Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Blaðsíða 10
10 '
DV. MIÐVIKUDAGUR1. FEBRUAR1984.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
;
Reagan ásamt George Shultz utanríkisráðherra og George Bush varaforseta.
Reagan á mörgum vígstöðvum
á4. ári sínu í embætti
Monald Reagan mun gefa kost á
sér til endurkjörs í forsetaembættið
og ef að líkum lætur nær hann kjöri
„ceteris paribus” en úr því verður
skorið á því „dularfulla” ári sem nú
er gengið í garð — á ári sem kemur
til meö að markast af samskiptumj
austurs og vesturs meir en oft áöur
— eða samskiptaleysi.
Nú, þegar Reagan hefur gegnt einu
valdamesta embætti heims í rúm-
lega þrjú ár, eru skoðanir manna um
heim aÚan enn mjög skiptar — sumir'
líta á hann sem staðfastan verndara
lýðræöis þegar aörir segja að hann
sé „haukur” eða harölínumaður í af-
stöðu sinni til öryggismála. Þótt for-
setinn hafi nýlega flutt ræðu, sem
hljómaði sem sáttatilboð til Sovét-
manna, í tilefni af nýhafinni öryggis-
málaráðstefnu í Stokkhólmi, draga
fáir í efa að hugmyndir hans um and-
stæðinginn og eöli hans hafa ekki'
tekið stakkaskiptum frá því að hann
tók við embætti. Hann hugðist i upp-
hafi sýna heiminum fram á það aö
hann ætlaöi sér ekki að vera meö eitt-'
hvert hálfkák í utanríkispólitík eins
og hann hafði ásakaö, Carter, for-
vera sinn, um.
Reagan tók viö krepptu þjóöarbúi
1981 og spennuástandi á alþjóðavett-
vangi. Hagur þjóöarbúsins hefur
vænkast undanfariö í Bandaríkjun-
um en ástandiö á alþjóðavettvangi,:
og þá sér í lagi samskipti stórveld-
anna, hafa sjaldan verið í eins mikilli'
lægð og undanfama mánuöi. Þá
hefur Reagan ekki eingöngu átt í úti-
stöðum við andstæðinga sína í Kreml
heldur hefur hlaupið snurða á þráð-
inn við nánustu bandamenn hans í
Atlantshafsbandalaginu.
Reagan tók þann pól í hæðina fljótt
að sem talsmaður hægri afla í
Bandaríkjunum, sem fengið höfðu
nóg af ótrúveröugri utanrikisstefnu,
þýddi ekkert annað en aö sýna fram
á eindrægni og staðfestu í samskipt-
um við stjómvöld í Moskvu. Oft
hefur mönnum þótt hann ganga
heldur langt i úthrópunum sínum á
illvirkjum og slæmsku Kremlverja.
Fannst mörgum það nokkuð ódipló-
matískt af Bandaríkjaforseta að tala
um Moskvu sem „veldi þess illa”
samtímis og samningaumleitanir á
sviði vígbúnaðar stóðu yfir. Sérstak-
lega þar sem það þótti gefa Sovét-
mönnum höggstað á mótherjanum
enda kenndu þeir Reagan um
hvemig samskiptum ríkjanna væri
nú háttað.
Arás Sovétmanna á kóresku
farþegaþotuna bar í bakkafullan
lækinn og markaði tímamót í sam-
skiptum stórveldanna í haust. 1
Bandaríkjunum urðu sinnaskipti
meðal almennings sem í ræðu og riti
flykkti sér að baki Reagan og „viður-
kenndu” margir að Reagan hefði
haft á réttu að standa í sambandi við
Sovétmenn, sem áður höfðu dregið
slíkt í efa.
Engu að síður héldu sovésk stjórn-
völd áfram að lýsa fyrirlitningu sinni
á stjóminni í Washington og lýsti
Yuri Andropov því yfir að stjómar-
stefna Reagans væri skammsýn,
eigingjöm og stefndi á tortímingu.
Upp úr samningaviöræðum um
meðaldræg kjamorkuvopn slitnaði í
lok nóvember — þegar Sovétmenn
sáu að NATO varð ekki þokaö í þeirri
ákvörðun að koma eldflaugunum
upp eins og fyrirhugað hafði verið.
