Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Blaðsíða 28
28
DV. MIÐVKUDAGUR1. FEBRUAR1984.
Byggingarkrani
—kerfismót
Verzlunarskóli Islands óskar eftir að kaupa byggingarkrana,
70—130 tonnmetra, og kerfismót ásamt stálstoðum. Tilboðum |
sé skilað til Verkfræðistofu Stanleys Pálss. hf., Skúlatúni 4, s.
29922, fyrir 7. febrúar 1984.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Hnjúkaseli
7, þingl. eign Einars Finnssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar
í Reykjavík, Guðmundar Péturssonar hdl. og Utvegsbanka Islands á
eigninni sjálfri föstudaginn 3. febrúar 1984 kl. 15.39.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 98., 101. og 105 tbl.Lögbirtingablaðs 1983 á Laugavegi
10, þingl. eign Nesco hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í
Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 3. febrúar 1984 kl. 11.30.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaös 1983 á Holtaseli
20, þingl. eign Helga Kristins Eiríkssonar, fer fram eftir kröfu Gjald-
heimtunnar í Reykjavík, Jóhannesar Johannessen og Útvegsbanka
Isiands á eigninni sjálfri föstudaginn 3. febrúar 1984 kl. 15.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í
Flúðaseli 91, þingl. eign Þorbergs Egilssonar o.fl., fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 3. febrúar
1984 kl. 15.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem augiýst var í 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í
Laugarnesvegi 116, þingl. eign Haraldar Bjarnasonar, fer fram eftir
kröfu Lifeyrissjóðs versiunarmanna á eigninni sjálfri föstudaginn 3.
febrúar 1984 ki. 11.00.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Arnmundar Backman hdl.,
Ásgeirs Thoroddsen hdl., Atla Gislasonar hdl., Björns Ö. Hallgríms-
sonar hdl., bæjarfógetans í Keflavík, Gísla B. Garðarssonar hdi., Guð-
jóns Á. Jónssonar hdl., Guðjóns Steingrímssonar hrl., Hákonar Árna-
sonar hrl., Jóns Finnssonar hrl., Jónasar Aðalsteinssonar hrl.,
Magnúsar Þórðarsonar hdl., Ölafs Thoroddsen hdi., Sigríðar Thorlací-
us hdl., Skúla J. Pálmasonar hrl., Tómasar Þorvaldssonar hdl., Ævars
Guðmundssonar hdl., verða eftirtaldir iausafjármunir væntanlega
seldir á nauðungaruppboði sem haldið verður á bæjarfógetaskrifstof-
unni i Kópavogi þriðjudaginn 7. febrúar 1984 kl. 14.
Zanussi, Alda, Philco þvottavélar, Zanussi ísskápur, Hitatchi, Finlux,
Grundig, Orion, Philips, Rank Arena, Luxor, Sanyo litasjónvörp,
stofuskápur, Sharp, Akai, Marantz, Sony, Pioneer hljómflutningstæki,
Sharp videotæki, Gern fatapressa, Sharp örbylgjuofn, leðursófasett, 5
sófasett, rennibekkur, hitaborð, kæliborð, eldavél, Holz Her kant-
límingarvél, spónlagningarpressa, þykktarpússivél, síldarflökunar-
vél, kæliklefi, þvottavél, lyftibekkur, Yamaha segulband, 20% af
heildarhlutafé G.T. húsgagna hf., mót af 9 feta plastbátum, mót af 10
feta plastbátum og hlutabréf í Sendibílastöð Kópavogs hf.
Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofu uppboðshaldara.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Ólafs Axelssonar hrl., Helga
V. Jónssonar hrl., Ásgeirs Thoroddsen hdl., Björns Olafs Hallgríms-
sónar hdl., bæjarfógetans á Akureyri, bæjarfógetans í Keflavík,
Verslunarbanka Islands, Hákonar Árnasonar hrl., Bæjarsjóðs Hafnar-
fjarðar, Sambands almennra lífeyrissjóða, Innheimtustofnunar
sveitarfélaga , Jóns Oddssonar hrl., Jóns Þóroddssonar hdl., Jóns
Finnssonar hrl., Jóns Hjaltasonar hrl., Jón Ólafssonar hrl., Kristjáns
Stefánssonar hdl., Landsbanka tslands, Sigríöar Thorlacíus hdl.,
Skúla J. Pálmasonar hrl., Vilhjálms Vilhjálmssonar hdl. og Ævars
Guðmundssonar hdl. verða eftirtaldar bifreiðir væntanlega seldar á
nauðungaruppboði sem haldið verður við bæjarfógetaskrifstofuna í
Kópavogi þriðjudaginn 7. febrúar 1984 kl. 16.00.
