Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Síða 8
8
DV. LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1984.
Frjálst.óháð dagbiað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLÚN HF.
Stjórnarformaður og útgáfusfjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fróttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjó'-ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SIÐUMULA 12—14. SIMI 86AU. Auglýsingar: SIDUMÚLA 33. Sl Ml 27022.
Afgreiósla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27 022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Setning,umbrot, mynda ogplölugerð. HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
Árvakurhf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuðí 250 kr. Verð í lausasolu 22 kr.
Helgarblað25kr.
Neytandinn græðir á frelsinu
Samkeppnin í smásöluversluninni á höfuðborgar-
svæðinu hefur leitt til lægra vöruverðs. Fjölmargir stór-
markaðir hafa risið á undanförnum árum, keppt um
markaöinn og boðið neytendum upp á hagstætt verðlag og
meiri þjónustu.
Sumir kunna að halda því fram að verslanir séu fleiri
og stærri en markaðurinn leyfir og að því komi að einhver
þeirra fari á hausinn, verði gjaldþrota. En meðan hér
ríkir frjáls verslun og einstaklingar eða fyrirtæki finnast
sem vilja taka áhættuna af því að reka verslun hlýtur
það aö vera á ábyrgð hvers og eins hvort hann leggur
stund á þessa atvinnugrein. í þeim efnum gilda lögmál
framboðs og eftirspurnar, veltu og sölu, tap eða gróði.
Þau lögmál eru jafnframt forsendur þess að verslun verði
í þágu neytandans; að hún sé þannig úr garði gerð aö
vörur, verð og þjónusta laði viðskiptavini að.
Frjálsræði í verslun hefur alla yfirburði yfir einokun í
verslun. Frelsiö skapar samkeppni sem kemur neytand-
anum til góða. Einokunin hirðir ekki um þjónustu við
viðskiptavininn. Einokunin neyðir neytandann til
viðskipta þótt honum líki hvorki varan né verðið. Hann á
ekki annarra kosta völ.
Verslunarfrelsi og samkeppni laöar fram samanburð á
gæðum vörunnar og samkeppni í verði þjónustunnar.
Þetta hefur ríkisforsjármönnum gengið illa að skilja og
þeir hafa verið studdir af einstrengingshætti verkalýðs-
forystunnar sem alla tíð hefur haldið því fram að verð-
lagshöft og fjarstýrðar verðlagsákvarðanir væru besta
vörnin fyrir umbjóðendur sína.
Sannleikurinn er hins vegar sá að hagræöi í verslun,
stórmarkaðir og nýir verslunarhættir hafa verið umtals-
verðasta kjarabótin til handa launþegum.
Með tilkomu stórmarkaðanna hafa margir óttast að
„kaupmaðurinn á horninu” verði undir í samkeppninni.
En hér sem annars staðar, þar sem frjálsræði ríkir, hefur
samkeppnin sannað gildi sitt. Litlu kaupmennirnir hafa
komið með krók á móti bragði. Þeir hafa sjálfir bundist
samtökum um að nýta ekki fulla álagningu og hafa jafn-
framt gert ráöstafanir til innflutnings á lægra innkaups-
verði en áður.
Þeir hafa með réttu bent á að samtök þeirra, K-sam-
tökin, verði hér eftir stærsti stórmarkaður landsins. Eiga
þeir þá við að verslanir þeirra, þó smáar séu, eru dreifðar
um allt höfuðborgarsvæðiö. Það hlýtur að vera til
hagræðis fyrir neytendur sem geta þá leitað í næstu versl-
un í stað þess aö fara um langan veg í einhverja stór-
verslunina.
Þannig hefur kaupmaðurinn á horninu mætt harðnandi
samkeppni, sjálfum sér til varnar og neytandanum til
framdráttar.
Neytendur eru betur vakandi fyrir misháu vöruverði,
markaðurinn verður fjölbreyttari og samkeppnin verður
besta verðlagseftirlitið. Álagningarreglur verða úreltar,
opmfcera verðlagslöggjöf dagar uppi og verölagshöft
verða hlægileg, einfaldlega vegna þess að þau verða
óþörf.
