Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Page 17
DV. LAUGARDAGUR 7. JANUAR1984.
17
unum þar í stríöinu, svo góö var
hún.
Neyðarsendir
Þá má aö lokum geta þess, aö
mikið öryggi er af því að hafa
neyðarsendi í bílum, sem fariö er
á út í ófærðina. Oftar en einu sinni
hefur þaö komiö fyrir aö bíla
hefur fennt í kaf, og þá hefur oft
reynst erfitt að finna þá aö nýju.
Þar kæmi neyðarsendir aö góöum
notum, í eftirleitum.
Þessar ráðleggingar snerta
allar fólk sem er í meira lagi fé-
lagslega sinnaö og trúir því aö
sameiginlegt skipbrot sé betra en
ekkert. Öðru máli gegnir með ein-
staklingshyggjumennina, sem
aka um á fjórhjóladrifnum trölla-
vögnum sínum og leita uppi þá
staði af stakri kostgæfni, þar sem
snjórinn liggur þykkastur á
jöröinni. Og því fjær alfaraleiö,
sem ófærurnar er að finna, því
glaöari veröa jeppaeigendur.
En jeppaeigendur geta líka fest
bíla sína svo að ekki er annað aö
gera en setjast inn í bílinn og bíða
eftir því aö hjálp berist. Þeim er
því hollast að búa farartæki sín á
svipaðan hátt og hér er lýst að of-
an, utan hvað neyöarsendirinn er
óþarfur, því flestir þeir sem kaupa
jeppa, kaupa i þá farstöðvar
svokallaöar, svo þeir geti haldið
uppi samræöum við ókunnuga,
meðan þeir sitja undir stýri. Þess
vegna geta jeppaeigendurnir látiö
sér nægja að kalla á hjálp í far-
stöðvunum, því enginn jeppaeig-
andi myndi nokkru sinni láta þá
hneisu henda sig að skilja bíl sinn
eftir á víðavangi. Slík uppgjöf
fyrir höfuðskepnunum er óhugs-
andi fyrir menn, sem á annað borð
vilja sýna sjálfstæöi sitt og kjark
með því að kaupa jeppa.
En best af öllu er að njóta
óveðursins í góðu skjóli, vel upp-
hituðu, þaðan sem útsýni er gott.
Að sitja innan við tvöfalt gter og
horfa á höfuðskepnurnar leika sitt
sjónarspil, viö undirleik til-
kynninga í útvarpi um lokaða
skóla, ófæra vegi og áskoranir til
fólks um að halda sig innivið.
-óbg.