Samningaviöræður um langdræg
kjamorkuvopn leystust einnig upp
skömmu síðar.
F yrir skömmu hóf Reagan meö 1
ræðu frá Hvíta húsinu herferð sem
einhver kallaði „kúvendingu” á
málflutningi. Hann gerði með öðrum
orðum lýðum ljóst að hann væri
tilbúinn aö rétta fram „sáttahönd”.
Nokkrum dögum síðar sagði Tass
fréttastofan í Moskvu að Reagan
hefði áunnið sér orðstír sem
hemaðarsinni og maður sem segði
sögur í ævintýrastíl þegar hann
talaði um stjómaraðgerðir sínar.
Talsmenn stjómvalda í Moskvu
hafa hins vegar gætt þess að brenna
ekki allar brýr að baki sér í viðskipt-
um við Bandaríkjastjóm, með því að
hagræða gagnrýninni þannig að hún
beinist að Reagan einum. Þannig
halda þeir þeim möguleika opnum að
komi ný stjóm til sögunnar verði
Mondale kjörinn næsta haust,
reynist unnt að slaka á spennunni í
samskiptunum.
„Sáttaræða” Reagans þýðir ekki
að hann hafi skipt um skoðun á eðli
stjómkerfisins í Sovétrikjunum en
markmið hans var að reyna að fá
Sovétmenn til að setjast aftur að
samningaborðinu. I vígbúnaðar-
málum má segja að stjóm hans hafi
náð fram markmiðum sínum með
staðsetningu nýju eldflauganna í
Evrópu, að hraða framkvæmdum
með B-1 sprengjuflugvélina, MX
eldflaugina og Trident kafbátinn.
Með sáttaræðunni vildi Reagan sýna
umheiminum að hann vildi semja við
Sovétmenn, kjósendum sínum vildi
hann sýna að hann væri enginn her-
mangari, sem stæði á barmi
kjarnorkustyrjaldar, og banda-
mönnum sínum í NATO vildi Reagan
sýna að hann ætti traust þeirra
skilið.
Tímaritiö Newsweek segir nýlega
að hugmyndin aö baki þessari sátta-
ræðu sé ekki glæný. Hún hafi verið
komin til sögunnar áður en kóreska
þotan var skotin niður og áður en
Sovétmenn hættu INF, START og
MBFR (um niðurskurð hefðbundins
herafla) viöræðunum næstum á einu
bretti. Harðlínumaðurinn William P.
Clark lét af embætti sem öryggis-
málaráðgjafi og við tók Robert C.
Farlane.
Þá var Reagan einnig beittur
þrýstingi af leiðtogum annarra
aðildarríkja NATO, sem fannst meir
en tími til kominn aö taka upp nýjar
aðferðir á vettvangi austur-vestur
samskipta.
Samskipti Reagans við Evrópu-
rfci NATO hafa verið nokkuð
skrykkjótt. Og margir myndu segja
að Reagan hafi átt sinn þátt í því hve
sterk andstaða var gegn framkvæmd
NATO um endumýjun kjarnorku-
vopnanna í Evrópu, með gífuryrðum
sínum í garö Moskvu og þeirri
harðlínuímynd sem forsetinn hefur
haft á sér.
Það eru aðallega tveir þættir sem
hafa sett svip sinn á samskipti
Reaganstjómarinnar og rfcja
Vestur-Evrópu hvað varðar öryggis-
og efnahagsmál.
Stjómvöld nokkurra rfcja í Evrópu
voru ekki sátt við tilraunir Reagan-
stjómarinnar 1982 til að stöðva
samninga vegna gasleiðslunnar á
meðan Bandarfcjamenn tóku aftur
upp komsölusviðskipti sín við
Sovétrfcin þótt þau fordæmdu óbeina
þátttöku Sovétmanna í setningu her-
laga í Póllandi.
Þá hafa ýmsir stjórnmálamenn í
Evrópu lýst yfir tortryggni á þá
stefnu Reagans að ræða málin við
Sovétmenn á grundvelli kjarnorku-
styrkleika og samtímis hversu
harðorður hann hefur verið í þeirra
garð. Telja menn að þaö hafi átt sinn
þátt í að æsa til mótstööu gegn stefnu
NATO og Bandarfcjanna í þessum
málum meðal almennings í Evrópu.
