Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Qupperneq 6
6
DV. MANUDAGUR 5. MARS1984.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Mikil aukning var á þátttöku i heimilisbókhakiinu i janúar. Heirí og fíeiri virðast hakia tii haga öllum reikn-
ingum og vilja hafa yfirsýn yfir útgjöld heimilisins. Gott „hjá/pargagn " er möppur eins og þær sem eru á
m yndinni. í þær má fíokka afía reikninga. O V-m ynd G VA
Heimilisbókhald DV:
Lækkun á lands-
meðaltali
rúmlega 25 prósent
Geysileg þátttaka var í heimilisbók-
haldi DV í janúar, líklega aldrei verið
eins mikil og nú. Landsmeðaltal
þennan síðasta uppgjörsmánuð okkar
er 2.111,- krónur, 25,8% lægra en það
var í desember (kr. 2.844,-). Við
þurfum aö leita aftur um hálft ár til aö
finna sambærilegar tölur í bókhaldinu.
I júlí 1983 var landsmeðaltalið kr.
2.140,-, íjúní kr. 1.856,-.
Þetta eru gleðileg tíöindi fyrir
neytendur. Það er aö segja ef við
drögum þá ályktun af þessu að
ástæðumar séu stöðugra verðlag, jafn-
vel vörulækkun í sumum tilfellum, og
meiri hagsýni í innkaupum. Svo er
aftur á móti hægt að draga þá ályktun
af þessum niðurstööum að fólk hafi
dregið við sig í matarkaupum vegna
minni kaupmáttar. Sjálfsagt eru aUar
þessar ástæður gUdar, tvær af hinu
góða en vafamál um þá þriöju. Þó
getur sú þriðja leitt til aukinnar hag-
sýni og meiri útsjónarsemi.
Við erum aö vonum mjög ánægð með
hina miklu þátttöku í heimilisbók-
haldinu nú, það er greinUegt að sífeUt
fleiri eru að komast á „bylgjulengd”
heimUisbókhaldsins. Rauðir þráðurinn
á þeirri bylgjulengd er að fylgjast vel
með tekjum og gjöldum heimUisins,
vita í hvað peningamir fara. Og vera
meðvitaður um vöruverð.
Við vonum að framhald verði á
þessari miklu þátttöku í febrúar.
-ÞG.
VÖRUMERKJA
S , TÍDIND/
1. árg. 29. februar 1984 Nr. 1
Vömmerki
Tilkynnt
vörumerki til skráningar
Samkvæmt 20. gr. laga nr. 47 2. mai IV6X. um
vörumt-rki shr. 7. jjr. reglugerflar nr. I 2. janúar 1969.
skulu andmæli gt-gn skraningu vörumerkis burin skriflt-ga
fram innan tveggja manaða taliö frá hirtingardegi aughs-
ingarinnar. ng skulu þau riikstudd.
I h9/l9X3 Tilkynnt 4. fchrúar 19X3. kl 14:3(1
REVLONSENSATIONS
Kigandi: Rcvlon. Int . 767 Fifth Avcnuc. Ncw Vork.
N.Y.. Bantlarikjum N-Amcríku.
l’mhoAsm.: Sigurjónsson & I hor sf . Óöinsptitu 4. l(l|
Rcykjavik.
Klokkur 5: l.yktcyða'ntli cfni til aö spraula á likamann
T 222/19X3 Tilkynnt 17. mai 19X3. kl. 14:311
MARITHE ET FRANCOIS
GIRBAUD
Kigandi: Franytiis Ciirbaud ct Maric I hcrcsc Bachcllcric.
II. ruc dcs Bcllcfcuillcs. I’aris. Frakklandi.
ImhoAsin.: (i.H. SigUfgcirsson. P.O. Box 1337. 121
Rcykjavík.
Flokkur 3. 14. IX, 24 og 25.
I 3U4/I9X3 Iilkynnt 26 juli 19X3. kl 13J5
QUINT
Kigandi: llonda (iikcn Kogyo Kabushiki Kaisha (scm
cinnig vcrsla untlir nafninu llonda Motor Co . I.td |. No
27—X. 6-chontc. Jingumac. Shinhuya-ku. lokyo. Japan.
I mboAsm.: l aktor Company. Scljavcgi 9. Rcvkjavik
Flokkur 12: Vclar og l.cki til llutmnga. hlutar og fylgi-
hlutir þcirra
Svona Htur forsiða hins nýja blaðs út og er gert ráð fyrir þvi
að það komi út mánaðarlega.