Y-3701 Y-7096 Y-9554 Y-10466 G-19411
Y-6446 Y-8949 Y-10456 B-1319 R-35821
Y-8620 Y-10433 A-8748 R-33229 Y-3210
Y-10337 Y-10842 R-21135 R-72299 Y-5061
Y-10969 R-20386 R-70324 Y-2849 Y-8271
R-13507 R-49791 Y-2557 Y-4850 Y-10272
R-38159 Y-2200 Y-4710 Y-7904 Y-10742
Y-1677 Y-4668 Y-7590 Y-10248 R-6912
Y-3807 Y-7250 Y-10055 Y-10719 R-36877
Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofu uppboðshaldara.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
í gærkvöldi____________í gærkvöldi
Eitt morð á viku
Derrick kveöur að sinni. Þáttur-
inn var vafalaust oröinn eitt vinsæl-
asta efni sjónvarpsins. I staðinn
munu víst koma þættir eftir Agötu
Christie. Þættir Agötu voru vinsælir
þegar þeir voru sýndir í fyrra. Þeir;
hafa þó þann ágalla að persónumar
eru gjaman furðulegar, oft einhver
snobbaöall. Derrick hefur veriö
meiraniðriájörðu.
Eg spurði tólf ára stelpu í gær-;
kvöldi hvað henni fyndist um að
missa nú Derrick. Hún sagði að Der-
rickþættirnir væm spennandi, í þeim
væm „skemmtileg morömál”.
Derrick karlinn væri ekki laglegur
en stundum fyndinn. Aöstoðarmaður
hans, Klein, væri hins vegar sætur.
Þessi stúlka vildi þó heldur fá þætt-
ina hennar Agötu, en helzt hvort
tveggja.
Mér þótti lítið varið í Derrick í
byrjun en þættirnir hafa spjarað sig.
I byr jun leit svo út að þetta væri ódýr
eftirlíking af amerískum sakamála-
þáttum. Derrick væri svifaseinn og
lítt vaxinn sem hetja. En sögumar
hafa bara veriö góðar. Nú finnst mér
helzt, að Derrick sé einum of sléttur
og feldur. Hann svitnar ekki einu
sinni undan stressinu.
I sjónvarpinu þarf að vera að
minnsta kosti einn sjálegur þáttur á
hverju kvöldi, eitthvaö sem menn
nánast hlakka til aö sjá og vilja ekki
missa. Gott er að halda þeim sið að
hafa sakamálaþátt á þriðjudags-
kvöldum. Á miðvikudögum ætti sjón-
varpiö hið fyrsta að fá bandaríska
Dynasty-þáttinn í stað Dallas, sem
er aö veröa leiðinlegur vegna
atburðaleysis.
Við munum sakna Derricks. Eitt
morðá viku kemur skapinu í lag.
Þátturinn „Við rætur lífsins” í
gærkvöld fór fyrir ofan garö og neö-
an hjá mér, virtist fremur gerður
fyrir sérfróða. Haukur Helgason.
Andlát
Axel Konráðsson er látinn. Hann fædd-
ist á Gunnarstöðum í Dalasýslu 21. júlí
1921. Hann ólst upp hjá afa sínum og
ömmu, þeim Jófríði og Jóni Konráðs-
syni. Lengst af starfaði Axel sem bók-
ari hjá Bifreiða- og trésmiðju Borgar-
ness hf. Utför Axels verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Magnús Pétursson, Hátúni 12, lést 30.
janúar.
'Steinunn Guðrún Guðnadóttir, Bás-
enda 7, lést í Borgarspítalanum 30. jan-
úar.
Guðrún Lýðsdóttir frá Skálholtsvík
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 2. febrúar kl. 15. Jarð-
sett verður í Gufuneskirkjugaröi.
Halldóra Þórðardóttir, Smiðjustíg 11,
sem lést þann 25. janúar sl., verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu-
daginn 2. febrúar kl. 13.30.
Þorfinnur Gunnar Guðmimdsson,'
Langholtsvegi 105, sem andaðist 26.
janúar, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 3. febrúar kl.
