Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Qupperneq 4
4
Fréttajjcs
DV. LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1984.
Skreiðarmarkaðurinn í Nígeríu undir byltingarstjórn Buharis:
Mútukerfið afnumið?
Hærra skilaverð?
Meiri skreiðarsala?
• %
jákvæða bannað, jafnvel til samanburðar, þótt ekki væri nú meira?" Þetta sagði þekktur skreiðarútflytj-
andi í sam tali við D V á dögunum. B V-m ynd.
Skreið, sem er hertur fiskur og
hertir fiskhausar, er á margan hátt
merkileg útflutningsvara. I opinber-
um skýrslum og þess heldur í munni
fiskverkenda og fiskseljenda eru
þetta tvær skyldar vörutegundir. En
í hugskoti annarra er varla geröur
greinarmunur á því hvort rætt er um
hertan fiskbúk eða hertan f iskhaus.
Almenningur í landinu sér þennan
• varning sem slíkan nær eingöngu á
myndum eða hangandi í trönum víös
vegar i kringum útgerðarpláss. Það
er varla að fólk, nema þá nátengt
sjósókn og fiskverkun, skynji frænd-
semi harðfisks og bitafisks við
skreiðina. Og ég að minnsta kosti
man ekki eftir haröhausum eða bita-
hausum í búöum.
Hertur fiskbúkur og hertur fisk-
haus veröa eitt hér undir skreiðar-
nafninu. Enda voru þeir óaðskiljan-
legir í lifanda lífi og eru það deyddir
og hertir nema hvað hlutarnir seljast
á mismunandi verði.
890 milljónir í fyrra
Ekki er það leyndarmál að sá botn-
fiskur sem við köllum góðan fisk er
fyrst og fremst nýttur í frystingu sé
hann ekki seldur ferskur. Ellegar til
söltunar þar sem frystingu verður
ekki við komið eða að vissu marki til
jafns við frystinguna. En síöan til
herslu, í þessa svokölluðu skreiö.
Þetta er þó alls ekki einhlítt lögmál
og það er ekki fremur gæðamunur en
stæröarmunur sem ræöur örlögum
fisks í skreið. Sá litli hentar sem
dæmi hvergi betur.
A nýliðnu ári fluttum viö út fiskaf-
urðir fyrir um 15.000 milljónir króna.
Þar af skreiö (búka og hausa) fyrir
um 890 milljónir. Af þessum tölum
má marka þýðingu skreiðarinnar í
útflutningi fiskafurða eins og ástatt
var á fiskmörkuðum okkar þetta
einaár.
Ailt til Nigeriu
Það er einstakt við sölu skreiöar-
innar að hún er öll seld til eins lands,
til Nígeríu. Samkvæmt landabréfa-
bók er Nígería viö Gíneuflóa inn af
Atlantshafi og afskaplega nærri mið-
baug jaröar. Landið er næstum nífalt
stærra en Island. Og íbúarnir eru
taldir vera langt í 100 milljónir, á
ýmsan hátt sundurleitir og talandi á
um 200 tungum og mállýskum.
Af sjálfu leiðir að skreiðarsala
okkar til þessarar þjóöar, sé hægt aö
tala um eina þjóð, er ekkert sem
varðar almannaheill í Nígeríu. En
hún byggist á þvi aö einhvern tímann
og með einhverjum hætti varö skreið
herramannsmatur í orösins fyllstu
merkingu, þó nær aðeins í suðurhluta
landsins, viðsjóinn.
Mín vegna gæti þessi fíkn átt rætur
aö rekja til einhvers samkrulls úr
tengslum Breta og Nígeríumanna,
en Nígería var bresk nýlenda lengi
og til 1960. Það er aukaatriöi í málinu
hvar skreiðarneyslan byrjaði. Ollu
varðar að nógu margir Nígeríumenn
eru svo sólgnir í skreiöina aö hún er
og verðursöluvara þar.
Tvö „gagnkvæm góöæri"
Eftir að olía fannst í Nígeríu tók
allt aö snúast um hana í þjóöarfram-
leiðslunni. Umfangsmikilli matvæla-
framleiðslu var ýtt til hliðar og á
seinni hluta áttunda áratugarins
settu þeir traust sitt fullkomlega á
olíuna.
Það stóöst á endum. Nígeríumenn
höföu grætt ógrynni á olíunni. Yfir
okkur dundi veröfall á helstu fisk-
afurðunum meö fangiö fullt af fiski.