Akveönasti stuðningsmaður Reag-
ans í Evrópu lengst af, Margaret
Thatcher, hefur enn ekki fyrirgefið
honum innrásina á Grenada í nóvem-
ber sl. þar sem henni finnst að hann
hefði átt að ráðfæra sig við banda-
menn sina áður.
Á efnahagssviðinu eru stjómvöld
Evrópuríkja í öngum sínum vegna
hárrar vaxtastefnu Reaganstjómar-
innar og gengishækkunar dollarans
sem er ekki til að betrumbæta bág-
borið efnahagslíf þeirra.
Spjót hafa beinst að Reagan úr
mörgum áttum vegna stefnu hans í
Mið-Amerfcu, þótt stuðningsmenn
hans í Bandarfcjunum sjái lítið
athugavert við tilraunir Bandarfcja-
stjómar til að stemma stigu við út-
breiðslu kommúnisma og auknum
áhrifum Sovétmanna og Kúbumanna
í bakgarði þeirra. Andstæðingar
hans hafa verið ósparir á gagnrýni
sína hvað þau afskipti varðar.
Skrípamyndir birtast af forsetanum
þar sem hann er dreginn upp sem
gamall og þreyttur kúreki og stjórn-
völd í Nicaragua segja að Reagan
hafi misskilið átökin í Miö-Amerfcu,
sett þau inn í ramma austur-
vesturátaka í stað þess að líta á þau
sem svæðisbundin átök. Stuðnings-
menn utanríkisstefnu Reagans í Miö-
Amer&u segja hins vegar aö aöeins
endurkjör Reagans í forsetaembætti
muni stemma stigu við útbreiðslu
kommúnisma á þessum slóðum.
Þá hefur Reagan sætt gagnrýni
fyrir stefnu sína í Mið-Austurlönd-
um, heima fyrir sem þar. Hafez al-.
Assad Sýrlandsforseti, sem hefur átt
í erjum við friðargæslulið Bandarfcj-
anna, segir að Reagan sé ekki með
fastmótaöa utanrfcisstefnu á
þessum slóðum, hann sé aðeins að
hrinda ísraelskum ákvörðunum í
framkvæmd. Hussein Jórdaníu-
konungur hefur hins vegar hrósað
Reagan mjög og hugmyndum hans
um hvernig tryggja megi frið á
þessum róstusömu svæðum, þótt ar-
abarfci séu uggandi vegna tengsla
Israela við Bandaríkjamenn og vilji
að Bandarfcjastjórn beiti meiri
þrýstingi á stjómvöld í Israel til að
gefa frekar eftir.
Mörg Afrfcurfci hafa fordæmt
Reagan vegna afstöðu stjómar hans
til Suöur-Afrfcu, aöallega sjálfstæðis
Namibíu, og fer það í taugarnar á
mörgum að Reaganstjórnin tengir
þetta mál skilyrði um brottför kúb-
anskra herja frá nágrannarfcinu
Angóla.
Kínversk stjómvöld hafa lækkað
gagnrýnisrostann í Reagan í
tvíhliða samskiptum ríkjanna, þótt
þau haldi áfram gagnrýni sinni á
hann vegna „þversagnakenndrar”
stefnu hans í Mið-Amerfcu og vegna
„of mfcillar harðlínustefnu” í sam-
skiptum við Sovétmenn.
Talsmenn stjórnvalda á Indlandi
hafa lýst yfir andúð á stjómstefnu
Reagans en stjómvöld í Pakistan eru
hins vegar hæstánægð með harðlínu-
stefnu hans í garð Moskvu og ríflega
f járhagsaðstoð stjórnar hans.
Bandamenn Bandarfcjanna í Suð-
austur-Asíu hafa lýst yfir ánægju
sinni með yfirlýsingar Reagans um
að standa við skuldbindingar sínar á
þessum slóðum. En forseti Suður-
Kóreu, Chun Doo Hwan, lýsir
Reagan sem „einum merkasta
leiðtoga heims”.
öruggt er aö maöurinn er
umdeildur eins og sá er skipar þetta
embætti hlýtur alltaf að verða.
-----------------—------------------
t»------------------•--------------------------’---------------:------------
Umsjón: Herdís Þorgeirsdóttir