Ríkisstjórnin hefur það á stefnuskrá sinni að gefa verö-
lagningu frjálsa þar sem samkeppni nýtur sín. Þeirri
stefnu er sjálfsagt að framfylgja á sem flestum sviðum
án þess að óttast þurfi hækkað vöruverð í kjölfar frjáls-
ræðisins. Markaðurinn og samkeppnin munu sjá til þess.
Þar sem atvinnurekstur fær að njóta sín án opinberrar
íhlutunar og miöstýrðrar ríkisforsjár verður niðurstaðan
ávallt sú að almenningur græöir. -ebs.
MhhJ er sitthvað
RO W og KA II
Tölvur eru auövitaö það sem koma
skal. Því neita ég ekki. Eg er
sannfæröur um þaö aö innan tíöar
veröur hvert einasta heimili tölvu-
vætt. Nú þegar er málum þannig
háttaö á mörgum heimilum aö fjöl-
skyldan safnast sama viö tölvu-
skerminn en ekki viö matarboröið
eöa sjónvarpið.
Eg er líka viss um þaö, aö þess
veröur ekki langt að bíöa aö tölvan
taki viö heimilisrekstrinum. Þá
veöur þaö fyrsta verk manns á
morgnana aö panta morgunmat og
rekstur hjá tölvunni, og meðan
maöur boröar sitt tölvuvædda rist-
aöa brauö meö sínu tölvuuppáhellta
kaffi mun tölvan renna upp á skjáinn
fyrir mann helstu fréttum dagsins.
Síöan mun tölvan tilkynna manni aö
hinn tölvuvæddi leigubíll sé kominn
til aö keyra mann á tölvuvædda
vinnustaöinn og um leiö og maður
kveöur heimilistölvuna meö kossi
minnir hún mann á aö það er rigning
úti og því ráölegra aö taka regn-
stað að koma fram í eldhús og líta út
um gluggann, sem sneri út aö
ÓlafurB. Guðnason
bakgarðinum. „Þarna er nú sjálf-
virka þvottavélin mín!” sagöi
Þaö voru auðvitaö vandamál. Ljón
í veginum, eins og sagt er. Þaö
stærsta var konan hans sem hamraði
á þeirri einföldu, leiðinlegu
meginstaöreynd aö þau heföu ekkert
viö tölvu að gera, ekki efni á aö
kaupa hana og enga kunnáttu til þess
aö nota hana til skynsamlegra nota.
Eins og eiginmenn gera oftast, þegar
rökum er beitt gegn þeim, varö vinur
minn fyrst niðurlútur og siöan þung-
lyndur.
Það stöövaöi hann þó ekki viö
iestur allra þeirra tölvutímarita sem
hann kom höndum yfir og seint og
snemma kom spúsa hans aö honum
þar sem hann sat andvarpandi yfir
litprentuðum auglýsingum um
Sinclair, Commodore og Atari. Þar
kom aö konan gafst upp og leyföi
honum aö kaupa ódýra tölvu. Við það
tók hann gleði sina aö nýju og hljóp
þegar af staö út í næstu búö.
Þar stóö hann frammi fyrir nýju
vandamáli. Hvaö þýðir allt þetta
slangur? Hver er munurinn á ROM
frakkann meö ef svo ólíklega vildi til
aö tölvuvæddi leigubíllinn bilaöi á
leiöinni og maður þyrfti að ganga
spottakorn.
Þegar svo líöur aö lokum
vinnudagsins, en mér skilst að
tölvuvæðingin muni stytta hann
mjög, hringir maöur í heimilistölv-
una og tilkynnir henni, aö í kvöldmat
eigi aö vera róstbíf meö ljúffengu
salati og frönskum kartöflum. Þegar
heim kemur eru engar franskar
kartöflur meö matnum af því aö
tölvan segir aö maður hafi fengiö
meira en nóg af sterkju þessa
vikuna. Svo asnast maöur til þess aö
tefla eina skák viö hina miklu móöur
og hún tekur mann auövitaö í bakarí-
iö, í sjaldséöum varianti af kóngs-
indverskri. Síöan fer maöur í háttinn
og getur ekki sofnað af ergelsi út í
tölvuna, sérstaklega af því að hún
gafhrókíforgjöf!