NÝTT blað um
VÖRUMERKJA-OG
EINKALEYFAMÁL
Iðnaðarráðuneytið hefur nú meö útgáfu þessa blaðs verður hætt
ákveðið að hefja útgáfu nýs blaðs. aö birtar þær þar.
Blaðið, sem nefnist Vörumerkja- og Ritstjóri hins nýja blaös er Eygló
einkaleyfatíðindi, mun koma út Halldórsdóttir sem einnig er ritstjóri
mánaðarlega og í veröa birtar allar Lögbirtingablaðsins. Afgreiösla
lögboðnar auglýsingar varðandi biaðsins er á sama stað og Lög-
vörumerki og einkaleyfi. Slikar birtmgablaösins að Laugavegi 116.
auglýsingar hafa verið fram aö Askriftargjald er 450 krónur og
þessu í Lögbirtingablaðinu, en f rá og kostar það í lausasölu 50 krónur. APH
T 309/19X3 Tilkynnt 2X. juli 19X3. kl 11:15
Kigandi: Abcx Papid tquipcmcnt S.A.. 9, ruc Klock
92112 Clichy. Frakklandi
l mboAsm.: Orn Þór. hrl.. Óöinsgiitu 4. Rcykjavik
Flokkur 12: Brcmsu- og kijplingshoröar. kuplingar og
annar hunaöur fyrir i'kuta-ki. hjól og mótorhjöl.
Forgangsrcttur cr frá 31. janúar 19X3.
T 323/19X3 Tilkynnt 4. ágúst 19X3. kl 13:35
L JÚFMETI
Kigandi: Jón lónar Jakohsson. hdl . lönhúö 6. 210
Ciaröabæ,
Flokkur 35: Auglysingastarfsemi og viðskipti
1 324/19X3 Tilkynnt 5. agust 19X3. kl 11:40
Kigandi:.Dynamit Nohcl Akticngescllschaft. 5210 Trois-
dorf. Kaiscrstrassc I. Þýskal.andi
l'mboAsm.: I aktor Company. Seljayegi 9. Rcykjavik
Flokkur 5.
Heimilisbókhald DV:
MEÐALTAL VÍÐA
UM LAND
— lækkaði íReykjavík um tæp tólf prósent
Upplýsingaseðlar í heimilisbókhald
DV bárust frá tæplega fimmtíu stöðum
víðs vegar að af landinu. Og er það
miklu meiri þátttaka en í desember, en
þá bárust seðlar frá rúmlega þrjátíu
stöðum. Við birtum hér meðaltalstölur
um matarkostnað einstaklinga á 35
stöðum hér á eftir. Erum viö mjög
ánægð með hvað þátttakan í janúar er
víðtæk. Auk þess aö ná til margra
staða, komu mjög margir seðlar frá
sumum stöðum, til dæmis Akranesi.
Þaðan komu upplýsingaseðlar frá
fimmtán fjölskyldum, alls sextíu
manns, og því ætti meðaltalið þar,
2.133 krónur, að gefa raunhæfa mynd
af matarkostnaði þar.
Lægsta meðaltal matarkostnaðar
varí janúará Neskaupstaðkr. 1.179,-á
mann, en hæst á Hvammstanga kr.
2.876,- á mann. A báðum þessum
stöðum er meðaltaliö miklu lægra en í
desember, það sama gildir reyndar á
flestumstöðum.
I Reykjavík var meðaltalið í janúar
kr. 2.146,- en var í desember kr. 2.431,-
lækkaði um 11,7 prósent. Þá skulum
viölítaátöfluna.
-ÞG.
