Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Blaðsíða 7
DV. MÁNUDAGUR 5. MARS1984.
7
Neytendur Neytendur
Keytendasamtökin:
REGLUR UM
NEYTENDAVERND
LAGÐARFRAM
hjá Sameinuðu þjóðunum
Á næsta allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna verða væntanlega teknar upp
til umræðu grundvallarreglur um
neytendavemd. Alþjóðasamtök
neytendafélaga hefur í þessu
sambandi látið útbúa bækling þar sem
greint er frá þessum reglum ásamt
athugasemdum og breytingatillögum
frá samtökunum.
Neytendasamtökin hér á landi hafa
nú þegar sent þennan bækling til ráða-
manna hér og formanna allra þing-
flokkanna. Og hvetja til þess að Island
sýni þessu máli áhuga og beiti sér fyrir
því að það náu fram að ganga á þingi
Sameinuðu þjóöanna.
Að sögn Guðsteins V. Guðmunds-
sonar, starfsmanns Neytendasamtak-
anna, er þetta mjög mikilvægt fyrir
neytendasamtök að þetta mál verði
tekið upp. Því að neytendamál eru nú
orðin mjög mikilvægur þáttur í lífi
fólks og þörf á því að gerðar verði
alþjóðlegar reglur um þau mál, sem
hafa það markmið að ver ja neytendur
gegn ýmsum hættum sem verða á vegi
þeirra í neysluþjóðfélaginu.
-APH.
Kaupsamningar:
Lesið smáa letrið
Þegar fólk gerir kaupsamninga í
sambandi við afborganir er full þörf á
því að lesa ávallt smáa letrið sem
fylgir samningnum. Flestir söluaðilar
nota banka til að innheimta þennan
kostnað. Við höfum orðið vör viö að það
kemur mörgum kaupendum á óvart
þegar í ljós kemur að nauðsynlegt er
að greiða 120 kr. við hverja afborgun.
Þvi fleiri sem af borganirnar verða, því
oftar þarf að greiða þessar 120 kr.
Þessa upphæð taka bankarnir í inn-
heimtukostnað vegna skuldabréfa sem
þeir taka að sér að innheimta. 1 öllum
löglegum kaupsamningum er gert
grein fyrir þessu og leggjum við því til
að kaupendur lesi vandlega skilmála
kaupsamningsins. -APH.
Við höfum nú opið lengur:
Virka daga kl. 9-21.
Laugardaga kl. 9-15.
SÍMIm ER 27022
Piretta
Vortískan frá Piretta komin
ffíápan
Laugavegi 66, Sími 25980.
merki ungu konunnar
ggfcjg
1
sigi-
Góð gietó^01'
.. .riv. Stódio cevöisi