Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1983, Blaðsíða 20
20 DV. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER1983. Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál WORÐAF MISGÁMMiI o » Bart Cochran þótti hinn dagfarsprúðasti maður. Hér kemur hann til réttarhaldsins i fylgd með lögreglumanni. Þetta var mjög sérstakt mál. Þaö heföi auðveldlega getaö fallið í gleymsku óleyst. Þegar dómurinn var loks felldur í LaGrande í Oregon þann 24. júni 1983 þakkaöi dómarinn kviö- dómnum fyrir úrskuröinn og saksókn- ari þakkaöi rannsóknarlögreglunni fyrir iramúrskarandi vinnu. Þetta byrjaöi allt einn kaldan laugardagsmorgun í febrúar 1983 í bænum LaGrande, sem er lítill há- skólabær í austurhluta Oregonfylkis. Er einn íbúanna leit út í gráa morgun- skímuna klukkan hálfsjö þennan morgun sá hann hvar ung kona sat á grasflötinni í Candy Cane garðinum. Af fatnaöi hennar dró hann þá ályktun aö þama væri á ferðinni skokkari sem væri aö hvíla sig eftir átökin. Þaö var ekki ósennileg ályktun því garöurinn var mikiö notaöur til íþróttaiökana og skokkarar fóm þar um í flokkum jafnt kvölds sem morgna. Hálfri klukkustund síðar varö þess- um íbúa aftur litiö út um gluggann. Hann sá þá ungu konuna sitja enn á sama stað í sömu stellingum. Höfuö hennar hékk fram á bringuna og þaö leit helst út fyrir að hún heföi ekkert hreyft sig þennan tíma. Hann fór þá aö gruna aö konan heföi slasast vegna þess aö enginn myndi sitja kyrr í hrá- slaga morgunsins nema sá sem til- neyddur væri. Þegar hann skoðaöi kon- una betur í sjónauka sá hann aö hár hennar var blóðugt og aö blóð haföi lekið niöur eftir fötum hennar. Hann geröi því þegar ráöstafanir til að kalla til lögreglu og sjúkrabíl og hljóp sjálfur út í garöinn meö ábreiöu. Þegar hann kom á staðinn sá hann aö konan var alblóöug af sámm sem hún haföi á höfði en virtist þó vera með lífsmarki. Engin átök, ekkert morövopn, engin skilríki Lögregla og sjúkralið mættu á staöinn innan nokkurra mínútna. Læknirinn staöhæföi strax aö konan heföi hlotiö áverka af bitvopni sem bariö haföi verið meö í höfuö hennar. Hann sagöi einnig aö æöaslátturinn væri mjög veikur og aö þaö gengi kraftaverki næst aö hún skyldi enn vera á lífi eftir allanblóömissinn. Sjúkrahúsinu var tilkynnt um at- buröinn áöur en sjúkrabíllinn lagöi af staö frá slysstaðnum til þess aö læknar gætu veriö tilbúnir að taka á móti sjúklingnum. Jafnframt vom lögreglu- varöstjórar beðnir aö koma á vettvang. Þegar þeir komu á slyssstaöinn var bú- iö aö giröa staðinn af meö köðlum til aö varna forvitnum áhorfendum aögang. Lögreglumenn gengu um á milli þeirra og spuröu hvort einhver heföi heyrt eitthvaö um nóttina eöa séö til manna- ferða sem gætu tengst þessum atburöi. Þeir fengu einungis neikvæö svör. Á meöan þaulleituöu aðrir lögreglu- menn svæöiö þar sem konan haföi leg- iö. Þeir fundu ekkert eggvopn sem gæti hafa verið notaö til aö veita konunni höfuösárin sem hún bar. Þeir tóku eftir aö þaö var ekkert á svæöinu sem benti, til þess aö þar heföu fariö fram átök. Enginn persónuskilríki höföu verið á konunni eöa í námunda viö hana. Hún hafði heldur ekki boriö á sér neitt peningaveski eöa buddu. Þaö þurfti þó ekki aö vera neitt óeölilegt þar sem hún var klædd eins og hún hefði veriö aö skokka í garðinum og undir slíkum kringumstæðum ber fólk ekki á sér fjármuni. George Johnson lögreglustjóri kom á vettvang ásamt varðstjórunum O. Rourke og Button til aö stjóma rann- sókn málsins. Þeir gáfu sínar fyrir- skipanir og héldu síðan á sjúkrahúsiö. Þar var þeim sagt aö konan væri á lífi en væri mjög hætt komin. Ekki var óhætt aö reyna aö yfirheyra hana enda var hún ekki meö meövitund þá stund- ina. Þeir fengu þær upplýsingar aö hún væri um tvítugt, meö brúnt hár og brún augu, um 160 sentímetrar á hæö og 60 kíló aö þyngd. Lögreglumennirnir fengu aö skoöa föt hennar í því skyni aö geta gefið á henni nákvæmari lýsingu. Grasþökurskoðaðar í smásjá Lögreglumennirnir gengu út frá því aö konan