10.30.
Guðmundur Rósmundsson, Klepps-
vegi 8, sem andaðist 25. janúar, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 2. febrúarkl. 13.30.
Jófríður Kristin Þórðardóttir, Njáls-
götu76,erlátin.
Aðalfundur Snarfara
veröur haldinn fimmtudaginn 2. febrúar í húsi
Slysavamafélags Islands og hefst kl. 20.30.
Fundarefni: 1. venjuleg aöalfundarstörf, 2.
önnurmál.
Skagfirðingafélagið í
Reykjavík
heldur aðalfund félagsins laugardaginn 4.
febrúar og hefst hann kl. 14 í félagsheimilinu
Drangey, Síðumúla 35.
Aðalfundur
Breiðfirðingafélagsins
í Reykjavík
verður haldinn þriðjudaginn 7. febrúar nk. kl.
20.30 að Langholtsvegi 122. Venjuleg aðal-
fundarstörf. Stjórnin.
Golfskóli
Annað námskeið í golfskóla Þorvaldar Ás-
geirssonar á þessu ári fer senn að hefjast.
Kennslan fer fram í íþróttahúsinu í Garðabæ
á laugardagsmorgnum. Þar geta bæði
byrjendur og lengra komnir fengið tilsögn.
Kylfur og boltar á staðnum.
Allar nánari upplýsingar í síma 34390.
Tilkynningar
Óháði söfnuðurinn
Forstööumaður safnaðarins, Baldur
Kristjánsson, er með viðtalstíma í Safnaðar-
heimilinu á miðvikudögum milli kl. 17 og 19.
Síminn þar er 10999, heimasími 25401.
Dagskrá til minningar um
Tómas Guðmundsson skáld
í Hallgrímskirkju í kvöld:
Listvinafélag Hallgrímskirkju efnir í kvöld
(miðvikudag) 1. febrúar kl. 21 til dagskrár til
minningar um Tómas Guðmundsson skáld.
Andrés Bjömsson útvarpsstjóri les úr ljóðum
skáldsms, Matthías Jóhannessen les úr sam-
talsbók sinni ,,Svo kvað Tómas” um trúarvið-
horf Tómasar og Blásarakvintett Reykja-
víkur leikur kvintett opus 71 eftir Lv.
Beethoven. I lok samkomunnar verður sung-
inn náttsöngur. Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Lýst eftir
manni
Ásgeir Carlsson
Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir
Ásgeiri Carlssyni, til heimilis að Skóla-
gerði 47 Kópavogi. Asgeir er 20 ára,
dökkskolhærður, 168 cm á hæð. Hann
er klæddur í brúnleitan mittisjakka,
orangelitaðan á öxlum, ljósgráar
buxur og svarta kuldaskó.
Þeir sem kynnu að hafa orðið
Asgeirs varir frá því síðdegis
mánudaginn 23. janúar eru vinsam-
lega beðnir að láta lögregluna í
Reykjavík eöa Kópavogi vita.
Lést af völdum
voðaskots
í Aspen
Islendingur sem búið hefur í Banda-
ríkjunum allt sitt líf lést af völdum
voðaskots í Aspen, Colorado, á laugar-
dag. HannheitirMarkúsSkæringsson,
sonur hjónanna Olafs Skæringssonar
og Hjördísar B. Siguröardóttur.
Markús var 21 árs og starfaði sem
skíðakennari í Aspen.
ÞóG.
Afmæli
90 ára afmæli á í dag, 1. febrúar,
Sigurður Ásmundssou, fyrrum sjó-
maður, nú í Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hann stundaði sjómennsku í 55 ár og
var lengst af togarasjómaður. Fyrr á
árum hafði hann stundað búskap.
Hann starfaði hjá Grænmetisverslun
ríkisins um skeið og síðustu starfsárin
og fram til 85 ára aldurs vann hann við
netagerð. Eiginkona Sigurðar var
Pálína Asgeirsdóttir (giftu sig 1916).
Þau eignuöust 10 böm og eru fjögur
þeirra á lífi. Hún lést áriö 1971.
Afmælisbarnið ætlar að taka á móti
vinum og ættingjum á sunnudaginn
kemur, 5. febrúar, í Domus Medica við
Egilsgötu eftir kl. 17 þá um daginn.
Fyrst góðu fréttirnar. Stuðarinn á
bÚnum þínum er furðu sterkur.