Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Blaðsíða 6
6
DV! MIÐVIKUDÁGtíRÍ. FEBRÚÁR1984.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
!
í
YSA
HROGN
LIFUR
I tilraunaeldhúsinu reynum viö aö
koma með mataruppskriftir í takt viö
árstímann. Síöast var þaö þorramatur
og nú sjóöum viö ýsu, hrogn og lifur.
Bendum líka á ýmis tilbrigði í fram-
reiðslu hrogna og lifrar.
Við reynum aö velja sem f jölbreytt-
astar uppskríftir í tilraunaeldhúsinu,
blanda bæöi saman því gamla og góöa
og einhverju nýju. Hvaö þetta gamla
og góöa snertir finnst mörgum það
vera matreiðsla sem allir kunna. En
reyndin er önnur eftir viðbrögöum les-
endaaðdæma.
I tilraunaeldhúsi DV starfa þrír
„sérfræðingar” og tekiö er til hendinni
einusinniíviku.
Allar ábendingar frá lesendum eru
vel þegnar. Ef þið hafið eitthvaö
sérstakt á óskalista er sjálfsagt að
koma þeim óskum á framfæri.
Og þá er þaö ýsan...
Soðin ýsa, hrogn og lifur
Skerið hausinn af ýsunni.
1. Skolið innan úr ýsunni meö köldu
vatni, f jarlægið sundmaga og svörtu
himnuna. Skafið blóð úr hryggnum.
2. Skafið slím utan af fiskinum, skoliö
hann meö köldu vatni. Látiö ekki
renna mikiö á hann svo hann kremj-
ist ekki.
3. Skeríö eöa klippið sporðinn af og
einnig uggana, ef vill.
4. Skeriö ýsuna niöur í sneiðar, ca 3
cm. Hafið beittan hníf svo fisk-
stykkin kremjist ekki.
5. Raöiö stykkjunum í pottaseyði, hlið
viö hliö í pokann og stráiö saiti á
þau. Tæmiö loftiö úr pokanum og
lokiðhonum.
6. Setjið pokann í sjóðandi vatn og
sjóöiö í ca 20 mínútur, slökkvið á
heliunni og látiö pottinn standa
áfram á hellunni í 5—10 mínútur.
1. Heil ýsa, hrogn og lifur.
Soðin hrogn
1. Skolið hrognin úr köldu vatni.
2. Leggiö hrognin í pottaseyði og strá-
iðsaltiáþau.
3. Lokiö pokanum og stingiö nokkur
lítil göt á hann.
4. Setjiö pokann í sjóöandi vatn. Sjóðiö
í 30—40 mínútur, eftir stærð hrogn-
anna.
Setjiö hrognin í pottinn 10—20
mínútum áöur en fiskurinn og lifrin
eru sett í hann. Veljið frekar víðan
pott.
Soðin lifur
1. Skolið lifrina úr köldu vatni.
2. Þerrið hana og leggið í pottaseyöi.
3. Takið loftiö úr pokanum og lokið
honum. Setjiö í sjóðandi vatnið í
pottinum á sama tíma og fiskinn.
Athugiö aö það lengir suöutímann
aö nota pottaseyöi. Ef viö notum ekki
pottaseyöi breytum viö aðeins um aö-
ferö. Þá látum viö fiskstykkin í sjóö-
andi salt vatn og örlítiö edik út í vatn-
iö, sjóöum fiskinn viö vægan hita í tæp-
lega eina mínútu. Þá er potturinn tek-
inn af heliunni og fiskurinn látinn
liggja í soöinu í 8—10 mínútur. Froöan
veidd ofan af áður en fiskurinn er
færöur upp á fat.
Við getum eftir sem áður notaö sama
pottinn tii aö sjóða í hrognin, lifrína og
fiskstykkin. En þar sem hrognin þurfa
lengri suöu en fiskurinn og lifrin eru
þau látin fyrst í pottinn. Þá er hrognun-
um pakkað inn í álpappír eða smjör-
pappír, salti stráö á þau áöur en þeim
er pakkað inn. Suöutími hrognanna fer
eftir stærð þeirra og er frá 15—45 mín- ;
útur.
I stað pottaseyðis getum viö soðið
lifrina í álpappír. Suðutími ca 15 mín-
útur. Þá eru hrognin sett fyrst í pott-
2. Ýsan hausuö.
3. Sundmagi og svarta himnan hreinsuð burt.
inn, síðan lifrin og síðast fiskstykkin,
sem þurfa skemmsta suöu.
Á hvorn háttinn sem við sjóðum
þennan holla og næringarríka mat
berum viö hann fram meö soðnum
kartöflum. Ágætt að bera fram einnig
rúgbrauðssneiöar og smjör.
Svo er önnur tillaga, ef þið hafið
aöeins hrognin á boröum, að bera þau
fram meö soðnum kartöflum, bræddu
smjöri, hráu gulrófnasalati og sítrónu-
sneiðum. Hrogn getum viö líka notað
sem álegg á brauö. Eftir suöu tökum
4. Uggarnir klipptir af (og sporðurinn).
S. Ýsan skorin í ca 3 cm þykka bita.
6. Fiskstykkjunum raðað hlið við hlið ípottaseyði.
7. Fiskurinn saltaður. Pokinn lofttæmdur og honum
lokað.
8. Lifrin sett i pottaseyði og pokinn lofttæmdur,
honum lokað. Athugið að hrognin eru líka sett í poka
en þá eru lítil göt stungin á hann.
r