heföi veriö háskólanemi, enda var algengt í hópi þeirra aö fara út snemma á morgnana til að skokka. Þegar voru geröar ráöstafanir til aö kanna þaö á stúdentagörðunum hvort einhvers væri saknaö. I fyrstu var ekk- ert sem kom í ljós þess efnis en álitið var aö það kynni þó aö skýrast síðar enda voru aöeins nokkrar klukku- stundir liönar frá því aö atburðurinn haföi gerst. En ráöstafanir voru þegar gerðar til aö kanna stúdentagarðana til þrautar og athuga hvort einhver þar kannaöist við lýsingu á konunni. Þó var talið aö þetta kynni aö vera erfiðleikum bundiö þar sem fjöldi námsmanna var fjarverandi yfir helg- ina og engin kennsla. Svo ákafir voru lögreglumenn i leit að morðvopninu að þeir skriðu i gegnum holrœsi til að leita af sér allan grun. Leit í námunda viö vettvangsstað- inn bar engan árangur. Árásarmaöur- rnn haföi greinilega haft árásarvopnið á brott með sér og ef fórnarlambiö hafði veriö meö veski þá var þaö einnig horfiö. Lögreglumennirnir skáru því stórar þökur af grasflötinni þar sem konan fannst til aö setja þær í nákvæm- ari rannsókn. Ef til vill mætti finna þar meö smásjárskoöun hárlufsu, tau- þræði eöa eitthvaö þaö sem varpað gæti ljósi á málið. Síöar þennan dag kom tilkynning til lögreglunnar frá sjúkrahúsinu um aö konan væri látin. Höfuösárin voru aö vísu alvarleg en taliö var aö hægt heföi veriö aö bjarga lífi hennar meö skuröaögerö ef ekki heföi komið þaö til aö h'kamshitinn var oröinn of lágur. Læknar töldu aö konan heföi legiö á grasflötinni í nokkrar klukkustundir áður en hún fannst. Skokkari á ferli um miðja nótt Þessar upplýsingar komu lögregl- unni nokkuö á óvart. Konan fannst klukkan hálfsjö um morguninn og ef hún haföi veriö slegin til ólífis í höfuöiö nokkrum klukkustundum áður gat ekki staðist aö hún hefði verið aö skokka í garöinuin. Þaö fer enginn út aö skokka um miöja nótt í niðamyrkri. En hvaö var hún þá aö gera í garöinum á þess- umtíma. Lögreglan stóö uppi ráðþrota. Hún vissi engin deildi á hinni látnu, ekkert morðvopn, engar vísbendingar. Þó bundu menn vonir við aö einhver kynni aö gefa sig fram þegar fréttir tækju aö berast út síðar um daginn og einhver kannaðist viö lýsinguna á konunni. Sem betur fór brást sú von ekki. Síö- degis fékk lögreglan upphringingu frá konu sem sagöist hafa veriö aö hlusta á útvarpsfréttir af atburöinum. Af lýs- ingu á konunni og fatnaði hennar taldi hún að um vinkonu hennar gæti veriö aö ræða. „Eg hef reynt að hringja til hennar eftir aö ég heyröi lýsinguna í útvarpinu en hún hefur aldrei svarað. Þó ætti hún aö vera heima á þessum tíma,” sagöi konan í símann. Lögreglan bauöst þegar til að sækja konuna og fara meö hana á sjúkrahús- iö til þess aö hún gæti borið kennsl á líkið. Varðstjóramir Button og O’Rourke sóttu hana í bíl nokkrum mínútum síöar. Hún sagöi þeim aö ef hér væri um aö ræöa þá konu sem hún héldi, þá væri þaö samstarfskona hennar, Dana Lynn DuMars, 21 árs gömuL Þær unnu saman á veitingastað og höföu báöur verið viö vinnu fram eftir síðustu nóttu. „Þegar ég heyröi fréttirnar af atburöinum fyrst flaug mér Dana strax í hug,” sagöi konan viö lögreglumennina. ,Jín ég hef beöiö þess heitt og innilega aö þaö væri ekki rétt.” Rétt hugboð Þegar komiö var á sjúkrahúsið kom í ljós aö hugboð konunnar var rétt. Hin látna var Dana Lynn DuMars. Þaö tók vinkonu hennar langan tíma aö jafna sig eftir áfalliö þar til hún gat svarað frekari spumingum lögreglumanna. Loks gat hún greint frá því að þær heföu verið aö vinna saman á veitinga- staðnum fram til klukkan þrjú um nóttina. Dana átti ekki bíl og því var hún vön aö skipta um föt á vinnustaðn- um og skokka heim til sín, en hún bjó í námunda viö garðinn þar sem hún fannst eftir árásina. „En í nótt kom kærasti minn til að sækja mig í vinn- una og við buðum Dönu að keyra hana heim. Hún þáöi það og viö keyrðum hana heima aö dyrum. Við horfðum á eftir henni inn í húsiö og sáum engan annan á ferli,” sagöi konan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.