Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 7. JANUAR1984.
9
Upp9 upp9 mín sál9
og aUt mltt geö
Miöaö viö allt umstangiö fyrir jól
og áramót er hátíöin fljótt um garö
gengin. I rauninni voru áramótin
eins og hver önnur helgi og skyndi-
lega vorum viö mætt til vinnu enn
einn mánudaginn og allt yfirstaðið.
Jólin, liöin, nýtt ár hafið.
Enda þótt fríiö hafi verið stutt og
hvíldin af skornum skammti, fer
ekki hjá því, aö einhvers konar
uppgjör fari fram í huga flestra viö
þessi tímamót. Menn líta aftur, rifja
Upp atburöi liðins árs, minnast mis-
jafnra stunda, ánægju og áfalla.
Hver á sína ævi, með hæöum og
lægðum, meö skini og skúrum.
Auðvitað hefur hiö liöna ár verið
mörgum erfitt eins og gengur.
Minnkandi vinna, fjárhagserfiöleik-
ar, fráfall vandamanna, sambúöar-
slit, veikindi og þar fram eftir götun-
um. Slíkt fólk minnist ársins meö
döprumhuga.
Aðrir geta minnst skemmtilegra
ferðalaga, aukins frama og vel-
gengni, nýfæddra barna, betri
afkomu. En hvort heldur er, þá fer
ekki milli mála, aö persónulegir
hagir, einkalif og eigin aðstæöur eru
ofar í huga hvers og eins heldur en
hitt, hvort veröbólga fari minnkandi,
afU dragist saman eöa þjóðartekjur
rýrni. Það eru Utlu hlutirnir, sem
veröa stórir. Það eru þeir, sem fyUa
upp í lífsmunstriö og skipta máli.
Söknuðurog
eftirvænting
Og þaö er í þessum efnum, sem
fólk tekur sinnaskiptum viö áramót,
gleðst yfú- góöu gengi eða herðir upp
hugann í andstreymi. Aramót boöa
kaflaskipti, sem vekja vonir, tími
heitstrenginga um bætt líferni. Hvort
sem viö höfum þolað mótlæti eöa
notiö meðlætis á Uönu ári, takast á í
okkur andstæöur saknaöar og eftir-
væntingar.
Viö söknum ársins, sem aldrei
kemur aftur. Viö söknum þess tíma,
sem hefur ýmist farið tU spiUis eöa
leitt tilgóös.
Viö söknum þess aö vera oröin einu
árinu eldri, án þess aö nýta tímann
sem skyldi. Arin líða framhjá hvert
af ööru, æskan hverfur, aldurinnfær-
ist yfir. Smám saman uppgötvum
viö, aö æskudraumarnir ætla ekki aö
rætast, aö lífið er styttra en viö héld-
um. Viö tregum dagana, mánuðina
og árin, sem fljúga framhjá, þarsem
viö týndum vrnum og tækifærum og
vöknum jafnvel upp viö þaö aö
hafa týnt sjálfum okkur. Viö höfum
liðið áfram í basU og barningi, látiö
hverjum degi nægja sína þjáningu,
beöiö eftir morgundeginum.
Leiði leysir
engan vanda
Hvaö meö alla dagana, sem fóru
forgörðum vegna leiöinda, túnbur-
manna, sjálfsmeöaumkunar og óvin-
áttu í garö samferöamanna? Hvaö
meö alla dagana, sem viö gleymdum
aö brosa framan í tilveruna, gleymd-
umaðvera til?
Yfirleitt áttum viö okkur ekki á
því, hversu tíminn er dýrmætur fyrr
en hann er liðinn hjá. Leiöi leysir
engan vanda, ergelsi út í náungann
bitnar á okkur sjálfum, iöjuleysi er
sjálfskaparvíti.
Peningar og veraldargengi,
upphefð og efnahagsleg afkoma eru
góöra gjalda verð. En sú lífsfylUng,
sem veitú- hamingju og nautn, felst í
því einu að nýta tímann, njóta
Uðandi stundar, nota það sem guö
hefurgefið manni.
Þetta eru engin ný sannindi, en
rifjuð hér upp vegna þess, aö í því
felst söknuðurmn á áramótum, aö
við höfum gleymt aö vera til.
Á hverjum degi erum viö minnt á
þá staðreynd, að lifiö er of dýrmætt
til aö því sé kastað á glæ. GamUr
vrnir, samferöamenn af vUmustaö,
viðmælandi á götunni, skoðana-
bróöU- úr flokksstarfi, gamalgróUin
vallargestur, þeir heltast úr lestmni
einn af öörum. Dánartilkynningin
gerir ekki boö á undan sér. Þú áttæ
margt ósagt viö þessi kunnuglegu
andUt, og þú veist, að þeir áttu sjálfir
margt ógert hérna megin Ufs.
Enginn veit, hver verður næstur í
röörnni, enginn veit, hvenær kalliö
kemur. Þaö er of seint aö iðrast,
þegar útförin er afstaöm.
Laugardags-
pistill
Ellert B. Schram
ritstjóri skrifar
Með bros á vör
Þaö er þröngt í búi hjá mörgum
heimUum um þessar mundir. Jólin
voru dýr í matarkaupum og jóla-
bögglum. Kaupið er ekki til skipt-
anna. Reikningarnir hlaöast upp, og
skammdegið er ekki til uppörvunar.
Ekki er alltaf auövelt aö brosa og
halda jafnaöargeöi, þegar ekki er til
salt í grautinn. Fátækt er böl.