Viö settum kúfinn í skreið og seldum
1980 og 1981 heil firn af þessum
herramannsmat til Nígeríu. 1981
voru það 19.000 tonn af búkum og
6.800 tonn af hausum. En það svar-
ar til 146.000 tonna af fiski upp úr sjó,
því 7,7 tonn þarf úr s jónum til þess að
búa til tonn af hertum búkum.
Þetta voru tvö „gagnkvæm góð-
æri” í skreiðarviðskiptum okkar við
Nígeríumenn.
Breytt staða, nýir siðir
A þessum sömu árum breyttust
hins vegar framtíðarhorfur beggja,
þjóðanna. Olían hrapaöi í tekjum
Nígeríu um nærri 60% vegna verö-
falls og takmörkunar á framleiðslu
vegna markaösaðstæðna. Og um líkt
leyti hækkaði aftur verð á helstu fisk-
afurðum okkar. Það er ljóst að ís-
lenskir fiskverkendur og útflytjend-
ur skynjuðu ekki þessar breytingar
nógu tímanlega. Of mikið var verkað
ískreiðof lengi.
Þó er óvíst hverju þetta munaði.
Bæði var afli góöur og upp voru tekn-
ir í miklu ríkari mæli en áður í
Nígeríu siðir í viðskiptum, sem
islenskum ráðamönnum voru lítt
þóknanlegir. Mútur í gervi æ hækk-
andi afsláttar frá umsömdu, opin-
beruverði.
Norömenn, sem eru einu keppi-
nautar okkar á skreiðarmarkaðnum
í Nígeríu, voru næmari á nýju siðina
og það kom ljóst fram í tölum yfir
skreiðarsöluna 1982.
Nýir siðir og bylting
A gamlársdag nú nýlega tók her-
byltingarstjórn völdin af rúmlega
fjögurra ára og nýendurkjörinni
lýðræöisstjórn. Gegn spillingu og þar
meömútum.
Skreiðarsala okkar og Norðmanna
til Nígeríu síðustu tvö ár eru talandi
dæmi um kerfiö þar, sem nú á aö
kæfaog uppræta.
A þessum árum hafa matvælakaup
Nígeríumanna veriö háð leyfum
stjórnvalda og samt verið fengin í
mikilli samkepnni innflytjenda sem'
hér hafa kallast umboðsmenn.
Skreiöarkaup hafa verið hreint smá-
ræði í öliu þessu dæmi eins og gefur
að skilja. Umboösmennirnir hafa því
hreint ekki veriö aö etja okkur og
Umsjón:
Herbert Guðmundsson
Norðmönnum saman um skreiðar-
sölu. Þarna höfum við veriö peö í
hópi matvælaframleiðenda almennt.
Samt með dáUtla sérstööu vegna
fíknar nokkurra sunnanmanna af
þessari 100 milljóna þjóð.
Þaö voru og eru talin eöUleg um-
boðslaun tU umboðsmannanna aö
greiöa þeim 2—4% sem afslátt af
söluandvirði. En í kapphlaupi níger-
ískra umboðsmanna um innflutn-
ingsleyfi vegna matvæla ruku nú
umboðslaunin upp og síðast í 20%,
jafnvel 25%. Muninn á eðUlegumum-
boðslaunum og þessum umboðslaun-
um notuðu þeir síöan almennt tU
þess að „kaupa” innflutningsleyfi.
Meö öðrum orðum tU þess aö múta
embætissmönnum og ekki síður
stjórnmálamönnum.
Opinbert leyndarmál
Viöskiptahættir af þessu tagi hefðu
heldur betur hrist upp í Bandaríkja-
mönnum eins og dæmin sanna. En
víða í Evrópu þykir ekki ástæða til
þess aö æsa sig út af þeim.
Norðmenn lögðu sem dæmi blessun
sína yfir þá opinberlega með ríkis-
ábyrgö. Hér tregðuðust stjórnvöld
við að „líta fram hjá” þeim og þess
vegna varð skreiðarsala okkar 1982
hreint smáræði eftir metsöluárið
1981. En Norðmenn seldu mUilu
meira.
Það hefur ekki veriö opinberlega
viðurkennt að íslenskir útflytjendur
hafi selt Nígeríumönnum skreiö síð-
ustu misseri meö aUt að 20% afslætti
til umboðsmannanna. Það er samt
vitaö og er opinbert leyndarmál.
