Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Page 34
34 DV. LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR1984. MarkvarðaþjáKun verður æ mikilvægari Markvörðum hefur löngum reynst erfitt aö fá vinnu í knattspyrnunni eftir aö þeir eru hættir að leika hana sjálfir. Sérstök markvarðaþjálfun þekkist ekki víða í knatt- spyrnunni, a.m.k. til skamms tíma,og því hefur markvörðum reynst erfitt að fá vinnu sem leiðbeinendur. Það kemur líka örsjald- an fyrir að markverðir eru skipaðir fram- kvæmdastjórar og í svipinn man ég ekki eftir neinum sem er starfandi núna. En á undanförnum árum hefur liðunum í ensku deildinni aukist skilningur á réttri þjálfun mark- varða og er nú mikiö um aö sér- stakir markvarðaþjálfarar séu ráðnir til liðanna í lengri eða skemmri tíma. Þessi þjálfun hefur skilað árangri því að líklega hafa Englendingar á að skipa bestu markvörðum heims og eru senni- lega sú þjóð sem á hvað flesta í 1. klassa. Nægir í þessu tilliti að nefna menn eins og Gary Bailey, Nigel Spinks, Chris Woods, Peter Huck- er, Alan Knight, Les Sealy o.fl o.fl. En hverjir eru mennirnir á bak við þessar stjörnur, gömlu mark- verðirnir sem kennt hafa þeim allar sínar brellur? Fyrstan ber að nefna Alan Hodgkinson sem er eiginlega sá fyrsti sem fékk fast starf sem markvarðarþjálfari. Hann hóf starf sitt hjá Gillingham og var hjá fleiri félögum áður en hann var fenginn til liðs við enska landsliðið þar sem hann hjálpar til viö þjálfun hinna ýmsu liða. Sjálfur lék Hodgkinson fimm landsleiki fyrir England. Það var árið 1957, en þá var hann ungur leikmaður með Sheffield United, þar sem hann lék allan sinn leikferil, sem endaöi árið 1969. Aöstoðarmaður Hodgkinson er Mike Kelly, sem í eina tíö þótti mik- ið markmannsefni sem aldrei varö Gary Bailey — eínn efnilegasti markvörður Englands. mikið úr. Hann þjálfar einnig hjá WBA. Fleiri markverðir sem nú eru framariega í þjálfuninni eru menn eins og Bob Wilson sjónvarpsþulur, sem stóð í Arsenalmarkinu, þegar liðið vann „double", deild og bikar árið 1970— ’71. Wilson lék tvo lands- leiki með skoska landsliðinu, en fer Gordon Banks — fyrrum markvörður enska landsliðsins. nú á dögum oft í þjálfunarferðir ásamt tveimur öörum markvörð- um. Leiöbeina þeir hjá hinum ýmsu liðum og eru mjög vinsælir. Ernie Gregory heitir einn leik- maður fyrrverandi og lék hann aö mestu með West Ham. Hann hefur nú aldrei yfirgefið þaö félag að fullu og sér um að gera markmenn úr þeim ungu strákum sem á Upton Park koma og vilja veröa stjömur. Gordon Banks þarf ekki aö kvíöa atvinnuleysinu þar sem hann hendist fram og aftur um England og þjálfar grimmt. Hefur hann þjálfaö á stöðum eins og Sheffield (Wednesday), Stoke og Norwich og segja þeir sem hafa æft undir hand- leiðslu þessa gamla meistara aö það sé ómetanlegt. SigA Af enskri og ítalskri knattspyrnu Þetta er stutt í dag en þess í stað komið víða við. Allt frá Gordon Banks og alveg fram í sóknina til Zbignew Boniek. Raunir eins af efnilegustu miðvörðum Englend- inga fyrr og síðar raktar og græðgi ítala í þá bestu gerð skil. Ef lesendur þessara dálka vilja lesa um eitthvað öðru fremur þá er um að gera að senda línu. Utanáskriftin er: Knattspyrausíðan Helgarblað DV Síðumúla 12—14 104 Reykjavík. Bob Wilson markvörður Arsenal felagið vann bæði deiid og bikar. 1971. þegar a komið fyrir Kevin Beattie Hann var hérna í eina tíð besti miðvörður sem Englendingar áttu. Hann lék níu lands- leiki og var kjörinn „Young player of the Year”. Bobby Robson sagði hann vera besta leikmann sem hann hefði séð spila í sinni stöðu. Núna er hann handlangari hjá múrsteinahleðslumanni. Hann er Kevin Beattie. Já, knattspyrnan er ekki alltaf dans á rósum fyrir knattspyrnu- menn og óvissan um hvað tekur við þegar ferlinum lýkur er algjör. Nokkrir komast í þjálfun og örfáir ná svo langt aö verða fram- kvæmdastjórar. Aðrir hafa aurað saman og geta keypt sér lítinn „pöb” eða fyrirtæki, en aðrir eiga ekki eyri þegar upp er staðið. Þannig er einmitt komið fyrir Kevin Beattie sem hefur þurft að leggja skóna á hilluna vegna þrá- látra meiðsla í hægra hné. Hann hefur bætt við sig mörgum kílóum og er kominn með vömb á því að hanga niðri á pöb. Hann leikur . knattspyrnu með litlu utandeildar- liði sem venjulega tapar með 4—5 marka mun og hnéð á honum þolir það varla. Samt streitist hann við. I raun rétti hefði Beattie átt að vera búinn aö leggja skóna á hill- una fyrir löngu, er læknar sögðu honum að hann gæti ekki leikiö út af hnénu. Beattie hætti hjá félaginu sínu, Ipswich, en var stuttu síðar farinn að leika meö Colchester í fjórðu deild. Eftir nokkra leiki þar haföi Malcolm Allison hjá Middlesbro samband við hann og sagðist vilja fá hann til liðs við sig. Beattie tók því boöi en hafði aöeins leikið nokkra leiki er hnéð gaf sig og hvíld var fyrirskipuð. Beattie byrjaði aftur í upphafi keppnistímabilsins og kannski hefði allt verið í lagi ef han hefði ekki asnast til að skrópa í vinnunni til að geta flutt til Middiesbro. Allison varð æfur og Beattie var sagt upp samningnum og hann gat hætt við að flytja. Og nú stendur hann uppi gjör- samlega peningalaus með konu og þrjúbörn. -SigA. ivevm ueauie — poiu einnegasu leikmaður Englands fyrir nokkr- um árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.