Meðaltal einstaklinga
Akranes kr. 2.133,-
Akureyri — 2.118,-
Blönduós - 2.090,-
Bolungarvík - 2.233,-
Borgames - 2.614,-
Djúpivogur - 1.795,-
Egilsstaðir - 1.887,-
Eskifjörður - 2.492,-
Eyrarbakki - 1.937,-
Garðabær - 1.716,-
Grindavík - 1.794,-
Hafnarfjörður - 1.980,-
HeUa - 2.108,-
HeUissandur - 2.564,-
Húsavík - 2,107,-
Hvammstangi - 2.876,-
Hveragerði - 1.995,-
Höfn/Hornafiröi - 1.795,-
I-Njarðvík - 2.577,-
Isafjörður - 2.458,-
Keflavík - 2.595,-
Kópavogur - 2.015,-
MosfeUssveit - 2.166,-
Neskaupstaður - 1.179,-
Raufarhöfn - 1.795,-
Reykjavík - 2.146,-
Sauðárkrókur - 2.564,-
Selfoss - 1.867,-
Siglufjörður - 1.353,-
Skagaströnd - 1.785,-
Stokkseyri - 2.506,-
Tálknafjörður - 2,234,-
Vestmannaeyjar - 2.242,-
Vopnafjörður - 2.271,-
Þingeyri - 1.230,-
Einingarverð á brauði:
ER AÐ K0MAST
IGAGNH)
—brýnt mál fyrir neytendur
Nú um áramótin gengu í gildi nýjar
reglur um verðmerkingu á brauðum.
Þar er m.a. kveðið á um að einingar-
verð hvers brauðs skuli koma fram.
Þetta er hægt að gera með tvennu
móti. Annars vegar með því að skrá á
töflu öll einingarverðin, sem staðsett
er í nágrenni við brauðin, og hins veg-
ar er hægt að skrá einingarverðið á
sjálf brauðin. Astæðurnar fyrir þess-
um nýju reglum eru fyrst og fremst
þær að með þessu móti gefst neytend-
um kostur á aö gera verösamanburð á
milli hinna mismunandi brauðteg-
unda. En fram aö þessu hefur slíkt
ekki veriö framkvæmanlegt vegna
þess að einungis hefur verið gefið upp
verö á hver ju brauði en ekki þyngd.
Enn sem komið er hefur bara einn
aðili tekið upp þessa nýju aöferð og er
það bakaríiö Krútt á Blönduósi. Þar
var notuð sú aðferð að líma miða á
hvert brauð sem haföi að geyma þess-
ar upplýsingar. Þessir miðar líta mjög
vel út og auðvelda neytendum mjög að
gera verðsamanburð. Ástæðan fyrir
því að ekki fleiri hafa tekið upp þessa
þjónustu er sú að þegar sh'kar breyt-
ingar eiga sér staö tekur ávallt ein-
hvern tíma aö koma þeim í gagnið.
Einnig hefur nokkur óvissa ríkt um
þessar nýju verðmerkingar vegna ann-
arra reglna, sem tóku gildi nú 1. mars,
en það eru ákvæðin um að álagning sé
fr jáls á allmörgum vörum, sem seldar
eru í matvöruverslunum, þar á meðal
á brauði. Eftir að hinar nýju álagning-
arreglur tóku gildi hefur ekki verið
ljóst hvemig eða hver eigi að sjá um
verðmerkingarnar. Það er illfram-
kvæmanlegt fyrir framleiðendur sem
selja brauð til kjörbúðanna sjálfra.
Eina sjáanlega lausnin er sú að þær
sjái sjálfar um aö framfylgja þessum
nýjum reglum.
Handverksbakarar
Hvað varöar handverksbakarana,
sem selja sjálfir brauðin sín í bakarí-
um sínum, viröist sem lausn á þessu
máli sé fundin.
Að sögn Hlöövers Arnar Olasonar,
framkvæmdastjóra Landssambands
bakara, eru nú allmargir bakarar
byrjaðir að undirbúa þessar breyting-
ar. Bakarar völdu þá leiöina að setja
upp yfirhtstöflur yfir einingarverð
brauöanna. Þessar töflur eru svipaðar
þeim töflum sem bankarnir nota t.d.
við gengisskráninguna. Bakarar hafa
staðiö fyrir sameiginlegum kaupum á
þessum töflum í gegnum Landssam-
bandið. Þeir eru því margir hverjir um
þessar mundir að vinna að því aö koma
þessum töflum í gagnið. I Álfheima-
bakariinu er þessi vinna komin langt á
leið og verður ein shk tafla sett upp þar
von bráðar.
I Miklagaröi hefur verið tafla með
einingarverði á brauði frá áramótum.
Þar er verið að vinna að því að allar
vörur í versluninni verði með einingar-
verði, sem verður skráö á hiUu allra
vörutegunda, og þar á meðal á brauði.
Notaðir verða merkimiðar að sænskri
fyru-mynd, notuð tölva við gerð þess-
ara miða. Þetta gerir að sjálfsögðu
neytendum hægar um vik aö gera
verðsamanburð sem er lykilorð flestra
neytenda nú um þessar mundir.
-APH