Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Side 7
Hermann Gunnarsson, formaöur Samtaka íþróttafréttamanna, sést bér afhenda Einari hina glæsilegu styttu. DV-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson. EINflR MEÐ FULLT HÚS ATKVÆÐA Samtals hlutu 26 íþróttamenn atkvæöi í kosningunni um íþróttamann ársins 1983. Einar Vilhjálmsson hlaut 60 atkvæði af 60 mögulegum en þeir sem urðu í tíu efstu sætunum voru þessir: 1. Einar Vilhjálmsson, UMSB, frjálsar íþróttir, 60 2. Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart, knattspyrna, 42 3. Atli Eðvaldsson, Fortuna Diisseldorf, knattspyrna, 34 4. Bjarni Friðriksson, Ármanni, júdó, 31 5. Sigurður Lárusson, ÍA, knattspyrna, 26 6. Þórdís Gísladóttir, ÍR, frjálsar íþróttir, 17 7. -8. Kristján Hreinsson, UMSE, frjálsar íþróttir, 13 7.-8. Eðvarð Þ. Eðvarðsson, Njarðvík, sund, 13 9.-10. Kristin Gisladóttir, Gerplu, fimleikar, 11 9.-10. Kristján Arason, FH, handknattleikur, 11 Einar Vilh jálmsson — Iþróttamaður ársins 1983: „Sjaldan fellur eplið langt f rá eikinni” — sagði Hermann Gunnarsson þegar Einar var krýndur í hóf i Samtaka íþróttaf réttamanna og Veltis hf. í gær „Sjaldan fellur eplið langt frá cikinni,” sagði Hcrmann Gunnarsson, formaður Samtaka íþróttafrétta- manna, þegar hann tilkynnti í gær aö Einar Vilh jálmsson væri íþróttamaður ársins 1983 í hófi að Hótel Loftleiðum sem Samtök iþróttafréttamanna og Veltir hf. héldu. — Það er kunnara en frá þurfi að segja að Einar er sonur Vilhjálms Einarssonar, þess mikla afreksmanns hér á árum áður sem meðal annars varð annar í þrístökki á ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956. Skömmu eftir fæðingu Einars, áriö 1960 (1. júní), fagnaði faðir hans þessum stæðilega, rauðbirkna víkingi með því að verða fimmti á ólympíu- leikunum í Róm, sagði Hermann og hann benti á að það væri örugglega einsdæmi í heiminum að feðgar hefðu verið kjörnir íþróttamenn ársins í heimalandi sinu. — Eg hef verið svo lánsamur aö geta fylgst meö og kynnst Einari á síöustu árum, sannari íþróttamann og heil- brigöari félaga hefi ég ekki þekkt. Einar er reglumaður á áfengi og tóbak, fullkomin fyrirmynd æskufólks á öllum sviðum, hreinlyndur, heiöar- legur, ákveðinn og jákvæöur og vinnur markvisst aö öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Þetta er ekki orðagjálfur á stund sem þessari heldur stór orö og sönn sem sæma þessum unga og sanna afreksmanni. Einar, viö erum stolt af afrekum þínum, framkomu og árangri og þú hefur veriö þjóö þinni til sóma jafnt innan vallar sem utan. Þaö er mér sérstakur heiöur aö fá tækifæri til aö afhenda þér þennan veglega verö- launagrip og sæmdarheitið íþrótta- maöur ársins 1983 áttu sannarlega skiliö kæri vinur. Eg vil þá biðja þig um að koma hér upp sem íþróttamaður ársins 1983, sagöi Hermann. „Mikil hvatning fyrir mig" — Eg er aö sjálfsögöu í sjöunda himni yfir þvi aö vera kjörinn íþrótta- maöur ársins — og það er mikil hvatn- ing fyrir mig aö gera enn betur á kom- andi árum, sagöi Einar Vilhjálmsson þegar hann var búinn aö taka viö hinni glæsilegu styttu sem fylgir sæmdar- heitinu íþróttamaöur ársins, en þaö var einmitt faðir hans sem handlék þá styttu fyrstur íslenskra íþróttamanna. Einar, sem er 23ja ára, stundar nám í læknisfræði í Bandaríkjunum — jafn- hliöa því sem hann æfir af fullum krafti spjótkast og undirbýr sig af kappi fyrir ólympíuleikana í Los Angeles sem veröa haldnir í sumar. Haraldur Hjartarson, fulltrúi hjá Velti hf. — umboösaöilum Volvo á Islandi, færöi Einari eignarbikar að gjöf frá fyrirtækinu og tilkynnti aö Veltir hf. myndi kosta ferðir og uppi- hald Einars til aö hann gæti verið viö- staddur þegar allir íþróttamenn ársins á Noröurlöndum kæmu saman þegar íþróttamaöur Norðurlanda væri út- nefndur en sá íþróttamaöur fær hinn veglega Volvobikar. -SOS Tveir af stofnendum Samtaka íþróttafréttamanna — Sigurður Sigurðsson. Hinir stofnendurnir voru Frímann Helgason og Hallur Símonarson. Aðeins fjórir íþróttamenn, sem vorn í efstu tíu sætunum, gátu mæti — þegar íþróttamaður ársins var útnefndur. Hér á myndinni eru Steinunn Guðnadóttir (eiginkona Atla Eðvaldssonar), Sigurður Lárusson, Kristín Gisladóttir, Bjarni Ág. Friðriksson, Einar Vilhjálmsson og Þorgerður Gunnarsdóttir (Eyjólfssonar, leikara — unnusta Kristjáns Arasonar). Þorgerður leikur handknattleik með IR. ' DV-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.