Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Page 2
2
DV. LAUGARDAGUR 7. JANUAR1984.
Dregið í jólagetraun DV:
Fyrstu verölaun fóru upp á Skaga
— og6. verðlaun líka
Starfsmenn Akranesbæjar unnu í
gær aö hreinsun og lagfæringum
eftir sjávarganginn í fyrradag.
Starfsmenn fyrirtækja, sem uröu
fyrir tjóni, höföu og næg verkefni viö
aö laga til. I mörgum íbúðarhúsum
þurfti heimilisfólkiö einnig að taka
til hendinni.
„Þaö er geysimikið starf eftir viö
aö hreinsa,” sagöi Daníel Arnason
bæjartæknifræöingur í samtali viö
DV.
Bæjarstarfsmenn unnu aö því aö
skrá skemmdir. Tryggingamenn
voru mættir í bæinn til aö meta
tjóniö.
Ljóst er aö iðnaöarhverfið viö
Ægisbraut varð verst úti. Stór-
skemmdir uröu einnig á byggingu
Haralds Böövarssonar. Tvö skörö
komu í hafnargarð í Lambhúsasundi
en aöalhafnargaröurinn slapp. Enn-
fremur hrundu skreiöarhjallar á
Breiö. Mörg íbúöarhús uröu einnig
fyrir tjóni.
-KMU.
Sjötugur maður er.
TÝNDUR
Lýst er eftir 70 ára gömlum manni
Kristjáni Jenssyni, Alftamýri 10
Rvík.
Kristján er 175 cm hár, þrekvax-
Þessi maður er týndur. Hann heitir
Kristján Jensson til heimilis aö
Alftamýri 10 Reykjavík. Síðast sást
til hans við heimili hans um klukkan
tvö aðfaranótt miðvikudags.
inn, gráhæröur og notar gleraugu.
Hann var kiæddur í brúnan mokka-
jakka, gráar buxur og í svörtum
skóm. Hann var með brúna mokka-
húfu og með brúnar mokkalúffur.
Kristján sást síðast viö heimili sitt
um kl. 02.00 sl. miövikudag. Þeir sem
geta gefið upplýsingar um ferðir
Kristjáns eftir þann tíma vinsamleg-
I ast láti lögregluna vita.
-JGH.
— spurðu vinningshaf arnir á Akranesi
þegar þeim var tilkynnt um tölvuna
sem eráleið tilþeirra
„Jú, þaö ætti ekki aö vera verra aö
eiga tölvu,” sagði Jón M. Jónsson raf-
suðumaöur á Akranesi þegar honum
var tilkynnt um að hann heföi hreppt
fyrstu verðlaun í jólagetraun DV að
þessu sinni. „Annars er heiöurinn ekki
múin því þaö var konan sem fyllti út
seðlana, ég stend aldrei í svoleiðis
löguöu, lætmér nægja aölesa blaöiö.”
Eiginkona Jóns, Rut Hjartardóttir,
segist ekki vera vön aö vinna í svona
getraunum eöa öörum „lotteríum” þó
aöhún sé iöin viö aö taka þátt í sliku.
„Viö erum náttúrlega ákaflega
ánægð meö aö hafa unnið tölvuna en ég
■veit samt ekki almennilega hvaö
maöurá aögera viöslíkahluti.”
— Þær geta víst allt.
„Ef þessi nýja eign okkar getur soöið
mat þá er ég ánægö,” sagöi Rut, „svo
ég tali nú ekki um ef hún gæti rafsoðið
fyrir manninn minn”.
Jón M. Jónsson og Rut Hjartardóttir
búa á Reynigrund 5 á Akranesi ásamt 3
börnum sínum og DV óskar þeim til
hamingju meö nýju fjölskyldumeð-
liminn.
-EIR.
Þaö var mikill spenningur á rit-
stjórnarskrifstofum DV í gærmorgun
og ekki aö ástæöulausu. Þaö var von á
vini okkar, honum Stubbi, sem hafði
lofaö aö draga í stórglæsilegri jólaget-
raun okkar og hans þar sem verömæti
vinninga nam tugum þúsunda — allt
frá Radíóbúöinni í Skipholti.
Þátttaka lesenda DV í getrauninni
var meö eindæmum góö, mörg þúsund
lausnir bárust frá ungum jafnt sem
öldnum og þaö verður aö segja lesend-
um okkar tii hróss aö langflestar voru
þær réttar. Þaö sama verður ekki sagt
um loforö vinar okkar Stubbs um aö
koma í heimsókn til okkar á þrettánd-
anum og draga úr réttum lausnum. A
síöustu stundu barst skeyti ofan af
fjöllum þar sem stóö: — Kemst ekki /
stopp / vegna óveðurs / stopp /
Stubbur/stopp.
Því varö aö ráöi aö fá aö láni
Guörúnu Hjörleifsdóttur ritara úr
vistarverum yfirmannanna og meö
bundið fyrir augun dró hún 6 umslög úr
bunkanum stóra sem fyUti nær því
heilt herbergi.
Og þá koma vinningshafarnir:
Fyrstu verölaun, APPLE Il-tölva aö
verðmæti 22000 krónur komu í hlut
Jóns M. Jónssonar, Reynigrund 5 á
Akranesi.
Onnur og þriöju verölaun, takkasím-
ar meö 10 númera minni fengu þau
Fyrstu verðlaun í jólagetraun DV, APPLE II-tölva, eru engtn smásmíð eins og
sést hér á myndinni en hún ætti samt að komast upp á Skaga þar sem Jón M. Jóns-
son og fjölskylda bíða spennt.
Júlíus Helgi Eyjólfsson, Sæviöarsundi
29 í Reykjavík og Eygló Friöriksdóttir,
Strandgötu 83 á Eskifiröi.
Fjórðu, fimmtu og sjöttu verðlaun,
Clairol likamsnuddtæki komu í hlut
Þóru Bjarkar Magnúsdóttur, Mööru-
felli 3 í Reykjavík, Hrafnhildar O.
Siguröardóttur, Grófarseli 24 Reykja-
vík, og Omars Ragnarssonar,
Sóleyjargötu 6 á Akranesi.
DV og Stubbur óska vinningshöfun-
um til hamingju meö jólaglaöninginn
þó seint sé og þakka jafnframt öllum
þeim þúsundum sem tóku þátt í leikn-
um. Þeir fá annaö tækifæri um næstu
jól. -EIR.
Guðrún Hjörleifsdóttir með umslögin 6. Vinningarnir eru í böfn hjá þeim heppnu.
GETUR HÚN
ELDAÐ MAT?
AKRANESBÆR í
HREINGERNINGU
EFTIR ÓVEÐRIÐ
Jón M. Jónsson og Rut Hjartardóttir
ásamt börnum sínum.Hirti, Dagnýju
og Hörpu, á heimiii sínu á Akranesi í
gær.
DV-myiid
Dúi Landmark.