Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Blaðsíða 2
DV-. LAUGARDAGUR’25:FEBRUAR 1984.1 góða bragðið Sanitas Guöjón Sigurgeirsson flugvirki sýnir hvernig skrúfublaðiö risti upp flugvélarskrokkinn. Hann bendir á rafmagns- leiðslur sem skárust sundur. DV-mynd Loftur. Swearingen-f lugvélin talin hafa rekist í snjóruðning við brautarenda: Skrúfublað skarst i gegnum skrokkinn Rannsókn á flugvélinni, sem brot- lenti á Reykjavíkurflugvelli á þriöju- dag, hefur leitt í ljós aö hjólaleggurinn hefur brotnaö við aö rekast í hindrun. „Þaö er auöséö á sárunum að hjóla- útbúnaðurinn hefur slitnaö aftur,” sagði Guðjón Sigurgeirsson flugvirki. Flugmálastjóm telur aö í lendingunni hafi hjóliö rekist í snjóruöning við brautarenda. Skemmdir á flugvélinni eru tölu- veröar og ljóst aö dýrt verður aö gera viö hana. Alvarlegast er að báðir túr- bínuhreyflamir skemmdust. Viö skoöun á flugvélinni eftir óhapp- ið vakti athygli að brot úr skrúfublaði haföi skorist inn í flugvélarskrokkinn, tekiö í sundur rafmagnsleiöslur og far- iö úr skrokknum aftur. Annaö brot úr skrúfu hægri hreyfils þaut undir flug- vélina og olli skemmdum á vinstri hreyfli. Flugvélin er nú í skýli Arnarflugs. Bandarískir eigendur hennar hafa ekki tekið ákvörðun um hvaö gert verður við hana. Þeir munu líklega senda mann til Islands til aö kanna máliö. -KMU. Ný kennslubók í sögu eftir Gunnar Karlsson sagnf ræðing væntanleg: Skrifaði handritið fyrir dóttur sína „Skólarannsóknadeild er að láta undirbúa handrit aö kennslubók í Is- landssögu til prentunar þessa dag- ana. Handritiö er unniö af Gunnari Karlssyni, prófessor í sagnfræöi, og „Eg vissi ekkert um þessa bók,” sagöi Eiður Guönason alþingismað- ur er DV ræddi viö hann. Framkomin þingsályktunartil- laga Eiðs um aukna kennslu „í sögu íslensku þjóðarinnar” hefur vakiö mikla athygli og umræöur. Hafa skoðanir manna á ágæti hennar ver- iö mjögskiptar. Eiður sagöi aö þótt hann heföi haft vitneskju um aö ný kennslubók í Is- landssögu væri væntanleg heföi þaö engu breytt um flutning tillögunnar. Hún snerist um aukna kennslu frá því sem veriö heföi og þess væm dæmi aö börn sem færu í gegnum grunnskólana fengju mjög gloppótta fræðslu í Islandssögu. Slíkt væri alls ekki viðunandi. Þetta kvaöst Eiður áætlaður kostnaður viö gerö bókar- innarer rúmaróOOþúsundkrónur,” sagði Erla Kristjánsdóttir, náms- stjóri í samfélagsfræöi við skóla- rannsóknadeild. vita af samtölum sinum viö þessa aldurshópa. Hann kvaö Námsgagnastofnun og skólarannsóknadeild hafi gefið út ýmislegt gott námsefni. Hins vegar heföu aðrir hlutir komið þaöan sem teldust vera miöur góöir. Mætti þar nefna kennslubók um Pólland sem hann heföi gagnrýnt mjög á sínum tíma. Aöspuröur hvort ekki hefði hvarfl- að að þingmanninum aö kynna sér þaö kennsluefni sem væri á döfinni aö gefa út, áöur en tillagan heföi ver- iö flutt, kvaö Eiður máliö ekki snúast um þaö. Tillagan gengi út á aö auka kennslu í sögu íslensku þjóðarinnar og ekki væri sjálfgefið aö slíkt gerö- ist við útgáfu nýrrar námsbókar. -jss Sagði Erla aö Gunnar hefði upp- haflega skrifað handritið fyrir dóttur sína sem verið heföi nemandi í 11 ára bekk. Þetta vinnuhandrit hefði Gunnar svo látið kennara dóttur sinnar hafa til að nota meö Islands- sögubók Þórleifs Bjarnasonar, eink- um til að reyna aö gera efnið aö- gengilegra og skemmtilegra. „Fyrri hluta handritsins fékk ég svo í hendur í sumar,” sagði Erla,” og síðan hefur verið unnið að útgáfu þess. Bókin verður eitthvað á annaö hundrað blaðsíður að stærð og nær yfir tímabiliö fram á 17. öld.” Aðspurð álits á þingsályktunartil- lögu Eiðs Guðnasonar varðandi sögukennslu í skólum kvaöst Erla síður en svo hafa á móti því að hlúð væri betur aö slíkri kennslu. Hins vegar væri erfitt að gera sér grein fyrir hvað tillagan þýddi í raun og veru, hvort hún þýddi aukið magn námsefnis eða aukin gæði. .ílfviðtök- um fyrra dæmið, með aukið magn, þá þýðir þaö aukinn tímafjölda,” sagöi Erla. ,,Á að taka þann tíma af öðrum greinum eöa bæta honum við? Síðari kosturinn hefur í för meö sér mikinn viðbótarkostnað. Hver er til- búinn til að leggja þá fjármuni fram? Ef viö tökum aukin gæði, þá vakna margar spumingar um hvern- ig eigi að auka þau. Þannig vakna ótal spumingar sem ekki verður svarað á þessu stigi málsins. En viö bindum miklar vonir við þetta nýja námsefni í sögu. Gunnar skrifar þaö í framhaldi af okkar námsefni og viö væntum, góðs af notkunþess,”sagiErla. -JSS Vissi ekkert umþessa bók — segir Eiður Guðnason alþingismaður sem flutti þingsályktunartillögu um aukna kennslu í sögu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.