Þaö var fyrir um þaö bil tuttugu
árum, aö sjálfvirkar þvottavélar
komu fyrst til sögunnar hér á landi,
held ég. (Ef hægt er aö kalla svo
mckanísk fyrirbæri sjálfvirk, þegar
ekki var í þeim aö finna eina einustu
kísilflögu.) Þessar „sjálfvirku”
þvottavélar urðu þegar geysivinsæl-
ar, og á betur efnuöum heimilum
þóttu þær þegar í stað sjálfsagöar.
Svo bar til um þessar mundir aö
nokkrar húsmæöur voru saman-
komnar í heimboöi og ræddu þessi
undratæki. Kom þá í ljós aö allar
áttu þær „sjálfvirkar” vélar nema
gestgjafinn, sem bauð þeim þess í
húsmóðirin hreykin og benti á
tengdamóöur sína, aldraöa, sem var
að hengja upp þvott. ,,Og hún
straujar líka,” bætti húsmóöirin viö
sigrihrósandi.
Þessi ósmekklega saga rifjaðist
upp fyrir mér í þessu sambandi
vegna þess aö fyrir ekki löngu
ræddum viö nokkrir kunningjarnir
um tölvuvæöinguna og einn í hópnum
lýsti af mikilli innlifun og velþóknun
hinni yfirþyrmandi forsjá heimilis-
tölvunnar, eins og rakið er hér aö
ofan. Einn kunningjanna sagöist
hins vegar blása á allartölvur.
— Allt þetta sem þú lýstir gerir
konan mín og sitthvað annaö líka,
sagöi hann. — Nema hvaðkonan mín
vinnur mig ekki í skák. Ekki einu
sinni þó ég gæfi henni hrók í forg jöf,
sem mér dytti þó aldrei í hug aö gera!
Viö skulum yfirgefa þessi
karlrembusvín nú og reyna aö
gleyma þeim. En því megum við
ekki gleyma aö mörg vandamál, sem
framtíöarspekúlantar ræöa í
tengslum viö hina ókomnu tíö, eru
þegar oröin alvarleg og aðkallandi.
Eitt þeirra er tölvuvandamálið, sem
þegar er orðið aökallandi, þó ekki sé
þaö í þeirri mynd sem búast má við í
framtíðinni.
Tökum dæmi af góökunningja
mínum, grandvörum greindarpilti,
dulítið nýjungagjörnum. Hann
langaði í tölvu. Ekkert voða stóra
tölvu og ekki meö neinum
aukabúnaði. Bara litla heimilistölvu
tilþessaðleikaséraðá kvöldin.
og RAM? Hvaö þarf maður mörg K,
og þá verður aö hafa í huga aö hluti
af K er í ROM, en ekki RAM, og hvaö
þá? Sumar tölvur hafa bara RAM!
Þær hafa fjöldann allan af K-um! Er
það betra? Eöa verra? Og svo er það
Basic? Ekki er allt Basic eins! Hvaö
meöþaö.
Vini mínum sló niöur og
þunglyndiö ágerðist. Aö lokum fór
kona hans út í búö og keypti tölvu!
Hún hlustaði ekki á hjal sölumanna
um ROM og RAM, K og Basic af-
brigði. Hún valdi ódýrústu tölvuna
sem hún fann og fór með hana heim.
(Hún heitir Alexandra) þ.e. konan
heitir Alexandra, ekki tölvan.)
Vinur minn varð ákaflega
þakklátur og lét þaö veröa sitt fyrsta
verk aö setja heimilisbókhaldið inn á
tölvuna. Tekjur heimilisins sam-
viskusamlega inn færöar og út-
gjöldin sett á sinn stað. Vikulegt upp-
gjör úr ávísanaheftinu var fært inn
og gjalddagar allra víxla og skulda-
bréfa. Síðan var bara að slá á takka
og tölvan gaf upp hvaða upphæð stóö
.eftir af laununum, sem sagt á hverju
þau hjónináttuaö lifa.
Sú tala var neikvæð!
Hann kallaði skelfingu lostinn á
konuna sína og benti þegjandi á
töluna á skerminum. Hún brosti
góölátlega og sagði: — Þú hefur
gleymt aö draga skattana frá.
Vinur minn vinnur nú svo mikla
aukavinnu að hann hefur ekki tíma
til þess aö leika sér með tölvuna sem
rykfellur inniískáp.