Greiðslur þessara umboðslauna hafa
ekki farið undir borðið heldur eftir
venjulegum viðskiptaleiðum og því
meö samþykki stjórnvalda.
Mútukerfið afnumið?
Viðmælendur mínir um Nígeríu-
málerusammála umaðMohammed
Buhari hershöfðingi, sem nú fer meö
forsetavald í Nígeríu, sé einlægur í
baráttu gegn spillingu í viðskiptalíf-
ini og aö mútur í tengslum viö inn-
flutning og leyfisveitingar hverfi að
mestu eða öllu nú þegar. En þeir eru
ekki jafnvissir um að þar með hafi
þær endanlega verið afnumdar.
Mútukerfið sé rótgróið í fjölmennu
embættismannaliði hjá þessari
geysifjölmennu þjóö og Buhari muni
þurfa á stuðningi þess að halda.
Ogerlegt sé aö skipta um liö nema
eiga upplausn á hættu. Þaö sé þvi
vissara aö slá engu föstu um afdrif
mútuspillingar um aldur og ævi.
Hærra skilaverð?
En hvaða þýðingu hefur það fyrir
okkur ef umboðslaun lækka nú úr
20%, sumir segja jafnvel 25%, niður í
2—4%. Fáum við þá þeim mun meira
fyrir þá skreið sem við kunnum aö
selja Nígeríumönnumá næstunni?
Verösamningur sem gilt hefur síð-
ustu tvö ár var um dollaraverö á
tonn eða pakka. Dollarinn hefur sem
kunnugt er sífellt hækkað að verö-
gildi. Þegar af þeirri ástæöu má bú-
ast viö aö gjaldmiðill Nígeríu verði
felldur gagnvart dollara. Þaðer önn-
ur ástæða fyrir líklegri afstöðu
Nígeríumanna.
Loks þarf ekki að segja núverandi
valdhöfum frekar en fyrrverandi
hvernig umboðsmönnum tókst að
veröa sér úti um gilda mútusjóöi. Sú
dulda verðlækkun var og er stjórn-
völdum í Nígeríu ljós. Vafalítiö
ganga þau á lagiö.
Þaö eru spádómar fróðra manna
um skreiöarmálin að við getum kall-
ast góðir ef við höldum því raunveru-
lega skilaverði fyrir skreiðina sem
gilt hefur síöustu tvö ár.
Meiri skreiðarsala?
Skreiðarsala okkar og Norðmanna
hefur verið þessi síðustu þr jú ár:
Isl. tn. Nor.tn.
1981:
bú. 19.000 22.000
hau: 6.800 3.600
1982:
bú. 4.260 11.000
hau. 3.240 540
1983:
bú. 6.700 6.700
hau. 5.400 3.000
Hér stendur bú. fyrir búka og hau.
fyrir hausa.
Og þetta er sem sagt jafnframt
umfang skreiðarmarkaðsins í
Nígeríu því aðrar þjóðir selja ekki
þangað fisk af þessu tagi.
Það virðist nokkuð samdóma álit
að svipuð sala í ár og í fyrra nægi
okkur. En þaö sé jafnvel óvíst að við
getum boöið nóg vegna aflatakmark-
ana.
I skreið notum við aöallega þorsk,
þá nokkuðaf ufsa, keilu, löngu (mest
blálöngu) og lítilsháttar af ýsu. A
aöaltegundunum er nú í gildi um
350.000 tonna aflahámark. En til þess
aö geta boðið 7.000 tonn af skreið þarf
54.000 tonn af fiski úr sjó.
I annan staö eru skreiöarseljendur
hér ekki öruggir um áhuga núver-
andi valdhafa í Nígeríu á því aö
kaupa herramannsmat ofan í sunn-
lendinga. Þeir eru nefnilega aðallega
norölendjngar. Þó er engan veginn
fullvíst aö það setji strik í reikning-
inn. Og því skyldu ekki noröanmenn
sem komnir eru til þess aö uppræta
spiilingu og misrétti unna sunnan-
mönnum mata r síns ?
Allt sem gerist í þessum málum og
málum Nígeríu almennt um þessar
mundir vegur óneitanlega talsvert í
okkar pyngjum, til eða frá, þótt
skreiðin sé ekki með aldrýgstu auös-
uppsprcttunum.
HERB