Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Side 20
20 DV. LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR1984. Þaö var aö haustlagi áriö 1969, aö farþegaskipið Esja sigldi frá Islandi í síðasta sinn. Margir horföu meö eftir- sjá á eftir þessu skipi, enda höföu þeir hinir sömu átt góöar minningar frá feröum með því. Esjan var í strand- ferðum á veturna en á sumrin var siglt á milli landa. Skipið var á leið til Bermúdaeyja þegar þaö sigldi héöan þennan haust- dag ’69. Þangaö hafði þaö verið selt með öllu sem í því var. Meöal þess sem var um borö í skipinu voru tólf krítarmyndir eftir Gunnlaug Scheving og fjögra til fimm fermetra málverk af Reykjavíkurhöfn eftir Jón Þorleifsson. Allar munu myndimar hafa veriö málaöar eöa teiknaðar í kringum áriö 1939. En hver skyldu hafa oröið örlög þessara mynda? Og hvemig skyldi mönnum hafa dottið í hug aö láta myndirnar fylgja meö í kaupunum? Svo ekki sé nú minnst á verðmæti þeirra. Viö ræðum viö Jón Rósmundsson borgargjaldkera sem fyrir undarlega tilviljun hefur tvær mynda Schevings undir höndum, Guöjón Teitsson, sem var forstjóri Ríkisskips á þessum árum, en Esjan var í eigu þess, Tryggva Blöndal, sem var skipstjóri Esjunnar, svo og listfræðinga og uppboðshaldara. Myndefni úr þjóðsögunum Myndirnar tvær sem aö ofan greinir eru um það bil 60 sinnum 40 sentímetr- ar aö stærð. Þetta em krítarmyndir, rauösvartar að lit. Þær eru í heiöurs- sessi í stofu Jóns Rósmundssonar, rammaðar inn í mjóa tréramma og á báöum myndunum hefur ramminn lent aö hluta yíir nafn listamannsins. Meö hvoTri mynd fylgir lítill skjöldur úr platínu eöa einhverju þvílíku þar sem á stendur heiti myndanna. Heitir -önnur „Helltu út úr einum kút” og hin „Vígöu ekki meira, Gvendur biskup”. Eins og þessi heiti bera með sér er myndefniösótt íþjóösögumar. Myndefni fyrri myndarinnar er sótt í gamlan húsgang, aö þvi er Jón segir. Hljóöarhannsvo: Helltu út úr einum kút ofan í gröf mér búna. Beinin mín í brennivín bráölega langar núna. Myndefni seinni myndarinnar er sótt í þjóðsöguna um, aö „einhvers staöar verða vondir aö vera”. Sýnir myndin atburö þann er Guðmundur góöi er aö vígja bergiö í Drangey. Reyndar er þaö svo um allar þessar tólf myndir Gunnlaugs Schevings, sem um borð voru, að myndefnið er sótt í þjóösögurnar. Þetta er því svokölluð myndröö. Myndirnar skornar úr römmunum Við gefum Jóni Rósmundssyni orðiö: „Eg hef haft þessar myndir undir höndum í um tíu ár. Þannig var að áriö 1969, þegar Esjan var seld til Bermúdaeyja, kom hingað banda- rískur maður, Theodore að nafni. Hann var fulltrúi Lloyds trygginga- félagsins sem var umboðsaöili kaupandans. Theodore átti að fylgjast með aö samningum um kaupin skyldi fylgt í hvívetna. Meöal annars fór hann meö skipinu í strandferö um landiö. Þar kynntist hann þemu um borö, þau felldu hugi saman, giftu sig og fóru meö skipinu til Bermúdaeyja. Þau settustsvoaðí Flórída. Nokkru síðar var skipið selt frá Bermúdaeyjum til Flórída. Enn var Theodore fenginn til aö sjá um að samningurinn væri haldinn. Þegar hér var komiö sögu voru myndimar enn um borð. Nýju kaupendumir kæröu sig hins vegar ekkert um þessar myndir og þar sem þeir vissu aö Theodore var giftur íslenskri konu, gáfu þeir þeim hjónum myndirnar. Vom þær skornar úr þeim römmum sem þær vom í. Dóttir mín, Guöríöur, gifti sig fyrir allnokkmm árum bandarískum manni og settust þau að í Flórída. Hún kynntist konu Theodore og varö þeim vel til vina. Þegar kona Theodore lést, gaf hann Guöríði tíu myndir eftir Scheving. Þá voru þær upprúllaðar í einn stranga. Hún hefur nú rammaö inn þrjár þeirra, aö mig minnir, ein er úr Djáknanum á Myrká, en ég man ekkl hverjar hinar tvær em. Guöríöur gaf mér tvær þessara mynda, en hinar, sem eftir era, munu enn vera upprúllaöar hjá henni.” Þess má geta að Jón vissi ekkert um afdrif málverksins af Reykjavíkur- höfn eftir Jón Þorleifsson. Því er einnig viö að bæta að þær tvær myndir, sem á vantar myndröö Schevings, eru í eigu afkomenda konu Theodores hér á landi. Esjurnar Fjögur skip hafa verið hér á landi sem borið hafa heitiö Esja. Sú fyrsta kom hingað til lands árið 1923. Hún var þá í eigu óskabarns þjóöarinnar og var í strandferöaflutningum sem voru á vegum Eimskips í þá tíö. Áriö 1929 var Þetta eru platinuskildirnir sem fy/gja meO hverri r Engar myndir eru til innan úr Esjunni hjá Rikisskip. Hins vegar eru þessar myndir úr Heklu sem var smiðuð '48 eftir nákvæmlt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.