Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Side 2
DV. MANUDAGUR5. MARS 1984. Atómstöðin f rumsýnd: Góðar viðtökur áhorfenda — F runisvningin gekk mjög vel og eg varð ekki var við annað en að ahorfendur væru ánægðir þegar henni lauk. sagði Þorsteinn Jónsson. leikstjori kvikmyndarinnar Atóm- stöðin i viðtali við DV um helgina. Kvikmyndin er gerð eftir hinni frægu skaldsögu Halldórs Laxness með sama nafni og er dyrasta kvikmynd sem gerð hefur verið á Islandi til þessa. I henni leika 30 leikarar í stærri hlutverkum og um 400 auka- leikarar. Þegar Þorsteinn var spurður að þvi hvort frumsýningargestir hefðu gert samanburð á kvikmynda- gerðinni og hinni upphaflegu skáld- sögu sem er með þekktari verkum Laxness. sagðist Þorsteinn ekki hafa orðið svo mjög var við það. — Menn komu litið inn á það, nema hvaö sumir hrósuðu þvi hvað vel hefði tekist til við að halda frjálsræði frá söguþræðinum í smáatriðum en þó haldiðtrúnaði við söguna iheild. Þorsteinn sagði einnig að kostnaður við kvikmyndina hefði verið slikur að f ramleiðendur hennar gerðu ekki ráð fyrir að aðsókn hér á landi myndi standa undir kostnaöi. Til þess þyrfti um 120 þúsund gesti. segir Þorsteinn Jónsson leikst jóri Þess vegna væri þegar búið að gera samninga um dreifingu mynd- arinnar erlendis, bæði í kvikmynda- hús og á sjónvarpsstöðvar. Hins veg- ar reiknuðu framleiðendumir með því að til þess að dæmið gengi upp þyrfti 70 til 80 þúsund áhorfendur hér heima. Þegar Þorsteinn var spurður að því hvort menn heföu ekki áhyggjur af því að aðsókn að íslenskum kvik- myndum hefði farið minnkandi eftir því sem framleiðslan eykst, svaraði hann því til að það væri greinilegt að nú væri þaö ekki nóg fyrir kvikmynd að vera islensk, hún yrði einnig aö vera vel gerð og hafa eitthvaö fram að færa. — Það er ekki hægt að vita fyrirfram hvaö áhorfendur vilja og það eina sem kvikmyndagerðarfólk getur gert er að vinna sína vinnu eins vel og hægt er og vona síðan hiö besta, sagði Þorsteinn að lokum. -óbg. ------------:—ac Tinna Gunnlaugsdóttir og Áml Tryggvason í hlutverkum Uglu og organistans í kvikmyndinni Atóm- stööinni sem frumsýnd var um helg- ina. Ymsum varö hált á svellinu á óveðrinu á föstudagskvöldiö og þelrra á meðal ökumanni þessarar bifreiöar. Hann ók niður Reykjanesbraut og hugðist taka U-beygju á gatnamótum Stekkjarbakka og Reykjanesbrautar. Ekki tókst betur tíi en svo aö bifreiðin hafnaði á umferðarskilti og sneri við það hjólum til himins. Ekki urðu slys á fólki við at- vikþetta. DV-myndS. Fyrirmenn f rá Bremerhaven á samningabuxunum hér: VIUA KVÓTA HÉR OG SLEPPA TOLLUM YTRA í STAÐINN — LÍÚ ogsjávarútvegsráðherra höfnuðu hugmyndunum Borgarstjóri Bremerhaven í Þýska- landi, tveir þingmenn úr röðum jafnaðarmanna i Bremen og hafnar- og rnarkaðsstjóri í Bremerhaven voru hér á ferð nýlega og áttu fundi með IJUogsjávarútvegsráðherra. IJigðu þeir áherslu á að tryggja áfram reglulegar fisklandanir Lslenskra fLskiskipa í Bremerhaven og jafnvel efla þá starfsemi. Þá lýstu þeir sig reiðubúna að fella niður tolla af íslenskum ferskfiski, tryggja ákveðið hækkaðlágmarksverð á karfa úr íslenskum skipum til að