Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Blaðsíða 6
Ferðamál
Ferðamál
Ferðamál
vekja 19. aldar yfirbragð hússins um
leið og nýjasta tækni var þar inn-
leidd. Sætum var fjölgaö um 140,
leiksviðið er þrisvar sinnum stærra
en áöur og húsið er nú búið full-
komnu loftræstikerf i.
Leikhúsgestir ættu ekki að þjást
af þorsta því að fimm barir eru nú í
húsinufyrirgesti.
Söngleikurinn Blondel er fyrsta
verkið á fjölunum á Vic eftir opnun-
ina, en sá leikur er eftir Tim Rice og
Stephen Oliver. Þann 18. janúar
verður svo frumsýning á Master
Class, nýju leikriti eftir David Pown-
all þar sem Timothy West fer með
hlutverk Stalin. Nýr eigandi Vic er
fjármálamaöur frá Kanada, Ed
Mirvish aö nafni. Hann hyggst
breyta rekstrarfyrirkomulaginu á
þann hátt til að byrja meö aö tak-
marka sýningarfjölda á hverju verki
til aö auka f jölbreytnina.
Bandarísk briiðhjén
um Reykjavíkurhelgi:
ísland ber af
öðruni Evrópulöndnm"
Alltaf þykir okkur ljúft er erlendir
feröamenn ljúka lofsorði á land og
þjóð eftir heimsókn hingað til lands.
Feröamálaráði Islands barst fyrir
skömmu bréf frá Bandaríkjamanni
sem hafði viðdvöl hér á landi í brúð-
kaupsferð til Evrópu. Ekki er að orð-
lengja það að Mark C. Deren, en svo
heitir maöurinn, lýsir því yfir skýrt
og skorinort aö af 10 Evrópulöndum
sem þau hjón heimsóttu hafi Island
borið af. Landið eigi sér enga hliö-
stæðu landfræðilega, og íbúarnir ein-
staklega vingjarnlegir. Hjónin
dvöldu yfir helgi í Reykjavík og
brugöu sér meöal annars í Holly-
wood. Þar skiptust þau á oröum við
samkomugesti sem umsvifalaust
slógu upp veislu þeim til heiöurs þeg-
ar fréttist að þau væru á brúðkaups-
ferð. Þá segir Mark að ferðin meö
Flugleiðum hafi verið stórkostleg og
matur og þjónusta um borð „magni-
ficant”.
En maðurinn lætur sér ekki nægja
að skrifa Ferðamálaráði og lýsa þar
ánægju sinni með Islandsdvölina.
Hann sendi meö bréfinu grein sein
hann hefur samið um Island til birt-
ingar í blaði fyrir westan. Má ekki á
milli sjá hvort hann er hrifnari af
landi eða þjóð og er þarna á ferö hin
besta Islandskynning.
-SG
Leikbrúður frá 16 löndum
Fyrst leikhús ber á góma er ekki
úr vegi að geta þess aö eitt af þeim
festivölum, sem fram fara í Bret-
landi vegna „Heritage 84”, er alþjóö-
leg leikbrúðuhátíð. Hún hefst 23.
apríl og stendur í hálfan mánuð.
Byrjað verður í London en auk þess
fara sýningar fram víða á Bretlands-
eyjum.
Fjörutíu brúðuleikhús frá 16 lönd-
um taka þátt í þessari hátíð og eru
áætlaðar samtals 500 sýningar í 40
leikhúsum.
Miðar á háifvirði og
Abbacadabra
Það er ástæða til aö minna leik-
listarunnendur á, þá þeir eru staddir
í London, að hægt er aö gera góö
kaup í leikhúsmiöum á Leicester
Square. Þar var opnuð miöasala fyr-
ir þremur árum sem selur leikhús-
miöa á sýningar kvöldsins á hálf-
virði. Salan hefur fariö fram úr öll-
um áætlunum og er nú um eitt þús-
und miöar á dag að jafnaöi. Miðar á
góöum staö í leikhúsunum í London
kosta sjö til tíu pund, en þarna eru
sem sagt seldir miöar á sýningar
sama dag og miöinn er keyptur með
50% afslætti. Áður en við skiljum viö
leikhúsin skal þess getiö að 21.
janúar næstkomandi er áætlaö aö
ljúka sýningum á söngleiknum
Abbacadabra í Lyric Theatre. Þar
eru flutt gömlu ABBA lögin ásamt
mörgum nýrri. Meðal flytjenda eru
Elaine Paige sem þekkt er úr Evitu
og Cats, Finola Hughes, sem margir
kannast við úr Travolta myndinni
Staying Alive, og loks er það Skotinn
B.A. Robertson, sem kom til Islands
fyrir nokkrum árum og gerði mikla
lukku eins og þar stendur.
