Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Side 19
DV. LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR1984: Texti: Kristín Þorsteinsdóttir ilivndir: Loftur, Sveinn og Rikisskip Þetta skip, Esjan II, var selt úr landi árið 1969. Það var selt um langan veg eða alla leið til Bermúdaeyja. Varla væri það í frásögur færandi, nema fyrir það að í kaupbæti fékk kaupandinn tólf krítarmyndir eftir Gunnlaug Schev- ing og f jögra til fimm fermetra málverk eftir Jón Þorleifs- son af hÖfninni í Reykjavík málað árið 1939. í augum íslendinga var hér um mikil verðmæti að ræða en sam- kvæmt heimildum algjört drasl í augum útlendinganna. En hvað réð því að myndirnar og málverkið fóru með? Var það hugsunarleysi seljandans? Gerði hann sér ekki grein fyrir því að slíkar myndir eru oftast verðlausar í augum útlendinga? Og gerði hann sér heldur ekki grein fyrir gildi þessara verka hér heima? Var það heiðarleiki hans, sem réð ferðinni, sá að í samningi var gert ráð fyrir að allt fylgdi með í kaupunum nema áhöfnin? Við segjum frá þessari undarlegu sölu á næstu síðum. _KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.