draga úr sveiflum en á móti óskuöu þeir þess aö fá Utilsháttar veiðikvóta fyrir togara á Islandsmiöum. Bæöi fulltrúar LfU og sjávarútvegs- ráðherra gerðu þeim Ijóst aö við núverandi aðstæður hér væri með öllu ómöguiegt að heimila erlendum fLski- skipum veiðarhér. Vegna svonefndrar bókunar sex við EBE greiðum við aðeins 3,7 prósent tolla af ísuöum þorski, ýsu og ufsa, og tvö prósent af karfa viö landanú- í V- Þýskalandi, á meðan t.d. Norömenn þurfa að greiða eða rýra hlut sinn um 15prósent. Þjóðverjarnir fóru að visu fram á lítinn kvóta, nokkurskonar málamiðl- unarkvóta svo stætt væri á því að fella niður tollana en ekki hefur verið reiknað út hvort við heföum þjóðhags- Iega hagnast á boðum þehra þar sem hvorki sjávarútvegsráðherra né for- maður LfU töldu sér stætt á neinu sUku um leið og menn kvarta mjög aUnennt yfir lágum kvótum. -GS. Ólafsfjörður: Bátaútgeröin á heljarþröm Bátaútgerðm í Olafsfirði leggst að Ukindum niður stóran hluta úr árinu miðað við úthlutaðan veiðikvóta. Síðan 1980 hefur bátaútgerðm veriö að dragast saman vegna aflabrests fyrir Norðurlandi. Til dæmis voru 5 bátar seldir burtu á þessum tíma. Eftir eru aðeins 5 bátar á biUnu 10—50 tonn og enginn 50—100 tonna. I fyrra fengu þessir bátar 383,3 tonn af þorski en fá úthlutað 215,5 tonnum í ár. Skerðingin er um 45% og samkvæmt samtölum við sjómenn í Olafsfiröi er enginn grund- völlur fyrir rekstrinum meö þessum afla. Er talið stefna í að 15—18 sjómenn missi atvinnuna fyrir mitt ár og aö útgeröirnar fari jafnvel á hausinn. Þessir sömu bátar fá nokkra aukningu í öðrum fisktegundum, t.d. kola. Sjómenn telja að hún vegi þó á engan hátt á móti skerðingu í þorskafl- anum og skipti Utlu máU. -JBH/Akureyri. Neydast til aðhætta og selja „Þetta er vonlaust, það eina sem hægt er að gera er að fiska þennan kvóta og reyna svo að selja bátinn á innfjarðarrækju ef einhver kaupandi finnst,” sagði Jón Oskarsson, sjó- maður í Olafsfirði, í samtaU viö DV. Hann er einn af sex mönnum sem eiga bátinn Hrönn OF, 20 tonna. I fyrra fékk Hrönn 237,7 tonn af óslægðum fiski en má veiöa 124 tonn í ár. Uppistaðan í aflanum hefur verið þorskur og í fyrrá fengust 199 tonn, stór hluti þess í maí þegar Hrönn var á vertíð í Olafsvík. Hlutur þorsks í aflanum nú er hins vegar aöeins 99 tonn. Hrönn er 20 ára gamall bátur og fór í aUmikla viðgerð í fyrra. Jón sagði aö hlutur bátsins sjálfs í ár miðað við núgildandi fiskverð myndi engan veginn duga fyrir skuldbindingum vegna hennar. Eigendumir hefðu þvi enga aðra leið en að hætta rekstrinum og selja til aö komast út úr þessu. Það væri þó sárt, bátinn ættu þeir skuld- lítinn og yfirleitt hefði ekki verið safnað skuldum. Utgerö Hrannar var með eigrn fisk- verkun og sagði Jón að hún væri forsenda fyrir því að geta gert út. RekstrargrundvöUurinn nú væri hins vegar enginn og úthafsrækjan bjargaði þeim ekki, báturinn væri of LítiU fyrir hana. Utgerðin Hrönn s/f hefur verið í upp- byggingu síðan 1979. Ari síðar var byrjað á byggingu fiskvinnsluhúss en það er ekki fuUgert. Nú er aUt útUt fy rir að Hrönn s/f lifi ekki út árið. JBH/Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.