En stöndum viö ekki betur aö vígi,
ef skapiö er í lagi, ef bjartsýnin og
vonin ræöur ríkjum? Og hver ju erum
við bættari með því að skella skuld-
inni á stjórnvöld, veður, atvmnurek-
anda eöa maka?
Nú í vikunni skapaöist umferöar-
öngþveiti og ringulreiö í höfuðborg-
inni vegna illveðurs og ófæröar.
Enginn komst þó áleiöis með því aö
bölva. Enginn varö bættari viö þaö
aö skeyta skapi sínu á veðurhamnum
eöa hröktum samborgurum.
Frásagnir fólks af minni háttar
skakkaföllum voru þvert á móti á
þann veg, aö allir voru fúsir til aö
leysa hver annars vanda. Bíll festist
í skafli og óöara voru margar hendur
á lofti til aö kippa honum aftur af
stað. Maöur hraktist milli húsa.
Honum var tekið opnum örmum,
þegar hann leitaöi húsaskjóls.
Hundruö manna þurftu aö komast
leiðar srnnar til og frá. Lögreglan
var boöin og búrn til aöstoöar. Meö
hjálpsemi, greiövikni og tUlitssemi,
með bros á vör greiddu menn úr
flækjunum, hlupu undir bagga.
Og þannig má ernnig leysa vanda
hversdagsUfsms. Með þolmmæði og
þrautseigju, meö rósemi hugans og
ofurlítUU uppörvun kemst hver og
eUin leiðar sinnar í lífmu. Bara ef
hann man, aö geðvonska, sjálfsmeð-
aumkun og uppgjöf eru ekki sam-
feröa neinum, sem vill komast á
leiöarenda. Vonandi hafa sem fæstir
gert Ufsleiðann aö förunauti sínum
yfiríhiö nýjaár.
Látum draumana rætast
Nú þýðir ekki lengur aö sakna og
syrgja hiö liðna. Viö látum ekki
hugarvíl ná tökum á okkur. Við
skálum fyrir þeUn, sem hafa kvatt,
og sútum ekki þaö, sem aldrei kemur
aftur. Nú horfum viö fram á viö,
tökum okkur saman í andUtinu og
bíöum meö eftirvæntingu og tilhlökk-
un þess, sem framundan er. Fram-
tíðUi veröur hvorki betri né verri en
viö sjálf ákveðum. Viö ráöumst til
atlögu gegn basUnu, iðrumst einskis
og látum draumana rætast.
Ef viö höfum ekki efni á skíöa-
ferðalögum eða sólarlandaferðum,
getum viö alténd skokkað á morgn-
ana til heilsubótar og hressingar. Ef
viö getum ekki keypt bíl, getum viö
skemmt okkur við aö kynnast öllum
karakterunum í strætó. Ef við getum
ekki fengiö hærri laun, þá er ekki
annaö aö gera en spara viö okkur
reykingar og skemmtanahald.
Viö getum byrjaö á því aö eiga
samræður við nágrannann og kunn-
ingjana, í staö þess aö glápa okkur í
svefn framan viö sjónvarpið. Viö
getum glatt okkur við aö fylgjast
meö krökkunum þroskast og gert þá
aö jafningum okkar, í staö þess að
bölva þeim og skamma.
Viö getum kæst yfir því smáa,
hlegiö í bíó, skroppið í leikhús, náö
okkur í bók á safninu, og lifað í þeirri
bjartsýni, aö stóri vinningurinn í
happdrættinu hlotnist okkur á árrnu.
Samtímamaður
i spéspegli
Viö getum meira aö segja sest
niður og samið gamansögu af
nútímamannUium, sem fer öfugt
fram úr rúminu á morgnana, boöar
veikindi á skrifstofuna, af því honum
leiöist í vinnunni, skammar
krakkana fyrir sóöaskap og nöldrar
út í eiginkonuna fyrir lélega matar-
gerö. Hann veit ekki aura sinna tal,
en tímir ekki neinu, hann á svo finan
bíl, aö ekki má hreyfa hann úr bíl-
skúrnum og hann á svo annríkt, aö
enginn þorir aö heimsækja hann.
Hann skammast út í skattinn og
ríkisstjórnina, bölsótast út í sjón-
varpiö og kommana. Honum frnnst
sinfónían garg og leikhúsiö snobbaö,
hann hefur magasár af húsbygg-
ingarstriti og aukakíló af vehnegun.
Hann er fullur um helgar,
timbraður á mánudögum og önugur í
skapi þaö sem eftir er vikunnar.
Þetta gæti oröiö góð gamansaga,
samtímamaöurinn í spéspegli.
Skyldi hann vera of sæll af slíku lífi?
Skyldi hann una glaður við sitt á ára-
mótum, þótt ekki sé fátæktinni fyrir
aðfara?
Hver er srnnar gæfu smiöur. A
þessu ári og næsta ári og öll árin,
sem viö eigum eftir ólifað, er mest
um vert aö vera sæll af sjálfum sér,
umhverfi sínu og athöfnum.
Hamingjan felst ekki í húsgögnum
eða allsnægtum, ekki heldur í pen-
ingum eöa ytra prjáli. Hún gerir ekki
greinarmun á höll eöa hreysi, hún fer
aldrei í manngreinarálit.
Áramótin kalla fram söknuö yfir
hinu liöna. Þaö er gott, því þaö þýðir
að viö höfum einhvers aö sakna.
Slæmrar fortíðar saknar enginn.
En áramótin eru ekki síöur tími
eftirvæntingarinnar. Það er líka
gott. Enginn hlakkar til svartrar
framtíðar. Upp, upp, mín sál, og allt
mitt geö.
EUert B. Schram.