Útsölurnar blómstra
Ekki er rúm til aö rekja fleiri við-
burði í tilefni af „Heritage 84” aö
sinni. Sem fyrr segir er hér um aö
ræða framtak og samvinnu margra
aðila, enda er feröaþjónustan háþró-
uð atvinnugrein í Bretlandi og þar
eru menn þess vitandi að alltaf þarf
að fitja upp á nýjungum og viöburð-
um af ýmsu tagi til að laða að ferða-
menn og lífga upp á tilveruna. Ekki
er endalaust hægt að lifa á frægð
fornra kastala. En svona í lokin er
rétt aö víkja frá listviðburöum og
láta þess getið aö nú blómstra út-
sölurnar í London. I Harrods er út-
sala til 28. janúar, til sama tíma í
Selfridges og Liberty og þannig
mætti lengi tel ja. -SG
Bretar hafa skipulagt árid 1984með þarfir ferðamanna í huga:
Hver viöhurdurinii
á f ætur ödrum
út allt þetta ár
Brcska ferðamálaráðið og aðrir
aðilar þar í landi sem simia ferða-
málum vænta mikils af því ári sem
nú er að byrja. Þema þessa árs er,
„Heritage 84”, og hafa mörg þúsund
viðburðir af ýmsu tagi verið skipu-
lagðir til að minnast ýmissa atburða
í sögu lands og þjóðar. Efnt er til list-
sýninga af öllu tagi vítt og breitt um
Bretlandseyjar, hótel og gististaðir
bjóða sérstök kjör á vissum timum,
kappleikir verða háðir, sögulegar
byggingar opnaðar að nýju eftir
endurbætur og þannig mætti lengi
telja.
Allt þetta er talið ýta mjög undir
heimsóknir erlendra ferðamanna
auk þess sem þess er vænst að lands-
menn láti ekki sitt eftir að liggja,
heldur ferðist um eigið land og fylg-
ist með því sem er að gerast á þessu
ári. Hér á eftir vcrður leitast viö að
drepa á eitthvað af því sem boðiö er
upp á í Bretlandi á þessu ári í tilefni
af „Heritage 84”.
Listahátíð í 333 daga
Sérstakar listahátíðir fara fram á
25 stöðum frá því í mars til ársloka
og standa þær samtals í 333 daga. Inn
í þessari tölu er Ustahátíðin í Edin-
búrg sem hefst 12. ágúst, en það var
einmitt á þeirri hátíð sem Viðar
Eggertsson gerði garðinn frægan í
fyrra.
Listunnendúr sem vilja fá sem
gleggstar upplýsingar um þaö sem
fram fer í þessa 33 daga ættu aö
verða sér úti um eintak af bæklingn-
um „British Arts Festivals 1984”, en
þaö er British Tourist Authority, 64
St. Jame’s Street, London SWIAINF
í London sem gefur bæklinginn út.
Fyrsta hátíöin er Camden Festival í
London frá 17. til 31. mars, þar sem
þrjár óperur verða fluttar.
Málverk gömlu
meistaranna
I Royal Academy of Arts í London
stendur nú yfir sýningin „The Genius
of Venice, 1500—1600”. Hér er um að
ræða mestu sýningu á verkum gömlu
ítölsku meistaranna sem haldin hef-
ur verið á Bretlandi síðan 1930.
Þarna eru tU sýnis um 200 listaverk
sýningunni lýkur þann 11. mars
næstkomandi.
Orwell og 1984
Georg Orwell bjó á eynni Jura, út
af vesturströnd Skotlands, meðan
hann skrifaði hina frægu bók 1984.
Jura hótel í bænum Craighouse á
eynni ætlar að efna tU fjögurra
Orwells-vikna á þessu ári, í apríl,
júní, júlí og ágúst. Gestir fá tækifæri
tU aö ræða við eyjarskeggja sem
muna höfundinn þá er hann dvaldi í
eynni og horfa á kvikmyndir sem
hafa verið gerðar eftir verkum hans.
Hver gestur borgar 160—170 pund
fyrir gistingu í sjö nætur og innifald-
ar í verði eru allar máltíðir. Jura er
28 mUna löng eyja, klettótt og fremur
hrjóstrug.
Vic opnað á ný
Hiö 165 ára gamla leikhús Vic í
London hefur veriö opnað á ný eftir
gagngerar endurbætur sem kostuðu
sem svarar 80 mUljónum íslenskra
króna. Þær breytingar og endurbæt-
ur sem voru gerðar á leikhúsinu mið-
uðu annars vegar að því að endur-
sem eru í eigu ýmissa kirkna á
Italiu, auk verka úr einkasöfnum.
Þarna gefst fágætt tækifæri til að
skoða verk eftir ekki ómerkari menn
en Titian, Vecchio og Veronese. List-
George Orwell.