Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Page 3
DV. MANUDAGUR 5. MARS 1984. 3 Nordsat-tungl fyrir 7,5 milljarða — samnorrænt sjónvarp um allt landið og miðin Ef marka má tilraunatungl sem Svíar hafa komiö á loft til sjónvarps- sendinga meöal annars mun þaö kosta um 7,5 milljarða íslenskra króna að skjóta upp tveim samnorrænum tungl- um eftir svokallaðri Nordsat-áætlun. Þau myndu meöal annars leysa allan vanda okkar við aö dreifa sjónvarps- dagskrám um landið og miöin. I samtali við Gústav Amar, yfir- verkfræöing Póst- og símamálastofn- unarinnar, sagöi hann að ef ákvörðun heföi verið tekin um Nordsat 1980 væru þjóðir Norðurlandanna nú í farar- broddi í fjarskiptum og miðlun út- varps- og sjónvarpsefnis gegnum gervitungl. „En nú erum við á eftir og ekki er búist við að það liggi fyrir fyrr en seint á þessu ári sem stjómmála- menn óskuðu síðast eftir til þess að þeir teldu sig geta byggt á ákvörðun.” Ljóst er, að sögn Gústavs, að vegna fjarlægöar okkar frá fjölmennustu Norðurlöndunum mun þessi hugsan- lega Nordsat-áætlun kosta meira en ella, okkar vegna. En þó við lentum að einhverju marki í hlutfallslega meiri kostnaði en hinar þjóðirnar, leystu hnettirnir líklega enn stærri fjárhags- leg vandamál ef stefna ætti að fram- tíöarsjónvarpi um allt Island og öll miðiníkring. Verði ákveðið næsta vetur að skjóta upp tveim Nordsat-tunglum koma þau ekki á loft og aö fullu gagni fyrr en 1989. HERB Bæ jarstjórn Dalvíkur: Fiskvinnsla og utgerð verði í einu fyrirtæki Bæjarstjóm Dalvíkur samþykkti a fundi á fimmtudag að beita sér fyrir sameiningu þriggja stærstu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja á staönum, Utgerðarfélags Dalvíkinga, Söltunar- félags Dalvíkur og Upsastrandar. Hugmyndin er að stofna eitt félag sem yfirtaki rekstur og eignir þessara félaga. Beinir bæjarstjómin því til stjórna fyrirtækjanna að afstaða veröi tekin til þessarar samþykktar. Einnig óskar hún eftir því við KEA að inn í þessa heild komi frystihús KEA á Dalvík ef umrædd þrjú fyrirtæki ná samstööu. Þetta mál hefnr verið til umræðu á Dalvík í nokkurn tíma. A fundi bæjar- stjómar 9. febrúar var skipuð nefnd til að athuga ýmsa þætti útgerðarmála á Dalvík, þar á meðal þessa hugsanlegu sameiningu fyrirtækjanna. Nefndin skilaði áliti í fyrradag og samþykkt bæjarstjórnar var gerð í framhaldi af því. Meginkostur sameiningarinnar er að mati bæjarstjórnar sá að með því verði best komið í veg fyrir samdrátt í at- vinnulífi og atvinnuleysi vegna minnk- andi sjávarafla. Hagsmunum útgerðar og fiskvinnslu sé best borgið með sam- einingu og þar með bæjarfélaginu í heild. -JBH/Akureyri. ■ Eitthvað fyrir piá Við leggjum áherslu á fjölbreytni í skrifborós- stólum og vandaóa vöru. 15 ára reynsla hefur kennt okkur margt og ennþá vinnum viö aö því aó bæta framleiðsluna og auka úrvaliö. STÁUÐJANhf SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211 Líttu inn til okkar, viö höfum ábyggilega eitthvaö fyrir þig. Það er góð tilfinning að sitja undir styri í bíl sem leikur í fiöndum manns. UNO er einmitt slíkur bíll. UNO er fisléttur, sprettfiarður, kraftmikill, framfijóladrifinn og liggur vel 'a vegi. UNO fiefur staðið sig frábærlega vel í snjónum að undanförnu og liggur við að jeppar fölni í samanburði við þennan kattmjuka skaflakljúf. UNO fékk 9.5 í einkunn fyrir aksturseiginleika fijá Auto Motor und Sport og segir það kannski mest um fivílíkur gæðingur þessi bíll er. IEGILL / VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.