmenn hans uröu
skrýtnir í framan og biöu eftir því að
ég yröi brytjaöur niöur með
meinlegum athugasemdum. En
öllum til undrunar hlustaði hann á
mig og sagði: „Gott, ágæt hugmynd,
skellum okkur í þetta.” Hann kom
jafnvel til mín og leitaöi álits hjá mér
og þaö eru satt aö segja ekki margir
leikstjórar sem hafa komiö svona
fram viðmig.”
Myndum fórnar-
lambið Norman
Bates
Psycho II er í rauninni kvikmynd
um Norman Bates og hugarvíl hans
á meðan hin upphaflega Psycho var
fyrst og fremst sagan um örlög
Marion Crane. I fyrri myndinni er
Norman og móðir hans meira eins og
hliðarspor út af brautinni sem liggur
frá dauöa Marion til þeirrar stundar
er ljóst veröur hvaö fyrir hana hefur
komið.
I Psycho gerir Norman sér enga
grein fyrir geöklofanum og heldur í
sjúkdómsórum sínum aö hann búi
enn ásamt móöur sinni í drungalegu
hótelinu. I Psycho II hefur honum
skilist hversu hættulegur sjúkdómur
hans er í rauninni og aö hryllilegir
atburðir geta enn gerst.
Psycho II þykir sérstaklega vel
heppnuö „framhaldsmynd”, og þaö
er ekki ómerkilegt aö mönnum skuli
hafa tekist aö bæta aftan viö eitt af
meistarastykkjum Hitchcocks án
þess aö veröa sér til skammar.
Leikararnir, ekki síst Perkins og
Meg Tilly í hlutverki Mary, hafa
fengiö dágóða dóma. Gamlir Psycho-
aðdáendur geta óhræddir farið aö sjá
kveöju Richard Franklins til
gamla mannsins og þekktustu
myndar hans.
-SKJ
Mary reynir að hlúa að Norman sem enn ó isóiarkreppu.